Morgunblaðið - 23.03.1974, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.03.1974, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1974 DAGBÓK í dag er laugardagurinn 23. marz, sem er 82. dagur ársins 1974. Nýtt tungl (páskatungl). Ardegisflóð er f Reykjavfk kl. 06.14, sfðdegisflóð kl. 18.31. Sólarupprás f Reykjavfk er kl. 07.19, sólarlag kl. 19.51. Sólarupprás á Akureyri kl. 07.03, sólarlag kl. 19.37. (Heimild: Islandsalmanakið). Hinn réttláti mun gieðjast yfir Drottni og Ieita hælis hjá honum, og allir hjartahreinir munu sigri hrósa. (64. sálmur Davíðs 11.) 90 ára er í dag Jónfna Oddsdótt- ir frá Ormskoti i Fljótshlíð. Hún dvelst nú að Hrafnistu. Hún verð- ur að Austurbrún 37 kl. 3—6 f dag. England Philip R. Hearne 5ö 7>ndland Rd. Heywood Lancashire Olio 4DB England. Hann er 14 ára og hefur mikinn áhuga áRugby-knattleik. Suður Afríka Georg M. Lindeque P.O. Box 81, Rosslyn 0200, Tul.,R.S. Africa. Óskar eftir pennavinum frá ís- landi. Svfþjóð Anna-Lena Gustafsson Kárrvagen 20 19030 Sigtuna Sverige. Hún er 13 ára og langar til að skrifast á við íslenzka unglinga á sama aldri. Hefur áhuga á dýrum, frimerkjum og tónlist. Fyrir nokkrum dögum komu fjórar ellefu og tólf ára gamlar stúlkur í skrifstofu Morgun- hlaðsins og afhentu þar tuttugu þúsund krónur, sem þær sögðu, að ættu að fara í „hjartabíls- söfnun Blaðamannafélags Ís- Iands“. Stúlkurnar, sem allar eru í Melaskólanum, höfðu fengið þá hugmynd að safna fé, er runnið gæti til einhvers góðs málefnis. Þeim var bent á „hjartabílssöfnunina" og þá hófust þær handa. Þær fengu fyrst umboð frá Blaðamanna- félaginu til þess að fá að standa fyrir hlutaveltu og síðan sneru þær sér að því að safna munum. Þær fóru í verzlanir í nágrenni heimila sinna og varð vel ágengt. Meðal annars gátu þær strax selt tvær peysur, sem þær fengu, fyrir heilar tvö þúsund krónur. Sfðan var hlutaveltan haldin 1 Melaskólanum, þar sem skólastjórinn hafði veitt leyfi til slfks. Aðsóknin var mikil og var hver miði seldur á fimmtíu krónur. Atgangur var harður og mikill hluti varningsins fór á skömmum Vikuna 22.-28. marz verður kvöld-, helgar- og næturþjón- usta apóteka í Reykja- vík í Háaleitisapóteki, en auk þess verður Vesturbæjarapótek op- ið utan venjulegs af- greiðslutíma til kl. 22 alla daga vaktvikunn- ar nema sunnudag. Myndin hér að ofan er af hvernum, sem myndaðist í miðjum veginum um hverasvæðið á Reykjanesi og hefur nú byggt upp fallega staila í kringum sig. A Reykjanesi er alltaf margt að sjá, bæði fuglalff og brim, — einkum þó ef eitthvað blæs af suðvestri. Ferðafélagið fer sunnudagsferð á Reykjanes kl. 9.30 í fyrramálið. Farið verður frá Umferðamið- stöðinni og komið aftur um kvöldmatarleytið. Eftir hádegi verður lagt upp í aðra ferð og verður gengið á Húsafell. Brottför í þá ferð verður kl. 13. tíma. Afraksturinn af öllu saman varð tuttugu þúsund krónur. Þetta tókst eftir mánaðar starf og með aðstoð mæðranna. Myndin er tekin eftir að stúlkurnar höfðu af- hent peningana, en þær eru tal- ið frá vinstri: Aslaug Þóra Karlsdóttir, Ægissíðu 76, Oddný Þóra Óladóttir, Dunhaga 13, Guðrún Helga Gylfadóttir, Fálkagötu 34, og Margrét Krist- ín Pétursdóttir, Birkimel 8b. A myndinni með þeim er Arni Gunnarsson formaður söfnun- arnefndar. 70 ára verður mánudaginn 25. marz Sigríður Erlendsdóttir, Drápuhlíð 3, Reykjavík. Hún er nú stödd að heimili dóttur sinnar að Fjarðarstræti 59, Isafirði. 