Morgunblaðið - 17.03.1974, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1974
37
□ DRAKKBJÓR
FYRIR 2,7
MILLJÓNIR
Ég þoli ekki Alice. Þetta er
ekki ég, en fyrirbærið á rétt á
sér. Það getur orðið til að deyfa
árásarhvöt hjá öðrum. Það er
það, sem gerist á hljómleikum
hjá okkur.
Það er Alice Cooper, sem svo
mælir, 26 ára bandarískur mað-
ur, sem raunar heitir alls ekki
Alice Cooper, heldur er þetta
nafn, sem hann tók upp í bar-
áttu sinni fyrir frægð sér til
handa. Og hann varð frægur.
Fyrst sem sérlega kvenlegur
karlmaður — þess vegna kven-
mannsnafnið Alice Cooper en
síðar sem einstaklega villi-
mannlegur skemmtikraftur.
Á dögunum átti hann stutta
viðdvöl í Kaupmannahöfn og
ofangreind ummæli voru meðal
þess, sem hann sagði við blaða-
menn. Alice er nú einn kunn-
asti brjálæðispopparinn í heim-
inum, hefur á nokkrum árum
hneykslað milljónir áhorfenda
með framkomu sinni, m.a. með
því að höggva brúður og sjón-
varpstæki í spað með exi, leika
sér að lifandi kyrkislöngu og
nú upp á síðkastið með því að
láta aðstoðarmenn sína hengja
sig eða háshöggva i (þykjust-
unni, eins og börnin segja).
En utan sviðsins virðist hann
afar venjulegur maður og er
mjög elskulegur í framkomu,
að sögn blaðamanna. Hann
kvaðst aldrei hafa neytt fíkni-
efna, en með nokkru stolti lýsir
hann því yfir, að bjórreikning-
ur hans hafi á síðasta ári verið
að upphæð 32 þúsund dollarar
— eða 2 milljónir 752 þús. ísl.
krónur samkvæmt nýjasta
gengi. Hann drakk þetta allt
sjálfur — enda sást hann ekki
án bjórflösku, er hann átti við-
dvölina í Kaupmannahöfn.
Hann ákafur golfleikari og
kveðst myndi hella sér út í golf-
iðkun, ef hann hætti poppinu.
Hann býr nú í húsi í Hollywood,
sem er í eigu Mae West, og
hugleiðir hann nú að kaupa
húsið.
Meðal þeirra atriða, sem fyrst
komu honum á síður blaðanna
og gerðu hann umtalaðan með-
al fólks, var sagan um, að
hann hefði eitt sinná hljómleik-
um 'drepið hænu á sviðinu.
Þessu harðneitar hann. Hann
segir, að einhver áhorfandi hafi
verið með hænuna meðferðis í
poka, en síðan kastað henni
upp á sviðið, er tónleikarnir
stóðu sem hæst. Þá hafi Alice
grýtt henni aftur til áhorfenda,
en þeir þá rifið hana í sundur í
smábita. — Þetta vekur mann
til umhugsunar, segir Alice.
Hugsið ykkur bara, hvað hefði
gerzt, ef ég hefði dottið niður af
sviðinu í áhorfendahópinn!!
—
fclk í
fjclmiélum
Dagskrárstjóri útvarps
í eina klukkustund
I dag kl. 14 verður þátturinn
„Dagskrárstjri í eina klukku-
stund", og sá, sem bregður sér í
þann ham að þessu sinni, er
Baldvin Tryggvason fram-
kvæmdastjóri Almenna bokafé-
lagsins. Baldvin er formaður
fræðsluráðs Reykjavíkurborgar
og formaður nefndar þeirrar,
sem sér um framkvæmd lista-
hátíðar 1974.
Dagskrá Baldvins verður með
blönduðu efni, svo sem verið
hefur f flestum þáttum af þessu
tagi. Gunnar Gunnarsson les
upp úr Fjallkirkjunni, Einar
Ö. Sveinsson leskafla úr Njálu
Tómas Guðmundsson les þrjú
ljóð, — þá syngja Fóstbræður,
Cleo Laine og Renata Tebaldi,
cn tvær þær síðastnefndu verða
sem kunnugt er gestir á listahá-
tiðinni. Einnig syngur Lárus
Fálsson gamanvísur um Önund
pdla eftir Sigfús Blöndal.
