Morgunblaðið - 05.03.1974, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1974
Snúa ungir kjósendur
baki við Willy Brandt?
Hamborg, 4. marz, AP — NTB.
ÍIRSLIT kosninganna, sem fram
fóru f gær til fylkis- og borgar-
þingsins f Hamborg, benda til
minnkandi fylgis flokks sósial-
demókrata undir forystu Willy
Brandts kanslara. Flokkurinn
missti meirihluta sinn á þinginu,
hrapaði úr 55,3% atkvæða í sfð-
ustu kosningum, árið 1970, f
44,9%. Ljóst er þó, að samsteypu-
stjórn sósialdemókrata og
frjálsra demókrata, fer áfram
með völd í Hamborg, enda unnu
hinir síðarnefndu á, úr 7.1% at-
kvæða 1970 í 10.9% nú, — og
höfðu auk þess lýst því yfir fyrir
kosningarnar, að þeir hefðu ekki
áhuga á samvinnu við kristilega
demókrata. Kristiiegir unnu hins
vegar mjög á, fengu 40.6%
Útför Felix
Jósafatssonar
Mælifelli, 4. marz.
Útför Felix Jósafatssonar kenn-
ara frá Húsey var gerð frá Glaum-
bæjarkirkju sl. laugardag að við-
stöddu fjölmenni. Felix var 71 árs
að aldri, Skagfirðingur í báðar
ættir. Hann var kennari frá 1924 í
Seiluhreppi, en sagði því starfi
lausu fyrir fáum árum og kenndi
eftir það í Grundarfirði, þar sem
hann var m.a. skólastjóri einn vet-
ur, en síðan á Sauðárkróki, bæði
við skóla og heimakennslu. Felix
var jafnframt bóndi í 24 ár, lengst
í Húsey í Vallhólmi. Kona hans er
Efemía Gísladóttir frá Halldórs-
stöðum og varð þeim fimm barna
auðið. Felix var frábærlega vin-
sæll maður og virtur í starfi.
Fréttaritari.
Lýst eftir vitnum
UM KL. 08 föstudagsmorguninn
2. febr. sl. varð maður fyrir bif-
reið á Kleppsvegi, rétt við Dal-
braut, og slasaðist allalvarlega.
Umferðardeild rannsóknarlög-
reglunnar í Reykjavík óskar nú
að hafa tal af sjónarvottum að
þessu slysi.
Egyptar af-
nema ferða-
hömlur til USA
Kairo, 4. marz AP.
AFNUMÐAR hafa verið hömlur
þær á ferðalögum fólks milli
Bandaríkjanna og Egyptalands,
sem settar voru af Egypta hálfu
eftir sex daga striðið við ísrael í
júní 1967. Verður nú numin brott
úr vegabréfum Egypta setningin
„Nema til Bandaríkjanna", sem
þar hefur að jafnaði verið settinn
frá því þessar hömlur gengu í
gildi. Ákvörðun þessi fylgir í kjöl-
far Þess að stjórnmálasamband
hefur verið tekið upp að nýju
landanna í milli.
— Gyðinga
handtökur
Framhald af bls. 1
því, að nokkrir einkennis-og óein-
kennisklæddir lögreglumenn
voru við byggingu kommúnista-
flokksins i Moskvu, þar sem mót-
mælin áttu að fara fram á föstu-
daginn. Þrír blaðamenn voru
handteknir, er þeir neituðu að
yfirgefa svæðið, en þeim var
sleppt skömmu siðar.
16 kunnirGyðingar segja í opnu
bréfi til vestrænna blaðamanna,
að að minnsta kosti 500 lögreglu-
menn hafi tekið þátt í aðgerð-
unum til þess að koma í veg fyrir,
að Gyðingar kæmust til aðal-
stöðva flokksins. Vegfarendur
voru handteknir ef þeir voru gyð-
ingalegir í útliti og annaðhvort
sendir á afvötnunarstöð lögregl-
unnar eða næstu lögreglustöð, þar
sem þeir voru i átta til tiu tíma.
atkvæða, en höfðu 1970 fengið
32.8% atkvæða.
Bórgarstjórinn í Hamborg,
sósialdemókratinn Peter Schulz,
sem er 43 ára að aldri, verður því
áfram leiðtogi fylkisstjórnarinn-
ar. Þetta voru fyrstu fylkiskosn-
ingarnar í V-Þýzkalandi frá þvi
sósialdemókratar og Willy Brandt
unnu hinn mikla kosningasigur
sinn 1972 og þær þykja gefa all-
glögga vísbendingu um stöðu
stjórnr Brandts í landinu.
