Morgunblaðið - 16.05.1974, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. MAl 1974
i
Glæsilegt tómstunda-
heimili aldraðra við
Norðurbrún opnað
Birgir Isl. Gunnarsson opnar
tómstundaheimili aldraðra.
Aldraðir Reykvíkingar f tómstundaheimilinu. Fjær sjást kon-
ur, sem ávallt vinna sem sjálfboðaliðar við kaffiveitingar oil.
sem fá má hárlagningu, fara f
bað og þess háttar.
Tómstundaheimilið var opn-
að föstudaginn 19. apríl af borg-
arstjóranum f Reykjavík, Birgi
fsl. Gunnarssyni. Heimilið er
rekið af eilimáladeild Félags-
málastofnunar borgarinnar og
bauð ellimálafulltrúi Geirþrúð-
ur Hildur Bernhöft gesti vel-
komna.en Helena Halldórsdótt-
ir, sem veitir starfinu forstöðu,
stjórnaði fjöldasöng, en Sigríð-
ur Auðuns lék undir. ÞeirGuð-
mundur Guðjónsson óperu-
söngvari og Sigfús Halldórsson
komu og skemmtu með sönglög-
um Sigfúsar við góðar undir-
tektirgesta. Báðir salirnir voru
þéttsetnir öldruðum Reykvfk-
ingum.
Þarna geta aldraðir búið til leirmuni og brennt f ofninum, sem
þar er til staðar, en á borði eru nokkrir munir.sem unnir hafa
verið f föndrinu.
Til hliðar er sérstakt hljóðein-
angrað herbergi, þangað sem
fólk getur dregið sig í hlé og
hvílt sig frá ys og þys í aðalsöl-
unum.
Þarna er geymsluherbergi
fyrir bækur frá Borgarbóka-
safninu og geta gestir fengið
bækur lánaðar heim. Einnig
hefur verið útbúin góð snyrti-
stofa, þar sem Erla Sandholt
leggur hárið á þeim, sem vilja.
Þar er fótabað og kerlaug fyrir
aldraða, sem þurfa hjálp við að
baða sig.
Eyrir tómstundastarfið er
ýmiss konar aðstaða, en við
opnunina var sýning á munum,
sem aldrað fólk hafði þar unnið
og mátti sjá marga fallega
muni, leðurvinnu, saumaða
hluti ofl. Þarna er smíðastofa
með hefilbekk og vélsög ofl.
fyrir þá, sem vilja smíða,
brennsluofn fyrir leirmuni í
föndurstofu o.fl.
Sjálfboðaliðastarfið hefur
sett sérstakan andblæ á tóm-
stundastarf aldraðra frá upp-
hafi og þakkaði borgarstjóri
það sérstaklega. En konur frá
Rauöa krossinum, kirkjufélög-
unum og skátum eru alltaf til
taks á staðnum, oft 13—24 tals-
ins, bera fram kaffi og aðstofa á
allan hátt.
I lok ræðu sinnar kvaðst Birg-
ir Isleifur vona.aðeldri borgar-
ar Reykjavíkur notuðu sér þá
aðstöðu, sem sköpuð hefði verið
í Norðurbrún og lýsti heimilið
opnað.
1 Norðurbrún 1 var nýlega
opnað nýtt og sérlega glæsílegt
tómstundaheimili fyriraldraða
borgara í Reykjavík. Þar gefst
öldruðu fólki kostur á að koma
á daginn og stunda margs kon-
ar tómstundaiðju, spila, lesa,
vinna ýmiss konar handvinnu,
fara íléttar líkamsæfingar o.fl.
Þarna eru sérstakar vinnustof-
ur fyrir smfðar, leirbrennslu og
bókaútlán og snyrtistofur, þar
Birgir Isleifur Gunnarsson
borgarstjóri rakti nokkuð f
ræðu sinni, upphaf tómstunda-
starfs f borginni, sem hófst fyr-
ir 12 árum, fyrst í Tónabæ, þá
Fóstbræðraheimilinu og á Hall-
veigarstöðum. Og nú er verið að
byrja á þessum nýja stað, sem
sérstaklega er innréttaður og
útbúinn til þessara þarfa. Verð-
ur þar opið kl. 1—5 fyrir marg-
víslega starfsemi virka daga,
auk þess sem starfsemin heldur
áfram tvo daga f viku f Hall-
veigarstöðum.
Eitt af stefnumálum borgar-
innar er, að aldrað fólk geti
verið sem lengst heima hjá sér,
sagði Birgir Isl. Gunnarsson.
