Morgunblaðið - 17.03.1974, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.03.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MARZ 1974 35 MIKILHÆFUR ISLANDSVINUR LATINN Hinn 10. marz s.l. andaðist í Stokkhólmi Hans Ahlmann, fyrr- verandi prófessor. Með honum hverfur af sjónarsviðinu sérstak- ur mannkostamaður, mikilhæfur vísindamaður og einlægur Is- landsvinur. Hans Ahlmann var fæddur 14. nóv. 1889 og var því á 85. aldurs- ári er hann féll frá. Hann nam landafræði og jarðfræði við há- skólann í Stokkhólmi, varð dósent í kvarterjarðfræði við sama há- skóla 1915 og prófessor í landa- fræði og forstöðumaður landa- fræðistofnunar háskólans 1929. Árið 1933 fékk landafræðistofn- unin til umráða hús, gamla stjörnurannsóknastöð, sem teikn- uð var á sínum tima af einum frægasta húsagerðarmeistara Svía, Carl Hárleman, og reist árið 1784, efst á Stockholmsásen, með víðu útsýrii yfir hina fögru borg. Vegur landfræðistofnunarinnar óx nú mjög og fór orð af því, að þarna uppi á Observatoriekullen ríkti sérstaklega frjálslegur og skemmtilegur andi, og að for- stöðumaðurinn væri svo vinsæll af sínum nemendum, að með ólik- indum væri. Er og sannast sagna, að fjöldi landfræðinema leit á ,,Kullen“sem hálfgildings heimili sitt og prófessorinn var þeim jafn- mikið faðir sem lærifaðir, því hann bar hag nemenda sinna, andlegan sem veraldlegan, fyrir brjósti sem væru þeir hans eigin börn. Vísindastörf Ahlmanns voru að- allega á sviði jöklarannsókna og fyrir þær vann hann sér alþjóð- lega frægð. Hann stjórnaði leið- öngrum til Svalbarða, Grænlands og íslands og skipulagði og undir- bjó mikinn norsk-sænsk-enskan leiðangur til Suðurskautsins, en tók ekki þátt í þeim leiðangri af ástæðum sem síðar verður að vik- ið. Með jöklarannsóknum sínum lagði hann grundvöil að þekkingu okkar á búskap jöklanna, og veð- urfarslegum forsendum fyrir hopun og framskriði þeirra. Síðan um 1920 hafa jöklar yfirleitt rýrn- að og leiddi þetta Ahlmann til víðtækra rannsókna á þeirri lofts- lagsbreytingu, sem olli þessari rýrnun. Fremstu eiginleikar Ahlmanns voru glögg yfirsýn, miklir skipu- lagshæfileikar og óvenju heil- brigð skynsemi. I honum var lika listræn æð. Hann var ágætlega ritfær, fjöllesinn f fagurbók- menntum og hafði mikinn áhuga á myndlist, bjó raunar um hrið á yngri árum sinum i listmálara- hópi. Svanhildur Bogadótt- — Minningarorð ir SVANHILDUR Bogadóttir, Boga- hlið 6 hér í borg, andaðist 7. marz sl. eftir þunga legu. Utför hennar fór fram i gær. Hún fæddist 21. september 1903, að Varmadal á Rangár- völlum. Foreldrar hennar voru Bogi Þórðarson, ættaður úr Landsveit, og Vigdís Þorvarðsdóttir frá Litlu-Sandvík i Flóa. Vigdís missti mann sinn, Boga, eftir um það bil 15 ára sambúð, frá 7 börnum, því elzta 12 ára, en það yngsta fæddist að föðurnum látnum. Móðir Svanhildar bjó að Varma- dal með börnum sinum til ársins 1931, af miklum dugnaði og rausn. Varmadalur er í þjöðbraut og vegna þess var oft mjög gest- kvæmt á heimilinu og tekið á móti öllum af alúð og gestrisni. Við þessi heimilisáhrif ólst Svanhildur