Morgunblaðið - 23.03.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.03.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23, MARZ 1974 17 Samkomulag um friðun Eystrasalts Ráðgjafi Goldwaters sendiherra 1 Svíþjóð Helsinki, 22. marz NTB. FULLTRÚAR þeirra sjö rfkja, sem eiga iönd að Eystrasalti Handtökur Madrid, 22. marz NTB SPÁNSKA lögreglan hefur hand- tekið 32 menn í tveimur hópum, sem eru grunaðir um byltingar- starfsemi, að því er sagt var frá i dag. í Barcelona var send út frétt um handtöku 22ja manna, sem sagt var, að væru félagar í stjórn- leysingjasamtökum i Katalóniu og hefðu þessir menn staðið að fjölmörgum sprengjutilræðum nú upp á siðkastið. Hinir tíu voru handteknir i Valencia eftir mót- mælaaðgerðir í háskólanum þar á dögunum. Eru þeir sagðir komm- únistar. undirrituðu í dag samkomulag í Helsinki, þar sem kveðið er á um friðun Eystrasalts. Er þessi samn- ingur fyrsti sinnar tegundar. Utanrikisráðherra Finnlands Jermu Laine sagði í lok fundarins að þau viðhorf til umhverfismála sem ríktu, stefndu beinlínis að því að gera lífið betra og heiminn byggilegri. Hann benti á að ríkis- stjórnirnar yrðu að taka tillit til þeirra þegar ákvörðun væri tekin og að samkomulagið sýndi að ríkin, sem ættu lönd þarna að þekktu þá ábyrgð, sem á þeim hvíldi og skildu nauðsyn þess að vernda þetta hafsvæði. I samn- ingnum er kveðið á um að sérstök nefnd verði sett á laggirnar með aðalbækistöðvar í Helsinki og fylgist hún með framkvæmd sam- komulagsins. Á stultum frá París til Brussel □ Þessi hópur er lagður af stað frá París til Briissel og fer á stultum. Ferðin tekur tíu daga. Hópurinn er frá Suð- vestur-Frakklandi og ætlar að sækja ferða- málaþing í Briissel. Hann sést hér á Champs Elysées í París. Washington, 22. marz. AP.NTt HUBERT Humphrey, fyn verandi varaforseti, fagnaði í dag þeirri ákvörðun Nixons forseta, að skipa sendi- herra í Stokkhólmi eftir eins og hálfs árs hlé, en kvaðst ekki vera ánægður með valið á sendi- herranum, Robert Strausz-Hupe. Humphrey hét þó að berjast fyrir því i utanríkismálanefnd- inni að skipun Stausz-Hupes yrði samþykkt. Hann var á sínum tíma ráðunautur Barry Goldwaters öldungadeildarmanns i utanríkis- málum. Talsmenn utanríkisnefndarinn- ar leggja áherzlu á að skoðanir Strausz-Hupes hafi orðið talsvert hófsamri á síðari árum, en skípun hans mælist þó misjafnlega vel fyrir. Sumir stjórnmálafréttarit- arar teija að val hans eigi að gefa Svíum vissa bendingu. Fyrir fimm árum tilnefndi Nixon hann sendiherra í Mar- okkó, en dró tilnefninguna til baka þegar formaður utanrikis- nefndarinnar, J. W. Fulbright, lýsti yfir þvi að nefndin gæti ekki samþykkt skipun diplomats með jafnihaldssamar skoðanir í stöð- una. Seinna var þó samþykkt til- nefning Strausz-Hupe i stöðu sendiherra i Sri Lanka. Nixon kallaði heim sendiherra Bandaríkjanna í Stokkhólmi á sínum tíma vegna harðrar gagn- rýni Olofs Palme forsætisráð- herra á stríðsrekstur Bandaríkj- anna í Víetnam. Evtusjenko: Viðbrögð yfirvalda voru ruddaleg Torino, NTB. SOVÉZKI rithöfundurinn Evgeny Evtusjenko hefur lýst þvf yfir, að viðbrögð yfirvalda vegna stuðnings hans við Alex- ander Solzhenitsyn hafi verið ruddaleg. Lýsti Evtusjenko þessu vfir í bréfi til blaðsins „Demokratic Dimension" í Tor- ino. Hann kvaðst hafa sent sím- skeyti til Brezhnevs flokksleið- toga til að mótmæla brottvísun Solzhenitsyns og stjórnvöld hefðu brugðizt þannig við að banna Ijóðakvöld, þar sem Evtusjenko átti að lesa upp Ijóð sfn. Evtusjenko segir í bréfinu, að hann sé ekki sammála Solz henitsyn í öllu, en hversu mik- il sem misfök hans kunni að vera, sé algerlega fáránlegt að lfkja þeim við glæpina, sem framdir voru á blóðferli Stalíns. „Borgarar okkar eiga skilið, að við þá sé taiað á ær- legan hátt, bæði um fortíð og nútíð,“ sagði skáldið í ofan- greindu bréfi. Björg sýnir um páskana Nemendur í yngri deild Tónlistarskólans TONLEIKAR YNGRI DEILDAR SKÓLANS Á laugardaginn 23. marz verða haldnir hinir árlegu tónleikar yngri deildar Tónlistarskóla Reykjavíkur. Á tónleikunum koma fram um 16 nemendur á aldrinum frá 11 ára til 15 ára. A efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Mozart, Grieg, Kabalevský, Turina, Bartók, Hándel, Haydn, Kreisler og fl. Tónleikarnir hefj- ast kl. 2.30 r Austurbæjarbfói. Velunnarar skólans eru velkomn- ir meðan húsrúm leyfir. Jóhannesarpassía Bachs flutt í