Morgunblaðið - 16.05.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.05.1974, Blaðsíða 18
18 MÖRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAl 1974 Kappreiðar HESTAMANNAFÉLÖGIN Gust- ur í Kópavogi og Andvari I Garða- hreppi gangast fyrir kappreiðum að Kjóavöilum n.k. laugardag og sunnudag: Á laugardaginn verður góðhestakeppni en á sunnudag verður keppt i 6 greinum, 250 metra skeiði, 250 metra tölti, 250 metra folahlaupi, 300 metra stökki, 2000 metra brokki og í víðavangshlaupi. Skráning hesta til keppninnar fer fram i kvöld að Kjóavöllum og hefst kl. 20.30. — Ovissa Framhald af bls. 32 þessu máli. Sagði hann að með bréfinu frá heilbrigðisráðuneyt- inu væri neitað öllum samning- um og öllum skilyrðum um þátt- töku ríkisins. „Með þessu", sagði borgarstjóri, „er ríkið að setja fótinn fyrir þetta mál og stefna framkvæmdum við þetta mikla hagsmunamál borgarbúa f óvissu". Reykjavíkurborg hefuráhuga á að koma upp heilsugæzlustöðvum i hinum ýmsu hverfum borgar- innar í þvi skyni að stórbæta læknisþjónustu i borginni. Sam- ráð hefur verið haft við Sjúkra- samlag Reykjavíkur og Lækna- félag Reykjavíkur, en á síðasta alþingi voru samþykkt lög sem gera ráð fyrir að ríkið greiði 85% byggingarkostnaðar, en sveitar- félögin 15%. „Reykjavíkurborg áætlaði fjár- magn til byrjunarframkvæmda á þessu hausti", sagði Birgir isleif- ur Gunnarsson, ,,og áhugi er á að hefja þessar framkvæmdir. Hins vegar var alltaf gert ráð fyrir að rfkið vildi gera samning um sinn hluta fjármögnunar þessarar framkvæmdar og reyndar lágu fyrir yfirlýsingar frá Heilbrigðis- ráðuneytinu þess efnis að ríkið vildi gera svipaðan samning og gerður hefur veríð um viðbygg- ingu geðdeildar Borgarspftalans f Arnarholti á Kjalarnesi, en þar greiðir ríkið sinn hluta á mun lengri tíma en lög gera ráð fýrir og bórgarstjórn fjármagnar fram- kvæmdir á meðan. Með þessu bréfi þar sem neitað er öllum samningum og öllum vilyrðum um þátttöku ríkisins, ér ríkið að setja fótinn fyrir þetta mál og stefria framkvæmdum við þetta hálfu samtaka þeirra, sem sögðust standa að baki þessum aðgerðum, þ.e. „Alþýðulýðræðisfylkingar- innar." „Við leggjum ekki Iff barna undir f styrjöld" sagði Golda Meirog hét því, að ísraelsk stjórnvöld mundu gera allt, sem í þeirra valdi stæði, til að efla öryggi landsmanna. I APfréttfrá Maalot í kvöld sagði, að margir unglinganna hefðu stokkið út um glugga á skólahúsinu um leið og skothrfð ísraelsku hermannanna hófst og haft var eftir stúlku er komst út með skotsár á fótlegg, að skæruliðarnir hefðu byrjað að skjóta á börnin, áður en áhlaup Israelsmanna h<5fst.“ Þeir sögðu við okkur, að fulltrúar Rauða krossins væru að koma og allt mundi fara vel. Við fórum að fagna þessum fréttum en þá byrjuðu þeir að skjóta á okkur. Sumír hlupu grát- andi að gluggunum og stukku beint út. Við hlupum á allar áttir, hver sem betur gat.