70 ára er í dag, 23. marz, Frú Rósa G. Kristjánsdóttir, Sunnu- braut 6, Akranesi. | SÁ IMÆSTBESTI [ — Vonandi bítur hund- urinn yðar ekki, eða hvað? — Jú, það gerir hann nú reyndar stundum, en þér þurfið ekki að óttast hann. Hann er nefnilega ákaflega matvandur. ÁRNAÐ HEILLA Pennavinir FHÉTTIH I Hið íslenzka náttúrufræðifé- lag heldur fræðslusamkomu vetrarins f fyrstu kennslustofu Háskólans mánudaginn 25. marz kl. 20.30. Þá flytur Ævar Petersen B. Sc. erindi um lifnaðarhætti sendlingsins. Verkakvennafélagið Framsókn heldur aðalfund í Iðnó sunnudag- inn 24. marz kl. 14.30. A dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. St.Georgsskátar halda kökubas- ar í safnaðarheimili Langholts- sóknar sunnudaginn 24. marz kl. 15.30. Kirkjutónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ Sunnudag kl. 14 verða haldnir kirkjutónleikar í Hallgrimskirkju í Saurbæ. Kirkjukór Akraness syngur undir stjórn Hauks Guð- laugssonar. Organleikari er Árni Arinbjarnar. Sóknarprestur. IMVIH BOHGAHAH Á Fæðingarheimili Reykja- víkurborgar fæddist: Elsu Jónsdóttur og Hreggviði Jónssyni, Torfufelli 31, Reykja- vík, sonur, 19. marz kl. 06.50. Hann vó 17 'A mörk og var 55 sm að lengd. Þrúði Hjaltadóttur og Pálma Guðmundssyni, Háaleitisbraut 37, Reykjavík, dóttir 19. marz kl. 13.50. Hún vó 11 'A mörk og var 47 sm að lengd. Kristfnu Sigurðardóttur og Rúnari Geirssyni, Mýrargötu 18, Reykjavfk, sonur 19. marz kl. 11.00. Hann vó 1514 mörk og var 52 sm að lengd. Kolbrúnu Haf liðadóttur og Sveini Erlingi Sigurðssyni, Skipa- sundi 39, Reykjavík, sonur 19. marz, kl. 22.26. Hann vó rúmar 11 merkur og var 46 sm að lengd. Guðbjörgu Ósk Harðardóttur og Hauki Heiðdal, Torfufelli 27, dóttir 19. marz kl. 22.50. Hún vó tæpar 11 merkur og var 49 sm að lengd. [ BRIPGE Hér fer á eftir spil frá leik milli Englands og Hollands í Evrópu- móti fyrir nokkrum árum. Norður S. A-D H. A-D-10-8-4-3-2 T. 7-2 L. G-3 Austur S. G-9 H. K T. 10-8 L. Á-D-9-6-5-4-2 Suður S. K-10-7-6-2 H. 7 5 T. K-D-4-2 L. K-8 Lokasögnin var nú sama við bæði borð eða 4 hjörtu og var norður sagnhafi. Utspil var það sama við bæði borð eða laufa ás og síðan var aftur látið út lauf og drepið með kóngi. Við annað borðið lét sagnhafi út hjarta,. drap heima með ási og kóngurinn féll í. Siðar i spilinu var hjarta 10 svínað og sagnhafi fékk samtals 11 slagi, gaf aðeins á tígul ás og laufa ás. Við hitt borðið lét sagnhafi einnig út hjarta úr borði, eftir að drepið hafði verið með laufa kóngi. Drepið var heima með drottingu og austur fékk á kóng- inn. Sfðar i spilinu lét sagnhafi út hjarta ás í von um að gosinn félli f, en þar sem það gerðist ekki, þá tapaðist spilið, því sagnhafi gaf 4 slagi, þ.e. 2 á tromp og á ásana í tígli og laufi. Vestur S. 8-5-4-3 H. G-9-6 T. A-G-9-6 L. 10-7 Lárétt: 2. kærleikur 5. timabil 7. leit 8. hnupli 10. ósamstæðir 11. þrjótur 13. tvíhljóði 14. snúra 15. samhlóðar 16. 2 eins 17. fugl. Lóðrétt: 1. druslast 3. skemmir 4. dýrin 6. vindhviða 7. stif 9. ekki heldur 12. tónn Lausn á síðustu krossgátu. 1. skera 5. iii 7. kann 9. OA 10. tuddinn 12. IM 13. inna 14. SLG 15. slita. Lóðrétt: 1. sektin 2. eind 3. rindill 4. ái 6. fánana 8. aum 9. ónn 11. ingi 14. SS. Kattaeigendur! Munið að merkja kettina!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.