Morgunblaðið - 16.05.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.05.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16.MAI 1974 23 bönd nútfmans, jöfnuðust þau á viö háskólafyrirlestur um bækur og menn. Island á mikla sögu og fólk, sem er víðlesið, minnugt og ágætlega máli farið, getur gætt þessar sögur slfkum töfrum að undrum sætir. Jafnvel börn kjósa að fella niður leiki s'na úti f vor- deginum, setjast inn f bæ og hlusta með andakt á frásagnir af margs konar örlagaglímum, sum- um úr raunverulegu lífi fólks, lífs eða liðins, öðrum úr skáldverk- um. Oft var einnig farið með kvæði, man ég til dæmis, að fyrst heyrði ég ,,Spunakonu“ Guðm. Kambans af vörum Sigríðar og ræddu þær margt um tildrög þess kvæðis. Öðru sinni man ég eftir löngum umræðum um Vatnsenda- Rósu og atburði þá válega, sem urðu í Húnaþingi á hennar dög- um. Allt var þetta brotið til mergjar, rýnt f gamlar rúnir, ráð- ið í óljósa drætti, sumt sett innan sviga og annað undirstrikað, en alltán Undantekningar sett undir mæliker góðvildar og jákvæðs skilnings. ÖIlu máli Sigríðar var þann veg farið, að þótt skyggnst væri niður f myrkustu gjár þeirra hörmunga sem áfallið hafa Island gegnum aldirnar, þá bar þær sýn- ir jafnan frá fyrir birtu þess him- ins, sem yfir ljómaði. Þannig var trú hennar og lífssýn öll borin uppi af vissunni um sigur ljóss yfir myrkri. Svo liðu þessir dýrð- ardagar, Sigríður var aftur borin út úr bænum og lyft í söðulinn, allt heimilisfólkið safnaðist sam- an til að kveðja hana og nú viss- um við að langt yrði þar til annan eins gest bæri að garði — svo farlama og fleygan í senn. Þegar ég var barn að aldri fékk ég eitt sinn að fara í heimsókn vestur að Kverngrjóti með móður minni og stjúpföður. Það var að vorlagi kring um 1930. Að sjálf- sögðu var farið á hestum. Veðrið var frábært og náttúrufegurð f Saurbænum meiri en orð fá lýst. Við komum að Kverngrjóti um miðaftansbil á laugardegi. Allt heimilisfólk var úti á túni að taka saman snjóhvíta, nýþvegnu vor- ull. Sigríður vann að þessu verki eins og aðrir. Fljótlega var gengið til bæjar. Það var blómailmur í stofunni.þær systur ræktuðu rósir í gluggum, hvítskúruð trégólf og svartir kolaofnar, í öllum her- bergjum, svo vel fægðir, að nærri mátti spegla sig í þeim. Þótt engin boð hefðu farið fyrir um komu okkar, var ihnan stundar veislu- matur á borðum. Húsakynni voru þarna fremur lftil, en allt með svo sérstökum blæ menningar og hreinlætis, að áhrifin af þvf vara enn í dag, meiren 40 árum síðar. í öllum endurminningum minum um Sigríði er vor og birta. Að sjálfsögðu komu líka vetur og myrkur. Veikindi báru oft að á heimilinu og eitt ánn lagðist sorg- in þar þungt yfir, er Markús son- ur Jóns og Guðbjargar lést, aðeins 12 ára gamall. Sigríður mun alla tíð hafa verið ein af styrkustu stoðum heimilisins og hafði hún þó óvenjulega byrði að bera. Hún vann flest ef ekki öll venjuleg heimilisverk þrátt fyrir. fötlun sína og var með afbrigðum þrifin og velvirk. Hún átti yfir að ráða þeirri miklu náðargáfu, að geta breytt hversdagsleikanum kring- um sig í litla undraveröld, þar sem fegurðin ein rikti í máli og myndum, allt var fallega sagt og allt vel gert. Hún var mikil trú- kona og gekk alla tíð með sinn þunga kross í fótspor fíelsarans. Svo grátt, sem lfkami hennar var leikinn, var kjarkurinn óbugaður með öllu og léttlyndið aðdáunar- vert. Slíkar manneskjur opinbera á vissan hátt markmið og tilgang mannlífsins og eru sannari boð- berar en öll guðfræði og heim- speki. Nú mundu víst allir segja, sem þekktu ömmu mína, að ekki hefði ég haldið á hennar penna, ef ég minntist ekkert á líf að loknu þessu, endurfundi vina og laun hins trúa þjóns. Allt tal um það læt ég öðrum eftir, en vil aðeins segja, að sá, sem hefur lifað lífi sínu í jafn óskeikulum grandvar- leik og Sigríður gerði og séð og lifað vorkvöld við Breiðafjörð á hátíðsdögum náttúrunnar, hann á þegar það himnaríki í hjarta sínu að allter fullkomnað. Ragnheiður Viggósdóttir. Hestamenn — Meðeigendur Einn eða tveir meðeigendur óskast til kaupa á jörð. Upplýsingar í símum 21 1 55 og 24647. IMámskeið í sprengitækni Námskeið í meðferð og notkun sprengiefna verður haldið í Reykjavík í byrjun júní ef næg þátttaka fæst. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í námskeiðinu, vinsamlegast hafið sam- band við skrifstofu okkar fyrir 23. maí. Þátt- tökugjald er áætlað ca. 7 þús. kr. á mann. Ólafur Gíslason og c/o h. f., Ingólfsstræti 1 a, símar 18370—84800. Lokahóf Skíðaráðs Reykjavíkur og verðlaunaafhending verður föstudaginn 17. maí n.k. að Hótel Esju og hefst kl. 20.00. Hugmyndir um æfingafyrir- komulag á næsta vetri verða kynntar. Umræð- ur. Kvikmyndasýning. Stjórnin. Sérleyflsferðlr: Reykjavík — Vík —Kb-Klaustur — Hornafjörður. frá 1 5. maí — 20. júní. Frá Reykjavík: Þriðjudaga — fimmtudaga — laugar- daga kl. 8.30. Frá Hornafirði: Miðvikudaga — föstudaga — sunnu- daga kl. 9.30 Frá Kb-Klaustri: Miðvikudaga — föstudaga — sunnudaga kl. 1 3.30. Frá Vík: Miðvikudaga — föstudaga — sunnudaga kl. 1 5.30. Athugið breyttan brottfarartíma, pantið sæti tímanlega. Afgreiðsla I Reykjavlk: B.S.Í., sími: 22300. Afgreiðsla I Hvolsvelli: Verzlunin Björk, slmi 5145. Afgreiðsla I Vlk: Hótelið KS, sími 7193. Afgreiðsla á Kb-Klaustri: Slmstöðinni, sími 7000. Afgreiðsla I Hornafirði: Hótel Höfn, simi 8240. Austurleið h.f. sem hvarvetna fara sigurför fást nú aftur. Sendum I póstkröfu. LEIKFANGAVER, KLAPPARSTÍG 40, sími 12631 Hópferðabíll Til sölu 25 manna Benz og 8 manna Volkswag- en (rúgbrauð). Uppl. í síma 31391. Varadekk í hanskahólfi! ARMULA 7 - SIAAI 84450 Puncture Pilot ef springur á bilnum — án þess að þurfa að skipta um hjól. Þér sprautið Puncture Pilot, sem er fljótandi gúmmíupplausn, í hjól- barðann. Brúsinn er með slöngu og tengingu til að tengja við ventil hjólbarð- ans. Efnið lokar fyrir lekann og þér akið áfram. Tvær brúsastærðir og 2ja brúsa sett fyrir vörubíla. — Islenskar notkunarreglur fáanlegar með hverjum brúsa. skyndiviðgerð Auglýslng um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavíkur, Gullbringusýslu og Grindavikur. Samkvæmt umferðalögum tilkynnist hér með, að aðal- skoðun bifreiða 1974 hefst fimmtudaginn 16. maí n.k. og verður framhaldið sem hér greinir: fimmtudaginn 1 6. maí Ö—1 til Ö—75 föstudaginn 1 7. maí Ö—76 til Ö—1 50 mánudaginn 20. maí Ö—1 51 til Ö—225 þriðjudaginn 21. maí Ö—226 til Ö—300 miðvikudaginn 22. maí Ö—301 til Ö—375 föstudaginn 24. maí Ö—376 til Ö—450 mánudaginn 27. mal Ö—451 til Ö—525 Þriðjudaginn 28. mai Ö—526 til Ö—600 miðvikudaginn 29. maí Ö—601 til Ö—675 fimmtudaginn 30. maí Ö—676 til ö—750 föstudaginn 31. maí Ö—751 til Ö—825 Siðar verður auglýst um framhald aðalskoðunar. Bif- reiðareigendum ber að koma með bifreiðar sínar til bifreiðaeftirlitsins og fer skoðun fram að Hafnargötu 90, alla virka daga frá kl. 9.00 — 1 6.30. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabirgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiða leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vátrygging fyrir hverja bifreið séu I gildi. Athygli skal vakin á þvl, að skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skóðun- ar á auglýstum tima, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvarsem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn í Keflavík, Gullbringusýslu og Grindavfk Alfreð Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.