Morgunblaðið - 23.03.1974, Side 20

Morgunblaðið - 23.03.1974, Side 20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1974 20 — Rætt Framhald af bls. 1 takmarkaðra að tölu og þar af leiðandi ófullnægjandi vegna varna landsins. Auk þess hafa Alþýðubandalagsmenn fallizt á, að ekki beri að líta á tillögu stjórnarinnar sem úrslitakosti gagnvart Bandarfkjamönnum, heldur verði tekið á móti gagntil- lögum af þeirra hálfu og þær skoðaðar. Bæði forsætisráðherra og utan- ríkisráðherra hafa lýst því yfir, að engar ákvarðanir verði teknar í öryggismálum án þess að þær verði lagðar fyrir Alþingi og full ástæða er til að ætla, að meiri- hluti alþingismanna fylgi ekki fyrirkomulagi varna á íslandi í samræmi við framlagðar tillögur ríkisstjórnarinnar heldur geri þeir meiri kröfur til öryggismál- anna en þar er gert,“ sagði Geir Hallgrímsson. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði ennfremur, að rfkisstjórnin færi með öryggis- og varnarmál landsins eins og um einhverja kaupgjaldssamninga væri að ræða og teldu eðlilegt, að skiptast á tilboðum og gagntilboðum. „Ég er þeirrar skoðunar," sagði Geir Hallgrímsson, að slíkar starfsað- ferðir séu fyrir neðan okkar virð- ingu, þegar um öryggi íslands er að tefla. Eftir að við höfum kynnt okkur viðhorfin i alþjóðamálum og öryggismálum og haft samráð við önnur þátttökuríki í Atlants- hafsbandalaginu — en til þess erum við i því bandalagi— eigum við að taka okkar ákvarðanir sjálfir í samræmi við eigin öryggishagsmuni. Það á að koma fram i viðræðum við Bandaríkja- menn, hvort öryggishagsmunir landa okkar fara saman, án þess að skipt sé á tilboðum og gagntil- boðum." Hér fer á eftir bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, þeirra Geirs Hallgrimssonar og Friðjóns — Offset- prentarar Framhald af bls. 36 félaginu. Þessi tvö félög höfðu eigin samninga, en nú átti að fá samræmda samninga fyrir offset- prentara og prentmyndasmiði. En að sögn Jóhanns hafa atvinnurek- endur vart hlustað á það. Ekki tókst blaðinu að ná tali af Baldri Eyþórssyni, formanni Fé- lags prentiðnaðarins, í gærkvöldi. Þess í stað náðum við tali af Har- aldi Sveinssyni, framkvæmda- stjóra Arvakurs. Hann sagði, að forráðamenn prentiðnaðarins hefðu tekið skýrt fram á samn- ingafundunum, að þeir teldu að Grafiska sveinafélaginu hefðu verið boðin öllfríðindi, sem aðrir hefðu fengið í samningunum 26. febrúar s.l. Og að nemar í þessum tveimur iðngreinum hefðu miklu hærra vikukaup en þekktist í öðr- um iðngreinum. Þess vegna hefði ekki verið gengið að kröfunum um hærra eftirvinnukaup. Einnig hefði verið boðin, bein kaup- hækkun, sem væri sizt Jægri en samið hefði verið um i öðrum iðngreinum að undanförnu. — MeðaJhækkun Framhald af bls. 2 Þar að auki er verð á tóbaksvör- um ákvarðað af fjármálaráðu- neytinu. Það má benda á, að álagningar- hækkunin til kaupmanna er ekki nema hluti af þeirri hækkun, sem verður á vörutegundum. Kjöt og kjötafurðir, sem voru verðlagðar 1. marz sl. hækka til dæmis ein- göngu um þá hækkun, sem verður vegna söluskatts, eða um 3,54%. Sem dæmi um hversu stór hluti söluskatturinn er orðinn af þvi sem greitt er fyrir vöruna má nefna: Verð á 15 kg dilki sem er 4177.50 eftir söluskattshækkun- ina skiptist sem hér segir. Heild- söluverð 3268,50 kr., verzlunar- álagning 301,50, 17% söluskattur 607.50 samtals 4177,50. Kjötfars, heildsöiuverð pr. kg. 163 kr„ verzlunarálagning 29,03 kr, 17% söluskattur 32,65 kr. Kaupmannasamtök islands. við Geir Þórðarsonar á fundi utanríkis- málanefndar Alþingis, er hófst kl. 14 í gær, en þar voru tillögur ríkisstjórnarinnar um umræðu- grundvöll í varnarmálunum kynntar. Bókunin er svohljóð- andi: Við teljum, að drög þau að um- ræðugrundvelli um endurskoðun á varnarsamningi Islands og Bandaríkjanna, sem ríkisstjórnin hefur samþykkt, séu allsendis ófullnægjandi og ábyrgðarlaus. 