“ Af hálfu samtaka skæruliðanna var því lýst yfir, að skólahúsið hefði verið sprengt upp svo sem til hefði staðið, ef ísraelsmenn yrðu ekki við kröfum skærulið- anna, en fregnir frá Maalot hermdu, að svo hefði ekki verið. Þó höfðu orðið einhverjar spreng- ingar inni í húsinu, þegar skot- hríðin hófst og þær sennilega orð- ið einhverjum unglinganna aó bana. mikla hagsmunamál borgarbúa í óvissu". Ólafur Mixa læknir var ráðinn af borginni og sjúkrasamlaginu til þess fyrir einu og hálfu ári að gera drög að hönnun og starfs- fyrirkomuíagi. Ólafur sagði í sam- tali við Morgunblaðið f gær að þessu verkefni væri nú lokið, en hann og Jón Haraldsson arkitekt hafa unnið i sameiningu að fyrir- komulagi og hönnun og Jón hefur teiknað heilsugæzlustöðina, sem gert er ráð fyrir að verði byggð í tveimur áföngum. Kvað Ólafur heilbrigðismálaráð borgarinnar hafa samþykkt þessar útlitsteikn- ingar og framkvæmd I. áfanga hefur verið samþykkt þar einnig. Ólafur kvað húsið allt vera um 2000 frn. í I. áfanga, sem hann kvað fyrirhugaðan læknisfræði- legan, er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir 5 heimilislækna f fullu starfi með hlheyrandi hjúkrunarliði, röntgen stofu, og aðstöðu fyrir félagsráðgjöf. I öðrum áfanga kvað Ólafur vera gert ráð fyrir barnaskoðun, æfingaraðstöðu og tannlæknaþjón ustu og aðstöðu fyrir áhugamannahópa um hjálp við sjúka og aldraða. Þar yrði einnig möguleiki á almennri heil- brigðisfræðslu og vakt yrði þar allan sólarhringinn. Einnig yrði þar sérfræðiaðstoð áýmsum svið- um. — Arsþing FII Framhald af bls. 3 vegur landsmanna og sá atvinnu- vegur, sem skílaði mestu í þjóðar- búið. Hefði iðnaðurinn nú þegar náð því marki að flytja út sem svarar 1/4 af útflutningi sjávar- afurða. Eins og að framan greinir lét Gunnar J. Friðriksson af störfum sem formaður Fll. Davíð Sch. Thorsteinsson, framkvæmda- stjóri Smjörlíkis hf., var kjörinn formaður f hans stað. Þá var kosið um tvö sæti í stjórn og tvö i vara- stjórn. Kosningu f stjórn hlutu Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri i Hydrol, og Björn Þorláksson, framkvæmdastjóri Sanitas. í varastjórn hlutu kosningu Björn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri í Sportver, og Sveinn S. Valfells, framkvæmda- stjóri í Steypustöðinni. Eyrir voru f stjórn þeir Haukur Eggertssoji, framkvæmdastjóri í Plastprént, og Kristinn Guðjóns- son, framkvæmdastjóri í Stál- umbúðum. Flestir sofandi Það var um kl. fjögur f nótt að staðartfma (1 e.m. að ísl. tíma) að skæruliöarnir brutust inn í skóla- húsið Netiz Meir f Maalot, sem er 8000 manna bær um 7 km frá landamærum Líbanons. Skæru- liðarnir skutu húsvörðinn og skipuðu unglingunum að hafa hægt um sig og þegja. Um tuttugu unglingar stukku strax út um glugga á annarri hæð skólahúss- ins en flestir voru f svefnpokun- um sínum, sofandi og uggðu ekki að sér. Unglingarnir, á aldrinum 14—17 ára voru f skólaferðalagi og áttu aðeins að gista í Maalot eina nótt. Sfðar tókst nokkrum þeirra að komast undan. Skýrði þá einn nemanna svo frá, að nokkrir hefðu fengið slæmt taugaáfall en skæruliðarnir hefðu komið fyrir sprengiefni og kveikjuleiðslum í skólanum og væru auk þess allir með sprengjubelti um sig miðja. Moshe Dayan, landvarnaráð- herra, kom í þyrlu til Maalot í nótt og stjórnaði sjálfur aðgerð- um Israelsmanna. Var mikil ólga meðal íbúanna í Maalot og nokkr- um sinnum gerð hróp að Dayan fyrir ónógt öryggi. Kröfur skæruliðanna voru sem fyrr segir þær, að 26 föngum yrði sleppt, þar á meðal japanska skæruliðanum Kozo Okamoto, sem dæmdur var í lífstíðarfang- elsi fyrir aðild að fjöldamorðun- um á LOD-flugvelli fyrir tæpum — Minning Framhald af bls. 22 maður í J arðræktarfélagi Reykja- víkur og ailoft fullti'úi þess á aðal- fundum Búnaðarsambands Kjal- arnesþings. Þau Gestur og Gúðrún bjuggu