Skoðanakönnun, sem gerð var í
dag, bendir til þess, að sósial-
demókratar hafi sérstaklega farið
halloka meðal ungra kjósenda, og
það þykir býsna alvarlegt fyrir
flokkinn, því að Brandt átti yfir-
burðarsigur sinn í síðustu al-
mennu kosningum ekki hvað sízt
að þakka ungum kiósendum.
— Norðursjávar-
veiðar
Framhald af bls. 3
borð í skipunum. Danir hins veg-
ar og fleiri þjóðir mokuðu upp
smásíld, sem færi til bræðslu.
Kvað Þórður íslenzku nefndar-
mennina mundu halda þvf á loft,
að tekið yrði nú fyrir. smásfldar-
veiðar, en í þess stað aðeins leyfð
veiði á stórsíld, sem færi til mann-
eldis.
Þórður Ásgeirsson sagði, að
ekki væri endanlega frá því geng-
ið, hverjir mundu sækja þennan
fund af Islands hálfu, en að öllum
lfkindum yrðu það sömu menn og
síðast: Auk hans sjálfs þeir Már
Elísson, Þorsteinn Gíslason,
Jakob Jakobsson, Kristján
Ragnarsson, Sigurður Egilsson og
Páll Guðmundsson.
— Nixon
Framhald af bls. 1
einnig send fulltrúadeild
bandariska þingsins, þar sem
nú er verið að rannsaka, hvort
ástæða er til þess og grund-
völlur, lögum samkvæmt, að
stefna forsetanum fyrir ríkis-
rétt.
Rannsóknarkviðdómurinn,
sem skipaður er 23 mönnum,
hefur varið 20 mánuðum til
rannsóknar málsins. I skýrsl-
unni er, að sögn, einnig kom-
izt að þeirri niðurstöðu, að sjö
fyrrverandi aðstoðarmenn
forsetans hafi líka átt hlut-
deild að því að tefja fyrir
rannsókninni.
— England
Framhald af bls. 1
akandi til Buckingham-hallar.
Hann hafði áður tilkynnt, að ráð-
herralisti sinn væri senn tilbúinn
og er búizt við, að hann verði
birtur í kvöld eða á morgun, en
eftir sem áður á Wilson eftir að
tryggja sér stuðning annarra
flokka í neðri málstofunni, því að
flokkur hans hefur ekki nema 301
þingsæti, en þarf að hafa stuðn-
ing 318 þingmanna a.m.k. til að fá
komið málumfram á þinginu.
Talið að
Heath ríki
Heath, sem verið hefur í
stjórnarforystu f 44 mánuði, fer
frá með svipuðum hætti og
Wilson árið 1970 eftir að hafa
eins og hann orðið undir í glim-
unni við vaxandi verðbólgu og
misreiknað hug kjósenda, ma.
vegna skoðanakannanna, sem
bentu til þess, að flokkur hans
stæði betur en Verkamanna-
flokkurinn alveg eins cg kannanir
bentu til þess 1970, að Verka-
mannaf lokkurinn stæði betur en
íhaldsflokkurinn.
Talið er að Heath, sem nú er 57
ára að aldri, muni halda áfram
um hríð sem leiðtogi Ihalds-
flokksins, en stjórnmálafrétta-
ritarar eru margir þeirrar skoð-
unar, að hann neyðist til að láta
einhverjum öðrum forystuna í
hendur áður en langt um liður. •
Eftir að urslit kosninganna lágu
fyrir, var þegar talað um William
Whitelaw sem hugsanlegan eftir-
mann hans; Whitelaw hefur
unnið sig mjög í álit innan flokks-
ins með málamiðlunarstarfi sínu
á N-lrlandi og er talinn líklegur
til að halda einingu innan flokks-
ins, þar sem hann er ekki eins
afdráttarlaus og ósveigjanlegur
og Heath.,
Forsendur Frjálslyndra
Helztu forsendur Frjálslynda
flokksins fyrir því að vilja mynda
samsteypustjórn þriggja flokka
voru annars vegar, að klofningur
þjóðarinnar yrði litlu minni þó
svo frjálslyndir tækju þátt í
stjórnarsamvinnu við Ihalds-
flokkinn og hins vegar, að þjóðin
væri í brýnni þörf fyrir þjóð-
stjórn nú, þar sem ástandið í efna-
hagsmálunum væri svo alvarlegt,
að um lausn þess yrði að ríkja
eining helztu hlutaðeigandi aðila.
