Morgunblaðið - 27.06.1974, Side 1
48 SIÐUR
108. tbl. 61. árg.
FIMMTUDAGUR 27. JUNÍ 1974
Prentsmiðja Morgunhlaðsins.
reglum mega óboðin skip ekki
koma nær olfuborunarpöllum á
hafi en 500 metra.
Að sögn starfsmanna á pöllun-
um var sovézka skipið lftið eitt
stærra en venjulegur togari, en
búið margháttuðum rafeinda-
tækjum og áhöfnin einkennis-
klædd. Málað hafði verið yfir
nafn skipsins en einkennisstafina
GS 242 gat þar að líta. Olfu-
borunarpallarnir þrír eru um 50
mflur undan strönd Englands.
Komið hefur til tals, að hafa
stöðugan herskipavörð um
pallana, m.a. af ótta við hryðju-
verkastarfsemi.
10 Mynd þessi var tekin f Brussel f gær þegar Nixon, forseti Bandarfkjanna, undirritaði nýja
Atlantshafssáttmálann. Sinn hvorum megin við forsetann sitja þeir dr. Henry Kissinger, utanrfkis-
ráðherra Bandarfkjanna, og dr. Josep Luns, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.
London, 26. júnf AP
BREZKA strandgæzlan skýrði svo
frá f dag, að sovézkt skip hefði f
gær sigit upp að þremur olfu-
borunarpöllum á Norðursjó og
skipverjar þess tekið þar myndir
og mundað mælingatæki ýmiss
konar. Voru ekki nema tfu metrar
miili skipsins og pallanna, þegar
það fór næst þeim, en samkvæmt
Svíar á móti
200 mílunum
Caracas, 26. júnf NTB
SVlAR munu beita sér gegn
200 mflna auðlindalögsögu
á hafréttarráðstefnunni f
Caracas nema þvf aðeins, að
skýr ákvæði verði f væntan-
iegri samþykkt um hafréttar-
regiur, um aðgang að fiskimið-
um strandrfkja, að þvf er for-
maður sænsku sendinefndar-
innar f Caracas tjáði frétta-
Framhald á bls. 47
Nixon í Brussel:
Eigum ekki um annað
að velja en samninga
Brtlssel, 26. júní AP—NTB
0 „1 ÞEIRRI veröld, sem við
lifum, með mátt kjarnorkunnar
yfir höfðum okkar, eigum við
ekki um annað að velja en samn-i
inga. Við eigum ekki annarra
kosta völ en að halda friði“. Þann-
ig komst Richard Nixon, forseti
Bandarfkjanna, að orði f hádegis-
verðarboði Baudouins Belgfu-
konungs f gær, sem haldið var
forsetanum og öðrum stjórnar-
leiðtogum aðildarrfkja Atlants-
hafsbandalagsins, eftir að þeir
höfðu undirritað hinn nýja
Atlantshafssáttmála f aðalstöðv-
um bandalagsins.
0 Undirritunin tók aðeins
fimmtán mfnútur. Hver af öðrum
skrifuðu stjórnarleiðtogarnir
undir sáttmálann, sem menn tala
nú almennt um sem Ottawayf-
irlýsinguna", en fyrir Island
skrifuðu þeir undir Pétur Thor-
steinsson, ráðuneytisstjóri f ut-
anrfkisráðuneytinu og Tómas
Tómasson, sendiherra. Fyrir
Frakkland skrifaði Jaques
Chirac, forsætisráðherra, undir
og vakti koma hans til aðalstöðva
NATO talsverða athygli, þvf að
hann er fyrsti franski forsætis-
ráðherrann, sem þangað kemur.
frá þvf Charles de Gaulle, fyrrum
forseti, hrakti bandalagið burt
með aðalstöðvarnar frá Parfs.
Að undirskriftum loknum flutti I
dr. Josep Luns, framkv.stj.,
NATO, stutt ávarp á ensku og
frönsku. Sfðan var fundi slitið og
myndir teknar en að svo búnu
haldið til hallar.
Áður en undirritunin fór fram
F'ramhald á bls. 47
Oboðin sovézk
skip við brezku
olíuborpallana
Til 55.522 Islendinga
og allra, sem sama sinnis eru
t
ÞESSAR línur eru sérstaklega
skrifaðar til 55.522 tslendinga, sem í
vetur skrifuðu nafn sitt undir áskor-
un til Alþingis og ríkisstjórnar um
að varnarliðið yrði ekki látið fara.
Þessar línur eru einnig ritaðar til
þeirra, sem sama sinnis eru, en
höfðu ekki aðstöðu til að láta þá
skoðun í Ijós.
Undirskriftir ykkar ollu straum-
hvörfum í íslenzkum stjórnmálum.
Viðbrögð ykkar sýndu, hver þjóðar-
viljinn er í varnar- og öryggismálum
og vöktu sterkar vonir um að koma
mætti í veg fyrir þau áform vinstri
flokkanna að stofna öryggi þjóðar-
innar í hættu með brottvísun varnar-
liðsins. Samt sem áður lýsti forsætis-
ráðherra og formaður Framsókriar-
flokksins yfir því, sama daginn og
undirskriftir ykkar voru afhentar, að
þær yrðu að engu hafðar.
Þann dag hafði forsætisráðherra
vald til að hunza kröfur ykkar og
meirihluta kjósenda. Á sunnudaginn
kemur, 30. júní, er valdið til þess að
ákveða framtíðarskipun varnanna í
ykkar höndum, og allra kjósenda.
öfremdarástandið í efnahagsmál-
um hefur mótað mjög kosningabar-
áttuna, en á sunnudaginn kemur er
fyrst og fremst kosið um öryggismál
þjóðarinnar. Þann dag mun það ráð-
ast, hvort varnir verða tryggðar eða
ekki. Þann dag tekur þjóðin ákvörð-
un um, hvort meirihluti alþingis
endurspeglar skoðun ykkar 55.522 ís-
lendinga og allra, sem sama sinnis
eru, á varnarmálunum. Ákvörðun
kjósenda þá verður ekki aftur tekin.
Þá gefst ykkur tækifæri til að fylgja
fram kröfu frá því í vetur um varið
land. Tullyrt er, að þið óskið ævar-
andi hersetu. Við vitum öll, að slíkt
er víðs f jarri.
Einn stjórnmálaflokkur — Sjálf-
stæðisflokkurinn — hefur tekið hik-
lausa afstöðu með áskorun ykkar.
Allir aðrir stjórnmálaflokkar stefna
með einum eða öðrum hætti að
ótímabærum brottrekstri varnarliðs
Átlantshafsrfkjanna. Vafalaust hafið
þið, sem skrifuðu undir kröfuna um
varið land og fjölmargir skoðana-
bræður ykkar, margvísleg sjónarmið
f innanlandsmálum og aðhyllist
stefnur hinna ýmsu stjórnmála-
flokka í þeim efnum. En í öryggis-
málum þjóðarinnar berjist þið fyrir
sameiginlegu markmiði. í þeim ör-
lagamálum eigið þið samleið með
Sjálfstæðisflokknum á sunnudaginn
kemur.
Þess vegna beinir Morgunblaðið
þeim tilmælum til ykkar, að þið
fhugið vandlega afstöðu ykkar á kjör-
dag. Með því að veita Sjálfstæðis-
flokknum öflugan stuðning á sunnu-
daginn tryggið þið framganj; sam-
eiginlegra markmiða í varnarmál-
um, þegar þing kemur saman og
stjórn verður mynduð.