Morgunblaðið - 23.03.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.03.1974, Blaðsíða 21
MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1974 21 □ SVONA BÝR ANNA PRINSESSA Hér birtast tvær af fyrstu myndunum, sem Anna prinsessa hefur leyft aö láta taka á heimili sínu í Oak Grove House í Camberley í Englandi, þar sem hún og eiginmaður hennar, Mark Phillips, búa að staðaldri, þegar skyldustörfin kalla ekki á þau til f jarlægra staða. A annarri myndinni sést borðstofan. Stóra klukkan var brúðar- gjöf til ungu hjónanna frá City of Westminster, einu borgarhverfa Lundúnarborgar, og borðið og stólarnir með græn- og gulröndóttu áklæðinu voru gjöf frá félagssamtökum í Bretlandi sem njóta einhvers konar viðurkenningar eða verndar brezku krúnunnar. A hinni myndinni sést dagstofan. Tveggja sæta sófinn er klæddur grábrúnu áklæði og stólarnir tveir eru klæddir brúnu og grábrúnu rúðóttu áklæði. Sófasettið var að sjálfsögðu gjöf til hjónanna, frá einhverjum háttsettum brezkum embættismanni, og persneska teppið á gólfinu var gjöf frá forsætisráðherra Irans, sem áður hét Persía. Utvarp Reykjavík LAUGARDAGUR 23. marz □ BJARNI OG FISKISAGAN 9 Dr. Bjarni Guðnasont alþingismaður og formaður Frjálslynda flokksins, var gest- ur á fundi samtakanna Junior Chamber Suðurnes fyrir skömmu og svaraði þar fyrir- spurnum fundarmanna. í ný- legum Suðurnesjatíðindum er ítarleg frásögn af fundinum og er upphaf frásagnarinnar af honum á þessa leið: „Bjarni hóf mál sitt á dæmi- sögu, til að skýra hvernig stjórnmálaflokkar starfa og hvað þeir vilja. 1 því tilfelli er til saga um fiskkaupmann, sagði Bjarni. Kaupmaðurinn vildi færa út kvíarnar, auka viðskipti sfn, svo hann setti skilti fyrir ofan dyrnar á búð sinni og á því stóð „Hér er seld ný skata“. Viðskiptavinur kom í búðina og verzlaði við kaupmann og sagði: Það er óþarfi fyrir þig að hafa „Hér er“ á skiltinu, því allir vita að það er hér, og hvergi annars staðar. Daginn eftir kom sami við- skiptavinurinn aftur til að verzla, og þá stóð á skiltinu „Seld ný skata“. Viðskiptavin- urinn gerði sín viðskipti og sagði síðan: Það er alveg óþarfi að hafa „Seld“ á skiltinu, því engum dettur í hug að þú gefir hana. Þriðja daginn kemur hann, og þá stóð á skiltinu „Ný skata“. Þá sagði viðskiptavinur- inn við kaupmanninn: Af hverju ertu með „Ný skata“? Attu við að þú seljir stundum gamla skötu? Fjórða daginn kemur við- skiptavinurinn og þá stóð að- eins „Skata“ á skiltinu. Þetta gengur ekki, sagði hann við kaupmanninn. Þú selur miklu meira en skötu og þar að auki er þetta svo Ijótt orð. Enn kemur viðskiptavinur- inn til kaupmanns, og þá var ekkert skilti, og þá segir hann: Hvað er þetta, maður, hefur þú ekkert skilti yfir búðinni? Hvað er þetta maður, sagði kaupmaðurinn. Hvað vilt þú hafa? Settu bara yfir búðina „Eitt- hvað fyrir alla“. Já, en ég sel bara fisk. Það skiptir engu máli, sagði viðskiptavinurinn. Það slæðast hingað inn í búðina menn, og það endar með því, að þeir fá bara skötu. Þetta er svolítið líkt og með stjórnmálaflokkana. Þeir vilja hafa yfirskriftina „Eitthvað fyrir alla“ þó þeir selji bara skötu.