Morgunblaðið - 17.03.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.03.1974, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1974 25 Mikil áform eru um frágang og fram- kvaemdir við útivistarsvæði borgarbúa og að glæða þau lífi, þannig að marg- háttuð starfsemi geti farið þar fram, jafnframt því sem haldið er áfram að rækta grasfleti og trjálundi. Er ýmislegt nýstárlegt að finna í þeim áformum, sem áreiðanlega á eftir að falla i góðan jarðveg hjá borgarbúum. Til dæmis standa nú yfir samningar við kaþólsku kirkjuna um framtíð Landakotstúns, sem borgin hefur áhuga á að gera að skrúðgarði. Skógræktarstöðin i Foss- vogi hefur fengið 6 hektara land til viðbótar og áformað er að opna neðri hluta stöðvarinnar við Fossvogslæk, svo göngu- og hjólreiðastigar geti legið þar um. Og fleira mætti telja. Verður gripið niður á fáum stöðum: Laugarnestangi er um 1 5 ha og er gerð tillaga um að þar verði golfvöllur starfræktur i samráði við Golfklúbb Reykjavíkur, opinn öllum borgarbúum. Sigurjón Ólafsson og hans listaverk verða áfram á svæðinu, og lagt er til, að kirkjugarðurinn verði afmarkaður og merktur. Flugsanlegt er talið að nýta Laugarneshúsið í sambandi við starf- semi á svæðinu. Miklatún er almennt útivistarsvæði, og nú er ráðgert að gera þar sparkvelli, gæzluvelli, sem einnig yrðu opnir um fczzi c=3il íirrz] uzd ?\ pHKLATON Miklatún verður almennt útivistarsvæði og ýmisiegt gert til að láða fólk að: 1) Kjarvalsstaðir 2) malbikað samkomusvæði og sleðabrekka 3) boltavöll- ur. 4) leiktækjavöllur 5) umferðarleiksvæði 6) gæzluvöllur 7) mínigolf 8) sérhannaður garður fyrir blinda 9) athafnasvæði garðyrkjumanna. MORG OG FJOLBREYTT UTIVISTARSVÆÐI: GOLFVOLLUR I LAUGARNESI, BLINDRAGARÐUR Á MIKLATÚNI — SKRÚÐGARÐUR VIÐ LANDAKOT helgar, umferðarleiktæki og garð sem er sérstaklega hannaður fyrir blinda og er alger nýjung hér. Þá eiga að vera þarna leiktækjavellir, minigolf, blóma- og listagarður og tjörn, sem börn geta leikið sér við með báta slna Eru hug- myndir um að minnka umferð bifreiða aðtúninu Flókagötumegin Gamli miðbærinn á samkvæt hug- myndum að verða gæddur meira lífi utan verzlunartíma, en nú er unnið að heildarskipulagi hans. Eru ráðagerðir um torgmyndun, þar sem fram geta farið margs konar listasýningar og skemmtanir. I Bernhöftstorfuhúsin þarf að koma starfsemi, t.d. kaffistofur, minjagripaverzlun, handiðnaður eða álíka. Myndi sú starfsemi þá tengjast brekkunni og göngugötunni í Austur- stræti. Tjarnargarður. Hugmyndir hafa komið fram um að nota hluta tjarnar- innar fyrir báta, en hins vegar talið, að það gæti stefnt fuglalífi í hættu og þvl lagt til, að fremur verði lögð áherzla á að auka fjölbreytni i fuglalífi með því að tryggja, að staðurinn verði friðsæll °g hljóðlátur. Verði fjölgað fugla- tegundum Öskjuhlíð hefur verið skipulögð sem kunnugt er, en þar hafa verið greindar 1 12 tegundir villtra grasa. Er gert ráð fyrir göngustigum um svæðið og einni hjólreiðaleið og inn á svæðið kemur reiðgata frá Fossvogsdal. í Nauthólsvik er l'agt tií að verði framtíðaraðstaða fyrir siglingar minni seglbáta, verður gamla bryggjan endurbætt í því skyni og byrjað á þvi Vegna holræsafram kvæmda bíða ákvarðanir um sjóbað- stað, en æskulýðsstarf ýmiss konar á heima á svæðinu. Laugardalur. Þar stækkar gras- garðurinn ár frá ári, nýr starfsvöllur er áætlaður við Álfheima, svo og tennis- völlur og skautasvell verður gert þar í sumar. Gert er ráð fyrir opnu svæði frá Laugardal upp i Laugarás, þar sem eru jökulnúnar klappir, sem varðveittar verða. Ákveðin er stækkun á garði Ásmundar Sveinssonar til vesturs u.