Morgunblaðið - 23.03.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1974 Prentarasamningarnir — Enn ber mikið á milli ENN ber mikið á milli í kjara- deilu Hins íslenzka prentara- félags og prentsmiðjueigenda. Siðasti samningafundur þessara aðila með sáttasemjara var hald- inn í fyrrakvöld. Hófst fundurinn kl. 20 og stóð fram yfir miðnætti, en lítið sem ekkert miðaði í sam- komulagsátt. Þórólfur Danielsson, formaður Hins íslenzka prentarafélags, sagði í samtali við Morgunblaðið í' gær, að útlitið væri ekki beint bjart, því enn bæri mikið á milli i samningunum. Sagði hann að helztu kröfur prentara, og sem enn ætti eftir að ná samkomulagi um, væru, 1. Krafa um orlofsupp- bót, 2. krafa um að hætt verði að telja laugardaga með í sumarfri- um, 3. veruleg hækkun á kaupi kvenna í prentsmiðjum, 4. að samningstíminn renni út að hausti til, 5. að hærra kaup verði greitt fyrir laugardagsvinnu í prentsmiðjum dagblaðanna en verið hefur hingað til. Um sjálfa launaprósentuna sagði Þorólfur, að prentarar hefðu reynt að gera sér grein fyrir hvernig hin ýmsu iðnaðar- félög hefðu samið, síðan stóru samningarnir voru gerðir 26. febrúar s.l. og að sjálfsögðu myndu prentarar ekki sætta sig við lakari prósentuhækkun en félögin hefðu almennt náð. Hið íslenzka prentarafélag hefur boðað verkfall frá og með n.k. miðvikudegi ef samningar hafa ekki tekizt fyrirþann tíma. Þegar við spurðum Harald Sveinsson, framkvæmdastjóra Árvakurs, um samningana sagði hann, að Félag prentiðnaðarins hefði gengið að kaupkröfum H.Í.P. „Að öðru leyti vísa ég til greinagerðar frá Félagi prent- iðnaðarins, sem birt er f Morgun- blaðinu í dag,“ sagði hann. Loðnuvertíðin brátt búin ef ekki gengur meira á miðin LOÐNUVEIÐIN sfðasta sólar- hring var ekki eins góð og verið hefur sfðustu daga. Frá því um miðnætti f fyrrinótt fram til kl. 18.00 höfðu 12 skip tilkynnt um afla samtals 2500 lestir. Flest fóru skipin til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, en nokkur fóru einnig til Þorlákshafnar og Grindavíkur. „Það er farið að dofna yfir veið- inni, og loðnuvertíðin stendur varla lengi úr þessu, nema meira magn gangi á miðin,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð- ingur þegar við ræddum við hann um borð í rannsóknarskipinu Arna Friðríkssyni í gær, og hann bætti við: „Því miður vitum við ekki um neina stórgöngu á leið- inni, en vitað er að lengi má fá einhverja loðnu fyrir sunnan og austan. Það sýndi sig bezt í fyrra. Að sjálfsögðu vona ég að okkur hafi skjátlast að þessu sinni og að meiri loðna eigi eftir að ganga á miðin, því ekki veitir af.“ Hjálmar sagði, að þeir á Árna Friðrikssyni hefðu í gær leitað á norðanverðum Breiðafirðinum að Látrabjargi, en lítið fundið af loðnu. Eftirtalin 12 skip tilkynntu um afla til Loðnunefndar frá því á miðnætti í fyrrinótt fram til kl. 18.00 í gær: Sveinn Sveinbjörns- son NK með 200 lestir, Grímsey- ingur GK 90, Bergur VE 120, Heimir SU 340, Magnús NK 220, Örn KE 280, Faxi GK 200, Skírnir AK 240, ísleifur VE 220, Hafrún ÍS 180, Þórður Jónasson EA 140 og Svanur RE 340. Hver er lagi? — LEIKRITIÐ Jón Arason eftir Matthías Jochumsson verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu n.k. miðvikudagskvöld. Verkið um Jón Arason biskup hefur aldrei verið sýnt á leiksviði fyrr en þessi ein fjöl- mennasta og viðamesta sýning þjóðleikhússins er m.a. sett upp f tilefni þjóðhátíðarársins. Mjög langan tíma hefur tekið að koma þessari sýningu uppM en 70—80 leikarar og aukaleik- arar taka þátt f sýningunni. Rúrik Haraldsson leikur sjálf- an Jón Arason biskup. Leikstjóri við Jón Arason er Gunnar Eyjólfsson og hefur Jón biskup Arason í Þjóðleikhúsinu hann einnig búið leikinn til flutnings fyrir leiksvið. Leik- myndateiknari er