Morgunblaðið - 16.05.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.05.1974, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAl 1974 Fa JJ HÍ L.41.HIUA X 'AiAjm LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTALi fHverfisgöIu 18 SENDUM 0 27060 /í5bílaleigan V&IEYSIR CAR RENTAL *24460 í HVERJUM BÍL PIONIEGJT ÚTVARPOG STEREO KASSETTUTÆKI HOPFERÐABILAR Til leigu I lengri og skemmri ferðir 8 — 50 far- þega bílar Kjartan Ingimarsson Simi 86155 og 32716 Afgreiðsla B.S.Í Simi 22300 FERÐABÍLAR HF. Bílaleiga — Sími 81260 Fimm manna Citroen G. S. station. Fimm manna Citroen G. S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bílstjór- um) Var mest seldi japanski bíllinn á íslandi 1 973. Innri aðstæðurnar Ríkisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar hefur nú setið aö völdum f 3 ár. Hún tók við góðu búi á árinu 1971. Þá hafði tekizt að •étta þjóðarskútuna af eftir ?rfiðleikaárin 1967 og 1968. Þeirerfiðleikar voru þá að baki og bjart var framundan i ís- lenzku efnahagslffi, enda fór verðlag afurða okkar hækkandi á erlendum mörkuðum og vel aflaðist. Vinstri stjórnin hafði þvíallarytri aðstæður eins hag- stæðar og bezt varð á kosið. Og ytri aðstæðurnar héldu áfram að batna eftir að vinstri stjörn- in tók viö. Verólag fór áfram hækkandi, vel fiskaðist, og ein- stök góðæri komu til lands og sjávar. Það voru þvf góð tæki- færi til að athuga, hvernig innri aðstæður vinstri stjórnar á íslandi eru. Nú gat það komið í Ijós, hvort þaó væri virkilega svo, að vinstri menn á ísiandi gætu ekki unnið saman nema í 2—3 ár f ríkisstjórn vegna glundroða og sundurlyndis inn- byrðis. Og nú vitum við hvernig fór. Þrátt fyrir, að allar ytri aðstæð- ur hafi á valdatíma vinstri stjórnarinnar verið lengst af eins og bezt varð á kosið, brast hún. Þar koma til nokkur atriði til skýringar. Ostjórn fjármála í fyrsta lagi kunna vinstri menn ekki að fara með fjármál. Meðal þeirra nkir enginn skilningur á því að hugsa þarf heildstætt um efnahagsmál. Jafnvægi verður að ríkja. Þeg- ar vel árar, verður að safna í sjóði til að mæta erfiðari tím- um. Þetta á einkum við um íslenzkt efnahagslíf, sem svo mjög hefur sýnt sig að er við- kvæmt fyrir sveiflum. Fyrsta verk ríkisstjórnarinnar eftir að hún tók við völdum var að tæma alla sjóði og dæla pening- um út f þjóðfélagið. Þetta var á góðæristíma, þegar atvinnu- vegirnir voru I vexti og eftír- spurn var mikil. Sem sagt nákvæmlega á þeim tímum, sem ríkisstjórn ber að fara sér hægt og halda umsvifum sínum í lágmarki. Kn vinstri stjórnin opnaði alla krana og ók þannig þvert á viðurkenndar regiur við stjórn efnahagsmála. Svo loks- ins, þegar ytri aðstæður fóru lítils háttar að breytast tíl hins verra, var rfkisstjórnin þess gjörsamlega vanbúin að mæta vandanum. Vanheilindin í annan stað er afstaða vinstri manna sín á milli svo full tortryggni og vanheilinda, að stjórn þeirra hlýtur að bresta, þegar fara þarf að tak- ast á við einhver vandamál. Það hefur marg sýnt sig, að vinstri menn ná ekki samstöðu um annað en vinsælar aðgerðir. Þannig leikur allt f lyndi, þeg- ar ha!gt er að eyða