Morgunblaðið - 16.05.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.05.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 1974 hf Arvakur. Reykjavík Haraldur Sveinsson Matthias Johannessen. Eyiólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson Þorbjorn Guðmundsson Bjorn Jóhannsson Arni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6. stmi 10 100 Aðalstræti 6. sími 22 4 80 Askriftargjald 600.00 kr á mánuði innanlands I lausasolu 35.00 kr eintakið Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Fyrir nokkrum dögum sendi sambandsstjórn Alþýðusambands Islands frá sér ályktun um þær efnahagsráðstafanir, sem vinstri stjórnin hefur gert tillögur um. í álýktun þéss- ari fullyrðir Alþýðusam- band Islands, að kaup- hækkun sú, sem um var samið fyrir hina lægstlaun- uðu í lok febrúarmánaðar sl., sé nú að engu orðin vegna þeirrar verðbólgu- öldu, sem risið hafi í land- inu í kjölfar kjarasamning- anna. í ályktun Alþýðu- sambandsins segir m.a.: ,JJú er svo komið, að átt hefur sér stað stórfelld hækkun framfærslukostn- aðar og mun framfærslu- vísitalan 1. maí verða a.m.k. 19% hærri en 1. febrúar. Ljóst er, að með slíkri þróun er kaupmætti láglauna stefnt í beinan voða, auk þess sem hún leiðir fyrr eða síðar til sam- dráttar og atvinnuleysis. Verkalýðshreyfingin mót- mælir harðlega öllum að- dróttunum um, að ramma- samningar ASl við vinnu- veitendur eigi sök áþessari alvarlegu þróun. Stefna samtakanna, sem mörkuð var fyrir gerð kjarasamn- inganna, er óbreytt sú að tryggja ber fyrst og fremst kaupbætur hinum láglaun- uðu til handa. Engum er ljósara en verkalýðshreyf- ingunni í hvern vanda af- komu láglaunafólks er stefnt með framhaldi þeirr- ar þróunar, sem að framan er rakin. Eigi að síður hljóta samtökin að mót- mæla því, að gripið sé til þeirra óyndisúrræða að freista þess að leysa þenn- an vanda með ihlutun lög- gjafarvaldsins í frjálsa kjarasamninga stéttarfé- laganna. Sambandsstjórn- in mótmælir því hugsan- legri íhlutun í kjarasamn- inga stéttarfélaga bæði varðandi kaupgjalds- ákvæði samninganna og ákvæði þeirra um trygg- ingu launa.“ Þessi ályktun sambands- stjórnar Alþýðusambands Islands er ákaflega athygl- isverð vegna þess, að með henni mótmæla verkalýðs- samtökin eindregið þeim fyrirætlunum f efnahags- málum, sem ríkisstjórn „hinna vinnandi stétta“ hafði lýst fyrir Alþingi og alþjóð. Þegar hin splundr- aða vinstri stjórn komst til valda í júlí 1971 var því lýst yfir, að nú mundu nýir tímar ganga f garð fyrir hið vinnandi fólk á íslandi og að þessi ríkisstjórn væri mun vinveittari verkalýðs- hreyfingunni en sú, sem áður hafði setið að völdum. Því var heitið, að samráð skyldi haft við verkalýðs- samtökin um ráðstafanir í efnahagsmálum. Eftir þessi miklu loforð er niðurstaðan sú, að ríkis- stjórn „hinna vinnandi stétta“ lýsir yfir þeim ákveðna tilgangi að taka kaupgjaldsvísitöluna úr sambandi, sem verkalýðs- samtökin hafa hingað til talið heilaga, og jafnframt lýsir hún þeim ásetningi að breyta nýgerðum kjara- samningum með lögum og lögbinda almenna kaup- lækkun í landinu. Enn- fremur taldi forsætisráð- herra enga ástæðu til að hafa samráð við verkalýðs- samtökin um þessar að- gerðir. Þessi afstaða ríkis- stjórnarinnar varð til þess, að Björn Jónsson forseti Alþýðusambandsins baðst lausnar. 