Morgunblaðið - 23.03.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.03.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. MARZ 1974 Fa J T Ití l. t l.l li. A V 'AIÆR" ® 22-0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 LOFTLEIÐIfí , tel. 14444*25555 V/M//M BÍLALEIGA car rental (Hverfisgötu 18 SENDUM 86060 /pt BÍLALEIGAN 'íSIEYSIR CAR RENTAL 24460 í HVERJUM BÍL PIONŒŒR ÚTVARPOG STEREO KASSETTUTÆKI ISl SKODA EYÐIR MINNA. Shodh uieait AUÐBREKKU 44-46. SlMI 42600. FERÐABILAR HF. Bílaleiga — Sími 81260 Fimm manna Citroen G.S. station. Fimm manna Citroen G.S. 8 — 22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bílstjór- um). BókhaldsaðstoÖ með tékka- færslum BÚNAÐAR- BANKINN VARIÐ LAND Undirskriftalistum Varins lands var komið til forsætisráS- herra og forseta sameinaðs alþingis í fyrradag. Þar meö fengu þingmenn og ríkisstjórn- in skilaboö frá yfir 55000 manns, sem tjáðu sig um þaö með ótvíræðum hætti, að öryggi landsins á að vera tryggt. Engan mann óraði fyrir, að slíkur fjöldi manns myndi skrifa undir listana á svo skömmum tíma og um það leyti árs, þegar samgöngur eru erfið- ar í landinu. Þjóðviljinn hefur haldið því stíft fram, að beitt hafi verið yfirvalds-og atvinnu- rekendakúgun til þess að fá fólk til að skrifa undir Iistana. Auðvitað er siík fyllyrðing út í hött og fáránlegt, þegar verið er að bera þessar undirskriftir saman við opinberar kosningar á þrengingartímum þjóðar- innar, þegar allur fjöldinn átti alltsitt undirörfáum gerræðis- fullum einstaklingum. Ef „yfir- mannakúgunarkenning" Þjóð- viljans er rótt, þá er augljóst, að sá ágæti maður Jónas Kristjánsson hefur pínt starfs- menn Árnastofnunnar til að skrifa undir 39 manna plaggið og Guðmundur Arnlaugsson rektor neytt kennara sína til að skrifa undir sams konar plagg, sem kom fram undir nafni Hamrahlíðarskólans. En allir skynsamir menn vita, að ekkert slikt hefur gerzt. Eina tilraunin, sem gerð hefur verið til að kúga fólk í sambandi við þessa undir- skriftasöfnun, er komin úr st jórnarherbúðunum. Þjóð- viljinn lét landráðastimpilinn dynja á mönnum dag eftir dag, kallaði þá, sem undirskrifuðu, landnfðinga og landsölumenn og svo frv. Og Eysteinn Jóns- synitókstmeð he+kjum að pína fram samþykki í framkvæmda- stjórn Framsóknar um að skora á fólk að skrifa ekki undir lista Varins lands, því að slíkt „myndi veikja samningaað- stöðu okkar.“ 1 Ijósi þessara tilrauna til að fæla fólk frá söfnuninni er hinn glæsilegi árangur enn merkilegri. Auð- vitað er Ijóst, að ekki náðist til nærri allra, sem undir vildu skrifa, og margir, sem fylgjandi eru áframhaldandi tryggum vörnum landsins, skrifuðu ekki undir af ýmsum ástæðum. Sumir almennt á móti undirskriftum, sumum fannst yfirskrift skjalanna ekki nógu harðorð og ákveðin o.s.frv. Og ekki má gleyma því, að flokkshollir framsóknar- menn, sem einlæglega eru f.vlgjandi þeim málstað, sem Varið land barðist fyrir, veigruðu sér við að ganga á móti óskum framkvæmda- stjórnarinnar f málinu, en auð- vitað myndi öðru máli gegna um þá í almennum kosningum. Undirskriftasöfnunin er þvf stórkostlega glæsileg og full- víst er, að miklu meiri fjöldi er fyigjandi þvf, að landið verði áfram varið og ekki verði glannalega að verki staðið við endurskoðun varnarsamnings- ins, eins og nú virðist eiga að gera til þess að friðmælast við kommúnista. Urslitin í stúdenta- kosningunum Úrslitin f stúdentakosningun- um hafa vakið mikla athygli. Með kosningunum breyttu Vökumenn stöðu sinni svo, að þeir eiga nú 12 menn af 28 í Stúdentaráði, en áttu 9 af 28 áður. I samtali við Mbl. í gær hafði Kjartan Gunnarsson, 1. maður á lista Vöku, þetta að segja um kosningarnar: „Persónulega er ég ekki ánægður með úrslitin, vegna þess, að