Morgunblaðið - 16.05.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.05.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1974 Sigurður og vinir hans Kafli úr sögu frá miðöldum eftir Sigrid Undset Hann hraðaði sér enn, og skömmu síðar kom hann auga á litla dalverpið, þar sem gömul dauð fura trónaði \ið stíginn. Hérna átti hann að beygja til hægri niður að Hofi. Kross hafði verið negldur á stofninn til minningar um selsstúlkurnar tvær, sem höfðu orðið fyrir eldingu, þegar þær leituðu sér skjóls undir trénu fyrir mörgum árum. Sigurði létti, þvf nú átti hann að baki erfiðasta hluta leiðarinnar. Hann kraup á kné við krossinn, hallaði höfðinu upp að bolnum og fór með Pater Noster og Ave María. „Kristur og allir heilagir menn veri með mér og — guð minn og heilög María, látið ekki manninn deyja, fyrr en ég hef fundið séra Eirík og sent hann upp eftir“. Honum varð rórra við bænina og nú hélt hann af stað niður slakkann. Hann varð þó að hafa augun hjá sér til þess að missa ekki sjónar af stígnum. Gamlar trjárætur, slípaðar undan fótum manna og dýra, urðu honum að fótakefli og honum varð hált á þykku barrnálalaginu. Litlir lækir ofan úr hlíðinni runnu KOGNI HREKKVÍSI ■g) 1974 McNaught Synd., Inc. — Svona hagar hann sér alltaf, þegar verðið hækk- ar. þvert á stíginn eða fylgdu honum nokkurn spöl svo skórnir hans fylltust af fersku, ísköldu vatninu. Séra Eiríkur. Loks nam hann staðar, titrandi og lafmóður, við fyrsta bæinn, sem varð á vegi hans. Þetta var lítill kofi á engjaparti, grár álitum af dögginni. Við girðinguna var Sigurði öllum lokið. Tárin tóku að renna, um leið og hann opnaði hliðið, og hann grét eins og smábarn. Hann hrökk í kút þegar eitthvað mjúkt straukst við fæturna á honum. En þegar hann sá að þetta var lítill svartur kettlingur, varð hann guðsfeginn, hló í gegn- um tárin og tók hann í fangið. „Kis-kis-“. Kettlingur- inn hjúfraði sig að honum og fór að mala. Sigurður gekk upp að húsinu og barði að dyrum. Hann ætlaði að fá fylgd niður að prestssetrinu en enginn svaraði. Annaðhvort var húsið mannlaust eða allir f fasta svefni. Hann setti kettlinginn niður, því hann bjóst við að hér ætti hann samastað, en þegar hann bjóst til að halda aftur af stað, elti kisi hann. Þá lyfti hann honum aftur f fangið og hélt á honum sfðasta sprettinn fram hjá nokkrum býlum og loks blasti kirkjuturninn á Hofi við honum yfir birkikrón- unum á kirkjuhólnum. Hann varð að fara fram hjá kirkjugarðinum, en brátt var hann kominn að hliðinu í túngarði séra Eiríks. Hann naut þess að finna fjósalyktina oglyktina af reyknum sem lagði úr strompinum. Svo hljóp hann upp að bænum og lyfti hurðaklinkunni. Séra Eirfkur lokaði aldrei húsi sínu um nætur. Inni logaði ljós, sem komið var fyrir í messingskál til öryggis. Daufur bjarminn lék um sótsvarta þakraft- ana. Skálin stóð á þrepinu framan við rúm séra Eirfks. Sigurður sá, að gamli maðurinn sat upp við dogg i rúminu og studdist við stafla af marglitum koddum með stóra opna bók á hnánum. Hann var sofandi. „Séra Eiríkur —“. Sigurður snerti varlega við öxl hans. Gamli presturinn hrökk við, settist upp í rúminu og horfði á gestinn. „Sigurður Jónsson, hvaðan ber þig eiginlega að? Og hvar eru Ivar og Helgi? Hvað á þetta að þýða — að stökkva svona burt, svo Borgný er viti sínu fjær af hræðslu? Og Hildiríður og Jón eiga sjálfsagt ýmislegt vantalað við þig. Ja, svaraðu, óþekktarormur?“ £Nonni ogcTManni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi Manni hélt sér alltaf dauðahaldi yfir um mig. „Við þyrftum að hafa svipu á hann, þá gætum við nuddað honum á lappirnar“, sagði hann. „Já, en nú höfum við enga svipuna“. „Geturðu ekki togað fastar í tauminn?“ spurði Manni. Ég kippti í snærið aftur og aftur, og um leið dingl- uðum við fótunum og hottuðum á liann. En allt kom fvrir ekki. Hesturinn reisti höfuðið nokkrum sinnum, það var allt og sumt. Við börðum hann nú bæði með hnefum og hælum og kölluðum lia-rra og hærra, og Tryggur gelti og urraði. En klárinn hreyfði sig ekki. Það var eins og hann héldi, að okkur væri þetta ekki alvara. Við höfðum nú reynt við hann öll ráð, sem okkur gátu til liugar komið. Við sátum kyrrir um stund og hvíldum okkur. Allt í einu sleppti Manni af mér annarri hendinni og sagði: „Nonni, nú sé ég, hvar við getum náð í svipu. Sjáðu, þarna er víðikjarr. Þar gætir þú skorið upp smáhríslu og haft hana fyrir svipu“. „Alltaf dettur þér ráð í hug“, sagði ég við Manna litla. „Ég skal fara og ná í hrísluna. En sittu kyrr á meðan og haltu fast í snærið“. Ég fór síðan af baki og fékk Manna tauminn. Því- næst hljóp ég að runnanum, skar upp tvær smáhríslur með hnífnum mínum, sneið af þeim laufin og lim- arnar og hljóp með þær til Manna. Aðra hrísluna fékk hann. „Svona nú, klárinn minn“, sagði ég. „Ætli þú verðir nú ekki feginn að hypja þig á fætur?“ Síðan brölti ég á bak, og við byrjuðum á nýjan leik: „Stattu’ upp! — ill-rit! — upp með þig!“ Um leið börðum við hann með hrísluöngunum á báða bóga. flk6inoi<|unlnfíÍAu — Jæja, nú fer þetta að koma . .. vió erum búnir að ráóa nýjan kokk.... — Vió græddum þó alltaf tvo hnífa á þessu. .. hann er nefni- lega sverðagleypir í sirkusi. ... 1 rauninni kann hún ekkert að tefla, en hún hefur furóu- legt lag á að slæva ein- beitingarhæfileika manna. . ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.