Þættir þessir hafa frá upp-
hafi verið vinsælir, enda hafa
ágætir andans menn valizt til
að ráða efninu, og væri full
ástæða til að hafa þá oftar í
útvarpsdagskránni en nú er.
Ikvöld kl. 20.25 verður réttur
settur í sjónvarpssal. Þar eru
laganemar á ferð, en réttarhöld
af þessu tagi eru nú orðin ár-
legur viðburður í sjónvarpinu,
og víst er það, að margir hafa
gaman af.
Að þessu sinni er um smygl-
mál að ræða. Upplýsingar ber-
ast hingað um það, að mikið
magn af tóbaki og áfengi hafi
farið um boð í tiltekið skip og
Baldvin Trvggvason.
þegar skípið leggst að bryggju
eru verðir laganna ekki seinir á
sér að gera nákvæma leit uin
borð. í fyrstu atrennu finnst þo
ekki nema hluti góssins, en síð-
ar finnst afgangurinn við hús-
leit úti f bæ. Þegar að sjálfum
réttarhöldunum kemur er stóra
spurningin sú, hvort skipstjór-
inn beri ábyrgð á athæfi skip-
verja sinna, enda þótt sannað
þyki, að hann hafi ekki átt hlut
að máli sjálfur.
Réttur er settur
Utvarp Reykjavík #
SUNNUDAGUR
17. marz
8.00 Morgunandakl
Herra Sigurbjörn ESnarsson biskup
flytur ritningaror.ðog bæn.
K 10 Fréttir og veðurf regnir.
8.15 Létt morgunlög
Hljómsveit Kicks Catcharts leikur og
Comedian Harmonistssyngja.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugrein-
um dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar.
(10.10 Veðurfregnir).
a. Dr. Páll ísólfsson leikur orgelverk
eftir Johann Sebasdan Bach:
Tvo.sálmforleiki og Chaconnu.
b. Frá tónlistarhátíðinni i BrUssel i
fyrra:
1: Bamakór Bodra Smyana frá Soffiu
syngiir andleg lög.
2: Monika Druyts og Belgiska kammer-
sveitin leika Píanókonsert í D-dúr op.
21 eftir Joseph Haydn; Georges Maes
stj.
c. F'rá ungverska útvarpinu:
Sinfóníuhljómsveit útvarpsins leikur
..Rómeó og Júliu", svitu nr. 2 eftir
Sergej Prokof jeff; György Lehel stj.
11.00 Messa 1 safnaðarhe imi li Langholtv
safnaðar
Prestur: Sér.a Árelius Nielsson.
Organleikari. Jón Stefánsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
13.15 Friðun húsa áIslandi
Hörður Agústsson listmálari flytur
þriðja og síðasta hádegiserindi sitt:
Varðveizla og framtíðarskipan.
14.00 Dagskrárstjóri f eina klukkustund
Baldvin Tryggvason framkvæmda-
stjóri ræður dagskránni.
15.00 Miðdegistónleikar
16.25 Kristallar—popp frá ýmsum hlið-
um
Umsjónarmenn: Sigurjón Sighvatsson
og Magnús Þ. Þórðarson.
16.55 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar.
17.10 Útvarpssaga barnanna: „Óli og
Maggi með gul lleitarmönnum"
Höfundurinn, Ármann Kr. Einarsson,
les (5).
17.30 Stundarkom með söngváranum
Robert Tear.
17.50 Ur segulbandasafninu
Þórbergur Þórðarson skáld flytur t\ær
f y ri rb rig ða sögu r:
Huldukona fær léða sög — og Andamir
í hjólsöginni
(Áður útv.i október 1962).
18.20 Tónleikar.Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.Tilkynningar.
19.25 Leikhúsið og við
Helga Hjörvar og Hilde Helgason sjá
um þáttinn.
19.50 Sjaidan lætur sá betur, sem eftir
hermir
Umsjón: Jón B. Gunnlaugsson.
