Morgunblaðið - 05.03.1974, Page 29

Morgunblaðið - 05.03.1974, Page 29
-MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1974 29 FRAMHALDSSAGA EFTIR IvUoEi MAJ SJÖWALL OG PER WAHLOÖ JÓHANNA KRISTJÓNSDÖTTIR ANJNA ÞÝDDI 47 — Já. Það sat feitlagin kona í glerbás skammt frá, en hún hefur ekki getað heyrt til okkar. Auk þess var hún að tala í símann. — Gafst þér ráðrúm til að tala við hann um annað en kommóð- una. — Ja, ég sagði að það væri skelfilega leiðinlegt veður og hann jánkaði því og sagði það væri ósköp hvimleitt, þegar svona veður væri dag eftir dag. Svo sagði ég, að það væri svei mér gott, að jólin væru um garð geng- in og hann sagði, að það fyndist honum eiginlega líka. Ef maður er einn, þá eru jólin bara ömur- leiki, sagði ég svo. — Og hvað sagði hann við því? — Hann sagðist að vísu vera Velvakandi svarar i síma 10-100 kl 1 0.30 — 1 1 30, frá mánudegi til föstudags • Umferðarmenning og umgengnishættir „Víðförull“ skrifar: „Alveg varð ég hissa þegar ég las svör sex vegfarenda við spurn- ingu, sem dagblaðið Vísir lagði fyrir þá s.l. föstudag. Spurt var um það hvort ökukennslu hér- lendis væri ábótavant. Fólkið, sem svaraði spurningunni, var allt á þeirri skoðun, að fyrst um- ferðarmenningin hér hjá okkur væri svo ömurleg sem raun bæri vitni, þá hlyti ökukennslunni að vera ábótavant. Það gaf sér sem sagt allt þá staðreynd, að umferðarmenning- in á íslandi væri eitthvert hræði- legt skrimsl. Ég hélt nú satt að segja, að flestir tslendingar hefðu verið eitthvað á ferðinni erlendis, og hefðu þannig ekki komizt hjá að hafa nokkur kynni af umferðar- menningu annars staðar en hér. Ég vil leyfa mér að halda því fram, að umferðarmenning hér sé með því skásta sem gerist, a.m.k. þar sem ég hef komið. Það yrði gaman að sjá upplitið á „landanum" ef hann færi til Róm- ar eða Parísar og kæmist í kast við gangandi og akandi vegfar- endur þar. í París eru að vísu til einhverjar umferðarreglur, en engum dettur í hug að fara eftir þeim. Þetta þekkja allir, sem þar hafa verið. I Róm er slikt umferð- aröngþveiti, að umferðaryfirvöld hafa bókstaflega gefizt upp á því að reyna að hafa röð og reglu á hlutunum. Nei, við skulum endilega ekki vera að gera okkur verri en við erum. Nóg er nú samt. einn líka og fyndist jólin heldur dapurleg, en hann færi þó venju- lega til móður sinnar og væri hjá henni yfir hátíðarnar. — Þetta er ágæt byrjun, sagði Martin. — Töluðuðuð þið um eitt- hvað fleira. — Nei, það held ég ekki. —Jú, annars ég bað hann að skrifa nafn og heimilisfang fyrirtækissins upp á miða fyrir mig og hann lét mig fá spjald. — Ogsiðan hefurðu farið? — Já, ekki gat ég staðið þarna eins og glópur og talað öllu lengur. En ég flýtti mér svo sem ekkert að fara. Ég hafði hneppt kápunni frá mér, svo að hann sæi, hvað ég var í þröngri peysu. Jú, ég sagði líka, að ef þeir gætu ekki komið með kommóðuna fyrr en dálitið % Börn eru líka fólk En auðvitað er nauðsynlegt, að við reynum að bæta umferðar- menningu okkar. Þar má ekki láta staðar numið við umferð bifreiða, heldur einnig gangandi vegfar- enda. Það er ákaflega erfitt að | véra á ferli í fjölmenni i Reykja- vík. Vegfarendur kunna ekki að mætast á götu, eða hver kannast ekki við það, þegar tveir menn mætast og tvfstíga báðir góða stund áður en þeir komast fram-; hjá hvor öðrum, í stað þess að víkja báðir strax til hægri handar. Annað er það lika, sem við eig- um ólært og það er „biðraðamenn- ing“. Hér liggur við, að fólk móðg- ist ef farið er fram á það, að það raði sér upp í biðröð. Undantekn- ing frá þessu er þó sú, að við miðasölur kvikmyndahúsa hefur skapazt sú hefð, að menn standi þar í röð. Og fyrst ég er farin að ræða um biðraðir, get ég ekki látið hjá líða að benda á það óréttlæti, sem börn eru iðulega beitt. Það er eins og fullorðnu fólki þyki sjálfsagt að ryðjast með frekju fram fyrir börnin í sölubúðum og annars staðar. Svo þegarbörninverðaaðungl ingum og hætta að láta