Morgunblaðið - 17.03.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.03.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1974 stálbátar tll sölu 140 tonna byggður 1 960, er að koma úr klössun. 100 tonna byggður 1 960, í góðu ástandi til afhendingar strax. Aðalskipasaian Austurstræti 14. 4. hæð sími 26560. heimasímar 30156 og 8221 9. Götuskór Glæsilegt úrval af götuskóm Póstsendum s M IS E L LAUGAVEGI60 SÍMI 21270 Þórarinn Jónsson tónskáld Kveðja frá Tónskálda- félagi íslands. I DAG verður Þórarinn Jónsson tónskáld til moldar borinn. Með honum er gengið eitt ástsælasta tónskáld þjóðar vorrar. Hann var höfundur fjölda sönglaga og tón- verka, sem urðu sameign allrar þjóðarinnar. Verk hans sum, urðu svo óaðskiljanlegur hluti íslenskr- ar menningar, að manni fannst þau alltaf hafa verið til, og eigin- lega enginn höfundur að þeim. Þau voru eins og sungin út úr þjóðarsálinni sjálfri. Þðrarinn var Austfirðingur að ætt og uppruna. Hann stundaði sjóróðra í heilan áratug þar eystra áður en hann hóf tónlistar- nám í Reykjavík. Eftir tveggja ára dvöl í höfuðborginni hélt hann til Berlinar til frekara náms, og lagði stund á tónsmíðar og tónfræði hjá próf. Friedrich E. Koch við Tónlistarháskólann. Hann dvaldi þar fram til ársins 1950 en þá settist hann að á ís- landi. Á þessum árum voru verk hans flutt víða í Þýskalandi og raunar i ýmsum öðrum löndum, einkum í Bandaríkjunum. Eftir að heim kom starfaði Þórarinn að tónsmiðum sínum, en var auk þess organleikari, kennari og gagnrýnandi. Þórarinn aðhylltist rómantíska stefnu í tónlist, eins og flestir af hans kynslóð. Hann fann snemma tjáningarmáta, sem hentaði honum og breyttist lítið upp frá þvi. Hinn rómantiski stíll Þórarins var af þjóðlegum toga spunninn, breiður og kröftugur. Hann rúmaði meiri andstæður en maður skyldi ætla i fljótu bragði. Þarf aðeins að bera saman tvö laga hans, sem hvert mannsbarn þekkir, Fjóluna í sínum tæra lýríska einfaldleik og Norður við heimskaut, magnþrungið og há- dramatískt. Lög þessi eru gjör- ólík, en bera samt greinileg merki höfundarins. Þórarinn dvaldist langvölum við nám og störf erlendis, sem fyrr segir. Þó held ég að eðli hans Kveðja og innri maður hafi ekki breyst svo mjög við þá dvöl, en með hefð evrópskrar tónmenningar að baki þróaðist og fágaðist handverk hans. Þá leikni handverksins sjá- um við í Forleiknum og tvöföldu fúgunni yfir nafnið BACH fyrir einleiksfiðlu. Sama er að segja um karlakórslög hans, eins og Lákakvæði, Ár vas alda og Huld- ur, sem eru perlur í tslenskum kórbókmenntum. Þórarinn tók virkan þátt í félagsmálum ís- lenskra tónskálda og réttindabar- áttu þeirra. Hann starfaði I mörg- um nefndum fyrir Tónskálda- félag Islands og var kjörinn heið- ursfélagi þess árið 1961. Hann sat einnig í stjórn STEFs til dauða- dags. Hann var og einn af stofnend- um Bandalags íslenskra lista- manna. Þórarinn var einkar hæglátur maður og hlédrægur. Hann átti sér fjölda áhugamála utan tón- listarinnar, sérstaklega -á sviði stjörnu- og stærðfræði. Kona hans, frú Ingibjörg Stefánsdóttir var stoð hans og stytta í starfi sem list. Fyrir hönd íslenskra tón- skálda