20.00 tslenzk tónlist
a. „Sjöstrengjaljóð" eftir Jón G. As-
geirsson.
SinfcMiíuhljómsveit tslands leikur;
Karsten Andersen stj.
b. Noktúrna fyrir flautu, klarinettu og
strengjasveit eftir Hallgrim Helgason.
Hljóðfæraleikarar í Sinfóniuhljóm-
sveit íslandsleika; Páll P. Pálsson stj.
c. Prelúdia og fúga yfir stefið BACH
eftir Þórarinn Jónsson.
Bjöm Ólafsson leikur á fiðlu.
20.40 „Hernámið**, smásaga eftir ólaf
Hauk Sfmonarson
Árni Blandon les.
21.15 Óperutónlist eftir Thomas, Saint-
Saéns, Verdi, Donizetti. Gluck og
Berlioz
21.45 Um átrúnað: Ur fyrirbrigðafræði
trúarbragða
Jóhann Hannesson prófessor flytur
sjötta erindi sitt
22.00 F'réttir.
22.15 Veðurfregnir.
Is landsmótið í handknattieik
Jón Ásgeirsson lýsir úr Hafnarfirði.
*
A skjánum
Sunnudagur
17. mars 1974
17.00 Endurtekið efni
Kona er nef nd
Monika Helgadóttirá Merkigili
Indriði G. Þorsteinsson ræðirvið hana.
Áður á dagskrá JI0. desember 1973.
18.00 Stundinokkar
Meðal efnis eru myndir um Jóhann og
Róbert bangsa og leikþáttur með Súsí
og Tuma. Einnig koma fóstra og börn
frá Brákarborg í heimsókn, og loks
endar stundin á föndurþætti.
Umsjónannenn Sigríður Margrét Guð-
mundsdóttir og Hermann Ragnar
Stefánsson.
18.50 Gftarskólinn
6. þáttur endurtekinn.
19.30 Hlé
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Réttur ersettur
Laganemar við Háskóla Islands svið-
setja réttarhöld i smyglmáli.
Við dómsuppkvaðningu reynir meðal
annars á nýtt lagaákvæði, sem eykur
ábyrgð skipstjórnarmanna og annarra,
sem undirrita irK)tt ökuski Iríki og inn-
sigbsskrár.
Sögumaður Gfsli Baldur Garðarsson.
Stjórn upptöku Magnús Bjamfreðsson.
21.15 Enginn deyr í annarsstað
Austur-þýzk framhaldsmynd, byggð á
samnefndri sögu eftir Hans Fallada.
3. þáttur.
Þýðandi Óskar Ingimarsson.
Efni 2. þáttar:
Escherich, fulltrúi hjá Gestapo, leitar
mannsins, sem skrifar kort með ár»)ðri
gegn nasistum og drtrifir þeim viðs
vegar um Berjinarborg. Yfirboðarar
hans heimta að hann sýni skjótan
árangur í starfi. Hann þykist þvi held-
22.45 Danslög
Heiðar Astvaldsson danskennari velur
lögin og kynni r.
23.25 Fréttlrí stuttu máli.
Dagskrárlok.
MÁNUDAGUR
18. marz
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr.
landsm. bl.), 9.00og 10.00. Morgunleik-
fimi kl. 7.20: Valdimar Örnólfsson leik-
fimikennari og Magnús Pétursson
pianóleikari (alla virka daga vik-
unnar). Morgunbæn kl. 7.55 Séra Gísli
Brynjólfsson flytur (av.d.v). Morgun-
stund bamanna kl. 8.45 Þorleifur
Hauksson heldur áfram sögunni „Elsu
Míó mi nn“ efti r Astrid Lj ndgren i þýð-
ingu Heimis Pálssonar (15). Morgun-
leikfimi kl. 9.20. Tiikynningar kl. 9.30.
Létt lög á milli liða. Búnaðarþáttur kl.
10.25. Axel Magnússon garðyrkjuráðu-
neutur flytur enndi: Að loknu
búnaðarþingi. Passfusálmalög kl.