bjóða sér þessa frekju, þá verður fullorðna fólkið alveg steinhissa og skilur ekkert í hortugheitum og upp- eldisleysinu á þessum „unglinga- lýð“. Það þarf enginn að vera hissa á því, að unglingarnir eru sumir hverjir all aðsópsmiklir þegar þeir hafa haft slika fyrirmynd, sem ég hef lýst hér. Gleymum þvi ekki, að börn eru líka fólk. Með þökk fyrir birtingu. „Vfðförull". seint þá gerði það ekkert til, því að ég væri venjulega heima á kvöldin. En hann bjóst við að hún yrði send fyrri hluta dagsins. — Stórfínt. Heyrðu, ég hef hugsað mér, að við höfum aðalæf- ingu í kvöld. Við erum á Klara- stöðinni. Stenström leikur Bengtsson og hringir til þín. Þú talar viðhannog hringir siðan til min á lögreglustöðinnni og við komum þá heim til þín og bíðum eftir að Stenström komi. Ertu með á nótunum? — Já. Ég hringi jafnskjótt til þín og Stnström hefur látið heyra frá sér. Um hvaða leyti verður það? — Það segi ég ekki. Þú veizt ekki fyrirfram, hvenær Bengts- son hringir. — Nei, það .er alveg rétt. Heyrðu Martin .. . — Já ... — Ég verð nú að segja að hann var að mörgu leyti geðfelldur, þessi maður. Hvorki ógnvekjandi né geðveikislegur. En ég býst við, að þannig hafi hann einnig komið Roseönnu_fyrir sjónir. Klukkan tíu minútur yfir átta ýtti Martin við Stenström, þar sem hann dottaði i stól. — Þá byrj um við. Hann reis upp, hringdi og sagði: — Halló. Má ég koma? Já? Alveg ágætt. Svo gekk hann aftur að stóln- um, hlammaði sér niður og hneig í dvala. Martin leit á klukkuna. Fimmtiu sekúndum síðar hringdi síminn. Hann var sérstaklega tengdur og aðrir máttu ekki nota hann. — Martin Beck. — Sonja hér. Hann var að hringja. Kemur eftir hálftíma. 0 Eftirþankar um sögu Hlíðarenda í Fjótshlíð Séra Jón Skagan skrifar: „Undanfarið hafa ýmsir ritað í dagblöð um fyrrnefnda bók mína. Má þar til nefna Halldór Kristjánsson, ritstjóra, i Timann 16. des. s.l„ Jón Þ. Þór í Morgun- blaðið 20. s.m. og Benedikt Gísla- son frá Hofteigi í Timann 30. s.l. Yfirleitt eru ritdómar þessir vin- samlegir svo langt sem þeir ná. Einkum er þó ítarleg umsögn Benedikts Gislasonar — eins og vænta mátti — og vafalítið um skör fram vinsamleg um verk og höfund. Kemur þar til áhugi hins þjóðkunna gáfu- og fræðimanns á íslenskri sögu að fornu og nýju. I grein sinni telur Halldór Kristjánsson líklegt, að litlar eða engar nýjar rannsóknir liggi á bak við margþætt efni bókarinn- ar. Hér er af nokkrum ókunnug- leika mælt. Þrásinnis þurfti að bera saman að ýmsu ólíkar heim- ildir og vinsa úr það, sem senni- legast var. Ef hins vegar hefði átt að beita hárnákvæmum, visinda- legum rannsóknum við allt efni bókarinnar, sem spannar að mestu yfir sögusvið þjóðarinnar, þá hefði bókin naumast orðið minni en 1000 bls. Og þá hefði hún um leið ekki orðið eins að- gengileg almenningi og til var ætlast. Að vonum hnýtur Benedikt Gíslason um ættfærslu Sighvats rauða á bls. 19 i bókinni. I frum- handriti mínu stendur, að Sig- hvatur rauði hafi verið tengda- sonur Eyvindar lamba, og er það rétt samkvæmt frásögn Land- námu. Orðið tengda hefur þvi miður fallið niður í milliritun og útkoman orðið aðeins sonur. Enn- fremur er réttilega tekið fram hjá Benedikt Gíslasyni, að Sigríður, kona Eyvindat lamba, var ekkja — Allt i lagi. — Þá förum við af stað piltar. — Þú getur eins gefist upp, sagði Ahlberg. — Allt i fína, sagði Kolberg. — Eitt núll fyrir þig. Stenström opnaði annað augað. — Hvaðan á ég að koma? — Þú ræður því sjálfur. Þeir gengu niður og stigu inn i bilinn. Kolþerg settist undir stýri. Þeir biðu drjúga stund. Og gátu ekki annað en dáðst að Stenström, þegar hann loksins kom. Hann birtist nefnilega úr óvæntri átt og lét hóp kvikmyndahússgesta skýla sér. Martin uppgötvaði hann ekki, fyrr en hann laumað- ist inn í uppganginn. Kolberg fór upp stigann, en Martin tók lyftuna. Það var hljótt í íbúðinni, en Stenström hafði engu að síður verið snar í snún- ingum, þvi að þrjátíu sekúndum siðar