Morgunblaðið - 16.05.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.05.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAI 1974 t Móðir okkar, tengdamóðir og amma SIGRÍÐUR VALDIMARSDÓTTIR, andaðist að Vífiðsstöðum 13. maí. Valdimar Eiríksson, Aðalsteinn I. Eiríksson, Pálína Guðmundsdóttir, og börn. t Systir okkar ÁSTHILDUR GRÍMSDÓTTIR MAGNUSSON andaðist 1 3. þ.m. i Los Angeles, 90 ára að aldri. Fyrir hönd okkar systkina hennar. Sigurður Grímsson, hrl. Maðurinn minn JÓN LÝÐSSON, Grettisgötu 73, andaðist á Landakotsspítalanum 14. þ.m. Fyrir hönd aðstandenda Guðrún Gisladóttir. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, ELÍN THEÓDÓRSDÓTTIR, Háteigsveg 20, verður jarðsett frá Fossvogskirkju föstudaginn 1 7. mai kl. 1 3.30. Halldóra Sveinsdóttir, Oddgeir Þorleifsson, Elín Oddgeirsdóttir, Sesselja Oddgeirsdóttir. Útför FÉTURS GUÐMUNDSSONAR fyrrverandi forstjóra Aðalstræti 23, Patreksfirði, sem andaðist í Sjúkrahúsinu á Patreksfirði þann 1 2. þ.m. fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 1 8. þ.m. kl. 3 eh. Eiginkona, dætur, tengdasynir, stjúpbörn og barnabörn. t Jarðarför konunnar minnar ÁGÚSTU ÓLAFSDÓTTUR, Raftholti, fer fram frá Marteinstungukirkju laugardaginn 1 8. mai kl. 2 s.d. Sigurjón Sigurðsson. t Innilegar þakkúr fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför INGVELDAR GUNNLAUGSDÓTTUR, Hringbraut 43. Hjörtur Hafliðason, Guðbjörg Einarsdóttir, Kristinn Hafliðason, Anna Guðmundsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför systur minnar IÐUNNARJAKOBSDÓTTUR Fyrir hönd sonar og systkina Ásdís Jakobsdóttir. Sigríður Guðmundsdóttir Fædd 21. sept. 1889. Dáin 17. marz 1974. Við andlát Sigríðar Guðm.unds- dóttur frá Kverngrjóti finn ég mig til knúða að freista þess að reisa við fallinn penna ömmu minnar, Guðbjargar Jónsdóttur á Broddanesi, og minnast hennar með fáeinum orðum, þótt mjög verði það af vanefnum, miðaðvið það, sem amma mín hefði sjálf gert, ef hún hefði lifað Sigríði, sína bestu vinkonu. Sigríður var dótúr hjónanna Maríu Jónsdóttur og Guðmundar Einarssonar, sem lengi bjuggu að Felli í Kollafirði og víðar á Ströndum og f Dölum. Hún átti 9 systkini, sem upp komust. Bræð- urna Arnór skrifstofustjóra Fiski- félags íslands og Jón kaupmann, sem jafnan var kenndur við Fell, báðirlátnir. Systurnar voru: Þór- ey, Guðrún, Kristín, Guðbjörg, Ragnheiður og Ingunn, allar látn- ar. Steinunn er nú ein á lífi þess- ara systkina. Sigríður dvaldi mestan hluta ævinnar á heimili Guðbjargar systur sinnar og manns hennar Jóns Markússonar, að Kverngrjóti í Saurbæ. Að þeim látnum var hún þar áfram, hjá syni þeirra Ingva og konu hans Ingu Magnúsdóttur. Þar átti hún ávallt mjög góðu atlæti að fagna, enda í ríkum mæli gædd þeim eiginleikum, sem gera fólk að hvers mann hugljúfa. Siðustu ár- in dvaldi hún á Hrafnistu, var þá að mestu komin út úr heiminum og aðeins eftir skugginn af þeim persónuleika, sem hún áður bar. Sigríður á Kverngrjóti var ein af þessum hetjum hversdagslífsins, sem virtir menn gætu skrifað um heila bók. Það er því ofdirfska af mér að ætla að gera minningu hennar nokkur skil í fáeinum orð- um. Ég ætla þó að reyna, að bregða upp örfáum myndum úr endur- minningum mínum um þessa sér- stæðu konu. Guðbjörg amma mín og Sigrfð- ur vorutengdar ákaflega sterkum vináttuböndum, höfðu stöðug bréfaskipti meðan báðar lifðu og heimsóttu hvor aðra til skiptis, meðan þær gátu því við komið. Annað hvei't vor kom Sigríður norður að Broddanesi. Hennar var beðið með óþreyju ekki að- eins af ömmu minni, allir á heim- ilinu hlökkuðu til þessara heim- sókna. Svo þegar sá dagur rann upp, að Sigrfður var borin inn í bæinn, var eins og allt yrði betra og bjartara. Það hvarflaði kannski að manni, að ekki væri alveg sjálfsagður hlutur að hafa styrka fætur, sem gætu borið mann út og utan. Oþarft væri að kvarta yfir smámunum ýmsum, þegar þessi kona, sem verið hafði algjörlega lömuð á fótum frá 15 ára aldri, kom ríðandi um langan veg án allra þreytumerkja, bros- andi og glöð og svo fínt klædd, að óvenjulegt var. Nú upphófst