Morgunblaðið - 23.03.1974, Blaðsíða 14
Jónas
H.
Haralz:
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1974
Horlur
í efnahagsmálum
Grein sú, sem hér fer á eftir, er að mestu samhljóða
erindi, sem Jónas H. Haralz, bankastjóri, hélt á fundi
Landsmálafélagsins Varðar hinn 19. marz kl.
inngangur
A undanförnum fimm árum
hefi ég ekki rætt ástand og horfur
efnahagsmála á opinberum vett-
vangi. Ég byst við, að flestir skilji
þá afstöðu mfna. í meira en ára-
tug hafði ég verið við stjórn efna-
hagsmála riðinn sem ráðunautur
ríkisstjórna og forstöðumaður
þeirrar stofnunar, sem á vegum
ríkisstjórnarinnar fylgdist með
þeim málum, framkvæmdi athug-
anir og gerði tillögur. Á þessum
árum höfðu að venju, og e.t.v.
framar venju, staðið óvægnar
deilur um stjórn efnahagsmála.
Mikilvægt var, að ekki værí hald-
ið áfram ófrjóum deilum um liðna
atburði, að embættismenn, og sér-
fræðingar fengju óáreittir að
sinna verkefnum sínum og af-
staða til nýrra viðhorfa væri tekin
á nýjum grundvelli.
Þegar formaður Varðar hóf
máls á þvf við mig, að ég yrði
málshefjandi í umræðum um
horfur í efnahagsmálum, var ég á
báðum áttum um það, hvort ég
ætti að breyta fyrri afstöðu. Mér
virðist að svo langt sé nú um liðið
síðan ég hætti afskiptum af stjórn
efnahagsmála, að ekki sé lengur
sama ástæða til að forðast umræð-
ur um þau og áður. Þá virðist mér
einnig, að svo alvarleg viðhorf
blasi nú við f þessum málum, að
erfitt sé fyrir þá, sem mikinn
áhuga hafa á þeim málum og mik-
ið hafa um þau fjallað að Iáta þau
með (Mlu afskiptalaus.
Ég hefi hugsað mér að fjalla um
þrjú meginatriði. í fyrsta lagi,
hvert sé það ástand í efnahags-
málum, sem nú sé ríkjandi, og
hverjar þær horfur, sem fram-
undan virðast vera. í öðru lagi,
hvar sé að leita skýringa á þeirri
framvindu efnahagsmála, sem
orðið hefur. i þrðja lagi mun ég
reyna að fjalla um þau viðbrögð,
sem hugsanleg og eðlileg virðast í
glímunni við þann vanda, sem við
er að etja.
Ég vil skjóta því að, að ég mun
sem minnst fara með tölur.
Ástæðan er annars vegar sú, að ég
hefi ekki aðstöðu umfram hvern
annan til að afla nýlegra og réttra
talna, en hins vegar sú, að þróun
efnahagsmála er í meginatriðum
svo augljós, að nákvæmar tölur
bæta litlu við almenna lýsingu.
Þar að auki gerist þróunin með
þeim hraða, að við liggur, að tölur
verði úreltar áður en útreikningi
þeirra Ijúki.
Ástand og norfur
Brezka tímaritið „The
Economist" sagði nýlega, að
ástandið í efnahagsmálum Breta
væri svo alvarlegt, að meiri hætta
væri á, að í umræðum um þau mál
væri of lítið gert úr alvörunni en
að hún væri orðum aukin. Hversu
mikill munur, sem er á efnahags-
ástandi í Bretlandi og hér á landi,
og sá munur er vissulega mikill,
held ég þó, að þetta atriði sé sam-
eiginlegt. Alvaran er sltk, að
meiri hætta er á því, að of lítið sé
úr henni gert, heldur en að hún sé
orðum aukin. 1 hverju er þessi
alvara þá fólgin? Ég vil beina
athyglinni að tvennu: hraðri verð-
bólgu og miklum og vaxandi halla
á greiðslujöfnuði við önnur lönd.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að hér á landi hefur verið
allmikil verðbólga síðan á
styrjaldarárunum, og mun meiri
verðbólga en í nágrannalöndum
okkar. Það er enn fremur alkunn-
ugt, að vcrulegur halli, stundum
mikill halli, hefur verið á
greiðsluviðskiptum okkar við
önnur lönd mikinn hluta þessa
sama tímabils. Það, sem nú hefur
gerzt, er aftur á móti það, að verð-
bólgan hefur færzt mjög i aukana.