Sigurjón Jóhannsson, en Lárus Ingólfs- son hefur teiknað búninga. Tónlistin víð leikinn er samin af Þorkatli Sigurbjörnssyni. Matthías Jochumsson samdi leikritið skömmu fyrir síðustu aldamót einmitt um svipað leyti og hann vinnur að hinum kunnu þýðingum sinum á leik- ritum Shakespeare. Leikurinn var fyrst gefinn út á ísafirði aldamótaárið og er það all tákn- rænt að kostnaðarmaður við út- gáfuna var Skúli Thoroddsen. Matthías getur þess í formála að þessari útgáfu að hann fylgi í flestum atriðum sannsöguleg- um heimildum og segist hann styðjast við annála þeirra Björns á Skarðsá, Jóns Egils- sonar, Jóns Gizurarsonar og Ar- bækur Espólíns. I þessu sam- bandi er gaman að geta þess að Jón Sigurðsson forseti getur þess einhvers staðar í ritum sín- um að Jón Arason megi með sanni telja síðasta Islending- inn. Enda var Jón Arason sá er harðast snerist gegn yfirgangi Dana hér á landi og jafnan litið á hann sem þjóðhetju og um leið píslarvott, þar eð hann lét lífið fyrir trú sina. Helstu hlutverkin i Jóni Ara- syni eru leikin af eftirtöldum leikurum: Rúrik Haraldsson leikur titilhlutverkið, synir hans, Ari, Björn og Sigurður eru leiknir af: Hákoni Waage, Gísla Alfreðssyni og Randver Þorlákssyni. Guðbjörg Þor- bjarnar leikur Helgu konu Jóns, en Sunna Borg leikur Þorunni dóttur þeirra hjóna. Ævar Kvaran er Daði i Snógs- dal, Séra Jón, ráðsmann í Skál- holti leikur Baldvin Halldórs- son, Erlingur Gíslason er Kristján skrifari, Valur Gísia- son er Jón á Svalbarði, en Jón Aðils leikur Þorleif Grímsson á Möðruvöllum. Sigmundur Örn Amgrimsson er Marteinn Einarsson, biskup í Skálholti og margir fleiri fara með minni hlutverk í leiknum. Myndin: Jón biskup Arason ræðir við syni sína áður en þeir gengu allir til höggstokksins. Frá vinstri: Rúrik Haraldsson i hlutverki Jóns biskups, Gísli Alfreðsson í hlutverki Björns prests og Hákon Waage í hlut- verki Ara lögmanns. Ljósmynd Mbl. árni johnsen. meðaltalshækkun á verð- 5% _ 7% _ 10% - eða? Aukatónleikar Sinfóníunnar NÆSTU tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands verða í Há- skólabíói fimmtudaginn 28. marz. Það eru aukatónieikar með ungu fólki. Einleikarar með hljóm- sveitinni verða Anna Aslaug Ragnarsdóttir píanóleikari (>g Jón Heimir Sigurbjörnsson flautuleikari. Stjórnandi verður Páll P. Pálsson. MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær til nokkurra forustumanna stjórnmálaflokkanna og leitaði eftir umsögnum þeirra um um- ræðugrund völlinn í varnar- málaviðræðunum við Banda- ríkjastjórn, sem rfkisstjórnin hefur nú samþykkt. Ekki tókst að ná í Einar Agústsson utan- ríkisráðherra né Hannibai Valdimarsson, formann Sam- taka frjálslyndra og vinstri- manna, en hér fara á eftir svör þeirra Gylfa Þ. Gfslasonar og Bjarna Guðnasonar: Dr. Gylfi Þ. Gíslason, formað- ur Alþýðuflokksins, sagði: MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá Verðlags- stjóra og Kaupmannasamtök- unum, þar sem fullyrt er, að verð- lagshækkanir á mánudag n.k. verði 5,5—7% (skv. útreikn- ingum verðlagsstjóra) og 5—7% (skv. tilkynningu Kaupmanna- samtakanna). Eru þessar tilkynn- ingar birtar hér á eftir. Þess skal getið. að frétt Morgunblaðsins var byggð á upp- lýsingum frá starfsmanni Kaup mannasamtakanna eins og fram kemur í fréttinni. Vera má, að meðaltalshækkun verðlags sé ekki um 10%, heldur 7%, en við „Við héldum fund í þing- flokknum í gær strax að aflokn- um fundinum í utanríkismála- nefndinni. Ég hafði fengið leyfi til þess að skýra þingflokknum frá umræðugrundvellinum. Við urðum sammála um, að ef gert yrði samkomulag við Bandarfk- in á þeim grundvelli, þá færi því fjarri að öryggis íslendinga sjálfra yrði gætt og ekki heldur sameiginlegra öryggishags- muna ísiendinga og nágranna- þjóða