Morgunblaðið - 16.05.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1974
31
GAMLIR VtKINGAR: Bjarni
Guðnason. Goir Hallgrfmsson.
Jón Aðalsteinn Jónasson for-
maóur Víkings, Þorlákur Þórö-
arson og Gunnar Már Péturs-
son.
í úrslitakeppninni á Italiu i fyrra-
vor. Sýnir það vel hvað hægt er að
gera séu málin tekin af festu, eins
og unglinganefndin hefur sannar-
lega gert undanfarin ár í góðri
samvinnu við landsliðspiltana
sjálfa.
Island verður í riðli með
Rúmenum, Finnum og Skotum.
Fyrsti leikurinn verður gegn
Skotum á miðvikudaginn, við
Rúmena verður leikið á föstu-
daginn og sfðasti leikurinn verður
svo við Finna föstudaginn 26.
maí. Takist íslenzka liðinu að
sigra í sinum riðli heldur það
áfram og leikur gegn sigurveg-
urum c-riðilsins.
Islenzka liðið hefur verið valið
og eru eftirtaldir leikmenn f því:
Ólafur Magnússon Val, Guðjón
Þórðarson, IA, Guðjón
Hilmarsson, KR, Björn
Guðmundsson, Vikingi, Janus
Guðlaugsson, FH, Viðar Elíasson,
IBV, Hannes Lárusson, Val,
Gunnlaugur Þór Kristfinnson,
Víkingi, Kristinn Björnson, Val,
Óskar Tómasson, Víkingi, Jón
Þorbjörnsson, Þrótti, Arni Val-
geirsson, Þrótti, Arni Sveinsson,
IA, Ragnar Gíslason, Vikingi.
Erlendur Björnsson, Þrótti, Einar
Arnason, KR.
Eins og af þessari upptalningu
sést, er liðið skipað harðsnúnum
leikmönnum, sem margir hverjir
hafa þegar getið sér gott orð
meðal íslenzkra knattspyrnu-
manna þrátt fyrir lágan aldur.
Það er vitað mál, að róðurinn
verður erfiður í Sviþjóð. því við
erfiða andstæðinga er að etja.
Landsliðspiltarnir eru þó fullir
bjartsýni og staðráðnirí aðstanda
sig vel.
ÍSLANDSMÓTIÐ
HEFST í KVÖLD
ÍSLANDSMÓTIÐ í kn;«tbp>inu
hefst f kvöld með !e?k. FII og
Breiðabliks í 2. doild. Fei leikur-
inn frant í Hafnarfirði og hefsl
klukkan 20.00. Þessi fyrsti leikur
2. deildarinnar er um leið einn af
úrslitaleikjum deiIdarinnar, FH-
ingar voru meðal öflugustu lið-
anna í 2. deild síðastliðið sumar
og Blikarnir féllu sem kunnugt er
úr þeirri fyrstu. Ff að líkiun læt-
ur verða bæði liðin í baráttunni á
toppi deildarinnar í sumar og þvf
verður örugglega ekkert gefið
eftir í leiknum í Firðinum í
kvöld.
Lögreglan enn sterkust
í keppni firmaliðanna
FIRMAKEPPNINNI íhandknatt-
leik lauk í fyrrakvöld og eins og
sfðastliðið ár reyndust lögreglu-
mennirnir sterkastir. Að þessu
sinni mætti lögreglan liði Héðinsi
úrslitum og sigraði fyrrnefnda
liðið 15:14. Var leikurinn hinn
tvísýnasti og að loknum venjuleg-
um leiktfma hafði hvort liðskorað
11 mörk. Þá var framlengt f 2x3
mínútur og komust lögregluþjón-
arnir i 14:11. Héðinn sótti i sig
veðrið og náði að jafna 14:14. Síð-
asta orðið átti lögreglan. en hurð
skall þó nærri hælum þeirra. er
aukakast. sem tekið var að
loknunt leiktímanum. var naum-
lega varið.
Um bronsverðlaunin léku
Skattstofan og Morgunblaðið og
sigraði skatturinn með 12 tnörk-
um gegn 10. Hlaut Skattstofan þvi
þriðju verðlaun. en Morgunblað-
ið, sem vann firmakeppnina 1972
og varð i úrslitum í fyrra, mátti
gera sér f jórða sætið að góðu.
tSLENZKA unglingalandsliðið í
knattspyrnu tryggði sér þátttöku-
rétt f úrslitum Evrópumeistara-
keppni unglingalandsliða f knatt-
spyrnu sföastliöiö haust, er liðiö
vann Ira. Islenzku unglingalands-
liðspiltarnir verða því meðal
þeirra 16 þjóða, sem á miðviku-
daginn I næstu viku hefja keppn-
ina um Evrópumeistartitilinn.