ég tel að frammistaða þessa stúdentaráðsmeirihluta hafi á s.l. tveimur árum verið með þeim hætti, að ekki hafi verið ástæða fyrir stúdenta til að treysta forsjá þeirra áfram í baráttu fyrir hagsmunamálum stúdenta og Háskólans. Skýring mfn á þessu er sú, að forystu- menn vinstri aflanna í skólan- um sáu fram á það, að þeim er ekki lengur stætt á að bjóða fram undir nafni Verðandi. Þvf komu þeir fram með bræðings- lista þar sem f efstu sætunum eru bæði mjög róttækir vinstri menn og hægfara framsóknar- menn. Það er þó langt frá því, að mikil samstaða og einnig sé í þessu liði. Má þar nefna, að útstrikanir á lista vinstri manna höfðu því nær breytt röð. 1. 4. og 7. manns um eitt sæti niður á við.“ Messur á morgun Dómkirkjan Messa kl. 11.00. Séra Þórir Step- hensen Föstumessa kl. 2.00. Lit- anian sungin. Passiusálmar. Séra Óskar J. Þorláksson. Barnaguðs- þjónusta kl. 10.30. i Vesturbæjar- skólanum v/Ölsugötu. Pétur Þór- arinsson stud. theol. talar við börn- in. Séra Óskar J. Þorláksson. Laugarneskirkja Messa kl. 2.00. Dagur eldra fólks- ins Lftir messu býður kvenfélagið þvi til skemmtunar og kaffidrykkju i Laúgarnesskólanum Barnáguðs- þjónusta kl. 10.30. Séra Garðar Svavarsson. Fríkirkjan Reykjavik Barnasamkoma kl. 10.30 Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2.00. Séra Þorsteinn Björnsson. Dómkirkja Krists konungs 1 Landakoti Lágmessa kl. 8.30 f.h. Hámessa kl. 10.30 f .h. Lágmessa kl. 2.00 e.h. Ásprestakall Kirkjudagur: Messa i Neskirkju kl. 2.00. Kristinn Hallsson syngur. Kaffisala Kvenfélags Ásprestakalls að Hótel Sögu, Súlnasal, kl. 3.00. Séra Grimur Grimsson. Neskirkja Barnaguðsþjónuta kl. 10.30. Séra Jóhann S. Hliðar. Guðsþjónusta kl. 2 00 Séra Grímur Grimsson Langholtsprestakall Barnasamkoma kl 10.30. Séra Árelius Nielsson Guðsþjónusta kl 2.00. Ræðuefni: „Að eiga ekkert nema guðsblessun í pottinn." Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Óska- stundin kl. 4.00 Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Hallgrimskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 10.00. Guð- fræðistúdentar. Messa kl. 11.00. Ræðuefni: Matur og mannlif. Dr. Jakob Jónsson. Grénsásprestakall Barnasamkoma kl. 10.30 Guðs- þjónusta kl. 2.00. Altarisganga. Séra Halldórs S Gröndal. Bústaðakirkja Barnasamkoma kl. 10.30. Guðs- þjónusta kl. 2.00. Aðalsafnaðar- fundur eftir messu. Séra Ólafur Skúlason. Háteigskirkja Lesmessa kl. 9.30. Barnasamkoma kl. 1 0.30. Séra Arngrimur Jónsson Messa kl. 2 00. Séra Jón Þorvarðs- son. Kársnesprestakall Barnasamkoma í Kársnesskóla kl. 11.00. Guðsþjónusta i Kópavogs- kirkju kl . 1 1.00. Séra Árni Pálsson. Digranesprestakall Barnasamkoma í Víghólaskóla kl. 11.00. Guðsþjónusta i Kópavogs- kirkju kl. 2.00. Séra Þorbergur Kristjánsson. Fríkirkjan Hafnarfirði Guðsþjónusta kl. 2.00. Ferming. Guðmundur Óskar Ólafsson. Garðakirkja Barnasamkoma i skólasalnum kl 1 1 00. Messa kl. 2.00. Aðalsafnað- arfundur að Garðakoti að messu lokinni. Bragi Friðriksson Hvalsneskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 1 1.00. Séra Guðmundur Guðmundsson. Útskálakirkja Messa kl. 2.00 Séra Guðmundur G uðmundsson. Sunnudagaskóli kristniboðsfélaganna er i Álftamýrarskóla kl. 10.30. Öll börn eru velkomin. Fíladelfía Reykjavik Safnaðarguðsþjónusta kl. 14 00. Almenn guðsþjónusta kl 20.00. Finar Gíslason. Kirkja óháða safnaðarins Messa kl. 1 1 árdegis (athugið óeðlilegan messutima) Séra Emil Björnsson spurt ogsvarað I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI □ KLIPPT tJR KVIKMYND? Kristján Zóphanfasson spyr forstjóra Austurbæjarbiós: Bíógestir í Austurbæjarbíói hafa rætt um þann möguleika, að kvikmyndin fræga, Clock- work Orange, hafi verið klippt. Sé svo, langar mig að spyrja