Wilson beið sigurviss
Að sögn fréttamanna var
Wilson býsna sigurviss í gær, er
hann kom tilLondon frá landsetri
sinu „Great Missenden" vestan
við London. Eitt af brezku
blöðunum likti honum við
Charles de Gaulle fyrrum forseta
Frakklands, er hann beið eftir því
að vera kvaddur til að taka við
stjórnartaumum þar og kallaði
landsetur Wilsons í því sambandi
„Missenden Les Deux Eglises"
Viðbrögð dagblaða voru og talin
ýta undir vissu Wilsons um, að
honum yrði falin stjórnarmynd-
un, því að jafnvel Sunday Times
sem sem hafði stutt áframhald-
andi íhaldsstjórn, mælti með því,
að Heath segði af sér, úr því sem
komið væri. Öháða blaðið
OBSERVER og stuðningsblöð
íhaldsflokksins The Express og
Daily Telegraph sögðu hins veg-
ar, að Heath gerði rétt í því að
reyna tilþrautar að sitja áfram.
Wilson slyngur að halda
jafnvægi
Ljóst er, að Wilson mun þurfa á
allri sinni kænsku að halda eigi
honum að takast að gera stjórn
sína starfhæfa, en bent er á, að
hann þykir með slyngustu línu-
dönsurum í brezkum stjórnmál-
um. Er þess nú minnzt, er hann
myndaði stjórn árið 1964 með
aðeins 5 atkvæða meirihluta í
neðri málstofunni og hélt henni
gangandi i hálft annað ár áður en
hann efndi til kosninga aftur og
náði tryggum meirihluta. Hann
hefur mikla reynslu i efnahags-
málum, hlaut menntun sína í hag-
fræði í Oxford og reynslu í þeim
efnum í ýmsum ráðuneytum á
árunum 1945—’47. Helztu við-
fangsefni hans framundan eru
ólgan innan iðnaðarins, almennt
alvarlegt ástand í efnahagslíf inu
og aðild Bretland að Efnahags-
bandalagi Evrópu. Að því er segir
í NTB-frétt í kvöld er talin ástæða
til að ætla, að stjórn Wilsons muni
fá stuðning frjálslyndra til að
leysa verkfall kolanámaverka-
manna og jafnvel til ýmissa al-
mennra ráðstafana í efnahagslif-
inu, en líklegt talið að hún muni
mæta meiri erfiðleikum, þegar
kemur að afstöðu Breta til EBE,
hyggi hún á róttækar ráðstafanir i
þeim efnum.
— Flugslysið
Framhald af bls. 1
Beirút til London. Ræningjar
hennar kveiktu í henni áflugvell-
inum í Amsterdam, en höfjðu áður
leyft öllum farþegum að fara frá
borði.
Frönsk blöð gefa í skyn í dag, að
um skemmdarverk hafi verið að
ræða og tyrkneski samgöngumála-
ráðherrann FerdaGuley, útilokar
ekki þann möguleika. Hins vegar
kvaðst hann engar upplýsingar
hafa er bentu tilþess að skærulið-
ar hefðu verið um borð.
Tyrkneska flugvélin hafnaði í
skóglendi og myndaði eins kiló
metra langa braut í Ermville-
skógi áður en hún nam staðar.
Slysið varð 15 mínútum eftir flug-
tak.
I flugturninum á Orly þóttust
menn heyra í vekjaraklukku í
flugvélinni, samræður á tyrkn
esku og hróp um borð skömmu
áður en samband við hana rofn-
aði. Flugritinn fannst, en er mikið
skemmdur.
Farþegarnir voru flestir brezk-
ir, en meðal þeirra voru einnig
Frakkar, Japanir og Tyrkir. Tólf
manna áhöfn var í flugvélinni.
Nákvæm rannsókn lögreglu-
manna, slökkviliðsmanna og emb-
ættismanna á slysstaðnum getur
tekið eina viku.
í Tyrklandi fluttu útvarp og
sjónvarp aðeins sigilda tónlist,
þegar fréttist um slysið, og
skemmtistöðum var lokað.