1 sjálfu sér þarf engum að koma á óvart, þótt af- staða Framsóknarflokksins í garð launþegasamtak- anna hafi verið svo nei- kvæð sem raun ber vitni. Hitt er öllu athyglisverð- ara að sjá, hver afstaða Al- þýðubandalagsins var f rfk- isstjórninni vegna þess að Alþýðubandalagið hefur jafnan haldið þvf fram, að það sé fyrst og fremst verkalýðsflokkur og að það sæki fylgi sitt til launþega f landinu. Það voru ráðherrar Al- þýðubandalagsins, sem lögðu fram tillögu um það í ríkisstjórninni, að nýgerð- um kjarasamningum yrði breytt með lögum og öll kauphækkun, sem um hafði verið samið fyrir ein- stakar stéttir og var meiri en 20%, yrði tekin aftur með lögum. Það voru ráð- herrar Alþýðubandalags- ins, sem lýstu sig reiðu- búna til þess í ríkisstjórn- inni að ganga á hina heil- ögu kaupgjaldsvísitölu og taka hana ósköp einfald- lega úr sambandi, sem leiða mundi til mjög veru- legrar kjaraskerðingar, sérstaklega fyrir láglauna- fólk í landinu. Og þessir „fulltrúar" verkalýðs- hreyfingarinnar í ríkis- stjórn lögðu enga áherzlu á, að haft yrði samráð við verkalýðssamtökin. Þannig var þá afstaða hinna miklu verkalýðs- sinna í Alþýðubandalaginu til verkalýðshreyfingarinn- ar og hagsmunamála henn- ar, þegar til kastanna kom. Þegar um það var að ræða að standa vörð um hag lág- launafólks eða halda ráð- herrastólunum völdu þeir Lúðvík Jósepsson og Magn- ús Kjartansson ráðherra- stólana, en fórnuðu hags- munum láglaunafólksins. Ekki þarf að efa, að verka- fólk um land allt mun minnast þessarar afstöðu kommúnistaráðherranna, þegar kemur að kjördegi. KOMMÚNISTAR OG VERKALÝÐSHREYFINGIN Kritur Joberts og Kissingers DEILURNAR, sem hafa risið innan Atlantshafsbandalagsins og settu svip sinn á aldarfjórðungs afmæli bandalagsins, eiga rætur í persónu- legum ágreiningi tveggja utanríkis- ráðherra, Henry Kissingers og Michel Joberts. Þessi ágreiningur hefur aukizt stig af stigi og veikt samstarf vestrænna rikja. Ágreiningurinn má rekja til daganna fyrir fund forsetanna Nixons og Pompidous i Reykjavík i fyrravor þegar Kissinger gerði grein fyrir tillögum sínum um nýjan Atlantshafssáttmála. Hann varð opinber þegar Bandarikjamenn fyrir- skipuðu varnarviðbúnað i helztu her- stöðvum sinum í októberstríðinu án þess að tilkynna það bandamönnum sínum i NATO. Ágreiningurinn komst á alvarlegt stig á orkumálaráðstefnunni i Washington þegar Jobert hafði að engu áskoranir Bandarikjamanna um algera samstöðu í orkumálun- um. Hann komst á enn alvarlegra stig þegar Kissinger reiddist svo þeirri ákvörðun Efnahagsbandalags- landanna að komast að samkomu- lagi við Arabarikin vegna orkukrepp- unnar þvert gegn vilja Bandaríkja- manna, að hann veittist harkalega að Frökkum og Vestur-Evrópu í heild i harðorðum yfirlýsingum. Ef til vill hafa deilurnar komizt á svo alvarlegt stig vegna þess, að bæði Kissinger og Jobert hafa verið afar valdamiklir utanrikisráðherrar, Kissinger vegna Watergatemálsins og Jobert vegna veikindanna, sem drógu Pompidou til dauða For- setarnir geta hafa veitt þeim of mikið svigrúm. Ýmsir telja það líka enga tilviljun, að Kissinger og Jobert lenti saman, þar sem margt sé likt með þeim. Þeir eru báðir raunsæir en reyna að fylgja fram viðtækum hugmyndum — Kissinger lætur sig dreyma um Pax Americana en Jobert lætur sig dreyma um Evrópu sem „þriðja afl". Ferill þeirra er éinnig svipaður. Áður en þeir gáfu sig að stjórnmál- um höfðu þeir getið sér orð sem embættismenn og háskólamenn. Báðir eru fæddir utan heimalandsins — Kissinger i Þýzkalandi og Jobert í Marokkó. Báðir heyra til kynslóð, sem heimsstyrjöldin bitnaði mest á — Kissinger komst að þvi í starfi leyniþjónustuforingja, að flestir ættingjar hans I Þýzkalandi höfðu verið drepnir í útrýmingarbúðum nasista og Jobert flýði frá hersetnu Frakklandi og særðist alvarlega i bardögunum á ftalíu. Viðhorf þeirra eru einnig keimlik. Báðir standa föstum fótum í evrópskri menningu, en eru að öðru leyti klofnir i afstöðu sinni. Kissinger hefur sagt skilið við Gyðingatrú og Jobert hefur aldrei gleymt uppvexti sínum ( Marokkó Og völd þeirra og áhrif þeirra