Morgunblaðið - 16.05.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.05.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16, MAl 1974 29 s <uggamync iif inrskn FRAMHALDSSAGA EFTIR |UI J MARIU LANG, ÞÝÐANDI: JOHANNA KRISTJONSDÓTTIR. Islenzk framtíð, 10 ekki í hópi þeirra, sem hirti um svona yfirborðskennt flaður. Ég reyndi að slétta úr pilsinu mínu, sem var hreint ekki eins vel pressað og pils Lillemors og sagði hraðmælt: — Þú varst svo hissa að sjá mig, Lillemor, Hvers vegna? Hún hallaði undir flatt og horfði á mig með sakleysissvip. — ÉG? Nei, alls ekki. En ég get ímyndað mér, að einhverjir aðrir hafi orðið hissa . . . — Aðrir? Hvað áttu við? — O, svo sem ekki neitt. Ég hélt bara... Hún þangaði aðeins, svo hélt hún einfeldnislega áfram: — Vissi Einar til dæmis að þú myndir koma svona fljótt heim? Ég hikaði sekúndubrot áður en ég svaraði. — Auðvitað vissi hann það, sagði ég svo. — Það var bara óheppilegt að hann skyldi þurfa að fara til Kaupmannahafnar ein- mitt núna, en það var svo sem ekkert við því að gera . .. — Til Kaupmannahafnar? Efa gætti f rödd Lillemors. — Já, ég heyrði það líka. En engu að síður var hann í bænum, bæði á laugar- dag og sunnudag... Ég barði niður frumstæða þörf til að ráðast á hana og klóra úr henni augun og sagði eins rólega og éggat: — Þú talaðir í fleirtölu áðan . . . — I fleirtölu? — Maður segir nú svona, sagði ég alúðlega. — Maður lærir um fleirtölu í barnaskóla, það þýðir að þú varst ekki aðeins að tala um Einar, heldur líka einhverja fleiri. Við hvern áttirðu? Það skall á þögn i herberginu, ef svo má segja, Svo sagði Lille- mor dreymandi röddu: — Um hvern annan ætti ég að vera að tala en ungu stúlkuna, sem hefur búið síðustu sólar- hringana heima hjá Bure dósent ...? Hina dyggðum prýddu Evu Ég reisti mig snögglega upp í sætinu. Jan var eins og stirðnaður saltstólpi. En augu Karls Gustafs skutu gneistum. — Hvað í fjáranum ert þú eigin- lega að gefa í skyn? Og hvern ertu eiginlega að mala um? Þú ætlar þó ekki að segja mér, að það sé Eva Claeson, því að þá . . . — Allir hér i Hug-B vita, að það er satt, sagði Lillemor þver- móðskulega og kerti hnakkann. — Hún flutti heim til Einars á laugardaginn. En Lillemor þagnaði, þegar hún sá svipinn á Karli Gustaf. — Ég hef þekkt Evu Claeson frá því hún var agnarlítil, sagði hann rólegri, lágri röddu. — Og mér er það sönn gleði að bera vitni um það hvenær og hvar sem er, að hún er meira virði en tíu skjátur af þinni gerð. Jan hristi höfuðið og var sýni- lega ónotalega innanbrjósts. Svo kveikti hann sér í sígarettu, óstyrkum fingrum. — Þú ert stundum ókurteisari og hugsunarlausari en þú hefur leyfi til að vera, Lillemor. Þú ætt- ir að hafa hugfast, að áheyrenda- hópur þinn samanstendur af eig- inkonu Einars Bure og tveimur af beztu vinum Evu Claeson. Ekkert okkar er sérlega áfram um að heyra þinn ómerkilega slúðurs- áburð um hana. En nú hafði samtalið beinzt í þá átt, sem ég hafði verið að bíða eftir, svo að ég sagði — og reyndi að leyna ákefð minni. — Ég vildi nú samt sem áður að einhver segði mér um hvað málið eiginlega snýst? Hver ER — til dæmis þessi Eva Claeson? Þekki ég hana? Svar Karls Gustafs var mjög skýrt og skorinort að minnsta kosti frá hans bæjardyrum séð: — Hún er úr Dölunum. Enda þótt mér væri fullljóst, að þar með væri eiginlega málið út- rætt og nokkurs konar trygging fyrir gæðum stúlkunnar lögð fram þótti mér engu að siður fengur að þeim upplýsingum, sem Jan bætti við: — Hún kemur oft hingað á safnið . .. Þú hefur áreiðanlega Mamma svarið við giftingarauglýsingunni minni er komið VELV/VKAIMDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1 30. frá mánudegi til föstudags. 