Þrjátíu þjóðir tóku þátt í
undankeppninni og meðal þeirra
voru margar, sem álitnar hafa
verið sterkastar knattspyrnu-
þjóða i Evrópu, slegnar út úr
keppninni. Má í því sambandi
nefna V-Þýzkaland, England,
Holland og Belgíu. Það vakti því
ekki litla athygli, að Island skyldi
vera meðal þátttökuþjóðanna i úr-
slitunum annað árið í röð, en
Guðmundur Jóhannsson, einn af þeim Þrótturum sem æfa munu með íslenzku piltarnir tóku einnig þátt
Arhus KFLlM f sumar, í leik með Þrótti gegn KR. _____
TEKIÐ í
Bjarni Jónsson þjálfar og
leikur með liðinu næsta vetur
ÞAÐ er mikið um að vera f her-
búðum handknattleiksmanna f
Þrótti þessa dagana. Félagið hef-
ur ráðið Bjarna Jónsson, hinn
kunna handknattleiksmann úr
Val og Arhus KFUM, til að þjálfa
þrjá elztu karlaflokka félagsins
næsta vetur og mun Bjarni jafn-
framt leika með liði félagsins f 2.
deild. Síðari hluta sumars munu
fjórir af yngri og efnilegustu
leikmönnum Þróttar fara til
Arósa og dvelja þar við æfingar
og keppni með Arhus KFUM f
heilan mánuð. Loks má svo geta
þess, að meistaraflokkur Þróttar
fer utan ti 1 Danmerkur í keppnis-
ferð í boði Arhus KFLiM um
miðjan september, mun liðið
leika 5 leiki á 10 dögum.
Af þessari upptalningu má
glögglega sjá, að ýmislegt er á
döfinni hjá hinni ört vaxandi
handknattleiksdeild Þróttar.
Iþróttasíðán sneri sér í gær til Öla
Kristjáns Sigurðssonar og bað
hann að gera nánari grein fyrir
þessum umsvifum. Sagði Öli, að
Þróttarar hefðu orðið að leita
fyrirsér með dýran þjálfara fyrir
næsta keppnistímabil til að félag-
inu héldist á yngri leikmönnum
sínum. Vmis handknattleiksfélög
í bænum hefðu gengið á eftir leik-
mönnum eins og Friðrik Friðriks-
syni og Trausta Þorgrímssyni
með gylliboð, vildu þeir skipta um
félag. Hefðu Þróttarar verið svo
heppnir að ná f Bjarna Jónsson og
tæki hann til við að þjálfa Þrótt
og leika með félaginu, sennilega í
byrjun nóvember.
Þeirleikmenn Þróttar, sem fara
utan til æfinga með Arhus KFUM
í sumar, eru Friðrik Friðriksson,
Guðmundur Jóhannsson, Björn
Vilhjálmsson og fjórði maðurinn
er svo markvörður, en ekki hefur
verið ákveðið, hver það verður.
Þróttur hefur ekki í mörg ár
sent kvennalið til keppni í
meistaraflokki, en í nýafstöðnu
Gróttumóti átti Þróttur meistara-
flokkslið. Verið er að ljúka við
malbikun handknattleiksvallar á
félagssvæði Þróttar við Sæviðar-
sund og er ætlunin að æfa þar í
sumar. Þá má geta þess, að
Þróttarar senda 2. flokk karla og
kvenna á Partille Cup í Svfþjóð i
júlímánuði. Það var ekki nema
von að Öli Kristján væri bjart-
sýnn, er við ræddum við hann og
hann klykkti út með því að segja,
að hann ætlaðist til að Þróttarar
yrðu hinir öruggu sigurvegarar i
2. deiid næsta vetur.
VÍKINGSHEIMILIÐ
NOTKLFN
Knattspyrnufélagið Vikingur
tók fyrir nokkru síðan Félags-
heimili sitt við Hæðargarð
formlega í notkun. Nokkuð er
um liðið síðan byggingu húss-
ins lauk en það hefur fram til
þessa að mestu verið notað sem
skólahúsnæði. I vetur var hús-
inu breytt öl afnota fyrirfélag-
ið. Þar er nú góður salur til
fundarhalda og borðtennisæf-
inga, búningsherbergi, stjórna-
herbergi og ýmis smærri her-
bergi fyrirfélagsstarfið.
Það var í byrjun apríl að Vik-
ingar tóku húsið formlega í
notkun og var af því tilefni
haldið kaffisamsæti f Víkings-
heimilinu. Þar mættust Vík-
ingar á öllum aldri,- forráða-
menn hinna átta deilda og vel-
unnarar félagsins.
Island í úrslitakeppni EM
unglingalandsliða eftir viku
Þróttarar í æfinga- og
keppnisferð til Arósa
ÍBV æfði í Svíþjóð
Meistaraflokkur IBV hefur
undanfarið dvalið f Svíþjóð við
æfingar og keppni. tBV fékk i
fyrrahaust boð um að koma til
Gautaborgar og leika þar og æfa
við beztu skilyrði í hálfan mánuð.
Það boð þáðu Vestmannaeyingar
með þökkum og eru væntanlegir
heim í dag eftir vel heppnaða
Svíþjóðarferð. Alls fóru 16 leik-
menn IBV í ferðina, auk farar-
stjóra og þjálfara 1. deildarliðs-
ins, Skotans Duncans McDowell.
Hann hóf að þjálfa IBV-liðið i lok