Hún var á s.l. ári tvöfalt meiri en
hún hafði yfirleitt verið áður, og
verður í ár væntanlega þrefalt
eða jafnvel fjórfalt meiri. Jafn-
framt hefur halli á greiðsluvið-
skiptum vaxið mjög í einstöku
góðæri undanfarinna ára. Úr
þessum halla dró verulega að
nýju á s.l. ári, 1973, þegar verðlag
útflutningsafurða hækkaði
óvænt, en á þessu ári stefnir aftur
til mikils og vaxandi halla. Þessi
halli hefur, eins og kunnugt er,
verið jafnaður með miklum og
slvaxandi erlendum lántökum.
Hvaða afleiðingar má gera ráð
fyrir, að margföldun verðbólgu og
stóraukinn halli á greiðslujöfnuði
muni hafa áefnahagslíf landsins?
Fyrir þessu er satt að segja all-
erfitt að gera sér nákvæma eða
örugga grein. Hugmyndaflug er
af skornum skammti, til þess að
átta sig á þeim hlutum, sem menn
hafa ekki beina reynslu af. En
ýmislegt er þó deginum ljósara. í
fyrsta lagi, og það mun sjálfsagt
flestum finnast skipta hvað mestu
máli, mun grundvelli verða svipt
undan rekstri atvinnufyrirtækja.
Meðan verðlag erlendis fór enn
ört hækkandi, gátu þær atvinnu-
greinar, sem framleiða fyrir er-
lendan markað, staðizt öra verð-
bólguþróun. Þær atvinnugreinar,
sem framleiða fyrír innlendan
merkað urðu jafnframt aðnjót-
andi mikillar aukningar veltu
vegna aukinna tekna þjóðarinnar.
Þegar verðlag erlendis hækkar
ekki lengur, eða fer lækkandi,
eins og nú blasir við, gegnir öðru
máli. T\'eimur útflutningsgrein-
um, lagmetis- og ullariðnaði, hef-
ur nú nýlega verið heitið útflutn-
ingsbótum, þrátt fyrir mjög mikl-
ar erlendar verðhækkanir, sem
þær hafa orðið aðnjótandi. Fyrir-
sjáanlegt er, að megingreinar
sjávarútvegsins, þorskveiðar og
hraðfrysting, muni komast í sömu
aðstöðu síðar á árinu, og ekki þarf
getum að því að leiða, hvernig
horfi fyrir iðnaðar- og þjónustu-
fyrirtækjum, sem eiga í sam-
keppni á erlendum og innlendum
markaði. En, munu menn spyrja,
verður þá ekki bara gengið lækk-
að eða útflutningsbætur greiddar,
svo allt geti gengið sinn vana-
gang? Þarf hins vegar að taka það
fram, að gengislækkun hefur
mikil áhrif á innlent verðlag og
tekna þarf að afla til að greiða
útflutningsbætur, og sú tekjuöfl-
un mun væntanlega einnig hafa
áhrif á verðlagið. Hvor þessara
leiða, sem valin er, mundi því erin
magna verðbólguna, svo von bráð-
ar væri enn staðið frammí fyrir
sama vandanum. í öðru lagi hefur
ör verðbólga mikil og víðtæk
áhrif á hátterni jafnt einstaklinga
sem fyrirtækja. Einstaklingurinn
horfir á sparifé sitt renna út í
sandinn en skuldir verða að engu.
Hann leitast því við að koma eign-
um sínum í einhver þau verð-
mæti, sem verðbólgan fær ekki
grandað, fasteignir, húsgögn,
heimilistæki, bifreiðar o.s.frv.,
jafnframt því, sem hann sækist
eftir að skulda sem mest. Varð-
veizla verðmæta verður aðalatrið-
ið, en ekki þarfirnar fyrir þá
muni, sem aflað er, eða notagildi
þeirra til að fullnægja öðrum
þörfum en varðveizlunni einni. Á
hliðstæðan hátt fer um fyrir-
tækin. Heilbrigður rekstur og góð
afkoma skipta ekki lengur máli.
Það varðar öllu að komast yfir
eignir, sem hækka í verði, og afla
sem mests lánsfjár í því skyni. En
er þetta einhver nýjung, munu
menn spyrja. Hefur ekki verð-
bólga undanfarinna þriggja ára-
tuga haft einmitt þessi áhrif? Jú,
rétt er það, en aðeins að vissu
marki. Verðbólgan hefur, þrátt
fyrir allt, ekki verið meiri en svo,
og almennir vextir hafa verið það
háir, að sparnaður hefur haldizt
uppi og rekstur alls þorra fyrir-
tækja hefur verið heilbrigður. En
hvernig er unnt að gera ráð fyrir,
að þetta geti haldið áfram, ef
verðbólga verður þrisvar eða fjór-
um sinnum meiri en menn hafa
vanizt. I þriðja lagi. Ör verðbo'Iga
og mikill halli á greiðslujöfnuði
grafa fljótlega undan lánstrausti
landsins erlendis. Við Islendingar
búum f víðáttumiklu landi, þar
sem margt er ógert. Við þurfum á
erlendu fjármagni að halda að
vissu marki á næstu áratugum til
þess að ráða við þessi verkefni.