1. Fyrirkomulag það, sem gert er ráð fyrir, tryggir engan veginn öryggi íslands. Hér verða engar varnir, sem eru til viðvörunar er- lendum ríkjum, sem kynnu að sýna okkur ásælni eða beita okkur þrýstingi til að hafa áhrif á gerðir okkar. 2. Með tillögum ríkisstjórnar- innar er ekki fullnægt þeirri sjálfsögðu kröfu íslendinga, sem sjálfstæðrar þjóðar, að vita, hverj- ir fara um næsta nágrenni hennar eða jafnvel yfirráðasvæði, þ.e.a.s. hvaða umferð er í og á hafinu og í loftinu umhverfis landið og koma í veg fyrir, að yfirráðaréttur Is- lendinga sé skertur. 3. Samkvæmt tillögum ríkis- stjórnarinnar tekur ísland ekki þátt í því eftirliti og friðargæzlu- hlutverki, sem hingað til hefur verið innt af hendi á vegum Atlar.ishafsbandalagsins héðan og hefur tryggt frið í okkar hluta heims um nær 30 ára skeið frá stríðslokum. 4. Gagnrýna ber harðlega alia málsmeðferð. Ekki var kosið um varnar- og öryggismál íslands í síðustu kosn- ingum og nú sýnist ríkisstjórnin ætla að taka örlagaríkar ákvarð- anir þegar líður að lokum kjör- tímabils. En full ástæða er til að ætla, að ekki sé þingfylgi fyrir tillögum ríkisstjórnarinnar. Þá hafa 55.522 Íslendingar eða meiri- hluti þeirra, er greiddu atkvæði i síðustu alþingiskosningum beint þeirri áskorun til alþingis og ríkisstjórnar, „að standa vörð um öryggi og sjálfstæði islenzku þjóð- arinnar með því að treysta sam- starfið innan Atlantshafsbanda- lagsins, en leggja á hilluna ótima- bær áform um uppsögn varnar- samningsins við Bandaríkin og brottvísun varnarliðsins." Þá hefur lítið eða ekkert sam- ráð verið haft við Atlantshafs- bandalagið, næstu nágrannaþjóð- ir okkar eða gagnaðila, Banda- ríkjamenn, áður en gengið er frá þessum drögum að umræðu- grundvelli um endurskoðun á varnarsamningi Islands og Bandaríkjanna. Slíkt samráð er sjálfsagt, þótt Islendingar einir taki ákvörðun að lokum f sam- ræmi við sína eigin öryggishags- muni. 5. Við viljum ítreka að skoðun okkar er sú, að í varnar- og öryggismálum íslands berí eink- um að leggja áherzlu á eftirfar- andi: í fyrsta lagi, að varnarliðið sé þess megnugt á grundvellin þátt- töku okkar f Atlantshafsbanda- laginu að reka héðan flug til eftir- lits með siglingum í og á hafinu kringum landið og fylgjast með flugferðum ókunnra flugvéla um íslenzkt flugstjórnarsvæði, svo að við vitum, hverjir fara um næsta nágrenni lands okkar. í öðru lagi, að varnarliðið sé þess megnugt að veita viðnám, fyrstu varnir, einkum í þeim til- gangi að koma i veg fyrir að nokk- urn tímann verði á okkur ráðizt. i þriðja lagi, að varnarstöðin sjálf verði aðskilin annarri starf- semi á Keflavíkurflugvelli eins og ráð var fyrir gert í áætlun fyrri rikisstjórnar. Í fjórða lagi, að allir varnarliðs- menn og erlendir starfsmenn á vegum varnarliðsins og skyldulið þeirra búi á Keflavfkurflugvelli. í fimmta lagi, að sérstakt sam- starf verði tekið upp af íslands hálfu innan Atlantshafsbanda- lagsins við Noreg, Danmörku og Kanada auk Bandaríkjanna, til þess að stöðugt samráð verði haft um öryggismál í okkar næsta ná- grenni. í sjötta lagi, að Íslendingar hafi varnar- og öryggismál landsins í stöðugri