þeírra. Við vorum á einu máli um, að sjónarmið þau, sem umræðugrundvöllurinn byggist á, séu önnur en þau sjónarmið sem þingsályktunartillaga okk- nánari athugun kemur í Ijós, að ómögulegt er á þessu stigi máls- ins að fullyrða endanlega um meðaltalsverðhækkunina, svo margir sem álagningarflokkarnir eru. 1 frétt Morgunblaðsins er lögð áherzla á að hækkunin er mjög mismunandi og rétt er, að endanleg meðal talshækkun iiggur ekki fyrir. Til að fá meðal- talshækkunina yrði að kanna hvern einasta álagningarflokk og taka meðaltal af öllum niðurstöð- unum. Þess má geta, að verðlags- hækkunin kemst upp fyrir 10% í sumum tilfellum og allt niður f 5% í öðrum. ar um endurskoðun varnar- samningsins miðast við. En það er sérstaklega at- hyglisvert við þennan umræðu- grundvöll, að í honum er ekki gert ráð fyrir því, að varnar- samningnum verði sagt upp, heldur að gert verði samkomu- lag á grundvelli hans. Okkur, og áreiðanlega fleirum, kemur á óvart að Alþýðubandalagsráð- herrarnir skuli hafa fallizt á slíkt. Við i þingflokki Alþýðu- flokksins erum þeirrar skoðun- ar, að því fari fjarri að sam- komulag við Bandaríkin á þess- Fréttatilkynningin frá verðlags- stjóra er svohl jóðandi: „Vegna áberandi fréttar í blaði yðar í dag um „10% hækkun verð- lags n.k. mánudag," bið ég yður aðbirta eftirfarandi leiðréttingu: Hækkun verzlunarálagningar var heimiluð með tilkynningu dagsettri 18. þ.m. Nam hækkun álagningarinnar 7% í heildsölu en 10% i smásölu. Telja má að umrædd álagningarhækkun valdi almennt 2 til 3% hækkun vöru- verðs. Hækkun söluskatts úr 13% í 17% veldur 3,54% hækkun sölu- skattsskyldrar vöru og þjónustu. um grundvelli eigi stuðning meiri hluta íslenzku þjóðarinn- ar.“ Dr. Bjarni Guðnason, formað- ur Frjálslynda flokksins, sagði, að þar eð hann ætti ekki sæti í utanríkismálanefnd Alþingis, þá hefði hann ekki séð um- ræðugrundvöllinn, og því teldi hann ekki ráðlegt að tjá sig um hann né heldur þær fregnir sem borizt hefðu um innihald hans. „Mér skilst að þessi um- ræðugrundvöllur sé stöðugt að breytast,“ sagði Bjarni Guðna- son, „og því get ég ekki tjáð mig um hann fyrr en ég sé hvernig þetta lítur út.“ Séu áhrif þessara breytinga á álagningu og söluskatti vegin saman, má telja að þau nemi al- mennt 5,5 til 7% hækkun vöru- verðs.“ Fréttatilkynningin frá Kaup- mannasamtökum Islands er svo- hljóðandi: „Vegna þeirrar miklu hreyf- ingar, sem nú er á verðlagsmálum í landinu og með tilliti til hlutar smásöluverzlunarinnar í álagn- ingu og álagningarhækkun þ.e.a.s. hækkun verðlagsákvæða skv. ákvörðun verðlagsnefndar og tilkynningu verðlagsstjóra frá 18. þessa mánaðar, vilja Kaupmanna- samtök Islands, taka fram eftir- farandi: „Þann 18. marz sl. gaf verðlags- stjóri út tilkynningu um verðlags- ákvæði. Þessi tilkynning verðlags- stjóra var breyting á tilkynningu um sama efni frá 21. desember 1972. Breytingin á verðlags- ákvæðunum var þannig, að álagn- ingarprósentan hækkaði um 10%, þannig að álagning, sem var 10% verður 11%, 20% verður 22%, 30% verða 33% o.s. frv. Þessi hækkun hefur f för með sér 2—3% hækkun á útsöluverði vara. Frá og með mánudeginum 25. marz nk. hækkar söluskattur úr 13% í 17%. Söluskattshækkun- in hefur í för með sér 3,54% hækkun á útsöluverði vara. Það skal tekið fram, að söluskattur- inn kemur einnig ofan á álagn- ingarhækkunina þannig að hækkunin á útsöluverði verður því meiri eða frá 5—7% á allar þær vörur, sem falla undir til- kynningu verðlagsstjóra. Verð á öðrum vörutegundum er ákvarðað sérstaklega, annað hvort af verðlagsnefnd (9 manna nefnd) og verðlagsnefnd land- búnaðarafurða (6 manna nefnd). Framhald ábls. 20 Gylfi Þ. Gíslason: Hafa Ab-ráðherrarnir fallið frá skilyrðum um uppsögn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.