saman í farsælu hjónabandi í 53 ár, því að Guðrún dó árið 1968. Þau eignuðust 7 börn og 1 dóttúr átti Guðrún frá fyrra hjónabandi, 6 af börnum þeirra komust til fullorðins ára, en eina dóttur misstu þau á unga aldri, og einn sonur þeirra ernúlátinn. Gestur í Reykjahlíð var sérstak- ur persónuleiki, skapstór nokkuð, hélt fast á sínu máli og hvikaði hvergi þar, sem hann taldi sig hafa á réttu að standa, þráttfyrir það átti hann vinsemd allra manna, er þekktu hann nokkuð. Hann var allra manna hjálpsam- astur, þar sem aðstoðar var þörf var hann boðinn og búinn til að veita hana, og ekki krafið um endurgjald að jafnaði. Sérstaka ánægju hafði hann af að greiða fyrir að óskilafénaður kæmist til eigenda sinna og sparaði þá hvorki fé né fyrirhöfn. Nú er Gestur í Reykjahlíð allur. ísland hefur misst einn þeirra manna, er byrjuðu uppbyggingu á fyrstu dögum 20. aldarinnar og staðið hafa að því verki langt fram á 7. tuginn. Hann andaðist 20. marz og var jarðsunginn frá Frikirkjunni í Reykjavfk 29. sama mán. 1974. Einar Olafsson. — Pop-tónlist Framhald af bls. 13 ganga að, en við teljum vera lág- mark. — Ég verð að segja, að ég er svekktur yfir þessum málalokum því að svona tónleikar hefðu get- að orðið mikil lyftistöng fyrir ís- lenzka popptónlist. Sjálfur var ég með hugmynd að verki, byggðu á kvæðaiestri úr Völuspá, þannig að flétta saraan upplestur og hljóðfæraleik. í þetta verk hefði ég þurft 12—15 aðstoðarhljóð- færaleikara og kostnað hafði ég áætlað um 320 þús., — þar inni- falin öll vinna við samningu og æfingar. En þvi miður, 700 þús. krónur skal þaðvera og ekki eyrir framyfir, og þar með var draúm- urinn búinn. Ég hef persónuiega ekki áhuga á að koma fram á hljómleikum með eitthvað, sem höndunum hefur veríð kastað til, og ég veit, að hinir eru á sama máli. tveimur árum. Skyldu fangarnir allir fluttir úr landi og orð hafa borizt um frelsi þeirra og komu til Kýpur eða Damaskus fyrir kl. fjögur siðdegis. Skæruliðarnir kröfðust þess, að sendiherrar Frakklands og Rúmeníu stjórnuðu samningaviðræðum við þá og skyldu þeir hafa uppi sér- stök lykilorð, er þeir kæmu að skólanum. Loks var þess krafizt, að þeir fengju sjálfir að fara frjálsir burt. í fyrstu ætluðu þeir að hafa alla unglingana með sér en féllu fljótlega frá þeirri kröfu. Snemma morguns tóku að berast fregnir um, að tveir ara- bískir fangar hefðu verið fluttir í þyrlu til Maalot, og um kl. 9.30 að fsl. tíma var tilkynnt, að stjórn ísraels hefði orðið ásátt um að verða við kröfum skæruliðanna. Franski sendiherrann Jean Harly fór á vettvang í þyrlu og hóf samningaumleitanir. Klukkan hálf fjögur var síðasta tilraun gerð til að ná sambandi við skæru- liðana til að fá þá til að fresta frekari aðgerðum til að tími gæfist til að koma föngunum úr landi en því var neitað. Var þá ráðizt til atlögu og komust ísra- elsku hermennirnir inn i húsið eftir þriggja mínútna skothríð. Myrtu hjón og tvöbörn þeirra Taka skólahússins var hámark meiri háttar hryðjuverkaöldu, sem skæruliðar stóðu fyrir í ísrael. Fyrst var reynt að sprengja olíuleiðslu f Haifa; síðan komst upp, að þremur sjálf- vírkum flugskeytum af sovézkri gerð hafði verið komið fyrir — Glistrup Framhald af bls. 1 mála. Þegar í kvöld voru menn farnir að leggja niður vinnu í mötmælaskvni. Samkomulag um tillögurnar tóksteftiraðstjórnin hafði breytt