Morgunblaðið - 17.03.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.03.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1974 m JJ HÍI.i LKU.A V 'aiaii; 22*0-22- RAUOARÁRSTÍG 31 LOFTLEIÐIR BILALEIGA 7 CAR RENTAL n 21190 21188 LOFTLEIÐIR tel. 14444 • 2SSS5 BlLALEIGA CAR RENTAL (Hverfisgötu 18 SENDUM |f~| 86060 /^BÍLALEIGAN felEYSIR CAR RENTAL «“24460 I' HVERJUM BÍL PIO NEER ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI / MEIRI VANDI ERAÐGÆTA § SAMVINNUBANKINN VORUBILAR 3ja ðxla bílar árg: '72 Volvo FB 88 m/svefhúsi árg: '72 Volvo FB 88 árg: '72 Volvo FB 86 árg: '67 Volvo FB 88 árg: '73 Scania 110 super árg: '72 Scania 110 super árg: '71 Scanía 11 0 super árg: '65 Merc. Benz 1920. Miðstöð vörubíla og vinnuvéla- viðskiptanna. “&ÐS/OÐ SlMAR 81518 - 85162 SIGTÚNI 7 - REYKJAVIK SIG. S. GUNNARSSON LESIÐ — illo MjbuoiuíIibh,. _ SSranaiðl bnnLEGR Hve hátt er kirkjugjald þitt? KIRKJAN er móðir íslenzkrar menningar. Hvort sem okkur lfkar það betur eða verr, þá ber svo að segja allt í félagslífi okkar og menntun, einkum bókmenntum og andlegu lífi, hennar mót, hennar svip. Hugsunarháttur, málfar, siðgæði og samvizka eru mótuð af sögum og kenningum kristn- innar trúar. Meira að segja þeir, sem þó ætluðu sér að rækja önnur trúarbrögð eða helgisiði, verða áflestan hátt að njóta þess, að við erum kristin þjóð með stofnun, sem heitir kirkja. Og þeirri stofnun lúta allt af 98 af hundraði Islend- inga. Einu sinni var kirkjan ríkasta stofnun þessarar þjóðar. Hún átti jarðeignir, reka, hlunnindi og ftök um allar jarðir. Þessu var hún að vissu leyti rænd eða svipt yfirráðum með stjórnmálalegu valdi. Þo munu enn einmitt hér á landi skrifleg skilríki og heimildir, sannanir og skjöl um þessar eignir. En þær féllu undir útlendan konung á sínum tíma, síðan undir íslenzka ríkið. Og mundi því verða þungt undir fæti að skila þessum eignum nú til síns fyrri eiganda. Segja má, að kirkjan fylgi ís- lendingi hvert spor frá vöggu til grafar, á stærstu stundum f gleði og sorg, við skírn, ferm- ingu, hjónavígslu, greftrun, fyrir utan allt á hátíðum og tyllidögum í bæn og sögn, brosi og tárum. Hvar væru skólar, sjúkrahús, tryggingar, sjúkrasamlög og hæli umkomulausra og alls- lausra án hennar? Hvar væru sigrar lækna og vísinda án hennar? Berið saman aðstöðu holdsveikra í kirkjulöndum og flestum hinna kirkjulausu landa. Ríkið launar presta kirkj- unnar og borgar þannig vexti af eignum hennar óbeint. En hvað er svo greitt til allrar annarrar starfsemi hennar? Prestastétt íslands er fámenn, um eða innan við hundrað manns, svo að sú upphæð er sem fjöður á fæti annarra út- gjalda ríkissjóðs, sem til þeirra fer. En svo eiga söfnuðir að byggja sínar kirkjur og annast rekst- ur þeirra að mestu án opin- berrar greiðslu til stuðnings. Þött ekki væri varið til kirkju- bygginga nema nokkrum pró- sentum þess, sem lagt er fram til skólabygginga, þætti það stórfé. Greiðslan til kirkjunnar heitir kirkjugjald á skatt- seðiinum. Og hefur til skamms tima og er held ég ennþá 500 krónur á ári fyrir gjaldskylda þegna. Þeir, sem ekki tilheyra kirkju, greiða sömu upphæð til Háskóla íslands. Nú geta allir séð, hvað hægt er að gera fyrir 500 krónur! Það er hlægilega lítil upphæð, þegar miðað er við skatta og skyldur nútímans. Og samt er þetta nýlega orðið svona hátt. Fram að 1960 að minnsta kosti var kirkjugjaldið 63 krónur, ef ég man rétt. Þetta