10.40: Þuríður Pálsdóttir. Magnea
Waage, Erlingur Vigfússon og Kristinn
Hallsson syTigja. Páll ísólfsson leikur á
orgel. Sigurður Þórðarson raddsetti
lögin. Tónleikar kL 11.00: Tréblásarar
úr Fíladelfiuhljómsv. og Anthony di
Bonaventura pianóleikari leika kvart-
ett í B-dúr eftir Ponchielli. / Robert
Freund, Hannes Sungler og hljómsveit
undir stjórn Kurts Lists leika Konsert í
Es-dúr fyrir tvö horn og hljómsveit
eftir Telemann. / Flutt atriði úr
„Rakaranum i Sevilía ' eftir Rossini.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
T1 Ikynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Síðdegissagan: „Föstuhald rabbl-
ans“ efti rHarry Kamelman
Kristin Thorlacius þýddi. Séra Rögn-
valdur Fi nnbogason les (7).
15.00 Miðdegistónleikar:
16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15Veður-
fregnir.
16.25 Popphornið
17.10 „Vindum, rindum vefjum band“
Anna Brynjúlf sdóttir sér um þátt fyrir
yngstu hlustendurna.
17.30 Framburðarkennsla I esperanto
17.40 Tónleikar.
18.00 Neytandinn og þjóðfélagið
Þórbergur Eysteinsson deildarstjóri
ræðirum Birgðastöð sambandsins.
18.15 Tónleikar. Tilkvnningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Daglegtmál
Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur
þáttinn.
19.30 Um daginn og veginn
Andri ísaksson prófessor talar.
19.50 Blöðin okkar
Umsjón: Páll Heiðar Jónsson.
20.00 Mánudagslögin
20.35 Tölvur og notkun þeirra
Dr. Jón Þór Þórhallsson flytur fyrra
erindi sitt.
20.50 Tríó I Es-dúr op. 101 eftir Brahms
Moskvu-tríóið leikur (Frá júgóslav-
neska útvarpi nu).
21.10 tslenzktmál
Endurt. þáttur Jóns Aðalsteins Jóns-
sonar cand. mag. frá laugard.
21.20 Út varpssagan: Gfsla saga Súr»
sonar
Si lja Aðalsteinsdóttir les sögulok (6).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Lestur Passíusálma
Lesari: Valbjörg Kristmundsdóttir
(31).
22.25 Eyjapistill
22.45 Hljómplötusafnið
í umsjáGunnarsGuðmundssonar.
23.40 Fréttirí stuttu máli.
Dagskrárlok.
ur en ekki heppinn. þegar konuð er
með slæpingjann Kluge á stöðina.
grunaðan um að hafa dreift kortunt á
læknastofu. Kluge játar til málamynda,
og Escherich sleppir honum, en lætur
þó fvlgjast með honum. Það mistekst,
Kluge leitar á náðir gamallar vinkonu.
en snuðrarinn Brokhausen kemur upp
um hann. Escherich þarf einhvern veg-
inn að losna við Khige. Hann tælir
hann með sér i gönguferð og myrðir
hann meðköldu blóði.
22.55 Að k\ öldi dags
-Einar Gfslason, forstöðumaður FTla-
delfiusafnaðarins. flytur hugvekju.
23.05 Dagskrárlok
Mánudagur
18. mars 1974
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Skugginn.
Norskur „nútímaballett”.
Aðaldansarar Anne Borg og Roger
Lucas.
Kóreógrafia Roger Lucas.
(Nordvision — Norska sjónvarpið)
20.45 Við ána
(StiII Waters)
Sjónvarpsleikrit f rá BBC.
Höf undur J ulia Jones.
Leikstjóri James MaoTaggart.
Aðalhlutverk Margery Mason. Brian
Pringleog Richard Pearson.
Þýðandi Gísl i Sigurka ri sson.
21.40 tslenski körfuboltinn
Umsjónarmaður Ömar Ragnarsson.
22.10 Fall þriðja rfkisins
Síðari hluti heimildamyndar um enda-
lok síðari heimsstyrjaldarinnar og fall
Adolfs Hitiers.
Þýðandi og þulur Öskar Ingimarsson.
(Nordvision — Danska sjónvarpið)
23.10 Dagskrárlok