heyrðist lágt óp brothljóð kvað við. Martin Beck hafði lykil- inn tilbúinn og tíu sekúndum síð- ar var hann kominn inn i svefn- herbergi stúlkunnar. Sonja sat á rúminu. Stenström stóð á gólfinu og geispaði og Ahl- berg hélt öðrum handlegg hans aftur fyrir bak. Martin blístraði og Kolberg kom þjótandi inn eins og hraðlest, i flýtinum velti hann borði í for- stofunni um koll. Martin Beck leit á stúlkuna. — Ágætt, sagði hann, ágætt. Hún var klædd í þunnan bóm- ullamáttkjól ogvarberfætt.Hann var viss um að hún var ekki í neinu innanundir, svo að augljóst var að hún lifði sig inn i hlutverk sitt. — Nú ætla ég að fá að fara í einhver föt og svo hita ég kaffi, sagði hún. Þeir gengu inn í stofuna. Hún kom nokkru siðar, í síðbuxum — en ekki dóttir — Þórólfs Kveldúlfssonar. Biðst ég velvirð- ingar á þessum misfellum. Hins vegar er ég ekki sammála Bene dikt Gíslasyni um, að Hlíðarendi hafi frá upphafi verið talinn ysti bær í Fljótshlíð og fengið nafn sitt af þvi. Ennfremur tel ég, að hann leggi of lítið upp úr sögnun- um um Önnu frá Stóruborg, sem enn lifa góðu lifi þar eystra. Hefði ég gaman af að ræða þessi efni við hinn ágæta fræðimann í einrúmi. í bókinni er sagt á bls. 166, að Páll Sigurðsson, bóndi og Al- þingismaður i Arkvörn, hafi verið afi Höllu Sigurðardóttur, sem gift var Erlendi Erlendssyni yngra að Hlíðarenda. Hið rétta er, að Páll alþm. var ekki afi, heldur afa- bróðir Höllu Sigurðardóttur. Þá kem ég að því brottfalli í bókinni, sem mér sárnar mest við sjálfan mig. Vantalin er á bls. 164 Bóel Sigurleif, dóttir hjónanna Erlendar Erlendssonar og Mar- grétar Guðmundsdóttur. Fæddist hún að Hlíðarenda 1. nóv. 1878 og giftist laust eftir aldamótin Jóni Ingvarssyni frá Neðra-Dal undir Eyjafjöllum. Bjuggu þau hjón lengi síðan að Borgareyrum í sömu sveit. I frumdrögum mínum að Sögu Hlíðarenda eru þau hjón bæði skráð, en hafa af lítt skiljan legum ástæðum fallið niður á lokastiginu. Ef til vill hefur það ruglað mig í riminu, að tvær kon ur voru áður komnar í ættliðnum með þessu sérstæða nafni. Bið ég alla afkomendur þeirra hjóna mjög velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Bót i máli er þó, a? flestir eldri, núlifandi Rangæing- ar munu gjörla þekkja náin ættar- tengsl Hlíðarendamanna og fólks- ins í Borgareyrum. Vegna nálægð- ar í tímanum kemur þvi þetta brottfall síður að sök en ella hefði orðið. Best væri samt, að hinir mörgu eigendur bókarinnar legðu þessa eftirþanka inn í hana sem fylgiskjal til framtiðarinnar. Jón Skagan" jPompidou og J Brezhnev i hittast S 12.-13. marz | París, 1. marz, AP. j TILKYNNT var i Elysee-höllinni ■ í dag, að Georges Pompidou for- J seti Frakklands og Leonid I Brezhnev leiðtogi sovézka I kommúnistaflokksins mundu ■ koma saman til fundar dagana J 12.—13. marz nk. í Sovétlýðveld- I inu Georgiu, nánar tiltekið í | sumarleyfisbænum Pitsunda við ■ Svartahaf. Þeir Pompidou og Brezhnev • hafa með sér samkomulag um að I hittast reglulega með vissu milli- .| bili til skrafs og ráðagerða, siðast ræddust þeir við í júlí sl. í Rambouillet, sem er um 30 km fyrir utan Paris. Glæpamaður gefst upp JOSEPH „Joe“ Yacovelli, sem lögreglan í New York hefur leitað vegna morðsins á glæpaforingjan- um Joseph „Jóa klikk“ Gallo árið 1972, gafst upp fyrir henni í dag. Yacovelli, sem er kunnur forystu- maður í glæpafjölskyldu Josephs Colombe, hvarf eftir morðið á Gallo. Uppgjöf hans í dag var fyrirfram skipulögð af lög- fræðingi hans, og er talið að ætlunin sé að komast að einhvers konar hagstæðum samningum við lögregluyfirvöld. VERKSMIÐJU ÚTSALA! Opin þriðjudaga kl.2-7e.h. og föstudaga kl.2-9e.h. A UTSOUUNNi: Flækjuloþi Vefnaðarbútar Hespulopi Bílateppabútar Rækjuband Teppabútar Endaband Teppamottur Prjónaband Reykvikingar neynið nýju hraöbrautina upp í Mosfellssveit og verzlið á útsölunni. ÁLAFOSS HF MOSFELLSSVEIT ipmiE ®i5 Vantar þig eld? VELVAKANDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.