dymbilvikunni Listavika Menntaskólans á ísafirði BJÖRG Þorsteinsdóttir opnar málverkasýningu f Norræna hús- inu þriðjudaginn 9. aprfl, en sýn- ingin mun verða opin kl. 14—22 daglega fram til 16. apríl. A sýn- ingunni verða um 30 málverk og teikningar og sum verkin æði stór um sig. Óli eru málverkin máluð frá 1972 og fram á þennan dag. Björg Þorsteinsdóttir er nýkom- in heim frá Frakklandi, þar sem hún var styrkþegi frönsku ríkis- stjórnarinnar á árunum 1972 og 1973 til náms i grafik og málara- list. Efna styrkþegar árlega til sýningar í París, sem Björg tók þátt í bæði árin og hlaut árið 1972 2. verðlaun fyrir grafik. Áður hafði hún hlotið þar i borg viður- kenningu á grafiksýningu. Björg stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann í Reykja- vík og Myndlista- og handíðaskóla íslands, þaðan sem hún lauk teiknikennaraprófi 1964. Eftir það var hún við Listaakademfuna i Stuttgart, í Atelier 17 í Paris og vrð Beaux Arts skólann í París. Þaðan kom hún heim í ágústmán- uði sl. Björg efndi til einkasýningar á grafik í Unuhúsi 1971 og hefur tekið þátt í mörgum alþjóðlegum grafiksýningum á Norðurlöndum. Þýzkalandi, Frakklandi. Júgó- slavíu, Spáni, ítalíu, Bandarikj- unum og Ástralíu. Einnig tók hún þátt i teiknisýningu í Moderne- safninu í Rijeka í Júgóslaviu. Borðtennismót EINS og undanfarin ár gengst Æskulýðsráð Reykjavíkur fyrir borðtennismóti skólanemenda á gagnfræðastigi, þ.e. úr þeim skól- um, þar sem tómstundahópar starfa í þessari íþróttagrein. Keppnin fer fram f Laugardals- höllinni laugardaginn 23. mars og hefst kl. 13,30. Fyrirkomulagið er einmenningskeppni, en hver skóli sendir fjögurra manna sveit auk tveggja varamanna. Síðastliðið ár bar sveit Hagaskóla sigur úr být- um, en þá tóku 10 skólar þátt f mótinu. 3»JINNLENT Flóamarkaður VESTFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík heldur flóamarkað í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu laugardaginn 30. marz kl. 14.00. Stjórn og skemmtinefnd tekur á móti gjöfum frá Vestfirðingum og öðrum velunnurum. Allur ágóði rennur til Vestfjarða. 1 DYMBILVIKUNNI flytur Pólý- fónkórinn Jóhannesarpassfu J.S. Baeh. Asamt kórnum taka sjö ein- söngvarar og þrjátfu manna kammerhljómsveit þátt í þessum flutningi, en stjórnandinn er Ingólfur Guðbrandsson. Verkið verður flutt í Háskólabíói á skfr- dag og föstudaginn langa, en verði uppselt í bæði þessi skipti hefur komið til álita, að passfan verði flutt þriðja sinni laugardag- inn fyrir páska. Einsöngvararnir verða Michael Goldthorpe, Sigurður Björnsson, Malcolm King, Halldór Vilhelms- son, Ingimar Sigurðsson, Elísabet Erlingsdóttir og Ruth Little Magnússon. Alls taka um 140 manns þátt i flutningi Jóhannesarpassiunnar, þar af 30 manna kammerhljóm- sveit, eins og fyrr segir, en kon- sértmeistari verður Rut Ingólfs- dóttir. Þetta er í fyrsta sinn, sem Jóhannesarpassian er flutt óstytt hér á landi, en hún er fyrst í röðinni hinna stóru kórverka Bachs. Isafirði, 22. rz. □ Skólafélag Menntaskólans á ísafirði mun gangast fyrir menn- ingarhátfð dagana 25.—31. marz, þar sem á hverjum degi verður boðið upp á dagskrá tengda bók- menntum og listum. Hátíð þessi hefur hlotið nafnið „sólrisuhátið" með skírskotun til nærveru vors- ins. Nemendur menntaskólans vilja á þennan hátt auka tengsl sín við bæjarbúa og leggja fram sinn skerf til að lffga upp á bæjarlífið. Segja má, að fyrsti vísir að slíku hafi verið svonefnt listakvöld, sem skólafélagið stóð fyrir á sl. vetri og þótti takast mjög vel. Nú vilja nemendur hafa dagskrána fjölbreyttari, þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Af efnisatriðum hátiðarinnar má nefna dagskrá um leikrita- skáldið Bertold Brecht, jasssam- komu, skáldavöku, fjölbreytta tónlistardagskrá, sýningar brúðu- leikhúss og tvær úrvals kvik- myndir. Meðal aðkomulistafólks, sem sækir hátiðina, verða: Guðrún Á. Símonar, Jökull Jakobsson, Þorsteinn frá Hamri, Megas og gítarleikararnir Arnald- ur Arnaldsson og Jön ívarsson. Meðal ísfirzkra listamanna etu Jónas Tómasson og Jakob Hall- grímsson, að ógleymdum liðs- mönnum skólakórsins og nýstofn- aðar jasshljómsveitar. Öll atriðin fara fram i Alþýðu- húsinu, nema sýningar brúðuíeik- hússins, sem verða í Sjálfstæðis- húsinu. Akveðið er að semja dreifibréf með nákvæmri dag- skrártilhögun og verður það borið i hús á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.