er fyrir hálfum skósólum, sem ætlað er móður íslenzkrar menningar að lifa af. Erfiðast er þetta í mjög fámennum söfnuðum i sveitum. Fyrir þetta gjald verður að halda kirkjum — samkomu- húsum safnaða — við og strangt tekið byggja þær, hita þær upp, lýsa þær, kosta kirkju- vörð, meðhjálpara og hringjara, sem oft er ailt sami maður, annast söng og organleikara og borga þeim eins og sagt er ein- hverja þóknun og svo að sjálf- sögðu ýmislegt fleira. Allir hljóta að sjá hversu fáránlega lágt og satt að segja skammarlega lítið þetta gjald er, hvernig sem á er litið. Það ætti að minnsta kosti að tvö- faldast. Eg hafði nærri sagt tífaldast, sem er engin fjar- stæða. Margir hinna beztu þegna landsins mundu fagna því og varla af þvf vita. Margir unna kirkju sinni heilshugar að verðleikum, þótt fáir taki eftir hve fáránleg þessi aðstaða er orðin. En samt er eitt eftir, mjög íhugunarvert og hálfgerð eða algjör hneisa. Það kom í ljós með þeirri breytingu, sem varð í sveitar- stjórnarmálum, að þá urðu þeir, sem annars voru kannski ekki metnir skatts, öryrkjar, örvitar, aumir og umkomu- lausir, sæmdir þessum 500 króna sköttum til kirkjunnar. Þar skyldi þessi aumasti skattur allra skattgreiðslna nútímans blakta og blómstra til ama. Það var ung og gáfuð vinkona mín, sem vinnur við einhvers konar tölur, sem vakti athygli mína á þessu í öllu skattafarg- aninu í janúar. Éfe trúi fyrst hvorki eyrum né augum. Þetta stríðir á móti anda og eðli kirkjunnar. Hún er og telur það sitt æðsta að vera vernd og vinur hinna „bjargar- lausu og snauðu". Hví ætti hún svo að vera neydd til að elta einmitt þá með „rukkun“ um skitnar fimm hundruð krónur fram á grafarbarminn í ríki, þar sem annars flest er fyrir þá gert fyrir hennar kraft og orð? Nú skora ég á biskup, kirkjumálaráðherra og þó umfram allt löggjafa og töl- fræðinga að kippa þessu í lag hið allra bráðasta. Undanskilja þá kirkjugjöldum, sem ekki eru þess á annað borð umkomnir að gegna öðrum greiðslum. Þetta ætti að verða þessum vitringum auðvelt með eins árs fyrirvara. „Þá mætti brenna skattseðla- hrúgunni, sem enginn greiðir hvort sem er, en er aðeins kirkjunni til vansa i öllu hennar nútíma umkomuleysi,“ sagði unga konan. „Við hin getum borgað og viljum borga meira til kirkj- unnar,“ bætti hún við af reisn og fórnarlund. „Við tökum ekki einu sinni eftir því, hvort skattur hækkar um þúsund krónur, erum vön að axla byrðarnar." Ég tek undir orð hennar. Og göngum nú að verki. Hækkum kirkjugjöldin, svo þau hæfi sinu hlutverki og sinu heiti, og Strikum þau út af öryrkjunum. BRIDGEFÉLAG KVENNA: Sveitarkeppni félagsins er nú lokið. í meistaraflokki sigraði sveit Hugborgar Hjartardóttur með yfirburðum, fékk 150 stig. Auk Herborgar eru i sveitinni Halla Bergþórsdóttir, Kristjana Steingrímsdóttir, Vigdis Guð- jónsdóttir og Ósk Kristjánsdótt- ir. Næstar urðu eftirtaldar sveitir: Guðrún Bergsdóttir 119 Elín Jónsdóttir 115 Alda Hansen 113 Ingunn Bernburg 88 í 1. flokki sigraði sveit Sigrúnar Pétursdóttur með 102 stigum. Auk Sigrúnar eru i sveitinni Arnína Guðlaugsdótt- ir, Hanna Gabrielsson og Mar- grét Sigurðardóttir, en næstar urðu eftirtaldar sveitir: Sigríður Siggeirsdóttir 99 Guðbjörg Þórðardóttir 98 Sólveig Kristjánsd. 