vildi ég votta henni samúð okkar. Atli Heimir Sveinsson. Fyrstu kynni mín af Þo'rarni Jónssyni sem tónskáldi eru tengd laginu Ár vas alda. Hljómskiptin við endurtekningu á „vasa sandur né sær né svalar unnir“ eru mér ógleymanleg og slógu bjarma á tónskáldið, sem ungur hélt á vit ævintýranna, eins og forn skáldin til að kveða konungum drápur. Löngu seinna kynntist ég þessum hægláta manni, sem þrátt fyrir erfiðar stundir hafði varð- veitt sérkennilega Ijúft og skop- glöggt skap sitt, góðum dreng, sem ávallt lagði gott eitt til allra mála. Við, sem nutum samvista við Þórarin, bæði í Stefi, Tón- skáldafélaginu og sem tónskáld, minnumst góðs félaga. Eftirlif- andi konu hans og aðstandendum votta ég samúð mína og þó sér- staklega bróður hans, Borgþóri, sem sannarlega hefur misst mik- ið. Veit ég, að hann mun taka undir og kveða með mér vísu Bólu-Hjálmars, er hann kvaddi með Sigurð Breiðfjörð. Ef ég stend á eyri vaðs, ofar fjörs á línu, skal ég kögglum kaplataðs kasta að leiði þínu. Jón Asgeirsson. Er ég minnist Þórarins Jóns- sonar tónskálds, þá flýgur margt í gegnum huga minn, margar góðar og skemmtilegar endurminningar frá rúmlega 20 ára samstarfi í stjórn STEFs og einnig sem fé- laga í Tónskáldafélagi íslands. Ég tel mig hafa haft mjög gott af kynnum mfnum við vin minn og félaga Þörarin, og er ég áreiðanlega ekki einn um það. Þórarinn Jónsson var mjög sér- stæður persónuleiki. Manni leið alveg sérstaklega vel í návist hans, en það var vegna þess, að hann var mjög yfirvegaður, vin- gjarnlegur, gáfaður og glettinn. Það, sem hann lagði til málanna, var ávallt vel hugsað og til góðs og framfara félagi okkar STEFi og höfundarréttarmálum í heild. Þórarinn var svo óheppinn að vera fæddur um aldamótin sið- ustu austur í landi, þar sem eng- inn skildi drenginn og þrár hans til bókmenntanáms og tónsköp- unar. Að vissu leyti rættist þó úr þessu og komst hann til Þýzka- lands og gat numið tónvísindi þar. Hann samdi flest sinna góðu tón- verka í Þýzkalandi, sem því miður íslenzka þjóðin þekkir ekki nema sára lítinn hluta af. Þórarinn öðlaðist mikla lífs- reynslu í Þýzkalandi og lifði þar bæði sætt og súrt fyrir Hitlerstím- ann, á Hitlerstímanum og í síð- ustu heimsstyrjöld. Er hann losn- aði frá öllu þessu kom hann til íslands reynslunni ríkari og hóf sin tónlistarstörf hér heima, þjóð okkar til heilla. Ég vil hiklaust segja það hér, að islenzka þjóðin á Þórarni mikið að þakka um ókom- in ár fyrir öll þau fallegu lög og verk, er hann samdi. Við í stjórn STEFs og félagar hans í Tónskáldafélagi íslands þökkum Þórarni gott samstarf og góðar samverustundir og söknum hans mikið. Mikið lán var það Þórarni, er hann kynntist eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Stefánsdóttur, en hún var hans sterka stoð og yndi i lífinu. Éfe votta henni mína dýpstu samúð. Skúli Halldórsson. a* JWorgunblníiib IsmnRGFniDHR I mRRKRD VOHR Bllaverkstæðl tll sðlu Uppl. í síma 41 579 í dag og eftir kl. 7 á kvöldin. Stúdentar MA 1968 Bekkjarkvöld að Þinghóli við Álfhólsveg 1 1, Kópavogi laugardaginn 23. marz kl. 21. FjölmenniS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.