þeim lfti lsháttar til að koma til móts við Glistrup ög flokk hans. Þar með var bægt. frá þjóðinni kosningum, sem allir höfðu lýst sig andvíga. A þriðjudagskvöld hafði Glistrup lýst því yfir, að þingmenn hans mundu greiða at- kvæði gegn tillögum stjórnar- innar og var þar með talið víst, að hún væri fallin. En eftir að hún beygði sig fyrir þeirri kröfu að hækka ekki fasteignaskatta á ein- býlis- og raðhúsaeigenduin var ákveðið f þingflokki Glistrups að styðja stjórnina. Flokkarnir, sem tillögurnar studdu í atkvæðagreiðslunni, voru þessir: Radikale Venstre, Miðdemokratar, íhaldsf lokkur- inn, Kristilegi þjóðarflokkurinn, Framfaraf lokkurinn, Venstre stjórnarflokkurinn — og óháðir, auk þess sem Réttarsambandið studdi nokkra þætti tillagnanna. Gegn úllögunum greiddu atkvæði Jafnaðarmenn, Sósialistfski þjóðarflokkurinn og Kommún- istar. Tillögur stjórnarinnar munu hafa það í för með sér, að hækk- anir verða á áfengi og tóbaki, isskápum, útvarps- og sjónvarps- tækjum og bifreiðum. Tilgangur- inn með tillögunum er að draga úr innflutningi Dana og styrkja þar með stöðu danska gjaldmiðils- ins en greiðsluhalli Dana í við- skiptum við útlönd er orðinn ískyggi legur. Þá gerir stjórnin áætlanir um sparnað f ríkisrekstrinum, sem einkum kemur niður á ýmsum atriðum félags- og fræðslumála og eru það fyrst og fremst þær ráð- stafanir, sem verkalýðsfélögin dönsku mótmæla. Loks hefur stjórnin gert áætlun um að draga úr beinum sköttum. Því er nú svo farið i Danmörku, að allir greiða sama hlutfall f skatta af tekjum upp í 23.000 d. kr. en eftir það hækka skattarnir svo ört, að meirihluti manna greiðir nú meira en 50% tekna sinna í skatta. Stjórnin hyggst hækka ofapgreint mark úr 23.000 k. kr. í 80.000 d. kr. með það fyrir augum, að meirihluti manna greiði ekki meira en 35% tekna sinna í skatta. Ér ætlunin að þessar ráð- stafanir gildi frá 1. janúar næst- komandi. þannig, að þau skyldu hæfa skot- mörk i miðborg Jerúsalem snemma í morgun. Skæruliðarnir, sem að þessu stóðu, skutu sér leið yfir til Jórdaníu að verkefnum sínum loknum, að því er sagði í orðsendingu þeirra. Skæruliðarnir, sem tóku skóla- húsið, höfðu áður orðið fimm manns að bana. Fyrst skutu þeir á bifreið, sem í voru 11 konur á leið til vinnu og lét ein þeirra lffið. Síðan réðust þeir inn i fjölbýlis- hús — komust þar inn með því að segjast vera ísraelskir lögreglu- menn f leit að skæruliðum — og þar skutu þeir til bana hjón og börn þeirra tvö. Konan gekk með fjórða barn þeirra hjóna, var komin sjö mánuði á leið — en yngsta barn þeirra, 18 mánaða slapp lifandi. Frá fjölbýlishúsinu héldu skæruliðarnir sfðan ti I skólahússins, þar sem þeir skutu fyrst og særðu húsvörðinn, áður en þeir réðust inn til ungling- anna. Þessar síðustu aðgerðir skæru- liða f ísrael hafa víðast mælzt mjög illa fyrir. Meðal þeirra, sem þær hafa fordæmt, eru Páll páfi VI og bæðir frambjóðendurnir til forsetaembættis í Frakklandi. Sömuleiðis Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, en hætt er við, að þessi tíðindi verði til að draga úr samn- ingslíkum milli ísraels og Sýr- lendinga. Kissinger fer væntan- lega til Damaskus á morgun og talið er hugsanlegt,að hann haldi síðan heim til Washington og gefi báðum aðilum tóm til að fhuga síðustu tillögur, sem fram hafa komið um aðskilnað herjanna í Gólanhæðum. — Einar Framhald