Morgunblaðið - 23.03.1974, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1974
Herranótt MR:
60 NEMENDUR Menntaskól-
ans í Reykjavfk leika í Herra-
nótt MR, sem að þessu sinni er
söngieikurinn Lísa í Undra-
landi eftir hinni kunnu sam-
nefndu sögu rithöfundarins
Klaus Hagerup. Söngleikurinn
fjallar þó ekki um hinn sak-
lausa ævintýraheim barnabók-
arinnar, verkið er nútímafært
og undraland nútfmans er sótt
heim með öllum sfnum auglýs-
ingum, spennu og hraða, en
persónur undralandsins halda
sér samt sem áður, hattarinn,
kötturinn, kanínan, hérinn,
skjaldbakan, drottningin, Lísa
o.fl.
Herranótt Menntaskólans f
Reykjavík hefur sýnt söngleik-
inn Lfsu í Undralandi þrisvar
sinnum í þessari viku við mjög
góðar undirtektir. — betri en
Herranótt hefur fengið f lang-
an tíma að sögn aðstandenda.
Gífurleg vinna hefur verið lögð
í uppfærslu þessa verks, æfing-
ar hafa verið í gangi dag og nótt
í rúma 2 mánuði. Pétur Einars-
son er leikstjóri og sá hann
einnig um hönnun leiktjalda.
Hann á hvað stærstan þátt f
hversu vel hefir tekizt, og má
segja, að hann hafi fengið það
mesta út úr því fólki, sem starf-
aði við Herranótt, sem mögu-
legt var.
Menntskælingar hafa tekið
tæknina í sfna þjónustu við
gerð leiktjalda. Hafa þau vakið
mikla athygli og lof flestra.
Tónlistin, sem leikin er við
hin ýmsu ljóð, sem sungin eru f
leikritinu, hefur einnig vakið
verðskuldaða athygli. Jóhann
G. Jóhannsson, sem er nemandi
í MR, útsetti lögin og æfði söng
og jeik af mikilli nákvæmni.
Fjórar skuggamynda-
sýningarvélar varpa stanzlaust
myndum á þrjá stóra sýninga-
fleti, sem gerðir eru úr tuttugu
og þremur pappastrimlum, er
hengdir eru upp f loftið, og
mynda bakgrunn leiksviðsins.
Inn i leikritið fléttast lit-
myndasýning, er sýnir þær
breytingar, er verða á Lísu
meðan hún dvelst í undralandi.
Tónlistin er tekin upp í upp-
tökusal Péturs Steingrfmsson-
ar, sem er í Hallgrímskirkju-
turni. Þar voru einnig tekin
upp ýmis hljóð, ræður
drottningar, söngur o.fl., sem
notað er i leikritinu.
Leikarahópur Herranætur.
Góðan daginn, gott fólk!
Lísa í Undra-
landi nútímans
Dansar eru samdir og æfðir
af Björgu Jónsdóttur dansara
við Þjóðleikhúsið og nemanda í
Menntaskólanum. Þau Jóhann
unnu sfðan saman að upp-
færslu söngsins og dansanna,
en 8 músatelpur fara með alað-
danshlutverkin, auk þess sem
þær syngja töluvert.
Leikmuni hefur Þóra Björk
Jónsdóttir gert, en búningar
eru að hluta fengnir á láni frá
FIOL leikhúsinu danska, en
aðrir hlutir eru gerðir af nem-
endum. Eins og áður var sagt
koma myndvörpur mikið við
sögu, og annast Gunnar Steinn
Pálsson stjórn þeirra, auk þess
sem hann tók myndirnar.
Teikningar eru gerðar af Guð-
mundi Gíslasyni, þýðingu
annaðist Sigurður Snævarr.
Þær sýningar, sem þegar
hafa verið ákveðnar eru þessar:
Föstudagskvöld 22. marz
kiukkan 20.30,
laugardagskvöld 23. marz
klukkan 23.45,
mánudagskvöld 25. marz
klukkan 20.30.
Allar sýningarnar eru í
Austurbæjarbíói og verða þær
fleiri ef aðsókn gefur tilefni til.