þ.b. 2000 ferm. Þá er allt svæðið milli Sigtúns og Reykjavegar og Kringlumýrarbrautar nú i skipulagn- ingu með það fyrir augum, að þar verði tónlistarhús og e.t.v fleiri byggingar fyrir svipaða starfsemi. BreiSholtshverfin. Við alla skipu- lagningu Breiðholtshverfa hefur verið lögð áherzla á, að útivistarsvæði fyrir alla aldurflokka séu innan hvers hverfis með grænum svæðum á milli hverf- anna. Þá er skipulagt stórt iþróttasvæði í svokallaðri Suðurmjódd. Of langt mál yrði að telja upp útivistarsvæðin þar, en þau eru merkt á kort í áætluninni. Heiðmörk er 2 5000 ha að stærð innan girðingar og ráðgert, að skóg- ræktarstörf haldi þar áfram með svip- uðum hraða og verið hefur og einnig landgræðsla. Búast má við aukinni sókn í Heiðmörk eftir að göngu- og hjólreiðastigar ná til svæðisins og ráð- gert er að leggja aukna áherzlu á gerð stiga um svæðið Auk þess á að leggja nýjan bílveg frá svokölluðum Skógar- hliðarkrika suður með Skógarhlið og skáhallt yfir mörkina að Hjallabraut, en nýju vegirnir verða þannig, að þeir þola umferð allt árið Veitir þessi vegur fólki aðgang að víðáttumiklu svæði í suðausturhluta Heiðmerkur. Þá er reiknað með reiðgötu umhverfis Elliða- vatn. Bláfjoll Þar er að opnast gott úti- vistarsvæði og skíðaland. Unnið er að skipulagningu svæðisins og hefur norskur skipulagsfræðingur sett fram frumhugmyndir um staðsetningu svig-, stökk-, og göngubrauta Uppbygging vegarins inn eftir verður eitt fyrsta verkefnið Eggjar í Hólmsheiði eða svæðið, sem liggur til norðausturs upp frá Rauðavatni Gerð er tillaga um, að þetta svæði verði tekið til skógræktar á þann hátt, að nemendur barna- og unglingaskóla borgarinnar fari þangað i gróðursetningarferðir á hverju vori. Væri það liður í námi og fengi hver skóli sitt umráðasvæði Viðey er utan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, en hluti hennar i eigu borgarinnar, sem af sögulegum og landfræðilegum ástæðum lætur sig varða framtið eyjarinnar. Er lagt til að stefnt verði að því, að Viðey verði friðað útivistarsvæði. Hugmyndir hafa komið fram um göngubrú i eyna, en vart talið tímabæt að taka afstöðu til þess nú, þó að benda megi á, að hætt sé við að eyjan breyti um svip við að tengjast landi. Saltvik á Kjalarnesi. Þar er fyrir- hugað á vegum Æskulýðsráðs að koma upp alhliða útivistaraðstöðu og verður skipulagi svæðisins lokið á þessu ári Húsin þar verða nýtt fyrir hópa, veit- ingahús, ráðstefnur, fundi o.fl. jafnvel bústað heiðursgests (listamanns?). Ut- anhúss eru ráðgerðir alls konar íþrótta- vellir. Gönguleiðir verða gerðar út frá Saltvík, bátaaðstaða í fjörunni og tjald- stæði, en fuglavarp verður varðveitt. Ströndin. Strandlengjan frá Ægis- síðu I austur meðfram Fossvogi verður aðgengilegri með tilkomu göngu- og hjólreiðastiganna á þessari leið. Við Fossvog má finna merkileg setlög Fjaran við Eiðsgranda tengist fyrst og fremst Eiðsgrandabyggð. Ströndin við Laugarnes verður hluti af fyrirhuguðu útivistarsvæði Háubakkar við Súðar- vog hafa verið friðaðir vegna merki- legra jarðlaga og þykir ástæða til að gera þann hluta strandarinnar aðgengi- legri. Aðalskipulag gerir ráð fyrir hafnarsvæðrvið Grafarvog, en það er i endurskoðun og Náttúruverndanefnd hefur i hyggju að láta gera þar liffræði legar rannsóknir, sérstaklega á leirun- um Ströndin frá Geldinganesi að Blikastaðakró verður friðuð i samvinnu við Náttúruverndarnefnd. Framtíðarútivistarsvæði. Unnið er nú að skipulagi framtíðarbyggða i Reykjavík og þar með útivistarsvæða Nauðsynlegt er að þau verði ákveðin og friðuð sem fyrst og hlfft við upp- grefti og öðru raski, sem fylgir fram- kvæmdum. Hugmyndir um útivistarsvæði eru: Ströndin við Korpúlfsstaði og svæðið upp með Úlfarsá, sem getur orðið svipað Elliðaársvæðinu með fjörunni neðst, siðan ánni með laxveiði og Úlfarsfelli efst með möguleikum fyrir sumar- og vetrarnotkun og þá nefndar léttar fjallgönguleiðir, sleðabrekkur, skautasvell o.fl. Ljóst er, að langan tíma tekur að fullgera öll útivistarsvæði En nauðsyn- legt er að fá fram sem fyrst undirtektir fólks um þá starfsemi og hver nýting svæðanna er vinsælust. Þess vegna er lagt til, að eitt ákveðið svæði, Ártúns- svæðið við Elliðaár, fái forgang og verði fullgert á næstu árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.