Morgunblaðið - 27.06.1974, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNl 1974
„Nú á að lesa mál-
efnasamninginn
til samanburðar”
Rabbað við Ólaf
Þórðarson
••
bónda á Okrum
í Mýrasýslu
Ölafur Þóröarson bóndi á ökr-
um I Mýrasýslu hefur 18 mjólk-
andi kýr, 30—40 hesta stóö og 30
kindur. Akrar eru kirkjustaður
og standa frammi á sjávarkambi
við feikna mikinn ós, sem heitir
Akraós, en hann er á milli
Akraness og Hítarness. Þar fellur
sjórinn 7 km inn á flóði, en
svæðið, sem þá flæðir yfir, er 13
ferkm. Frammi I ósnum eru
eyjar, sem heita Kjartansey og
Arnarhólmi. Þar er svartbaks-
varp, sem Ölafur nýtir, og I vor
hafði hann þaðan 300—400 egg.
Um það bil 2 km vegalengd frá
ökrum er Krákunes og er þar
jarðhiti, en hitastigið í sandinum
þar er um 70 stig. Á ökrum er
þríbýli, Akrar 1., 2 og 3., en Akrar
Ölafs eru nýbýli. Ólafur hefur
barnaheimili á sumrin og I sumar-
dvelja hjá þeim 34 börn, flest úr
Reykjavík, á aldrinum 6—10 ára.
Þarna er hin skemmtilegasta að-
staða fyrir börn, enda virtust
börnin una hag sfnum vel og allir
voru við eitthvert sýsl og leik.
Börnin dvelja þarna í 3 mánuði.
Við spurðum Ólaf hvernig hon-
um litist á landsmálin:
„Maður vonar náttúrlega það
bezta,“ svaraði hann, „og þá fyrst
og fremst, að breyting verði á við
þessar kosningar. Mitt mat er, að
við þurfum viðreisnarstjórn og
það sterka viðreisnarstjórn. Það
fer ekkert á milli mála, að hvaða
stjórn, sem tekur við, verður að
gera ráðstafanir, sem hvorki
verða vinsælar né léttar eins og
efnahag þjóðarinnar er komið.
Ólafur Jóhannesson klifaði á því
þegar vinstri stjórnin tók við, að
menn skyldu lesa vel málefna-
samning rfkisstjórnarinnar
kvölds og morgna og um miðjan
dag. Nú vil ég hvetja menn til
þess að lesa málefnasamninginn
vel og vandlega og bera saman við
efndirnar og taka afstöðu eftir
því. "
Ekki hefur Óli hvatt fólk til
þess lestrar í seinni tíð, enda vildi
rfkisstjórnin ugglaust helzt, að nú
væri sá samningur gleymdur og
grafinn. Ég hef svolítið verið að
gera mér grein fyrir því hvernig
mál muni þróast. Það unga fólk,
sem kaus f fyrsta sinn 1971 og
veitti vinstri flokkunum atkvæði
sitt, tel ég að hafi orðið fyrir
miklum vonbirgðum og muni nú
breyta til. Þegar rætt er við ungt
fólk kemur þetta berlega f ljós.
Einnig er margt af eldra fólki,
sem hefur breytt afstöðu sinni
gagnvart öðrum flokkum vegna
varnarmálanna, en Sjálfstæðis-
flokkurinn er eini flokkurinn,
sem vill ábyrgð f öryggismálum
landsins.
Mér finnst einnig, að bæjar og
sveitarstjórnarkosningarnar f vor
gefi mikla bendingu um það hvert
straumurinn liggur í þessum
kosningum.“
„STUNDA HEYVERKIINAR-
OG VERKTÆKNITILRAUNIR”
Rabbað við Ólaf
Guðmundsson
tilraunastjóra
á Hvanneyri
Ólafur Guðmundsson tilrauna-
stjóri á Hvanneyri hefur verið við
störf þar sfðan 1955. Hann vann
fyrst hjá Verkfæranefnd ríkisins,
en hennar verkefni var að prófa
ný landbúnaðartæki, en sfðan
Rannsóknarstofnun landbúnaðar-
ins yfirtók það verksvið, er hún
tók til starfa, hefur þetta starf
fallið undir þá stofnun og annazt
Bútæknideildin á Hvanneyri nú
þessar athuganir.
Ólafur sagði, að þeir ynnu þar
dálftið að heyverkunartilraunum
og verktæknitilraunum. Mest
prófa þeir heyvinnutæki og
einmg hafa verið gerðar tilraunir
með votheysverkun bæði á
Hvanneyri og hjá bændum í
nágrenninu. Könnuð hefur verið
verkun á heyi í tumum og hey-
gryfjum, en verið er að vinna úr
þessum tilraunum.
„í sambandi við heyverfcun,"
sagði Ólafur, „höfum við lagt
áherzlu á að kanna verkun heys í
bögglum samanborið við laust
hey. Niðurstöður í grófum drátt-
um eru, að ef maður ætlar að fá
sambærilega verkun á lausu heyi
og bundnu, þá verður að þurrka
það, sem á að binda, lengur úti, en
það, sem á að vera laust, það þarf
sem sagt heldur Iengri
þurrkunartíma.
Þá er eitt vandamál, sem við
erum að glfma við, en það er að
koma taði eða búfjáráburði á völl,
ná honum úr geymslum og nýta
hann“.
