Morgunblaðið - 17.03.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.03.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1974 19 gerðu yfirlit um skógræktarmál- efni og drög að skógverndar- og skógræktaráætlun, sem felld var inn i heildaráætlun nefndarinnar um landgræðslu og gróðurnýt- ingu. 1 álitinu eru birtar allar álitsgerðirnar, sem borizt hafa frá búnaðarsamböndum og gróður- verndarnefndum, enda til ætlazt, að þetta yfirlitkomi fyrir almenn- ingssjónir. Eru þarna mjög fróð- legar skýrslur um landnýtingu og gróður í öllum sýslum landsins og í hreppum. Auk fimm ára landgræðslu- og gróðurverndarályktunarinnar, sem er í 4 köflum, eins og f.vrr er sagt, gerir nefndin tillögur um frumvarp til laga um breytingu á lögum um afréttarmál, fjallskil o.fl., frumvarp um breytingu á lögum um landgræðslu, frumvarp til laga um heftingu landbrots, tillögu um samstarfsnefnd þeirra stofnana, sem hafa með höndum framkvæmd landgræðslu og gróð- urverndaráætlunarinnar og til- lögu um fjárstuðning ríkisins við landshlutasamtökin, til þess að þau hafi forustu um landnýting- arskipulag í samráði við sveitar- stjórnir eða sveitar- og sýslu- stjórnir. í kaflanum um skógrækt er m.a. getið um brýnustu verkefni skógverndar og skóggræðslu, sem eru rannsóknir, endurskipulagn- ing plöntuframleiðslunnar, ný lönd til skógverndar og skógrækt- ar og skjólbelti. Þar sem fjallað er um félagsleg- ar aðgerðir til bættrar nýtingar á beitilöndum og til gróðurverndar er rætt um meðferð á landinu og not fólksins af því. Lögð er áherzla á eftirfarandi: 1. Félagslegar ráðstafanir á veg um bænda til að stuðla að hag kvæmustu nýtingu afrétta o^ heimalanda. Þ.á m. aukna ræktur beitarlanda 2. Auknar rannsóknir á hag- kvæmustu meðferð og nýtingu gróðurlenda. 3. Auknar leiðbeiningar um meðferð beitilands og landnýt- ingu 4. Stuðning við gerð afréttar- vega (útvistarvega). 5. Vistfræðilegar rannsókr1 sem bæði beinast að því að kanna áhrif landgræðsluaðgerða á um- hverfið og að kanna skaðsemi villtra dýra, gæsa, álfta og hrein- dýra fyrir gróður á afréttum, út- högum og ræktuðu landi. 6. Nauðsynlegar breytingar á löggjöf, sem fyrr eru nefndar. 7. Skipuð verði samstarfsnefnd með fulltrúum þeirra stofnana, sem að þessum málum vinna. I kafla, sem nefnist „auknar leiðbeiningar“, ieggur nefndin m.a. til, að ráðinn verði sérstakur ráðunautur, sem leiðbeini um af- réttarmálefni og nýtingu beitar- landa og starfi hann á vegum Búnaðarfélags íslands. Þá leggur nefndin til, að land- búnaðarráðherra setji á fdt sam- starfsnefnd til þess að efla sam- vinnu þeirra stofnana, sem hafa með höndum landgræðslu og gróðurverndaráætlunina. Ráð- herra skipi formann nefndarinn- ar að eigin vali, en aðrir nefndar- menn verði þessir: landgræðslu- stjóri, búnaðarmálastjóri, skóg- ræktarstjóri og framkvæmda stjóri rannsóknastofnunar land- búnaðarins. Samstarf þessara að- ila við framkvæmd áætlunarinnar gæti orðið upphaf að varanlegu og víðtækara samstarfi þeirra. 1 frumvarpi til breytinga á lög- Landeyðingin er ör. um um afréttarmál o.fl. er grein, sem segir: Þar sem talin er þörf bættrar meðferðar afréttar og verndar á gróðri, að mati gróður- verndarnefndar og Landgræðslu rikisins, er stjórnum fjallskila deild heimilt að grípa til eftirfar- andi aðgerða: a) Akveða að fjallgöngur á hausti skuli færðar fram eða að smalað sé af tilleknum hlutum afréttar fyrir göngur. b) Akveða hvenær fyrst megi reka hverja búfjártegund á af- rétt. c) Láta girða sérstök svæði á afréttum eða í heimalöndum fyrir hrossabeit. d) Banna að stóðhross séu rekin á afrétt enda séu þau þá undan- skilin fjallskilum. e) Eiga frumkvæði að félags- legum aðgerðum til hagsbóta i samráði við gróðurverndarnefnd og Landgræðslu rikisins. f) Eiga frumkvæði að itölu, ákvæði 17—25. Nefndin leit á það sem annan þátt verkefnis síns, að ihuga land- nýtingu f víðtækustu merkingu. Með því er átt við skipulagshlið málanna, þ.e.a.s. hvernig því verður haganlegast komið fyrir i landinu, sem þar þarf að vera, þannig að þjóðin geti framvegis lifað góðu lífi i eðlilegu umhverfi. Er lögð áherzla á, að landnýt- ingarskipulag verður að vaxa upp í byggðarlögunum sjálfum, en getur ekki og á ekki að koma að utan frá einu eða öðru mið- stjórnarvaldi. Er þaðtillaga nefndarinnar, að ríkið veiti landshlutasamtökun- um fjárstuðning til þess að þau hafi forystu um að undirbúa áætlanir um landnýtingarskipu- lag í samráði við sveitarstjórnir eða sveitar- og sýslustjórnir. Þannig verði stuðlað að því að undirbúningur hefjist sem allra fyrst í öllum landshlutum og að á þeim grundvelli verði síðan ákvaðraðar framkvæmdir, þ.á m. þær lagabætur, sem til þurfa að koma og ráðstafanir aðrar til þess að stuðla að skynsamlegri nýtingu landsins. Melskurður við Þorlákshöfn, sem unninn var af sjálfboðaliðum sl. haust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.