Morgunblaðið - 16.05.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1974
15
Nýlendur fái algert ákvörð-
unarfrelsi sagði Spinola
Mynd þessi var tekin, þegar um 50.000 manns söfnuðust saman úti fyrir
Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn til að mótmæla tillögum Pauls Hartlings,
forsætisráðherra, f efnahagsmálum.
Bonn, 15. maí, NTB.AP.
WALTER Scheel ulanrfkisráö-
herra Vestur Þýzkálands var I dag
kjörinn riæsti forseti landsins og
fékk hann 530 atkvæði, en fram-
bjóðandi kristiiegra demókrata,
Richard von YVizsaecker, hlaut
498 atkvæði. Kjörmannasam-
kunda, skipuð 518 fulltrúum af
v-þýzka sambandsþinginu, og 518
fulltrúar frá hinum ýmsu fylkj-
um landsins, þar með talin Vest-
ur-Berlfn, kjósa forseta. ífréttum
er tekið fram, að fimm hafi ekki
greittatkvæði.
Walter Scheel er 54 ára og tek-
ur hann við embætti af Gustav
Heinemann, sem er 74 ára að
aldri, þann 1. júlf næstkomandi,
cn Heinemann gaf ekki kost á sér
fyrir aldurs sakir. Scheel var ut-
anríkisráðherra og varakanslari í
stjórn Willy Brandts fyrrverandi
kanslara.
Þetta er í fyrsta skiptið sfðan
1949, að forsetakosningar í Vest-
ur-Þýzkalandi eru haldnar í
Bonn, en hinar hafa farið fram í
Vestur-Berlfn. Nú var kosið í
Bonn samkvæmt sérstökum samn-
ingi við Sovétríkin.
Scheel hefur verið foringi siná-
|Scheel kjör-
inn forseti
V-Þýzkalands
— er hann tók við
forsetaembætti
í Portúgal
Lissabon 15. maí AP—NTB
ANTHONY de Spinola, leiðtogi
herforingjastjórnarinnar í
LATINN: Marcel Pagnol, eitt af
frægustu leikritaskáldum
Frakka, lézt fimmtudaginn 18.
aprfl íParfseftir langa sjúkdóms-
legu. Hann var 79 ára að aldri.
Kunnustu leikrit Pagnols voru
„Topazé", og þrfleikurinn
„Marius“, „Fanny“ og „Cesar“.
Síðar tók Pagnol einnig til við
kvikmyndagerð og náði umtals-
verðum árangri á þvf sviði. Hann
var fyrsti kvikmyndastjórinn sem
fékk sæti 1 frönsku Akademíunni.
Portúgal, tók í dag við forsetaem-
bætti landsins og lýsti þvf yfir, að
á morgun yrði tilkynntur ráð-
herralisti bráðabirgðastjórnar,
sem færi með völd unz frjálsar
kosningar hefðu farið fram. Her-
foringjastjórnin tók völdin með
byltingu fyrir þremur vikum.
I ræðu sem Spinola flutti, er
hann tók við forsetaembættinu,
sagði hann, að án tafar yrði farið
að vinna að framtiðarskipan mála
í portúgölsku nýlendunum í
Afríku og bætti við: „Við verðum
að veita þeim algert ákvörðunar-
frelsi. Við skulum forðast það af
öllum mætti hér heima og í
Afríku, að láta minnihlutaöfl
komast upp með það að koma i
veg fyrir þróun þá i lýðræðisátt
sem nú á sér stað," Spinola skýrði
ekki nánar frá því hvað hann
meinti með algeru ákvörðunar-
frelsi fyrir íbúa Angóla, Mosam-
bique og Guineu-Bissau.
Þá var frá því skýrt i Lissabon I
dag, að enn frekari hreinsanir
hefðu verið gerðar innan hersins
og 42 herforingjar, þar af 12 hers-
höfðingjar, settir í varalið hers-
ins. Hefur þá alls 66 herforingj-
um verið vikið úr embættum.
Þetta er talið benda til þess, að
núverandi valdhafar hafi enn
styrkt stöðu sina innan hersins,
en sem kunnugt er voru það eink-
um ungir herforingjar, sem stóðu
að byltingunni.
I hinni nýju ríkisstjórn lands-
ins verða fulltrúar allra flokka og
því verður ekki um neinn meiri-
hluta að ræða, enda er þessari
stjórn aðeins ætlað að halda á
málum unz kosningar geta farið
fram, en Spinola hefur lofað, að
það verði áður en ár er liðið.
YY'alter Scheel.
flokksins Frjálsra demókrata og
leiddi hann til samstarfs við
Brandt, var hann annar helzti
áhrifamaður f stjórn hans og átti
rnikinn þátt f stefnumótun henn-
ar. Scheel hefur getið sér ágætt
orð í starfi utanríkisráðherra, er
vinsæll maður og hinn virtasti.