upp, vinnu við um- fangsmikil heimilisstörf, móttöku gesta og aðhlynningu þeim til handa. Þessara uppeldisáhrifa gætti hjá Svanhildi alla tíð. Hennar líf og yndi var að taka á móti gestum og gera þeim við- dvölina sem bezta og ánægjuleg- asta. Hún sparaði ekkert til að svo mætti verða. Á æskuárum sinum lærði Svan- hildur fatasaum í Reykjavík. Hún hafði haga hönd og Iék allur saumur í hennar höndum, hún hafði einnig mjög glöggt auga fyrir smekklegum frágangi á öllum þeim verkum, er hún lagði hönd að. Árið 1931 flyzt Svanhildur til Reykjavíkur og hefur störf við karlmannafatasaum hjá Andrési Andréssyni klæðskera hér í borg. Við þessi störf vann hún þar til hennar eigið heimili varð það um- fangsmikið, að það tók allan hennar tíma. Árið 1937. 7. óktóber, giftist hún eftirlifandi manni sínum, Helga Gislasyni, ættuðum úr Fljótshlíð. Á þessum árum var mikið atvinnuleysi hér í borg og erfitt fyrir frumbýlinga að stofna heimili. En hér kom til sérstakur dugn- aður ungu hjónanna og myndar- skapur Svanhildar, ásamt dugnaði Helga og eljusemi hans að leita eftir að stunda þá vinnu, er fáanleg var hverju sinni og brátt eignuðust þau lítið og fallegt heimili. Skömmu eftir að þau Helgi stofnuðu heimili sitt tóku þau til sín mæður sinar, Vigdísi og Guð- •íði, móður Helga, og dvöldust tær báðar f þeirra umsjá til lauðadags. Helgi og Svanhildur eignuðust börn: Boga húsasmið, kvæntan líslínu V. Guðnadóttur, Hilmar núrara, kvæntan Ingibjörgu Jónsdóttur, Guðríði, gifta Crispino J. Crispíno, þau eru búsett í Ameríku. Fyrir 16 árum eignuðust þau Helgi ibúð að Stigahlíð 6 og hafa átt þar heima siðan. Eins og áður er getið var Svan- hildur sérstaklega listhög kona, gestrisin og kunni vel að taka á móti gestum og gera þeim dvölina á heimili sínu unaðslega. Bjart- sýniskona var hún og úrræðagóð, gott var til hennar að leita um ýmis vandamál og leysti hún vanda þess, er eftir leitaði, væri þaðmögulegt. Þegar Svanhildur og Helgi komu í heimsókn á heimili okkar hjóna var eins og birti i kring um okkur vegna nærveru Svanhildar og hélzt sú birta í híbýlum okkar lengi eftir að hún var farin. Siðast komum við hjónin á heimili Svanhildar og Helga á 70 ára afmæli hennar, síðastliðið haust. Þá var Svanhildur orðin mjög veik, en hún bar sjúkdóm sinn með frábærum dugnaði og ró. Þá tók hún á móti vinum sinum með fullri reisn og gestrisni, var í framkomu eins og ekkert væri að, þó meðvitandi þess, að vini sína væri hún að kveðja. Við hjónin söknum Svanhildar, en sárastur er þó söknuður hjá Helga og börnum hans, er hafa misst frábæra eiginkonu og móður. Við biðjum guð að hugga og styrkja þau í harmi með vissu um endurfundi síðar. Við hjónin vottum þeim og öðrum ástvinum dýpstu samúð okkar. Þórður Jasonarson. Það kom víst mörgum allmjög á óvart er Ahlmann var skipaður ambassador Svíþjóðar í Osló árið 1950. Það var nýlunda, að sænsk ur utanríkisráðherra færi út fyr- ir raðir atvinnumanna i utanríkis- þjónustunni, er hann skipaði i stöðu sendiherra. En Östen Und- én hafði gildar ástæður til þess að kjósa Ahlmann til