Miðasala er f Austurbæjarbfói
alla daga.
— á.j.
Greinargerð frá Félagi
íslenzka prentiðnaðarins
Vegna villandi frásagna af
samningaviðræðum sveinafélaga
prentiðnaðarins og vinnuveitenda
þeirra, vill Félag íslenzka prent-
iðnaðarins taka fram eftirfar-
andi:
I fréttum hefur komið fram, að
tilboð atvinnurekenda hafi verið
hafnað af viðkomandi félögum.
Það rétta er hins vegar, áð sam-
komulag, undirritað af formanni
samninganefndar Hins íslenzka
prentarafélags og formanni Fé-
lags íslenzka prentiðnaðarins, var
lagt fyrir fundi félaganna. Var
samkomulagíð fellt í báðum félög-
unum.
Með fyrrgreindu samkomulagi
var fallizt svo til að fullu á launa-
kröfur prentara. Miðað við febrú-
arkaup var algengasta hækkunin
um 31%, en að meðtalinni vísi-
töluuppbót 1. marz 39,1%. Var
hækkunin hvergi minni. Hjá
sveini á 1. ári nam hækkunin
42,55%. Hækkar kaup prentnema
einnig um þá prósentu, en auk
þess fengu þeir sérstaka hækkun
á aukavinnukaupi. Allt kaup í
prentsmiðjum hækka auk þess
um 3%,!4 1974 og aftur um 3%
1/6 1975.
Ef taxtinn er kauptaxti vélsetj-
ara við dagblöð, verður dagkaup
þeirra kr. 14.519.— á viku, eða kr.
363,— á timann í dagvinnu miðað
við 40 klst. vinnu. Hver auka-
vinnutimi greiðist með kr. 726, —,
auk orlofsfjár. (Öll vinna umfram
dagvinnu hjá prenturum er
greidd með 100% álagi i stað 40%
og 80% hjá öðrum iðnaðarmönn-
um). Dagvinnukaup samkvæmt
fyrrgreindum taxta hækkar því
um kr. 17.692, — á mánuði.
í þessu sambandi skal bent á, að
í prentiðnaðinum er vitað um veru
legar yfirgreiðslur á samnings-
kaup, eins og reyndar í öðrum
atvinnugreinum. Er umræddur
kauptaxti því e.t.v. ekki óeðlileg
viðmiðun sem almennur kaup-
taxti í prentiðnaði í dag.
Þegar litið er á það, að prentar-
ar náðu fram launakröfum sín-
um, telst það eðlileg ályktun, að
þeir hafi hafnað sínum eigin
launakröfum. Eru slík vinnu-
brögð all nýstárleg aðferð í kjara-
baráttu launþega.
Samkvæmt fyrrgreindu sam-
komulagi var líf- og örorkutrygg-
ing aukin verulega og fæðingar-
styrkur aukinn úr tvéim vikum í
þrjár vikur. Þá var einnig samið
um, að tillög til lífeyrissjóðs,
sjúkrasjóðs og orlofsheimilissjóðs
væru aukin sérstaklega með því
að reikna þau af útborguðu kaupi
i stað samningsbundins kaups áð-
ur. Einnig voru gerðar lagfæring-
ar á ýmsum atríðum samning-
anna, t.d. varðandi útborgun
launa, heilbrigðisreglur, inn-
heimtu félagsgjalda nema og
vaktavinnu.
Gert er ráð fyrir auknum launa-
greiðslum i veikindatilfellum
gegn því að niður félli ákvæði um
greiðslur veikindadaga tíl full-
frískra manna. Voru samninga-
nefndirnar sammála um nauðsyn
þess, að breytt yrði fyrri samn-
ingsákvæðum þar sem segir, að
allir prentarar skuli fá greidda 14
veikindadaga ári, hvort sem þeir
veikjast eða ekki.