Þess vegna er eðlilegt, að nokkur
halli sé á greiðsluviðskiptum okk-
ar við önnur lönd, en sá halli
verður að vera innan hóflegra
marka, ef það lánstraust, sem
byggt hefur verið upp með ærinni
fyrirhöfn, á að geta haldizt.
í stuttu máli sagt fæ ég ekki
séð, hvernig nokkurn vegin
heilbrigður rekstur atvinnuveg-
anna og full atvinna eiga að geta
haldizt samfara verðbólgu, sem er
þrisvar til fjórum sinnum meiri
en við höfum áður átt að venjast.
Eg fæ heldur ekki séð, hvernig
hagvöxtur og eðlilegar framfarir
geta orðið við slíkar aðstæður.
Sannleikurinn er sá, að þess
munu engin dæmi í veröldinni, að
nokkurt efnahagskerfi hafi stað-
izt slíka verðbólgu, nema á
styrjaldartímum, þegar strangur
agi hefur ríkt í öllum greinum.
Almenn upplausn og hnignun
hefur ætið fylgt slíkri verðbólgu,
og sú upplausn og hnignun hefur
að sjálfsögðu ekki náð til efna-
hagslífsins eins.
Orsaklr
verðbðlgunnar
Við skulum þá víkja að öðrum
þætti þessa máls. Hvernig gat það
gerzt, að verðbólga og greiðslu-
halli ykjust svo mikið og snöggt
sem raun ber vitni? í umræðum
um þessi mál hefur það verið látið
í veðri vaka, að aðalskýringin á
þessu væri vöxtur verðbólgu er-
lendis. Það er rétt, að mikil aukn-
ing hefur orðið á verðbólgu er-
lendis undanfarin ár og verð-
hækkanir, i sumum tilvikum all-
miklar verðhækkanir, hafa af
þeim sökum orðið á þeim vörum,
sem fluttar eru til landsins. Þó
heyrir það enn til undantekninga,
að verðbólga erlendis sé yfir 10%
á ári, þ.e.a.s. meiri en hún var hér
á landi áður fyrr. Bein áhrif verð-
hækkana á innfluttum vörum
nam á árunum 1972 og 1973 að-
eins frá einum fimmta til eins
fjórða af heildarhækkun verðlags
hér á landi. Auðséð er þvi, að
þarna er skýringuna á verðbólg-
unni hér á landi ekki að finna
nema að tiltölulega litlu leyti.
Hitt skiptir svo verulegu máli, að
óvenjulegar verðhækkanir á út-
fluttum vörum höfðu mikil
þensluáhrif hér innanlands og
gerðu útflutningsatvinnuvegun-
um um skeið fært að standa undir
mikilli hækkun innlends tilkostn-
aðar. Gegn þessum áhrifum
erlendis frá á efnahagslegt jafn-
vægi hér innanlands áttum við
hins vegar vopn, sem unnt var að
beita, en var ekki beitt, nema í
litlum mæli. Þá er komið að
kjarna málsins. Meginskýringin á
mikilli verðbólguþróun hér á
landi á undanförnum árum er sú,
að lítið sem ekkert hefur verið að
gert til þess að hamla gegn slikri
þróun, og að í þessu efni varð
mikil breyting fyrir nokkrum ár-
um síðan.
Það hefur oft verið sagt á und-
anförnum árum og áratugum, að
engin íslenzk ríkisstjórn hafi get-
að ráðið við verðbólguna. Að mín-
um dómi eru þessi ummæli og
önnum þeim lík byggð á misskiln-
ingi. Hafi þetta ekki verið Ijóst
áður, þá ætti það a.m.k. að vera
ljóst nú að fenginni reynslu und-
anfarinna ára. Sannleikurinn er
sá, að þær margvíslegu ráðstaf-
anir, sem sí og æ hafa verið gerð-
ar gegn verðbólgunni á undan-
förnum áratugum báru verulegan
árangur. Þær hægðu mjög á verð-
bólgunni annað slagið, stöðvuðu
jafnvel gang hennar um skeið.
Það var þessi sifellda barátta, sem
allar ríkisstjórnir háðu hver með
sínum hætti, fram í byrjun þessa
áratugar, sem gerði það að verk-
um, að verðbólgan varð þó ekki
meiri en um 10% árlega að meðal-
tali. Ekki skipti það heldur minna
máli, að margs konar ráðstafanir
voru gerðar til þess að unnt væri
að halda uppi fullri atvinnu og
reka atvinnulífið með eðlilegum