endurskoðun, geri sér sjálfstæða grein fyrir nauðsynleg- um aðgerðum, hafi sjálfir frum kvæði hvaða ráðstafanir þurfi að gera á hverjum tíma og hvenær óhætt sé, að allt varnarlið hverfi á brott. Þangað til sé varnarliðið í lágmarki þess, sem óhætt er öryggis landsins vegna og þess sé gætt, að dvöl þess hafi ekki þjóð- ernisleg, félagsleg og fjárhagsleg áhrif, er skaðleg séu islenzku þjóðinni og geri hana háða varn- arliðinu á einn eða annan hátt, utan þess öryggishlutverks, sem það gegnir. í sjöunda lagi, að Íslendingar taki þátt i þeim störfum, sem unn- in eru í þágu eigin öryggis og eru ekki hernaðarlegs eðlis og jafn- framt verði landhelgisgæzla okk- ar og löggæzla efld til aukins framtíðar hlutverks. — Landhelgis- mál Framhald af bls. 1 skiptar skoðanir á málinu innan þessa hóps. Eg gaf fiskiþingi skýrslu um þetta á sinum tíma og þar kom meðal annars fram eftir- farandi: — Mikið fylgi virðist nú vera fyrir víðáttumikilli efnahagslög- sögu — allt að 200 mílum. Hefur verið giskað á að 80—90 þjóðir séu fylgjandi þeirri víðáttu lög- sögunnar. Þar sem ætlað er að 150 þjóðum verði boðin þátttaka i haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna, skortir enn nokkuð á að tilskildir tveir þriðju hlutar þátt- tökuþjóða muni greiða 200 mílun- um atkvæði. Þrátt fyrir augljóslega mikið fylgi við 200 mílna sjónarmiðið er þó ekki allt sem sýnist í því efni og eru margar skiptar skoðanir um það form sem 200 mílna aðal- reglan eigi að taka. Nefna má skoðun sumra SuðupAmeríku- ríkja, að bæði landhelgi og efna- hagslögsaga eigi að vera allt að 200 mflur. Sjónarmið islands og fleiri ríkja er að leggja aðaláherzlu á víðáttumikla efnahagslögsögu. Á hinn bóginn sé sjálfsagt að tak- marka siglingafrelsi sem minnst á annan hátt. Ísland hefur því ásamt meirihluta ríkja getað sætt sig við 12 mílna landhelgi eða jafnvel minna. i þriðja lagi má nefna hóp ríkja, sem einkum létu til sín heyra á fundi þeim sem haldinn var i Genf á síðastliðnu súmri, undir leiðsögn Ástralíu og Kanada og sem Noregur, Argentína og nokkur önnur riki lýstu fylgi við; að efnahagslögsag- an næði út fyrir 200 mílur þar sem landfræðileg og önnur náttúruleg skilyrði gerðu það æskilegt eða jafnvel nauðsynlegt. Auk þessara þriggja höfuð- flokka eru uppi ýmis sjónarmið hjá 200 mílna hópnum. Þannig hefur koijiið fram hjá Afríkuríkj- um og nokkrum öðrum tillaga um svæðaskipulag, þar sem þjóðir einstakra heimsálfa eða annarra Iandfræðilegra heilda kæmu sér saman um sérskipulag innan 200 mflna efnahagslögsögunnar. i þessum tillögum er gengið út frá því að öll ríki á viðkomandi svæði njóti ákveðinna, jafnvel sömu réttinda, hvort sem þau eiga land að sjó eða ekki. Af skiljan- legum ástæðum eru íslenzku full- trúarnir í Hafsbotnsnefndinni lítt hrifnir af þessum hugmyndum, sem gætu haft í för með sér, ef þær yrðu samþykktar, afsal rétt- inda strandríkja til fjarlægra þjóða. Þá má nefna að ýmis ríki 200 mílna hópsins ætla sér að virða svokölluð söguleg réttindi er- lendra fiskveiðiþjóða. Munu is- lendingar beita sér gegn því að slíkt fyrirkomulag verði sam- þykkt sem aðalregla. islenzka sendinefndin í hafs- botnsnefndinni hefur reynt eftir mætti að brúa bilið milli ólíkra sjónarmiða innan 200 mílna hóps- ins og jafnframt að fækka ágrein- ingsefnunum sem mest. Segja má að island hafi tekið afstöðu með 200 mílna hópnum á fundum hafsbotnsnefndarinnar. Á Alþingi hafa komið fram tillög- ur sem kveða á um einhliða yfir- lýsingu Íslands í þessu efni