Morgunblaðið - 16.05.1974, Side 30

Morgunblaðið - 16.05.1974, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1974 Utank]örsta6askrifstofa SjálfstæÓisflokksins er aÓ Laufásvegi 47. Símar: 26627 22489 1 7807 26404 Sjálfstæðisfólk! Vinsamlega látið skrifstofuna vita um alla kjósendur flokksins, sem ekki verða heima á kjördegí Utankjörstaðakosning fer fram I Hafnarbúðum, alla virka daga kl 10—12, 14—18og 20—22 Sunnudagakl 14—18 VESTURLANDSKJÖRDÆMI Fundur i Kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins i Vesturlandskjördæmi verður haldinn i Hótel Borgarnesi sunnudaginn 1 9. mai kl. 1 5.00. Fundarefni: Tekin ákvörðun um framboðslista til alþingiskosninganna. Fulltrúaráð sjálfstæðlslélaganna I Rangárvallasýslu boðar til fundar að Hellu, Rang, fimmtudaginn 16 mai kl. 9.30 siðdegis. Rætt verður um stjórnmálaviðhorfið og undirbúning alþingiskosninga 30. júni n.k. Á fundinum verða kjörnir 3 menn á framboðslista sjálfstæðisfélaganna i Suðurlandskjördæmi Þess er vænst að sjálfstæðismenn fjölmenni á fundinn. Formaður fulltruaráðs. vorfagnaður sjáifstæðlsmanna I Borgarfjaröarhéraðl verður haldinn föstudaginn 17 mai i Hótel Borgarnes og hefst kl. 9 30 Dagskrá: Ræða Gunnar Thoroddsen. Gamanþættir Ómar Ragnarsson Ávarp Björn Arason. Smáréttur úr eldhúsi. Kátir félagar leika fyrir dansi. Undirbúningsnefndin. Sjálfstæóisfélagió Þorsteinn Ingólfsson og félag ungra sjálfstæðismanna í Kjósarsýslu halda sameiginlegan fund í Fólkvangi, Kjalarnesi n.k. föstudag kl. 21. Tekin verður ákvörðun um framboð til sveitastjórnar í Kjalarneshreppi. Stjórnirnar. Keflvfklngar Skrifstofa Sjálfstæðisflokksins er opin alla daga frá kl. 14—18 og 20—22. Sjálfstæðismenn komið eða hafið samband í síma 2021 og látið skrá ykkur til starfa á kjördegi Jafnframt verður félagsheimilið opið á sama tima. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna i Keflavik. Hvöt, félag Sjálfstæðiskvenna, heldur fund að Hótel Borg laugardaginn 1 8. mai kl. 4 siðdegis. STUTT ÁVÖRP OG RÆÐUR FLYTJA: Elin Pálmadóttir, Margét Einarsdóttir, Sigríður Ásgeirsdóttir, Bessi Jóhannsdóttir, Sigurlaug Bjarnadóttir, Birgir fsl. Gunnarsson. Sigfús Halldórsson, tónskáld og Guðmundur Guðjónsson, Söngvari SIGFÚS HALLDÓRSSON, TÓNSKÁLD OG GuðmundurGuð SIGFÚS HALLDÓRSSON, TÓNSKÁLD OG GUÐMUNDUR GUÐJÓNS- SON, SÖNGVARI flytja lög eftir Sigfús. FUNDARSTJÓRI VERÐUR AUÐUR AUÐUNS. Sjálfstæðisfólk, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. D-listinn í Kópavogi skorar á stuðningsmenn sína að mæta á almennan borgarafund stjórnmálaflokkanna i Vighólaskóla í kvöld kl. 20.30. D-LISTINN í KÓPAVOGI. D-lista skemmtun í Hótel Akranesi föstudaginn 1 7. mai kl. 2 1. Ávörp flytja: Jósef Þorgeirsson, Hörður Pálsson, Guðjón Guðmunds- son og Valdimar Indriðason. Ómar Ragnarsson skemmtir, Guðrún og Inga syngja. Skátafélögin á Akranesi. Sjálfstæðiskvennafélagið Sókn í Keflavík heldur fund um bæjarmál í Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 20. mai kl. 9 siðdegis. Frummælendur: Tómas Tómasson bæjarfulltrúi og Ingólfur Halldórsson bæjarfulltrúi. Kaffiveitingar. — Spilað bingó. STJÓRNIN. Hafnarfjörður — Vorboðakonur Hátiðarfundur í Skiphóli sunnudaginn 1 9. mai kl. 8.30. Stutt ávörp og skemmtiatriði þ.a.m. þjóðbúningasýning. Þær konur sem geta mæti i þjóðbúningi. Gestir velkomnir. Kosningaskrifstofa D-listans í Kópavogi er i Sjálfstæðishúsinu við BorgarhoTtsbraut. Símar 40708 og 43725. Opið frá kl. 9 til 22. . ■ ■ m TIL SOLUI KAUPMANNAHÖFN BLAÐIÐ FÆST NU í LAUSA- SOLU I BLAÐASOLUNNI í FLUGAFGREIÐSLU SAS I SAS BYGGINGUNNI í MIÐ BORGINNI. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN: STARFSMAÐUR, karl eða kona, ósk- ast til að gegna starfi HEILARITARA. Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg. Nánari upplýsing- ar veitir Jóhann Guðmundsson, sími 24160 milli kl. 13.30 — 14.30 næstu daga. Umsóknir, er greini ald- ur, menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu ríkisspítalanna hið fyrsta. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavík, 13. maí 1974 BEZTað auglýsaíMorgunblaðinu SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SlM111765 Snurfusa bátana Grímsey —14. maí. VIÐ eyjarskeggjarnir fengum dá- lítinn forleik að þjóðhátíðarhöld- um, þegar Jóhann Konráðsson ásamt undirleikara sínum, Askeli Jónssyni, hélt tónleika hér í kirkj- unni strax að messu lokinni á sunnudag. A söngskrá voru ein- ungis íslenzk sönglög, enda skilj- um við eyjarskeggjar þau bezt. 1 vor gerðu aðeins tveir bátar út á grásleppu í stað fimm i fyrra, og eru þeir nú báðir hættir. Otkom- an var um 100 tunnur, eða um helmingi minni afli en í fyrra. Hinar trillurnar sneru sér að þorskinum og uppskáru rikulega, enda sóknin mikil. Þessa stundina eru menn svo að snurfusa bátana sína fyrir sumarið. Millibilsástand eftir góða vertíð Bolungarvík — 14. maí. VERTlÐ er lokið og ríkir hér hálfgert millibilsástand. Þessa dagana er mannskapurinn á bátunum í vélaþrifum. Annars var þetta góð vertíð. Fimm stórir bátar reru að staðaldri, allir á línu, og fengu góðan afla. Guð- mundur Pétur var hæstur þessara báta. Ekki er ljóst, hvað tekur við, undanfarin ár hafa bátarnir yfir- leitt farið á grálúðu, þegar kom fram á sumar, en ekkert er afráð- ið i þeim efnum nú. Vegna góðrar vertíðar hefur verið hér mikil atvinna allt til þessa og er raunar enn, þvi að nú eru trillurnar farnar að róa á handfæri og afla ágætlega. Flensan herjar — vorið lífgar Bæ, Höfðaströnd — 14. mai. VORANNIR eru í fullum gangi hér um slóðir og elztu menn muna ekki annað eins vor. Bændur eru allir farnir að hleypa út kúnum og gróður er kominn vel á veg. Sauð- burður er lika hafinn, en misjafn- lega langt á veg kominn á hinum ýmsu bæjum. Silungsveiði hefur verið góð fram til þessa og allir fuglar eru komnir, meira að segja krfan, og byrjaðir að verpa. Hins vegar herjar inflúensan töluvert á héraðið, svo að sums staðar liggja allir á heimilinu. — Björn. Vill breytingar á kosningalögunum A ALMENNUM borgarafundi, sem Valfrelsi hélt sunnudaginn 12. maí, var skorað á stjórnvöld landsins að sjá svo um, að sett yrði sem fyrst löggjöf um almenn- ar skoðanakannanir og atkvæða- greiðslur. Vfsaði fundurinn til til- lögu að lagafrumvarpi, er Val- frelsi sendi forsætisráðherra í okt. sl. og síðan var afhent stjórn- arskrárnefnd Alþingis. Þá skoraði fundurinn á stjórn- málaflokkana að beita sér fyrir því, að kosningalögunum, og þar með stjórnarskránni, yrði breytt þannig, að stjórnvöldum jrði skylt að viðhaf,a almennar skoð- anakannanir og/eða atkvæða- greiðslur um tiltekin málefni, ef viss lögákveðinn hundraðshluti kjósenda eða kjörinna fulltrúa til Alþingis eða í viðkomandi byggðarlagi krefðist þess skrif- lega. Ennfremur að persónu- bundnar kosningar til Alþingis og bæjar- og sveitarstjórna yrðu teknar upp, þannig að kjósendur gætu valið á milli frambjóðenda á þeimlista, sem þeirkysu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.