“ □ HJÓNABANDS- UPPGJÖRIÐ I BÓKARFORMI Þýzki leikarinn Curt JUrgens er reiðari en nokkru sinni fyrr út í eiginkonu sína, Simone hina frönsku, sem hann hefur ekki búið með í marga mánuði. Því að á meðan hann hefur haldið sig að ungu stúlkunum, Curt Jurgens og Simone — áð- ur en hún skrifaði ævi- minningar sfnar um hann! hefur hún ekki legið í leti. Hún hefur i samvinnu við þýzkan blaðamann skrifað endur- minningar sínar og koma þær innan tiðar út í bók undir nafn- inu „Villt líf mitt með Curt“. En sagt er, að Simone, sem áður fyrr var tízkusýningardama, hafi lagt mest upp úr því að lýsa villtu lífi hans. Og það mun vist ekki vera mjög leiðinlegt lesning, ef dæma má af við- brögðum Curt, er hann fékk fyrir nokkru leyfi til að lesa próförk að bókinni. Hann varð óhemjulega reiður, því að hon- um finnst hann hafa hlotið hina herfilegustu meðferð. Sagt er, að í bókinni séu alls kyns upp- ljóstranir um einkalif hans. — Simone hefur hefnt sfn á skammarlegan hátt, af því að ég sté eitt eða tvö hliðarspor i hjónabandi okkar, kannski þrjú, segir Curt. Hann hefur nú boðað málshöfðun gegn Simone og hótað, að hann muni einnig fá sér skrifara til aðstoðar við gerð sinna æviminninga. Og það leikur vist enginn vafi á þvi, hvað hann ætlar að leggja áherzluna á í þeim skrifum. En við þessu hefur Simone svar á reiðum höndum: Hún segist ekki nærri búin með allt efnið, sem hún hafi upp á að bjóða. Hjónabandsuppgjörið virðist því komið á annað svið en áður fyrr — hið bókmenntalega — og endar kannski sem fram- haldssaga! 7.00 Morgundtvarp Veðurfegnir kL 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikf ími kl. 7.20Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund bamanna kl. 845: Gísli J. Ástþíirsson heldur áfram lestri sögu sinnar ..Lsafold fer i síld“ (2). Morgunleikfimi kL 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milb atr. Morgun- kaffið kl. 10.25: Páll Heiðar Jónsson og gestir hans ræða um útvarpsdag- skrána. Auk þess sagt frá veðri og vegum. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 Óskalög sjúklinga Kristín Svein- björnsdóttir kynnir. 14.30 Iþróttir Umsjfinarmaður: Jón As- geirsson. 15.00 Lslenzkt mál Asgeir Blöndal Magnússon cand. mag. talar. 15.20 Framhaldsleikrit bama og ungl- inga: „I sporunum, þur sem grasið grær“ eftirGuðmund L. Friðfinnsson Fímmti og siðasti þáttur. Leikstjóri og sögumaður: Steindór Hjörleifsson. Per- sónur og leikendur: Jónsi ........EinarSveinn Þórðarson Stella Hrafnhildur Guðmundsdóttir Þorleifur .......Sigurður Karisson Húsfreyja .......Margrét Ölafsdóttir Guðríður ........Þórunn Sveinsdóttir Sigurjí'm ...........Jón Hjartarson Thompson ........Guðmundur Pálsson 15.45 Bamalög 16.00 Fréttir. Á skjánum Laugardagur 23. mars 1974 16.30 Jóga til heilsubótar Þáttur með kennslu i jógaæfingum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 17.00 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónarmenn Bjöm Teitsson og Björn Þorsteinsson. 17.30 Iþróttir Meðal efnis verða innlendar og eriend- ar íþróttafréttir og mynd úr ensku knattspyrnunni. Umsjónarmaður Ömar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Söngelska fjölskyldan Bandariskur söngva og gamanmynda- flokkur. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Vaka í kvöld verður Vaka á sjón- varpsdagskránni kl. 20.50. Þar verður fjallað um sýn- ingar tvær, sem nú standa yfir á Kjarvalsstöðum. Það eru sýningar þeirra Hafsteins Austmanns og Veturliða Gunnarssonar. Þá talar Guðrún Jónsdóttir arkitekt um breytingará hús- um hérlendis, og Sigurður Sverrir Pálsson og Erlendur Hans hágöfgi Kl. 20.35 verður útvarpað öðrum þætti framhalds- leikritsins „Hans hágöfgi" eft- ir Sigurð Róbertsson. Leikrit- ið er í fimm hlutum, en ara- grúi hlutverka og leikenda í leiknum er slíkur, að ekki er unnt að telja það upp hér. Leikritið fjallar um þá per- sónu, sem hefur orðið eitt 16.15 Veðurfregnir. Tlu á toppnum Örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.20 Framburðarkennsla I þýzku 17.30 Islandsmótið f körf uknattleik Magnús Þ. Þórðarson lýsir. 17.50 Frá Svíþjóð Sigmar B. Hauksson talar. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 19.00 Fréttir. Tilkjnningar. 19.25 Fréttaspegill 19.40 „Vfsa Hadrian* keisara**, smásaga eftirGuðmund Danfelsson Iðunn Guð- mundsdóttir les. 20.05 III jömsveit Georges Martins leikur létta tónlist 20.35 Framhaldsleikritið: „Hans há- göfgi“ eftir Sigurð Róbertsson Annar þáttur: Sigriður .........Ingunn Jónsdóttir, Skáldið................Jón Júliusson 1. vatnsberi Valdemar Helgason 2. vatnsberi .....Kari Guðmundsson Borgari ..........Sigurður Skúlason Gunna Nina Sveinsdótti r Hlaupastrákur .....Július Brjánsson, Trample..........Gisli Rúnar Jónsson, 1. kaupmaður Arni Tryggvason 2. kaupmaður Hákon Waage Ritarinn Þorgrimur Ei na rsson Jörundur ..........Erl ingur Gíslason Savignac.........Jón Sigurbjörnsson, Phelps Rúri k Hariadsson Lífverði r: Þórir Steingrims.Non, Bessíá Bjamar- son, Randver Þoriáksson og Sigurður Karisson. 21.15 Hljómplöturabb Þorsteinn Hann- esson bregður plötum áf(>ninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passíusálma (36) 22.25 Útvarp'sdans undirgóulok. * 20.50 Vaka Dagskrá um bókmennti r og listi r. 21.30 Regnskógurinn Fræðslumynd frá Time-Life um visý fræðirannsóknir í hitabeltisskógum Mið-Ameríkuríkisins Panama. Þýðandi og þulur Gísli Sigurkarisson. 22.00 Ast við fyrstu s.vn (The Picnic) Bandarísk bíómynd frá árinu 1955, bygð á leikriti eftirWilliam Ingé. Leikstjóri Joshua Logan. Aðalhlutverk William Holden, Kim Novak, Rosalind Russel og Qiff Robe rtson. Þýðandi Heba Júlíusdóttir. Aðalpersóna rnvndarinnar er piltur, sem kemur í stutta heimsókn til smá- bæjar, og vekur strax athygli og aðdá- un bæjarmanna —og kvenna. 23.40 Dagskrárlok Sveinsson annast kvik- myndaþáttinn. Við ræddum við Sigurð Sverri, og sagði hann, að þeir félagar ætluðu að tala um frönsku kvikmyndavik- una, sem hefst á fimmtudag- inn kemur. Þeir sýna úr tveimur þeirra mynda, sem sýndar verða á vikunni. Önnur heitir „Gamla jómfrú- in", en hin er nýjasta kvik- mynd Truffauts. Myndin heitir „Amerísk nótt" og fjall- ar hún um kvikmyndagerð, en aðalhlutverk myndarinn- ar, kvikmyndaleikstjórann, leikur Truffaut sjálfur. vinsælasta umfjöllunarefni leikritahöfunda og annarra hugverkahöfunda hérlendra, Jörund hundadagakonung. Höfundur „Hans hágöfgi" er Sigurður Róbertsson, en áður hafa verið flutt eftir hann fjögur leikrit i útvarp, „Dimmuborgir", sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu 1963 og flutt í útvarpinu árið eftir, „Vogrek", „Mold" og „Storm- urinn”, sem flutt var fyrir tveimur árum. félk í fjclmiélum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.