þessa starfa. Eftir að annarri heimsstyrjöld- inni lauk hafði sambúðin milli Svía og Norðmanna verið nokkru stirðari en hún var fyrir stríðið og Ahlmann var manna líklegastur til að geta bætt þá sambúð. Hann þekkti Noreg út og inn, hafði dvalið þar mörg sumur við jökla- rannsóknir á yngri árum. Þar kvæntist hann 1920 ungri stúlku, Lillemor, af gamalgrónum Björg- vi nj a ræt t um. Reynd i st h ún hon um traustur lffsförunautur og eign- uðust þau hjó'n ótal vini i Noregi. A stríðsárunum létu þau mjög til sín taka í sænsku Noregshjálp- inni. Nefna má einnig, að þegar Ahlmann vann að jöklarannsókn- um í Noregi hafði hann sér til aðstoðar unglingspilt, sem hét Halvard Lange. Sá var nú utan- ríkisráðherra Noregs. Ahlmann var mjög um og ó að skipta um starf, en lét þó að lok- um undan fortölum Undéns. I Osló var Ahlmann ambassador þar til hann komst á eftirlaun og rækti það starf af stakri prýði, en sinnti þó ýmsum vísindastörfum áfram og raunar allt til dauða- dags. Heilsuleysi hrjáði hann hin siðari árin, en andlegri heilsu og reisn hélt hann til hinztu stundar. Kynni Ahlmanns af Islending- um og Islandi urðu fyrst i sam- bandi við jöklarannsóknir hans i Jötunheimum. Sumarið 1924 sneri hann sér til veðurstofunnar í Björgvin til þess að fá veður- fræðing sér til aðstoðar og sá veð- urfræðingur, sem hann fékk, var Jón Eyþórsson. I sameiningu reistu þeir Ahlmann og Jón með æmu erfiði veðurathugunarstöð á fjallinu Fanaráken í 2070 m hæð. Samvinna þeirra i Jötunheimum batt þá traustum vináttuböndum og átti sinn þátt í því, að 12 árum síðar stjórnuðu þeir sameiginlega miklum leiðangri á Vatnajökul, en sá leiðangur lagði grundvöll að þekkingu okkar á þeim mikla jökli. Hundasleði var notaður til flutnings í þessum leiðangri og var það nýlunda hérlendis. Tveir aðrir Svfar tóku þátt í þessum leiðangri og tveir .tslendingar, Jón frá Laug og sá er þetta ritar, en ég hafði þá verið nemandi Ahl- manns í fjóra vetur. Um þennan leiðangur skrifaði Ahlmann, auk vfsindarita, alþýðlega bók: Pá skidor och till hast i Vatnajökulls rike, og ætti sú ágæta bók vissu- lega skilið að vera þýdd á fs- lenzku. I þessari Islandsferð tók Ahlmann þá tryggð við ísland, sem aldrei rofnaði og hafa margir islendingar notið góðs af. Hann var lengi formaður sænsk- íslenzka félagsins i Stokkhólmi, skrifaði margt um ísland i blöð og timarit og var alltaf reiðubúinn að taka málstað Islendinga. Á ár- um annarrar heimsstyrjaldarinn- ar kom hann því i kring, ásamt þáverandi rektor Stokkhólmshá- skóla, að íslenzkir námsmenn í Svíþjóð fengu árlega styrk úr s.k. Wennergrens sjóði og kom það sér sannarlega vel fyrir marga. Margir eru þeir Islendingar, sem notið hafa gestrisni hans, bæði í Stokkhólmi og meðan hann var ambassador í Osló. Það var eitt af hans mestu gleðiefnum á elliár- unum, að vita i sinu sæti i landa- fræðistofnuninni mann, Gunnar Hoppe, sem ekki aðeins hélt við hinum góða anda í þeirri stofnun og sinnti með sóma rannsóknum skyldum þeim sem Ahlmann hafði unnið að, heldur gerðist einnig mikill íslandsvinur. Og nú