lær- dómsríkur tími. Þær vinkonurnar sátu löngum á tali og aldrei varð skortur á umræðuefni. Ekki var verið að þrasa um dægurmál eða ú'na til lesú náungans. Allt var tal þeirra fróðlegt og skemmúlegt, svo að mér er nær að halda, að hefðu þessi samtöl verið tekin upp á hin margslungnu segul- Gestur Guðmundsson bóndi í Reykjahlíð Nú hverfa þeiróðum af sjónar- sviðinu aldamótamennirnir, sem erjuðu jörðina innan borgar- marka Reykjavíkur og fram- leiddu mjólk handa börnum bæj- arbúa, meðan erfitt var um öflun slfkrar vöru úr fjarlægum sveit- um. Nútfminn þekkir ekki þá þörf. á sfðasta ári hvarf Ragnar á Bústöðum, nú Gestur í Reykja- hlíð. Gestur Guðmundsson varfædd ur að Bergstöðum við Bergstaða- stræti f Reykjavík 24. júlí 1889, var því innfæddur Reykvíkingur. Foreldrar hans voru Guðm. Ingi- mundarson og Guðrún Magnús- dóttir, sem þar bjuggu. Á Berg- stöðum ólst Gestur upp við hvers konar störf, því að faðir hans hafði auk venjulegrar búvöru- framleiðslu, all umfangsmikla vöruflutninga á hestvögnum, bæði innanbæjar og út á land. Til dæmis efnisflutninga í gömlu Sogsbrúna, Vífilsstaðahælið o.fl. Gestur mun ekki hafa verið gamall, þegar hann fór að taka þátt í þessum störfum með föður sínum og eldri bræðrum, enda var hann harðduglegur ferðamaður, sem kom fram við fjárleiúr og fjallgöngur f nágrenni Reykjavfk- ur, enda allra manna kunnugast- ur í upplandi nágrennisins vestan Hellisheiðar. Og hræddur er ég um, að með honum hafi farið nokkur þekking á örnefnum á þessu svæði, því að hann var mjög glöggur og stálminnugur, enda þessi heiðasvæði verið umferðar- vettvangur hans bæði haust og vor um f jölda ára. I marz 1915 kvæntist Gestur Guórúnu Ragnheiði Jónsdóttur ættaðri úr Vatnsdal í Húnaþingi, hafði hún áður verið gift bróður hans Ingimundi, en misst hann efúr stutta sambúð. Fyrst hófu þau búskap á Berg- stöðum það sama ár, en árið 1923 fluttust þau f Reykjahlíð, sem var nýbýli, er Gestur hafði byggt á erfðafestulandi norðan við Eski- hlíðina. Þar ráku þau myndarbú- fyrir útþenslu borgarinnar 1965, sem hafa orðið örlög margra gróð- ui'lenda í námunda við fjölbýlið og er það eðlileg þróun og ekkert við því að segja. á fyrstu árum hafði hann nokkurt kúabú ásamt flutningum með hestvögnum, en hin síðustu ár hafði hann að mestu sauðfjárbúskap og hafði þá féð að mestu leyti að vetrinum á Lögbergi og sýndi þaó dugnað hans og þrautseigju að fara þang- að daglega til hirðingar hvernig sem veður var. Þá var hann og orðinn mjög við aldur. Á þeim árum, sem hann bjó í Reykjahlíð, tók hann nokkurn þátt í félagsmálum landbúnaðar- manna, var t.d.í Jarðræktarfélagi Reykjavíkur, Nautgriparæktarfé- lagi, Félagi fjáreigenda og nokk- ur síðustu ár var hann stjórnar- Framhald á bls. 18 + Útför móður okkar HELGU EYJÓLFSDÓTTUR, Bakkárholti, Ölfusi, fer fram frá Kotstrandarkirkju, laugardaginn 1 8. mai kl. 1 4. Margrét Gunnarsdóttir, Þorlákur Gunnarsson. + Jarðarför eiginkonu minnar og móður, ÁSTU JAKOBSSEN, hjúkrunarkonu, fer fram 18. maí frá Hvammstangakirkju kl. 2. Fyrir þá sem vilja minnast hennar, bendum við á minningarkort Kvennasambandsins, sem liggja frammi hjá Ingibjörgu Danielsdóttur, sími 22703. Jón Eggertsson og dóttir. skap, þar til býlið varð að víkja + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar RÓSU GUÐMUNDSDÓTTUR, Kirkjubæjarbraut 9 Vestmannaeyjum Guðríður Jónsdóttir Helga Jónsdóttir Björn Karlsson Selma Jóhannsdóttir Gunnar Jónsson og barnabörn. + Hjartanlega þökkum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför FRÍÐUR ALFREÐSDÓTTUR. Sæmundur Sæmundsson og sonur, Steinunn Jónsdóttir, Sigurbjörg Magnúsdóttir, Alfreð Sturluson, Maggý Sæmundsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir, Friðrik Friðriksson. Böðvar Böðvarsson. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir afi og langafj SIGURÐUR GUNNLAUGUR ÞORLÁKSSON, Skerseyrarvegi 1, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni, 17. mal kl. 14. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Ólöf Rósmundsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.