Dómsmálanefndin
þrengir að Nixon
Washington 15. maí AP
DÓMSMÁLANEFND Bandaríkja-
þings, sem nú vinnur að rannsók n
þess, hvort ástæða sé til að draga
Nixon forseta fyrir rfkisrétt, sam-
þykkti í dag með 37 atkvæðum
gegn 1, að krefjast þess af for-
setanum, að hann afhenta nefnd-
Fanginn 1 Spandau áttræður
RUDOLF Hess, staðgengill Hitl-
ers, varð nýlega áttræður og hélt
upp á afmælið I Spandau-fangelsi
fjórveldanna f Vestur-Berlín, þar
sem hann er eini fanginn. Rússar
bönnuðu Ilse konu hans og Wolf
syni þeirra að heimsækja hann.
Aðrir fangar, er hafa verið í
Spandau, sem er ætlað 600 föng-
um, hafa verið látnir lausir af
mannúðarástæðum, þar á meðal
Raeder aðmíráll og Funk efna-
hagsmálaráðherra nasistastjórn-
Schmidt mun fram-
fylgja austurstefnunni
Bonn, 15. maí. AP.
HELMUT Schmidt kanslaraefni
V-Þýzkalands lýsti þvf yfir f dag,
að stjórn hans myndi fylgja fram
„austurstefnu" þeirri, sem fyrir-
rennari hans hefði mótað, og
myndi kappkosta að halda góðum
samskiptum við kommúnistarfk-
in.
Schmidt sagði þetta á frétta-
mannafundi, meðan talning at-
kvæða í forsetakosningunum stóð
yfir.Frá þeimsegiríannarri frétt
i blaðinu.
Þegar Schmidt var spurður álits
á grein, sem fréttamaður Izvestia
í Moskvu skrifaði um „austur-
stefnuna", kvaðst hann vilja
minna á, að hann hefði farið til
Moskvu árið 1966, „löngu áður en
það komst í tízku“ eins og hann
orðaði það.
Rudolf Hess.
arinnar. Þeir voru dæmdir f ævi-
langt fangelsi eins og Hess í
stríðsréttarhöldunum í Nilrnberg.
A þetta bendir Wolf Hess í
opnu bréfi í brezka blaðinu Daily
Express, þar sem hann biðst
vægðar fyrir föður sinn. Hann
segir, að Hess hafi verið sýknaður
f Niirnberg af ákærum um striðs-
glæpi og glæpi gegn mannkyninu
og aðeins fundinn sekur um að
hafa átt þátt í að koma af stað
árásarstríði og hvatt til þess.
Wolf Hess heldur því fram, að
enginn annar maður hafi verið
ákærður fyrir slíkan glæp og
ákæran eigi sér ekki í stoð í al-
þjóðalögum, þar sem enginn hafi
getað skilgreint hugtakið árásar-
stríð.
Hann vitnar einnig til þess, að
Hess hafi verið í friðarleiðangri,
þegar hann var handtekinn eftir
flugferðina til Skotlands 10. maí
1941.
Hann vitnar í ummæli
Shawcross lávarðar, eins brezku
dómaranna, þess efnis, að dómur-
inn yfir Hess hafi ekki verið tal-
inn vægur og almennt gert ráð
fyrir af vestrænni hálfu, að dóm-
urinn yrði mildaður.
Hess hefur verið einn í fangels-
inu í sjö ár og Wolf Hess telur
einveru föður síns jafngilda þvi,
að dómurinn hafi verið þyngdur
og þar með brotið gegn niðurstöð-
um Núrnbergdómstólsins.
inni 11 segulbandspólur og dag-
bækur forsetans yfir S'á mánaðar
tfmabil á áruniun 1972—73. Var
forsetamun gefinn frestur til 22.
þessa mánaðar til að láta þess
gögn af hendi.
Þá skýrði John Doar, aðalráð-
gjafi nefndarinnar við rannsókn
málsins, að hann myndi fara þess
á leit við nefndarmenn, að þeir
greiddu á morgun atkvæði um
kröfu á hendur forsetanum um að
hann láti i té afrit af 62 samtölum.
er hann hafi átt við samstarfs-
menn sína í sambandi við ITT
málið, þar sem f.vrirtækið var
ákært fyrir að hafa brotið lögin
um hringamyndun svo og samtöl
varðandi fjárframlög fyrirtækja
innan mjólkuriðnaðarins f Banda-
ríkjunum.
Efhr þessa tilkynningu Doars.
sagði James St. Clair, lögfræðing-
ur forsetans i málinu, að forset-
inn hefði ákveðið að láta ekki af
hendi fleiri segulbandspólur
varðandi YVatergate.
Sérstök nefnd innan Banda-
ríkjaþings hefur sent frá sér
skýrslu, þar sem lagt er til. að í
framtíðinni verði aukið eftirlit
með útgjöldum í sambandi við
uppsetningu örvggisbúnaðar við
einkaheimili Bandaríkjaforseta.
Kemur fram í skyrslu þessari, að
frá því að Nixon tók við embætti
hefur 17.1 milljön dollara verið
varið til öryggisinála við einka-
heimili hans. Lagt er til. að komið
verði f veg fyrir óhóflega eyðslu.
en tekið fram, að ekkert bendi til
að svo hafi verið í sambandi \ið
þess hús Nixons.