af bls. 3 andi tilhneiging, sem framkemur f Vestur-Evrópu til þess að auka sjálfstæði sitt gagnvart Banda- ríkjunum ákaflega skiljanleg. Tel ég, að þar sé úm að ræða and- stæður, sem verði ekki brúaðar með neinum yfirborðsaðgerðum." Magnús Kjartansson sagði einnig, að hann hefði ekki rætt þetta atriði við Einar og þvf gæti hann ekki fullyrt, hvort hann væri á öndverðri skoðun við hann um þetta atriði. Hann kvað skýrsluna vera frá utanríkisráð- herra og hann hefði ekki lagt hana fyrir ríkisstjórnina, þannig að ekki hefði reynt á, hvort þá greindi áum þetta eða ekki. — 350 íbúðir Framhald af bls. 3 njóta, skulu hlíta reglugerð, er sett verður um þessi atriði, og skal lánsupphæð miðuð við áætlun, sem aðili gerir, en borgarráð samþykkir. 3. Byggð verði 500 vistrými fyrir aldraða á næstu 10 árum. Er hér um að ræða bæði hjúkrunarheimili fyrir þá, sem eru við rúmið og þá, sem hafa fótavist, en geta ekki dvalið í heimahúsum. 4. Þær sjálfseignarstofnanir, sem vilja reisa vistheimili, skulu njóta allt að 30% styrks hjá Reykjavíkurborg miðað við áætlaðan byggingarkostnað, sbr. 2. mgr. 2. gr. Styrkur þessi greiðist eftir þvf sem fram- kvæmdum miðar áfram og sam- kvæmt samningi, er gerður verður þar um. 5. Lagt er til, að þeim 85 millj. kr., sem verja skal á þessu ári til bygginga vegna aldraðra, verði ráðstafað þann- ig: 1. Vegna þess hversu mikil og brýn þörf er á, að fá aðhlynn- ingu og hjúkrun fyrir aldrað fólk, er lagt til að keypt verði tilbúið hjúkrunarheimili fyrir 40 manns, sem fáanlegt er frá Danmörku og mun kosta um 85 millj. kr. — miðað við verðlag í marz 1974. Húsinu verði komið upp á lóð Brogarsjúkrahússins, enda verði það starfrækt í sam- bandi við það. — Fyrsta greiðsla af þrem 25 millj. kr. 2. öryrkjabandalag Islands hefur í byggingu stórhýsi við Hátún og er kleift að fullgera 48 íbúðir í því húsi fyrir 20 millj. kr. — Er lagt til, að sú upphæð verði óafturkræft framlag samkv. nánara sam- komulagi borgarinnar og Öryrkjabandalagsins. 3. Til þess að flýta fyrir fram- kvæmdum við Borgarsjúkra- húsið er lagt til að leggja fram 35 millj. kr. til B-álmu, enda verði því fé varið til langdvalar- deildar fyrir aldraða, sem reisa þarf hið fyrsta. 4. Til undirbúnings fram- kvæmda vegna byggingar hjúkrunarheimilis Reykja- víkurborgar verði 5 millj. kr. handbærar. 6. Stefnt skal að því að koma upp 2—3 dagvistunarheimilum á þessu timabili. Mætti byggja þau í tengslum við ný vistheim- ili eða sjálfstæð, en það gæti þá mótazt nokkuð af staðsetningu hinna nýju heimila. Áherzla er lögð á, að þar sé góð aðstaða til föndurs, endur- hæfingar og hvers konar snyrt- ingar. 7. Byggingarnefnd aldraðra óskar eftir heimild til að hefja nú þegar undirbúning að bygg- ingu ibúða fyrir aldraða, svo og hjúkrunarheimilis: a) Með því að skipulagsnefnd bendi á hentugan stað fyrir hjúkrunarheimili, svo hægt sé að hefja hönnum á þvi nú þegar og byrja byggingarframkvæmd- ir haustið 1975. b) Með því að láta nú þegar hanna 50—60 íbúðir fyrir aldr- aða, svo byggingarframkvæmd- ir geti hafizt í ársbyrjun 1976. Nefndin er sammála um það, að borgin byggi minnst 175 íbúðir af þeim, sem um getur í tillögunum, og 250 hjúkrunar- og vistrými, enda styrki ríkis- sjóður þessar framkvæmdir samkvæmt lögum. — ÞEIR SÖGÐU Framhald af bls. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.