Og hefur verið reynt að stuðla
að því að gera því það ltleift,
svo sem með heimilishjálp,
heimilishjúkrun og byggingu
fbúða fyrir aldraða. Eru þar
næst á dagskrá 74 íbúðir fyrir
aldraða í Fúrugerði. En þó að
fólk vilji búa sem lengst heima,
þá kemur oft að þvf, að vistunar
er þörf annars staðar, en skort-
ur hefur verið á stofnunum til
slíks. Hefur borgarstjórn
Reykjavíkur ákveðið að gera
stórt átak og láta vissan hundr-
aðshluta af tekjum borgarinnar
ganga til þess og er nefnd starf-
Salurinn var þéttsetinn, þegar tómstundaheimilið var opnað.
andi til að vinna að því. Gert er
ráð fyrir hjúkrunarheimili,
langlegurými, auknum íbúðum
fyrir aldraða o.fl. og hægt að
eygja það að þessi vandi verði
úr sögunni.
Eitt af því, sem gert hefur
verið til að létta undir með
öldruðum borgurum, er einmitt
tómstundastarfið og nú hefur
því verið búin góð aðstaða í
Norðurbrún. Þar eru fbúðirfyr-
ir aldraða á efri hæðum, en
niðri er gott rými með tveimur
sölum, þar sem verður spil-
að, flutt erindi og hægt að
stunda t.d. létta leikfimi fyrir
aldraða. Þar er einnig drukkið
kaffi og bornar fram veitingar.
SAMEIGINLEGT ÞJOÐHATIÐARHALD
AKUREYRINGA OG EYFIRÐINGA
ÞJÓÐHÁTlÐARNEFNDIR Akur-
eyrar og Eyjafjarðar, sem bæjar-
stjórn og sýslunefnd kusu
snemma árs 1972, hafa starfað
sameiginlega lengst af síðan og
hafa ákveðið að gangast fyrir
sameiginlegum hátfðahöldum
Akureyringa og Eyfirðinga í
Kjarnaskógi dagana20. og21. júlí
f sumar og minnast þar ellefu
alda afmælis Islandsbyggðar.
Skógræktarmenn hafa fallizt á að
láta landið f té og bæjarstjórn
Akureyringar samþykkt að verja
7 milljónum krðna til fram-
kvæmda á svæðinu, vegarlagning-
ar, bflastæða, vatns- og holræsa-
kerfa o.fl. Kjarnaskógur er mjög
vel fallinn til útihátfðahalda, og
þar er útsýni fagurt og náttúru-
fegurð mikil. Akveðið er að nota
þetta tilefni til að vfgja svæðið
sem fólkvang og útivistarsvæði
fyrir almenning um leið.
Gerð hafa verið frumdrög að
hátfðardagskrá, og er stefnt að
því, að efni verði sem mest sótt til
héraðsmanna sjálfra. Núer unnið
að undirbúningi dagskrárinnar í
einstökum atriðum og jafnframt
hefir verið leitað og mun verða
leitað til ýmissa félagasamtaka í
bæ og sýslu og þau beðin að taka
að sér ýmsa ákveðna þætti dag-
skrár og vinnu, svo að sem allra
flestir héraðsbúar verði virkir
þátttakendur í hátfðahöldunum
og leggi þar eitthvað af mörkum
sjálfir.
Auk hátfðarinnar í Kjarnaskógi
verður komið upp ýmsum sýning-
um í tilefni þjóðhátíðarársins,
sem ekki bæri allar upp á sama
tíma. Sérstaklega er þar talað um
málverkasýningu, höggmynda-
sýningu og sýningu á iðnaðarvör-
um, framleiddum í héraðinu. Ým-
isiegt fleira er til athugunar, sem
ekki er tfmabært að skýra frá á
þessu stigi.
Eitt af fyrstu verkum nefnd-
anna var að fá Kristin G. Jóhanns-
son, listmálara og skólastjóra í
Ólafsfirði til að gera héraðsmerki
í tilefni þjóðhátíðarinnar. Merkið
á að tákna siglingu Helga magra
inn Eyjafjörð, og er talan 1100
letruð á seglið. Kornbundin,
merki Akureyrar, er markað á
skjöld á borðstokki, krossmarkið
er efst á siglu og útlínur fjallsins
Súlna í Eyjafirði eru í baksýn.
Merkið mun Kristinn mála á tvo
fána, sem verða hafðir uppi á
hátíðasvæðinu, og einnig verður
merkið notað á ýmsa minjagripi,
sem nefndirnar hafa látið gera,
svo sem veggdiska, gerða af Gliti
hf., leðurskildi, gerða af Skinna-
verksmiðjunni Iðunni, borðfána,
barmmerki úr málmi o.fl. Á það
má benda, að upplag minjagrip-
anna er takmarkað.
Hilmar Daníelsson, fyrrverandi
sveitarstjóri á Dalvík, hefir nú
nýlega verið ráðinn framkvæmda-
stjóri þjóðhátíðarnefndanna, og
skrifstofuhúsnæði hefir verið tek-
ið á leigu í Glerárgötu 20.
Sv.P.
Héraðsmerki Kristins G. Jóhanns-
sonar.
I 9 74