0 Frambjóðendur í ríkisfjölmiðlum P.E. skrifar: „Ég fékk í pósthólfið hjá mér miða með myndum af frambjóð- endum Alþýðubandalagsins til borgarstjórnarkosninga. Þegar ég fór að líta á hann, heyrði ég sam- tímis rödd eins af frambjóðend- unum, Kristlnar Ólafsdóttur, sem er þulur I útvarpinu. Ég leit nán- ar á blaðið og þá leitaði á mig spurning: Af hverju lætur útvarpsráð Pál Bergþórsson koma í sjónvarp úr því að Markús Einarsson veður- fræðingur, er hættur vegna fram- boðs og má ekki tala um veðrið? Og af hverju lætur útvarpsráð Kristínú Ólafsdóttur og t.d. Mar- gréti Margeirsdóttur, sem báðar eru í framboði fyrir sama flokk, koma reglulega fram í ríkisfjöl- miðli, úr því t.d. Magnús Bjarn- freðsson og Elín Pálmadóttir voru látin hætta um leið og þeirra framboðslistar komu fram? Ef það er talið vera auglýsing fyrir frambjóðendur á listanum að koma fram í ríkisfjölmiðum, af hverju gildir þá annað um fram- bjóðendur Alþýðubandalagsins? Hefur sá flokkur sérstöðu í ríkis- fjölmiðlum? Nú skal ég ekki segja um hvort þetta er réttlát regla. En hún ætti a.m.k. að gilda jafnt fyrir alla, sem bjóða sig fram, á hvaða lista sem þeir eru og hvar sem þeir eru. Eða ætlar útvarpsráð kannski að ákveða hve margir komast að frá hverjum flokki? P.E. Q Breytingar í miðborginni Guðmundur Egilsson skrifar: „Á seinni árum hefur mikið starf verið unnið í skipulagsmál- um borgarinnar og fáum við í sumar að sjá nokkurn árangur þess. Allt þetta hefur kostað mikla vinnu og peninga, en það á áreiðanlega eftir að skila sér vel í ánægjulegu og fallegu umhverfi. Mörgum kann að finnast jarðrask óþarflega mikið, en ég hygg, að það séu smámunir ef miðað er við þær breytingar, sem oft þarf að gera hjá öðrum þjóðum. Sýnast mér þessar breytingar hóflegar og miðaðar við, að sem minnst þurfi að hrófla við gömlum hús- um. Það hlýtur ávallt að vera við- kvæmt og mikið vandamál þegar breytingar eru gerðar á gömlum borgarhverfum, ekki sizt miðbæ borgar, þannig að jafnvægi hald- ist og ekki sé raskað um of því gamla. Oft er það svo, að persónulegar minningar geta verið bundnar gamla húsinu og götunni. Og vissulega minnir Tómas Guð- mundsson skáld okkur rækilega á þennan borgarhluta í sínum fal- legu Ijóðum um Austurstræti. Innan skamms fáum við þar fal- lega götu, hitaða upp með heitu frárennsli húsanna við götuna, en annars hefði þetta heita vatn ekki orðið neinum að gagni. Nú fá Austurstrætisdætur og -synir upphitað stræti til að ganga sín fyrstu spor til móts við ástina sína. % Spennistöð við Lækjargötu MCMXX Þegar samræma á gömul borg- arhverfi nýjum tima koma vitan- lega upp mörg sjónarmið. Þá verður að meta hvort ekki eigi að láta gömul hverfi halda sinni upp- runalegu mynd og byggja