77 Næsta keppni félagsins verð- ur parakeppni, sem hefst mánudaginn 18. marz, og stend- ur hún yfir i 5 kvöld. Þátttaka óskast tilkynnt sem fyrst til for- manns félagsins, Margrétar Ás- geirsdóttur, í sima 14218. — o — o — o— o — Þegar 10 umferðum er lokið i Reykjavíkurmótinu (sveita- keppninni) er staða efstu sveita þessi: Þíris Sigurðss. 164 Hjalta Elíass. 153 Hannesar Jónss. 146 Harðar Arnþórss. 126 Gylfa Baldurss. 124 Sigtryggs Sigurðss. 122 Guðmundar Péturss. 118 Tryggva Gislas. 85 Síðustu þrjár umferðirnar verða spilaðar sunnudaginn 24. marz nk. og hefst spilamennsk- an kl. 13. — o — o— o— o — Undanúrslit fyrir íslands- mótið í tvímenningi i Reykjavík verða spiluð þriðjudaginn 23. og miðvikudaginn 24. marz„ og hefst spilamennskan klukkan 20 bæði kvöldin. Tíu umferðum er nú lokið í meistarakeppni Bridgefélags Reykjavíkur og hefur sveit Þor- is Sigurðssonar tekið forystuna. Röð og stig efstu sveitanna er nú þessi: Þcris Sigurðss. 156 Guðmundar Péturss. 155 Gylfa Baldurss. 152 Hjalta Elíass. 152 Harðar Arnþórss. 144 BragaJónss. 113 Helga Jóhannss. 98 Sigurðar Sverriss. 93 Næsta umferð verður spiluð miðvikudaginn 20. marz í Domus Medica kl. 20 og eigast þá við m.a. sveitir Þóris og Guð- mundar. Frá bridgedeild Breiðfirðinga- félagsins. Þegar 10 umferðum af 39 er lokið í barometerkeppninni er staða efstu para þessi: Ingibjörg — Sigvaldi 333 Ölafur — Halldór 210 Guðrún—Guðrún 190 Jón Þ. — Gissur 164 Óskar — Gústaf 118 Gísli — Vilhjálmur 103 Gísli — Sigurður 100 Kristján — Ólafur 58 Fanney — Laufey 57 Guðjón — Þorvaldur 53 — o — o — o — FráTafl- og bridgeklúbbnum. Nú er lokið aðalsveitakeppni félagsins með sigri sveitar Þór- halls Þorsteinssonar — hlaut sveitin 128 stig. Með Þórhalli eru I sveitinni Kristján Jónas- son, Sigtryggur Sigurðsson, Anton Valgarðsson, Ölafur Jóhannesson og Auðunn Guð- mundsson. Röð sveitanna f meistara- flokki varð annars þessi: Tryggva Gíslasonar Bernharðs Guðmundss. Þórarins Árnas. Rafns Kristjánss. Gests Jónss. Sigriðar Ingibergsd. Kristínar Þórðard. Jóns Baldurss. Guðlaugs Brynjólfss. Urslit síðustu umferðarinnar urðu þessi: Sveit Rafns vann Guðlaugs 19—1 Sigríðar vann Jóns B. 20—0 Tryggva vann Bernharðs 12:—8 Þórhalls vann Kristínar 20—0 Gests vann Þorarins 11—9 I fyrsta flokki sigraði sveit Erlu Eyjólfsdóttur — hlaut 146 stig. í sveit Erlu eru ásamt henni: Gunnar Þorkellsson, Baldur Asgeirsson, Zophonias Benediktsson og Jón Oddsson. Röð sveitanna i 1. flokki varð annars þessi: Guðmundar Pálss. 140 Sigurjóns Tryggvas. 125 Kristínar Ólafsd. 121 Birgis ísleifss. 120 Þorsteins Erlingss. 94 Guðmundíu Pálsdóttur 60 Hannesar Ingibergss. 43 Gísla Tryggvas. 28 Guðmundar Guðmundss. 23 Á næsta keppnistímabili spila fjórar efstu sveitirnar í meistaraflokki og fjórar neðstu sveitirnar í meistaraflokki fær- ast niður í fyrsta flokk. Orslit siðustu umferðarinnar í 1. flokki urðu þessi: Sveit: Kristinar vann Þorsteins 15—5 Guðmundar P. vann Guðm. 122 G. 20—0 116 Gísla vann Hannesar 16—4 97 Sigurjóns vann 95 Guðmundíu 20—0 86 Erlu vann Birgis 20—0 84 Næsta keppni félagsins verð- 80 ur barometerkeppni 38 para og 53 er þegar fullskráð í keppnina 39 nema sérstök forföll verði. * .....rvz . £j\j a fimmtudaginn og er spilað i Domus Medica. — o — o — o — Tvær siðustu umferðirnar í Reykjanesmótinu verða spilað- ar í Skiphóli i Hafnarfirði í dag og hefst spilamennskan klukk- an 13. Verðlaunaafhending verður um kvöldið i Skiphóli, en Höllinn verður opinn fyrir spilara og aðra velunnara spila- íþróttarinnar. A.G.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.