hafa orðið meiri en eðli- legt má teljast vegna veikleika for- seta þeirra. Þessir tveir dugmiklu menn bera virðingu hvor fyrir öðrum og hafa ekki getað stillt sig um að láta I Ijós lítilsvirðingu á öðrum. Báðir hafa valdið alvarlegum erfiðleikum í sam- starfi vestrænna ríkja. Kissinger hefur hneykslað menn í Bandaríkjunum og Evrópu með þeirri staðhæfingu, að „það sé auð- veldara að semja við Sovétríkin en svokallaða vini í Evrópu". Hann segir, að i Evrópu hafi aðeins verið „örfáar lögmætar ríkisstjórnir" frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Reiði hans vegna afstöðu Efnahags- bandalagslandanna í ollumálunum kom meðal annars fram í at- hugasemd þess efnis, að „hann kærði sig ekki um að fá upplýsingar fyrir milligöngu annars aðila og frá einhverjum lágt settum embættis- mönnum". Jobert hefur fyrir sitt leyti vakið ugg i Bandarikjunum með endur- teknum staðhæfingum um að „Evrópa vilji ekki vera undir handar- jaðri Bandaríkjanna". Hann hefur einnig sagt, að „Kissinger eigi enn margt eftir ólært I utanrlkismálum". Þegar James Reston frá New York Times kvaddi hann að loknu viðtali i Quai d'Orsay sagði hann hæðnis- lega: „Þakka þér fyrir að vilja tala við sveitarstjórnmálamann." Brezkur embættismaður komst þannig að orði um kritur Joberts og Kissingers: „Ég skil ekki hvernig tveir fullorðnir menn geti hagað sér svona — sérstaklega þegar haft er í huga hvað mikið er i húfi. „Brezk blöð hafa í grini kallað kritur þeirra „The Mike and Henry Show". Það var ekki að ástæðulausu, að sovézki utanríkisráðherrann Andrei Gromyko óskaði Jobert til hamingju er hann ræddi við hann eftir orku- ráðstefnuna í Washington. En frönsk blöð hafa verið vinsam- leg Jobert. Le Monde sagði, að Kissinger hefði ekki aðeins sýnt, að hann væri sérfræðingur í þvl að draga úr spennu, hann hefði einnig sýnt að hann væri mesti sérfræðing- ur heimsins í því að magna orða- sennur. New York Times lýsti furðu sinni á þvl, að Nixon forseti hefði látið þetta orðaskak viðgangast. Blaðið lýsti einnig furðu sinni á athugasemdum Kissingers um rfkis- stjórnir Evrópu og kvað ráðamenn þar hafa fullan rétt til að svara slíkum ásökunum Reiðin I garð Joberts kom bezt í Ijós eftir orkuráðstefnuna. Kanadlski orkuráðherrann sagði, að réttast væri að steikja Jobert I heitri olíu- tunnu. Vestur-þýzkir fulltrúar sögðu, að sennilega neyddust Þjóðverjar til að skipa þýzka hernum að sækja aftur til Parisar. Brezkur ráðherra spurði hins vegar hógværlega hvort Frakkar hefðu glatað annáluðum rökhyggjuhæfileikum sfnum. Hollenzki utanríkisráðherrann minnti á, að Jobert er fæddur f Marokkó og gaf i skyn, að „hann hefði enn arabíska sál". Kissinger fór ekki dult með skoðanir sfnar eins og blaðalesendur komust að raun um. Margt bendir til þess, að Kissinger hafi verið harðorður I garð Frakka og annarra Evrópuþjóða af ásettu ráði. Tilgangur hans hafi verið sá að valda hneykslun og reiði til þess að ná fram árangri. Svipuð- um aðferðum hefur hann beitt með góðum árangri í samningavið- ræðunum um ástandið i Víetnam og Miðausturlöndum. Jafnframt bendir margt til þess, að Jobert hafi ofmetið áhrif sín og Vestur-Evrópu. Hann hefur lýst stefnu sinni þannig: „Það er ekki auðvelt að lifa í heimi þar sem tvö risaveldi ráða lögum og lofum. Menn verða að vita hvað þeir vilja, skilja aðferðir mótaðilanna, finna réttar aðferðir til þess að ná fram þeim markmiðum, sem menn bera fyrir brjósti, láta til skarar skríða, fljótt og örugglega og umfram allt á réttum tlma. . . " Spurningin er, hvort hann hefur farið eftir þessu. Og nú á eftir að koma i Ijós hvort hann heldur embætti sínu eftir frönsku kosningarnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.