heldur stór torg og breiða vegi á nýjum stöðum. Mál þessi hafa verið svo mikið rædd i seinni tið, að óþarfi er að rekja þau nánar. Margt er það, sem nútíminn þarfnast. Krafizt er aukinnar raforku, stærri raf- leiðslna og meiri rafbúnaðar, enda er rafmagnsnoktun margfalt á við það, sem áður var. Eitt er það, sem mig langar til að minnast lítillega á. Er það spennistöð Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Það mun hafa verið um 1920, að RR fékk þekktan byggingameist- ara hér í borg til að byggja nokk- ur spennistöðvarhús. Hús þessi einkenndust af sérstöku bygging- arlagi og hafa þau ávallt vakið mikla athygli vegfarenda. Eitt þessara húsa var við Lækjargötu, en hefur nú orðið að víkja, Vegna stækkunar götunnar. Húsið var líka að sjálfsögðu orðið of Iitið fyrir þann rafbúnað, sem krafizt er í dag. Svo vel vill til, að rafveitan á þrjú hús af þessari gerð, sem byggð eru á sama tíma. Yfir dyr- um húsanna má lesa ártalið 1920 I rómverskum tölum. Hyggst RR varðveita eitt þess- ara húsa, og hef ég sannfrétt, að búið sé að fá rúm fyrir það uppi í Árbæjarsafni. Eiga ráðamenn RR þakkir skilið séð hana, þótt þú hafir ekki tekið eftir henni ... það fer ekki mikið fyrir henni. Sem stendur er hún að læra bókmenntasögu . .. og er komin nálægt prófi. — Þú gleymir, sagði Lillemor sykursætt — að hún er ekki búin með prófið í sögu. Hún er enn að vinna að ritgerð um Ivar Axelsson Tott — undir handleiðslu Bure dósents. Ég ákvað að ráðast beint til atlögu. — Eftir tóninum að dæma þýðir það að Einar hafi ekki aðeins áhuga á viðfangsefni hennar, heldur ekki síður á henni sjálfri. Og sá áhugi hans er svo óskiptur, að hann hefur að lokum ákveðið að flytja hana inn i íbúð- ina okkar til að geta haldið áfram rökræðum um málið — og þaðan í hjónarúmið. Á ég að skilja orð þín á þennan hátt? — Puck! I hamingju bænum ... hættu! Jan Hede var rjóður í framan. — Þú hlýtur að skilja, að þú mátt ekki leggja eyrun við því, sem Lillemor segir ... einhverra hluta vegna hefur hún horn í siðu Evu . .. — Mig langar aðeins að vita eitt, sagði ég ákveðin. — Hvernig leit ... hvernig lítur þessi umtal- aða Eva út? Lellemor setti stút á munninn. — Tja, hún er svosem engin fegurðardís. Hún er alltof feit og auk þess alltof munnstór. Það eina, sem ég sé sæmilegt við hana eru hárið og tennurnar. EG skil ekki, hvað Einar né nokkur annar maður sér við hana .. . Þetta fannst báðum karlmönn- unum greinilega of mikið af því góða. Jan var allur á iði i stólnum og kreppti hnefana og opnaði þá jafnóðum og ég sá ekki betur en berserskgangur væri að renna á Karl Gustaf. Ég flýtti mér því að varpa fram síðustu spurningunni: — Er nokkur, sem getur frætt mig um það, hvort hún átti brúna peysu og kjól með skozku munstri. Og ég sá aftur kjólinn fyrir mér, eins og ég hafði séð hann fyrir þann skilning, sem þeir sýna ■ þessu máli. 0 Listhneigði byggingameistarinnj Hús þessi byggði Jens Eyjólfs-| son, en hann teiknaði og byggði ■ fjölda húsa á sinum tima. Sam-| starfsmaður hans var Kristinn | Sigurðsson, múrarameistari. Jens var frábær teiknari og® mikill húsaskreytingamaður. Mig furðar mest á þvi hve hljótt | hefur verið um nafn þessa fjöl-J hæfa byggingameistara. Finnst