gegndar- iaust, þvf að vissuiega hljðta þeir þjóðfélagsþegnar, sem góðs njóta af eyðslunni, stundaránægju af. En þegar snúa verður við blaðinu, gera óvinsælar ráðstafanir, gegnir öóru máli. Þá vilja allir hafa á fyrirvara um stuðning við þær tillögur, sem ekki verður komizt hjá að gera. Þá eru sam- verkamennirnir tortryggðir og þeir taldir vilja skara eld að sinni eiginköku. Og þá breztur samvinnan. Meira að segja flokkarnir sjálfir, sem að sam- vinnunni stóðu, splundrast f marga hluta. Eftír standa flokksbrot á flokksbrot ofan og almenningur í landinu horfir höggdofa á. Enn má telja það skýringu út af fyrir sig, að þeim vinstri stjórnum, sem við þekkjum, hefur sá flokkur.sem nú kallar sig Alþýðubandalag, ávallt átt aðild. Og enginn flokkur á annan eins feril, hvað varðar samvinnu við aðra. Þar er ekki hikað við að niðurlægja og smána samstarfsmennina, hvenær sem slfkt þjónar eigin hagsmunum. Og eftír að sam- starfi lýkur hefjast „upp- ljóstranirnar" hjá þessum flokki. Þá er farið að segja ,Ji æstvirtum kjósendum", hvernigalla erfiðleika og öheil- indi megi rekja til hinna. Sfóasta dæmið um þetta er sú endemisræða, sem Magnús Kjartansson flutti á fundi hjá Alþýðubandalaginu í Reykja- vfk fyrir skömmu, þegar hann talaði yfirsáluðu samstarfi við Hannibalista. Það er áreiðanlega orðið algilt lögmál f íslenzkum stjðrnmálum, að vinstri sam- vinna getur ekki þrifizt nema f 2—3 ár í senn. Og það er einnig víst, að a.m.k. munu ávallt líða um 15 ár milli slíkra stjórna. Þessi lögmál munu koma I Ijós f væntanlegum kosningum. Fimmtudaginn 2. maí lauk vetrarstarfi TBK, en siðasta keppni vetrarins var tvf- menningskeppni, sem spiluð var með barometerfyrirkomu- lagi. Þeir félagar Bernharður og Július Guðmundssynir sigr- uðu að þessu sinni eftir að hafa haft forystu alla keppnina. Þeir hlutu 420stig. Röð efstu para varð annars þessi: Kristján Jónasson — Þórhallur Þorsteinsson 389 Gestur Jónsson — Gísli Steingrímsson 370 Ingólfur Böðvarsson — Pétur Pálsson Ólafur Lárusson — 365 292 Sigurjón Tryggvason Baldur Ásgeirsson — Zophonias Benediktsson 289 Björn Kristjánsson — Þórður Elíasson 251 Guðlaugur Nielsen — Tryggvi Gíslason 238 Gísli Viglundsson — Orwell Utley 199 Magnús Teodórsson — Sigfús Árnason 199 Jóhann Guðlaugsson — Sigríður Ingibergsdóttir 188 Jóhann Rúnar — Logi Þormóðsson 152 Alls tóku 38 pör þátt í keppn- inni og meðalskor var 0. Sumarspilamennskan hófst svo sl. fimmtudag og var spilað í tveimur riðlum. A-riðill: Bjarni Jónsson — Guðlaugur Brynjólfsson 190 Inga — Ólafía 188 G estur — Ó1 af u r 185 B-riðill: Hannes Ingibergsson — Jónína Halldórsdóttir 126 Bernharður — Tryggvi 126 Guðjón —Páll 121 í kvöld verður svo annað kvöld sumarspilamennskunnar og eru allir velkomnir. Fýrir- komulagið er þannig, að hvert kvöld er sérstök keppni og verðlaun til sigurvegara eru þau, að viðkomandi par fær ókeypis kaffi- og keppnisgjald næsta spilakvöld. Einnig eru veitt heildarverðlaun að hausti skv. útreikningi, sem vjðhafður hefur verið undanfarin ár: Sig- urvegarar fá 3 stig — par nr. 2 fær tvö stig og par nr. 3 fær eitt stig. A.G.R. 7®^ ® F Haflidi Jónsson Mosinn ígrasflötinni Á vorin veldur mosinn í gras- flötinni mörgum garðeigendum verulegum áhyggjum og svo virðist sem hann sé hið sigilda vandamái. Þo að áður hafi verið fjallað um þetta efni hér i þætt- inum, þá þykir sjálfsagt að rifja upp það helzta, sem fólki kann að koma að gagni í baráttunni viðmosann. Það má ekki gleymast, að mosinn er afar nægjusöm jurt, sem hvorki gerir miklar kröfur til næringar, birtu né hlýinda. Hann dafnar þar af leiðandi með ágætum, þar sem annar gróður á erfitt uppdráttar sakir kulda, skugga, vætu og næring- arvöntunar. Sé þess frá upphafi gætt að haga ræktun á þann veg, að öllum skilyrðum sé full- nægt og hinum kröfuharðari gróðri búin sem hagstæðust lífsskilyrðí, þarf sjaldnast að hafa verulegar áhyggjur. Ein því miður skortir jafnan tals- vert á, að nægilega vel sé í upphafi vandað til ræktunar. Fæstir huga t.d. að framræsiu lóðar í byrjun og sjaldan kemur það að sök fyrstu árin, þar sém byggð er þétt og allt byggingar- svæðið hefur verið í meira eða minna umróti. Undirfyllingar húsgrunna og lokræsa, gatna- gerð o.þ.u.l. nægja lengi vel, en þó kemur fyrr eða síðar að því, að þessir framræslusvelgir hætta að taka við vatni frá lóð- inni, eftir að jarðvegurinn er farinn að þéttast eftir umrótið við byggingarframkvæmdirnar. Þegar svo er komið, fer mosinn að gera vart við sig. Annað er svo það, að margir gæta þess ekki að hafa vatnshalla á grónu landi ef mögulegt er, til að fyr- irbyggja að yfirborðsvatn safn- ist fyrir í úrkomutíð að vetrin- um þegar jörð tekur ekki við úrkomunni vegna klaka. Þetta ættu lóðareigendur að hafa hugfast frá upphafi og gera ráð- stafanir til að hægt verði að veita vatni frá lóðinni i holræsi. Erfitt er að ráða bót á því vandamáli, sem stafar af sólar- leysi. Þó er oft hægt að grisja gróður ef of þéttar laufkrónur koma í veg fyrir, að nægileg sólarbirta nái til túngrasa eða blómjurta, sem f námunda við hávaxnari gróður er ætlað að þrifast. En fyrst og fremst verð- ur þó að gæta þess, að allur sá gróður, sem við mosann keppir, hafi nægilega næringu til aðgeta vaxið. Húsdýraáburð eða annan lífrænan áburð ætti helzt að bera á þriðja til fimmta hvert ár, en á hverju ári, hvort sem lifrænn áburður er borinn á eða ekki, er algjört lágmark að bera sem svarar 15.0—18.0 kg af alhliða tilbúnum áburði á hverja hundrað fermetra. Rétt er að bera þann áburð á i þrennu lagi, eða um það bil helminginn strax í maí, en skipta því sem eftir verður í tvo hluta fyrir dreifingu í júní og júlí. Þar sem komin er veruleg mosaþemba í grasflöt, getur orðið gagn í því að dreifa á svörtum sandi. Sandurinn hitn- ar í sólskini og þurrkar upp yfirborð landsins og eykur um leið vaxtarmöguleika grassins. Eins getur verið mikil bót að því, að stinga loftraufar i þétt- an jarðveg með stungukvísl eða öðru hentugu verkfæri, en með því veitum við lofti og hlýju greiðari leið niður að rótum túngrasanna. Af og til koma á markað ým- iss konar efni til að eyða mosa, en jafnan eru þau vandmeðfar- in og eru engin varanleg lausn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.