Samningstíminn skyldi sam-
kvæmt samkomulaginu vera til
1. apríl 1976, eins og hjá flestum
öðrum launþegafélögum. Verður
að telja það eðlilegast, að hinir
ýmsu starfshópar innan sama fyr-
irtækis hafi sama samningstíma,
en að fyrirtækin eigi ekki yfir
höfði sér vinnustöðvun allan árs-
ins hring. Má benda á sem dæmi,
að þau fjögur félög, sem eiga
starfandi félagsmenn hjá dag-
blöðunum, gætu verið með sinn
hvern samningstímann, sem
þýddi stöðvun allra starfs-
manna, ef eitt félag gerði verk-
fall.
Orlofsfé af aukavinnu þeirra
starfsmanna, sem unnið hafa 12
ár í iðninni að meðtöldum iðn-
námsárum skyldi aukiðúr8 1/3%
í 9 1/3%. Þessir starfsmenn fá nú
27 orlofsdaga á ári, sem mun vera
það lengsta, sem þekkist í hlið-
stæðum iðngreinum.
Samkvæmt frásögnum fjöl-
miðla munu þau atriði, sem aðal-
lega ber á milli i samningaviðræð-
um prentara og prentsmiðjueig-
enda, vera aukið orlof og svo-
nefnd orlofsuppbót.
Prentarar gera kröfu um að fá
greidd 6% ofan á laun síðasta árs
sem ferðapeninga, þegar farið er f
orlof. Grafiska sveinafélagið fer
aftur á móti fram á, að sveinar
geti framvísað farseðlum og
hótelreikningum til endur-
greiðslu hjá prentsmiðjunum.
Þessum kröfum hefur Félag ís-
lenzka prentiðnaðarins algjörlega
hafnað. Orlofsuppbót opinberra
starfsmanna, sem bent hefur ver-
ið á til stuðnings kröfum þessum,
telur FÍP ekki sambærilega; enda
er orlofsuppbót rikisstarfsmanna
greiðsla 1 stað orlofsfjár af auka-
vinnu, en ekki sem viðauki við
það.
Kröfuna um talningu laugar-
daga í orlofi telja prentsmiðjueig-
endur endanlega afgreidda með
samþykkt orlofslaga nr. 87/1971.
Öllum öðrum kröfum um stytt-
ingu vinnuvikunnar hefur verið
hafnað. Raunverulegur (effektiv-
ur) dagvinnutimi i prentiðnaðin-
um er i dag kominn niður í rúm-
Iega 30 klst. á viku, þannig að
fjórði til fimmti hver greiddur
klukkutimi í dagvinnu er greidd-
ur sem frítími. Telja prentsmiðju-
eigendur ekki tímabært að stytta
dagvinnutímann frekar en orð-
ið er, við óbreyttar aðstæður.
Af þessu stutta yfirliti má sjá,
að með fyrrgreindu samkomulagi
hefðu bókagerðarmenn fullkom-
lega öðlazt þær kjarabætur, sem
hliðstæð fagfélög hafa náð og i
veigamiklum atriðum höfðu þeir
áður náð hagstæðari kjörum en
aðrir launþegar.
Reykjavík, 21. marz 1974.
Vesturlandskjördæml
Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins ! Vesturlandskjördæmi
verður haldinn I Hótel Borgarnesi, Borgarnesi sunnudaginn 31. marz
nk. kl. 1 4:00
DagskráiVenjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Vörður F.U.S.
boðar til almenns félagsfundar i litla sal Sjálfstæðishússins, þriðju-
daginn 26. marz kl. 20.30.
Fundarefni: Kynning á ungum frambjóðendum I prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins.
Eftirtaldir frambjóðendur halda stuttar ræður og svara fyrirspurn-
um:
Gunnar Sólnes,
Herbert Ólason.
Ingi Þór Jóhannsson,
Sigurður Sigurðsson,
Tómas Ingi Olrich,
Tryggvi Pálsson,
Þorbjörg Snorradóttir.
Fundarstjóri: Anders Hansen.
Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Stjórnin.
AKRANES
Sjálfstæðiskvennafélagið Bára,
heldur fund, þriðjudaginn 26.
marz kl. 8.30 i Sjálfstæðishúsinu
við Heiðarbraut. Sigurlaug Bjarna-
dóttir frá Vigur flytur erindi.
FÉLAG ÍSLENZKA
PRENTIÐNAÐARINS.