hver það sé, sem gefur fyrir- mæli um slíkt og hvers vegna. Arni Kristjánsson, forstjóri AuSturbæjarbíós, svarar: Ekkert var klippt úr mynd- inni hér á landi og mér þykir ótrúlegt, að það hafi verið gert erlendis áður en hún kom hingað, því að þegar eintakið kom hingað var það mælt upp í textagerðinni og þá reyndist ekki vanta neitt á lengdina frá því sem gefið var upp. Q Vegvísar viö Þrengslaveg í Svínahrauni Heiðar Reykdalsson, Rauða- læk 12, Reykjavík, spyr: Hvernig stendur á því, að vegvísar á Suðurlandsveginum, þar sem leiðir skiptast til Hveragerðis og Þorlákshafnar, gefa rangar upplýsingar. T.d. þegar ekið er austur til Þorláks- hafnar, er merkt beygja til hægri, en til Hveragerðis beint áfram. Þarna er enginn vegur til hægri en beygt er til vinstri þegar fara á til Hveragerðis, en ekið beint áfram til Þorláks- hafnar. Sama er að segja um hina tvo vegvísana. Þegar ekið er að austan frá Hveragerði og Þorlákshöfn til Reykjavíkur, gefa þeir einnig alrangar vís- bendingar. Arnkell Einarsson, vegaeftir- litsmaður hjá Vegagerð ríkis- ins, svarar: Þegar gengið var frá gatna- mótum Suðurlandsvegar og Þrengslavegar í Svínahrauni upphaflega, var þverbeygt til hægri út á Þrengslaveginn, þeg- ar ekið var áleiðis til Þorláks hafnar. Þegar varanlegt slitlag var lagt á veginn, var ekki reikn að með því, að Þrengslavegur tengdist beinni tengingu við Suðurlandsveginn, eins og nú er, og má raunar búast við því, að breyting verði gerð á vega- mótunum á ný, þannig að aftur verði beygt til hægri út á Þrengslaveginn. Hins vegar þykir beygjan á Suðurlandsveg- inum sjálfum ekki það kröpp, að ástæða sé til að láta Hvera- gerðisörina á skiltinu vísa til vinstri. BRIDGEFÉLAG KVENNA: Parakeppni félagsins stendur nú yfir, og taka 40 pör þátt i henni. Eftir 1. umferð eru eftir- talin pör efst: Halla Bergþórsd. — Jón Arason 144 Aðalheiður Magnúsd. — Brandur Brynjólfss. 140 Ingibjörg Halldórsd. — Sigvaldi Þorsteinss. 134 Ólafía Jónsdóttir — Örn Arnþórss. 134 Rósa ivars — Agnar Ivars 128 Sigriður Pálsdóttir — Jóhann Jóhannss. 128 Margrét Ásgeirsd. — Vilhjálmur Aðalsteinss. 127 Gunnþórunn Erlingsd. — Þorarinn Sigþórss. 127 Sigrún Pétursdóttir — Magnús Sigurjónss. 126 Esther Jakobsdóttir — Þorfinnur Karlsson 125 Meðalskor: 108 atig. — O — O — 0 — 0 — o — Ellefu umferðum er nú lokið í meistarakeppni Bridgefélags Reykjavíkur og hefur sveit Guðmundar Péturssonar tekið forystuna með því að vinna sveit Þo'ris Sigurðssonar í síð- ustu umferð. Röð og stig efstu sveitanna er nú þessi: Sveit Guðmundar Péturss. 173 Hjalta Elíassonar 166 Harðar Arnþórss. 164 Gylfa Baldurss. .* 160 Þóris Sigurðss. 158 Braga Jónssonar 133 Helga Jóhannss. 104 Sigurðar Sverriss. 93 Næsta umferð verður spiluð miðvikudaginn 3. april í Domus Medica og spila þá saman m.a. sveitir Braga og Guðmundar. — o — o — o — o — Firmakeppni Bridgefélags Selfoss er nýlokið og urðu úr- slit þessi: 1. Verzl. Magnúsar Magnúss. h/f. (Sigurður Sighvatss.) 113 2. Mjólkurbú Flóamanna (Krístmann Guðmundss. 113 3. Fossnesti (Vilhjálmur Þ. Pálss.) 109 4. Málun s/f. (Kristján Jónsson) 108 5. Verzlunin Lindin (Vilhjálmur Þ. Pálss.) 10) 6. Skúli Agústsson h/f. (Vilhjálmur Þ. Pálss.) lOf 7. Jón Péturss. verkst. (Már Ingólfss.) 104 8—9. Hótel Selfoss (Höskuldur Sigurgeirss.) 102 8—9. Radíó og Sjónvarpss. s/f. (Kristján Jónsson ) 102 10—11. Sérleyfisbílar Selfoss (Oddur Einarsson) 101 10—11. Hagtrygging h/f. (Halldór Magnúss.) 101 12. Prentsm. Suðurlands (Sigurður Sighvatss.) 99 13. Brunabótafélag íslands 98 14. Trésm. Þorsteins og Árna h/f. 98 Bridgefélagið þakkar öllum fyrirtækjum fyrir veittan stuðning. Alls tóku 48 fyrirtæki þátt í keppninni. A. G. R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.