Þetta er mesta flugslys sög-
unnar. Næstum því helmingi
f leiri fórust en í þeim flugslysum,
sem næst koma. Síðasta meiri-
háttar flugslysið var, þegar
Boeing 707 fórst með 176 mönn-
um í Nígeríu 22. janúar 1973 og
þriðja mesta flugslysið á síðari
árum var þegar Iljushin 62 fórst
við Moskvu 14. október 1972.
162 fórust, þegar japönsk
Boeing 727 rakst á þotu yfir
Japan í júlí 1971, 156 fórust með
austur-þýzkri Iljushin við Austur-
Berlín f ágúst 1972 og 155 fórust,
þegar Convair 990 Coronada
spænska flugfélagsins Spantax
fórst í flugtaki í Santa Cruz i
desember 1972.
— Tungulax
Framhald af bls. 3
sleppt beint úr húsinu út i læk í
von um endurheimtu, en sá
fiskur, sem til baka kemur, er
fyrst og fremst notaður sem
klakfiskur.
I Eldvatn hafa nú verið sett
nær 100 þús. gönguseiði, og er
ræktunin þar byrjuð að bera
árangur. 1971 veiddust þar 40
laxar, 1972 60 og á sl. ári 100.“
I Öxnalækjarstöðinni eru 88
eldisker og I húsinu er full-
komnasti búnaður, sem völ er á.
Verður í næsta mánuði sett upp
mjög fullkomið sjálfvirkt fóð-
urkerfi, þannig að lítinn mann-
af la þarf við stöðina og er gert
ráð fyrir, að tvær manneskjur
annist daglega umsjón hennar,
en framkvæmdastjóri félagsins
er Guðmundur Hjaltason.
Nú eru I stöðinni um 90 þús-
und bleikjuseiði af Þingvalla-
vatnsstofninum og auk þess
um 20 þúsund laxaseiði. Guð
mundur Hjaltason sagði, að
þeir vonuðust til að geta sett
fyrstu fiskana á markaðinn
siðla á þessu ári. Er talið lík-
legt, að verðið verði um 300 kr.
á kg. Fyrirtækið hefur reist fóð-
urframleiðslustöð á staðnum,
þar sem framleitt er fóður, sem
dr. Jónas Bjarnason gerði upp-
skrift að og reynzt hefur mjög
vel. Sér verksmiðja þessi flest-
um eldisstöðvum landsins fyrir
fóðri.
Meðal gesta-við opnunina var
Þór Guðjónsson veiðimála-
stjóri, sem sagði í stuttu samtali
við Mbl. um stöðina. „Hér er
um að ræða þáttaskil í sögu
fiskeldis á íslandi, sem ég
fagna innilega. Hér er um stór-
glæsilega stöð að ræða, sem
ekkert gefur eftir þvi, sem bezt
gerist á þessu sviði i heiminum.
Við væntum mjög mikils af
þessari stöð og vonum, að hún
verði til að auka trú og áhuga
manna á hinum miklu fiskeldis-
og fiskræktarmöguleikum á Is-
landi, sem ýmsir hafa verið
vantrúaðir á. Éfe vil óska for-
ráðamönnum Tungulax inni-
lega til hamingju með þennan
merka og glæsilega áfanga.“
Halldór Sigurðsson land-
búnaðarráðherra flutti örstutt
ávarp, þar sem hann lýsti
ánægju sinni með opnun stöðv-
arinnar og kvaðst vona, að hún
yrði til að hvetja menn til frek-
ari dáða á þessu sviði landbun-
aðar.
Aðstæður til fiskibúskapar að
Öxnalæk eru hinar ákjósanleg-
ustu og þá fyrst og fremst vatn-
ið, sem er 12 gráða heitt lindar-
vatn, sem raunar má hita meira
með iblöndun heitara vatns.
Segja má, að hér sé um að ræða
fyrstu tilraunina á Islandi til
eiginlegs fiskibúskapar og er
vonandi, að sú tilraun beri góð-
an árangur.
-ihj.
31
—Er að rofa til?