er hann genginn, minn góði gamli kennari, vinur og vel- gjörðamaður. £g ætla ekki að reyna að rekja hér það, sem ég á honum upp að unna, en vissulega gekk ég einhver mestu gæfuspor in á minni lffsleið, þann tæra haustdag árið 1932 er ég labbaði mig inn í landafræðistofnun Stokkhólmsháskóla og skráði mig sem nemanda Hans Ahlmanns. Sigurður Þórarinsson. — Ur vermu Framhald af bls. 3 Loðnuveiði Norðmanna Dálítið hefur raknað úr loðnu- veiði Norðmanna en ekki mikið, þó er ekki lengur hægt að kenna um ógæftum. Heildarveiðin er orðin 260.000 lestir (Islendinga 360.000) á móti 600.000 lestum i fyrra á sama tima. I ár er miklu minna af kyn- þroska loðnu en í fyrra. Er þess m.a. getið til um orsökina, að sjór- inn i Barentshafi sé hlýrri en siðastliðin 10 ár. Noregur fær loðnu- kvóta við Nýfundna- land Norðmenn hafa fengið 53.000 lesta loðnukvóta við Nýfundna- land, en heildarkvótinn var ákveðinn 250.000 lestir, Á suður- svæðinu fengu Kanadamenn 20.000 lestir, Rússar 85.00 lestir, Noregur 43.000 lestir og aðrir minna. Islenska rikisstjórnin ætti að athuga, hvort Islendingar gætu ekki fengið þarna kvóta, því að þeir ættu að geta veitt þarna loðnu með árangri eins og karfa á sínum tíma. Þarna veiðist hrygna að sumarlagi. Golþorskur Við Noreg veiddist fyrir skömmu á línu 30 kg þorskur. Hvað skyldi sá þyngsti verða hér i vetur? Perú Sildar- og fiskimjölsverksmiðj- ur er nú verið að selja úr landi í Perú vegna minnkandi afla. Byggja íslendingar nýjar verksmiðjur? Það er mjög athyglisvert ef Is- lendingar áforma nú að reisa nýja síldarverksmiðju, þó að loðnan fari þverrandi. Séu allar verk- smiðjur landsins fullnýttar anna þær að bræða núverandi veiði á mánuði. Hraðfara stefnir i þá átt að hagnýta loðnuna til manneldis, t.d. vilja Japanir fá 100.000 lestir árlega, sem allar líkur eru á að aukist, og Niegeríubúar telja sig hafa þörf fyrir 100.000 lestir þótt þar sé mikil markaðsleit óunnin. Niðursoðin loðna selst fyrir svo hátt verð, að hún getur greitt fyrir hráefnið eins og það kostar fryst sem útflutningsvara. Margt virðist þannig benda til þess, að eins fari með loðnuna og karfann og síldina, að hún verði öll nýtt til manneldis, enda er hún ekki sfður lostæti. Verðhækkanir Frá miðju ári 1970 til ársloka 1973 hækkaði smásöluverð á nýj- um þorski í Bretlandi um 137% og áýsu um 106%. Loðnuflokkunarvélar Rapp-verksmiðjurnar í Noregi framleiddu 93 flokkunarvélar, og fóru 48 í norska fiskiskipaflotann, 16 til Islands, og svo í frystihús í Noregi. Rússar hafa pantað 28 vélar. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til starfa á SVÆFINGADEILD frá 1. maí n.k. eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veita sérfræðing- ar deildarinnar, sími 241 60. VÍFILSSTAÐASPÍTALI: HJÚKRUNARKONUR óskast til starfa á sjúkradeildum nú þegar. Vinna hluta úr fullu starfi kæmi til greina. SJÚKRALIÐAR óskast til starfa nú þegar. STARFSSTÚLKUR óskast til starfa nú þeg- ar. Upplýsingar veitir forstöðukonan sími 42800. Reykjavík, 7. marz 1974 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.