I mér hann þó hafa lagt fram sinn| skerf til byggingar fagurra húsa. ■ Þegar ég setti saman þessa litlu * grein var varla, að ég sæi hans | getið í heimildum um slika menn. | Er vissulega tími til kominn, að J eitthvað sjáist á prenti um þenn-1 an fjölhæfa mann og er hér sann-1 arlega verðugt verkefni fyrir okk- > ar mörgu björgunarmenn í skrán-J ingu og söguritun gamalla húsa. 0 Persil-klukkan Kannski fáum við að halda i I Persil-klukkuna, enda hefur hún | nú verið flutt úr stað. Er ég sam- ■ mála kunningja Velvakanda um ■ viðhald klukkunnar sé i lágmarki. | Hygg ég, að þeir, sem eru komn- | ir á miðjan aldur, muni sakna ■ hennar ef hún hverfur af Torg- ■ inu. S En margt verður að hverfa þeg-1 ar breytingar eru gerðar i göml- J um hverfum. Meira að segja kola-1 kraninn, sem Tómas skáld kvað | svo skemmtilega um, varð að vikja fyrir tækni nýjunganna. En Tómas hefur sennilega I bjargað honum frá gleymsku með | kvæði sinu, „Við höfnina". Guðmundur Egilsson." • kristin framtíð Hér fer á eftir bréf, sem biskup Islands hefur ritað prestum landsins í sambandi við bænadag- inn, sem er n.k. sunnudag, 19. maí: Helgið Kristi sem Drottin í hjört- um yðar. Þessi orð postulans (1. Pét. 3,15) séu yfirskrift bænadagsins, 5. sd. e. páska, 19. maí. Það er eðlilegt, að bænadagur þessa árs beri þess mót, að þjóð vor minnist 11 alda tilveru sinnar. Með ýmsum hætti er áformað að halda til þessa þjóðarafmælis, svo sem öllum er kunnugt. Að sjálf- sögðu er kirkjan aðili að hátíða- höldum héraðanna og hinni al- mennu þjóðhátíð á Þingvelli. Hátiðarárið hófst með því, að kirkjan kvaddi menr. samar. til þakkargjörðar og fvrirbænar á nýársdag. Verulegur hluli lands- manna mun árlangt eiga til- beiðslustundir i helgidómum kristinnar kirkju, eins og önnur ár. Og jafnt sem endranær er það hlutverk krikjunnar að vitna um og þakka þá sögu, sem Guð hefur skapað á jörð öllum mönnum og þjóðum til eilífs hjálpræðis. Þjóð- arsagan í landi hér helgast fyrst og fremst af þeirri sögu, þar sem Jesús Kristur, hinn krossfesti og upprisni frelsari heimsins, er möndull, mið og mark. Og hulin framtfð, tvisýn og margræð, er því ugglaus, að þar skin ljósið hans yfir allan veg, sé honum fyigt. Vér skulum á þessum bæana- degi sameinast í bæninni: Islenzk framtfð, kristin framtíð. Gerum það, sem í voru valdi stendur, til þess að þátttaka safn- aðanna verði sem almennust. Kveðjið trausta leikmenn til þess að flytja bænadagstfðir á þeim kirkjum yðar, sem þér komizt ekki yfir að embætta á. Ekki skiptir það mestu, hversu margir koma saman, heldur hitt, að hug- ir samstillst fyrir augliú Guðs og ljúki uppfyrirafli hansanda. Þökkum þá náð, sem þjóðin hef- ur þegið, að hún hefur fengið að þekkja hinn eina sanna Guð og þann, sem hann sendi, Jesú Krist. Biðjum þéss, að sú náð verði ekki í burtu tekin. Biðjum þess, að íslenzk framtíð verði kristin, að óbornir niðjar Islands megi helga Krist sem Drottin í hjörtum sín- um. Sigurbjörn Einarsson. I Opin fimmtudaga frá kl.2-9 á útsölunni: Flækjulopi Hespulopi Flækjuband Endaband Prjónaband Véfnaóarbútar Bílatcppahútar Teppabútar Teppamottur ALAFOSS HF Imosfellssveit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.