fyrir árslok 1974. — Lyf hækka Framhald af bls. 36 Að sögn Almars er þessi breyt- ing á verðskránni heimiluð sam- kvæmt könnun á rekstrarafkomu apóteka á árunum 1971—72 og stendur ekki í neinu sambandi við þróun verðlagsmála að undan- förnu. Hann sagði að hækkunin næmi um 11% að meðaltali og væri þá reiknað bæði með lyfjum framleiddum innanlands og inn- fluttum sérlyfjum. Innlendu lyfin hækka heldur meira en sérlyfin, þar sem þau eru yfirleitt ódýrari. Þessar hækkanir komu til fram- kvæmda hinn 18. marz sl. — 100 millj. Framhald af bls. 36 son hæstaréttarlögmaður, en verj- andi fyrir hönd Peter Strow yfir- manns flotaverzlunarinnar væri Jón E. Ragnarsson hæstaréttar- lögmaður. Sagði Þorgeir að hann vissi ekki til að einn einstakur aðili hefði farið fram á jafnháar skaðabætur frammi fyrir íslenzkum dómstóli. — Sífelld stækkun Framhald af bls. 36 sínu, ekki sízt fólks, sem býr í borgum, vaxiö mjög. Sífelld stækkun borga og þéttbýlis, ásamt auknum hraða, innisetum og ópersónulegum samskiptum manna á milli þrengir stöðugt að fólki og kallar á úrbætur. Borg þarf að hafa þá fjölbreytni í um- hverfi og sveigjanleika, að hver einstaklingur geti sinnt þar hinum ólíku athafnaþáttum sínum. Frístundir manna aukast stöðugt og þær kröfur eru því gerðar, að umhverfi borgarbúa sé á þann veg, að þeir geti sótt þang- að holiar og aðlaðandi tómstund- ir. í skipulagsmálum borgarinnar til þessa hefur megináherzla verið lögð á byggingu húsnæðis, bæði til ibúðar og atvinnustarf- semi og að byggja upp umferðar- kerfi, sem hefur verið miðað við það að skila umferð á milli borg- arhluta eins greiðlega og mögu- legt hefur verið. Það hefur rétt- lætt forgang þessara skipulags- þátta, hversu skjótlega og auð- veldlega flestir komast út úr borg- inni og til fjölbreyttra og náttúr- legrastaða.Á þessueruþóókostir. í fyrsta lagi verða ýmsir minni- hlutahópar útundan, þar eð þeir hafa ekki bíl eða önnur vélknúin tæki til umráða og eiga þannig erfitt með að komast út úr borg- inni og til þeirra staða, sem hug- urinn stendur til. Innan þessa hóps eru m.a. börn, nokkur hluti húsmæðra, eldra fólk og fólk sem á einhvern hátt stendur höllum fæti, s.s. bæklaðir, blindir, öryrkj- ar að einhverju leyti o.s.frv. 1 öðru lagi fullnægir fjölbreytileg náttúra og umhverfi utan borg- arinnar ekki daglegum þörfum fólks fyrir upplyftingu og hress- ingu. Reyndar hefur margt áunn- izt I fegrun og frágangi opinna útivistarsvæða í Reykjavík, en þó hafa möguleikar á fjölþættara umhverfi og félagslegri aðstöðu 1 því sambandi hvergi nærri verið fullnýttir. En áætlun sú, sem hér er sett fram um gerð útivistarsvæða og göngu- og hjólreiðastiga í Reykja- vík á sér einnig aðrar forsendur. Áætlunin gerir ráð fyrir aukinni aðgreiningu tveggja tegunda um- ferðar, þ.e. hraða umferðar vél- knúinna ökutækja annars vegar og gangandi og hjólandi vegfar- enda hins vegar. Með þessum hætti ætti tvennt að vinnast, ann- ars vegar ætti slysum, sérstaklega á börnum, að fækka og hins vegar ætti umferðin í heild að geta orðið greiðari. Fer þetta að sjálfsögðu eftir lagningu göngu- og hjól- reiðarstíganna og hversu almenn nýting þeirra verður. öryggis- sjónarmiðið er þannig ein af meginforsendum við gerð göngu- og hjólreiðabrauta.