Framhald af bls. 30
Ung, en alvarleg rödd læknisins
suðrí Keflavík hljómar enn fyrir
eyrum mér sem englamúsík —
mér finnst sem orð hans gætu
verið fyrirboði þess að útskúfun
islenzka drykkjumannsins kunni
að vera að syngja sitt síðasta. Ég
hefi þá trú, að ef íslenzkir
frammámenn í félags- eða heil-
brigðismálum fást til að taka máli
verandi og verðandi ofdrykkju-
manna, þá muni ekki lengi standa
á aðgerðum yfirvalda til að bæta
úr þeirri hörmung, sem sýndar-
mennska okkar i ofdrykkju-
varnarmálum Ieiðir yfir einstakl-
inga, fjölskyldur og þjóðina f
heild. Er réttlætanlegt að setja
fótinn fyrir menn, þótt þeir af
vangá eða rataskap hafi orðið
menningarmenguninni að bráð?
Er réttlætanlegt að sálarmyrða
heilu unglingahópana með því að
ætla þeim að skilja, að mann-
vonzka eigi að vera uppistaðan í
afstöðu þjóðarinnar til ástvina
þeirra sem eiga bágt?
Það er ekki verið að biðja um
aleiguna þína, íslenzka þjóð, —
Það er bara verið að biðja um
eina afvötnunarstöð með 5—10
rúmum, nokkrum sturtuböðum,
einni kerlaug og kjötsúpu og etv.
svolitlum kæliskáp með ávaxta-
safa einhversstaðar úti í horni.
Afvötnunardvöl tekur þrjá til
fimm daga (3-^5 daga). Ein af-
vötnun með tilheyrandi félagsað-
gerðum getur dugað mörgum
manninum ævilangt.
Spörkum ekki i fleiri.
Steinar Guðmundsson.
— Hækkanir
Framhald af bls. 32
eða ópakkað, kostar nú 73 krónur
hvert kg, en kostaði 61,30 krónur,
hækkun er 19,08%. Fyrsta flokks
mjólkurbúasmjör kostar nú 464
krónur hvert kg, kostaði 356 krón-
ur, hækkun er 30,34%. Annars
flokks mjólkurbúasmjör kostar
nú 392 krónur, kostaði 290
krónur, hækkunin er 35,17%.
45% ostur kostar nú 376 krónur
hvert kg, kostaði 262 krónur,
hækkunin er 23,27 %.
I sambandi við ofangreind verð
má geta þess, að ríkissjóður niður-
greiSr á hvern lítra mjólkur í
hyrnum, fernum og plastumbuð-
um 16,19 krónur, en það er 49,7%
af smásöluverði mjólkurlitrans.
Niðurgreiðsla á hvern rjómalítra
er 41,07 krónur, en það er aðeins
15,6% af smásöluverði rjóma-
litrans. Niðurgreiðsla á smjöri úr
rikissjóði er á hvert kg 224,70
krónur og er það 48,4% af verði 1.
flokks smjörs, en 57,3% af verði
2. flokks smjörs.
Fyrsti verðflokkur kindakjöts
hækkar yfirleitt um 22 eða 23%.
Siípukjöt, frampartar og síður
kosta nú 290 krónur hvert kg, en
kostuðu 236 krónur, hækkunin er
22,89%. Súpukjöt —læri, hryggir
og frampartar kosta nú 315
krónur, kostaði 256 krónur,
hækkunin er 23,04%. Heil læri
eða niðursöguð kosta nú 326
krónur hvert kg, en kostuðu 265
krónur, hækkunin er 23,02%.
Hryggir, heilir og niðursagaðir,
kosta nú 334 krónur, kostuðu 271
krónu, hækkunin er 23,24%.
Kótelettur kosta nú 367 krónur
hvert kg, kostuðu 298 krónur,
hækkunin er 23,15%. Læri-
sneiðar úr miðlæri kosta nú 406
krónur, kostuðu 329 krónur,
hækkunin er 23,40%. Hangikjöts-
læri kostar nú 425 krónur hvert
kg, kostaði 348 krónur, hækkunin
er 22,13 %.
Framreiðsluráðið auglýsir ekki
smásöluverð á nautakjöti, en
heildsöluverð á 1. verðflokki
(UNI H úrval) hefur hækkað allt
að 18% og er verð hvers kg af
kjöti af afturparti 400 krónur, en
var 339 krónur áður. Smásöluverð
á kartöflum f 5 kg pokum er nú
182 krónur pokinn, en hann
kostaði áður 148 krónur. Er hér
miðað við fyrsta verðflokk og er
hækkunin þar 22,97%. I öðrum
verðflokki er verðið nú 148
krónur, en var áður 119,50
krónur. Nemur hækkunin þar
23,84%.