“ Allmiklar umræður urðu um áætlunina að lokinni framsögu- ræðu borgarstjóra og mun Mbl. sfðar gera ítarlegri grein fyrir ræðu borgarstjóra og öðrum um- ræðum um áætlunina. — Minning Elís Framhald af bls. 25 sömustu efni í sérgrein- um hans og var það orð og að sönnu að gæti Elís ekki leyst vandann væri tilgangslaust að leita annað. Svo hagur var hann í höndum sínum að snillingur mátti hann heita. Elís var ævinlega hress og glað- ur og hrókur alls fagnaðar i vina- hópi. Var það hans beztg skemmt- un að grípa í spil með vinum sínum og hélt þeim sið meðan heilsa leyfði, en mjög voru kraft- ar hans á þrotum hin síðari árin og skert heyrn háði honum mjög. EIís Ólafsson átti langan og far- sælan starfs- og ævidag. Hann var heiðvirður maður og hinn gegn- asti þegn. Góð er gömlum og þreyttum hvíldin. Blessuð sé minning hans. Vinur. — Varnarliðið Framhald af bls. 36 því að varnarliðið skuli hverfa af landi brott í áföngum. Fyrir árs- lok 1974 þ.e. fyrir næstu áramót á fjórðungur varnarliðsmanna að vera farinn eða um 800 menn. Fyrir mitt ár 1975 á helmingur að vera farinn eða 800 menn til við- bótar. Fyrir árslok 1975 eiga þrír fjórðu liðsins að vera farnir eða samtals 2400 menn og á miðju ári 1976 á síðasti hlutinn að vera horfinn af landi brott, síðustu 800 varnarliðsmennirnir. Síðan er gert ráð fyrir því í umræðugrundvellinum, að gerðar verði ráðstafanir til að fullnægja skuldbindingum islands gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Það á að gera með eftirfarandi hætti: Flugvélar á vegum Atlantshafs- bandalagsins eiga að hafa lend- ingarleyfi á Keflavfkurflugvelli vegna eftirlitsflugs á Norðurhöf- um, en skulu þó ekki hafa hér fasta bækistöð. Þar sem þýðing þessa ákvæðis þvældist mjög fyrir ráðherrunum og ekki allir á eitt sáttir lagði Ölafur Jóhannesson fram svofellda skýringu á rfkis- stjórnarfundi sl. þriðjudag, sem samþykkt var af ráðherrunum: „i ákvæði þessu er ekki miðað við, að ástandið sé óbreytt frá því sem nú er. Það er ekki gert ráð fyrir reglubundnum skiptiflugsveit- um. Um framkvæmd alla í þessu efni fer eftir nánara samkomu- lagi og er haft i huga, að hér geti að þessu leyti verið svipuð skipan og f Noregi og Danmörku, og að Ísland geti gegnt hlutverki sfnu sem hlekkur f eftirlitskerfi Nató í Norðurhöfum. Að sjálfsögðu er eigi átt við það, að flugvélar þurfi lendingarleyfi í hvert sinn.“ Þá er ætlast til þess skv. um- ræðugrundvellinu, að vegna lend- inga flugvéla af þessu tagi hafi Atlantshafsbandalagið heimild til þess að hafa á Keflavíkurflug- velli hóp tæknimanna er ekki mega vera hermenn og eiga þeir að annast eftirlit með flugvélun- um sem rétt hafa til lendingar, en ekki fastar bækistöðvar. Ætlast er til að fjöldi þessara eftirlits- manna verði samkomulagsatriði en að um takmarkaða starfsemi verði að ræða. Þegar varnarliðið er horfið af landi brott eiga Islendingar að annast löggæzlu á Keflavíkur- flugvelli skv. umræðugrund- vellinum og á að þjálfa þá sérstak- lega til þeirra starfa. Ætlast er til þess að tslendingar leggi til mannafla til að veita þjónustu þeim útlendingum, sem eiga að dveljast á flugvellinum skv. framansögðu (en þó ekki hafa þar fasta bækistöð!). Islendingar eiga að taka við rekstri radarstöðv- anna á Suðurnesjum og farþega- flug á að vera aðskilið frá lend- ingum flugvéla Nato skv. um- ræðugrundvellinum. Þetta er meginefni þess um- ræðugrundvallar sem ráðherrarn- ir hafa komið sér saman um. Hann hefur tekið miklum breyt- ingum frá upphaflegum tillögum utanríkisráðherra og allar hafa þær breytingar verið gerðar skv. kröfum Alþýðubandalagsins. Næsta skrefið er svo að Einar Ágústsson leggi þessar tillögur fyrir Bandaríkjamenn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.