Ólafur sagði, að til jafnaðar
prófuðu þeir 15—20 tæki á ári og
skýrslur eru sfðan gefnar út um
hvert tæki og þaer sendar bænd-
um með búnaðarritinu Frey.
„Bœndur líta aðgerðir Hall-
dórs E. alvarlegum augum”
Rabbað við Davíð Pétursson á Grund
Grund f Skorradal er glæsilegt
býli og þar er mikið myndar-
heimili, sem ber svip listhneigðar
og glæsimennsku. Við hittum þar
að máli Davfð Pétursson bónda.
Þar er oft margt f heimili, en
móðir Davfðs hefur sinnt búsýslu.
Á Grund eru 20 kýr og 240
kindur. Við röbbuðum við Davfð
um stöðuna f landsmálunum en
hann skipar 5. sætið á lista sjálf-
stæðismanna f Vesturlandskjör-
dæmi.
„Ég held“, sagði hann, „eftir
þvf, sem ég hef heyrt á mönnum,
að við sjálfstæðismenn munum ná
töluverðri fylgisaukningu, því svo
rótgróin er orðin óánægja fólks
með vinstri stjórnina.
Margir bændur hér í sveitinni
hafa einnig haft orð á því, að við
25% frystinguna fyrir skömmu
fengu bæði sjávarútvegurinn og
iðnaðurinn undanþágu í því efni,
en landbúnaðurinn ekki. Margir
bændur lfta það mjög alvarlegum
augum hjá Halldóri landbúnaðar-
og fjármálaráðherra, að hann
skuli ekki hafa séð til þess að
koma sfnum atvinnuvegi til jafns
við hina í þessu efni. Þeir, sem
hafa ætlað að kaupa tæki nú í vor,
hafa Ient í miklum vandræðum og
hafa ekki fengið þau ennþá. Ef
þessi tæki og varahlutir fást ekki
fyrir háannatfmann, getur það
leitt til mikilla vandræða.
Núverandi landbúnaðarráðherra
virðist vera alveg máttlaus,
dæmin sanna það.
Annars leggjast kosningarnar
nokkuð vel í mig. Stefnan er til
okkar og það er engin ástæða til
að halda annað en að framhald
veði á því, sem fram kom í bæjar-
stjórnarkosningunum.
Landbúnaðurinn stendur nú á
margan hátt f óvissu varðandi
tæki og varahluti, þvf vfða stend-
ur þetta fast einhvers staðar
vegna fjárhagsástandsins. Ég
lagði til dæmis f haust inn pöntun
á varahlutum og þeir eru ekki
komnir ennþá, en alls staðar er
borið við afskiptum rfkisvaldsins
af innflutningnum. Þá held ég, að
þetta niðurgreiðslufargan á land-
búnaðarafurðunum skapi algjöra
stöðvun á sölu þegar verðið verð-
ur aftur hækkað í haust. Bændur
eru svartsýnir á, að landbúnaðin-
um verði þá kennt um og yfir
dynji óánægjuflóð og kyrrstaða í
sölu og allt er þetta heimatilbúinn
vandi hjá ríkisstjórninni.
Smjörið er eitt af síðustu dæm-
unum, en ég trúi því, að flestir
hljóti að sjá í gegn um þessa
heimskulegu kosningabrellu. Þá
má nefna skattapíninguna og í tíð
vinstri stjórnarinnar hefur þetta
versnað til muna og má þar nefna
t.d., að hlutfallið vegna persónu-
frádráttar til skatts hefur
vernsnað til muna.
Mörgum þykir broslegt að
fylgjast með tilburðum stjórnar-
sinna og nú sfðustu daga hefur
Tfminn t.d. klifað á því, að ekkert
væri að. Fyrir þingrofið var allt í
kalda koli og sfðan hefur ábyrg-
um aðgerðum verið frestað. Fólk
undrast nú á þeim tillögum í efna-
hagsmálum, sem ríkisstjórnin
ætlaði að fá samþykktar, en
aðeins nokkrum vikum sfðar nær
Halldór E. varla andanum við að
lýsa því yfir hvað efnahagurinn
sé góður. Kotroskinn svipur
Tímans er meira en broslegur
eftir alla kúvendinguna og allt er
þetta í stíl hjá þeim, því hver
trúir þvf nú, að Halldór E. hafi
eitthvert vit á f jármálum?"
„Vöruskorturinn vax- Rabbað««^
1# v - #1 # „ Arnason málara-
andi meo degi hverjum meistara á Akranesi
Þórður Árnason málara-
meistari á Akranesi var að
sprauta bn þegar við hittum hann
sfðdegis s.I. laugardag. Hann rek-
ur fyrirtækið Málningarþjónust-
una á Akranesi ásamt tveimur
félögum sfnum Helga Sigurðssyni
og Jóni Sigurðssyni, en þeir eru
með málningar- og teppaverzlun
auk þess að vera verktakar. Það
er nóg að gera hjá þeim og þeir
sækja vinnu allt frá Suðurnesjum
til Vestfjarða, en þeir félagar
leggja gólftexið, sem hefur verið
sett á gólf margra fyrstihúsa f
landinu. Þeir lögðu til dæmis f
allt nýja frystihúsið f Súganda-
firði.
Þórður sagði, að sér litist bæði
vel og illa á Iandsmálastöðuna.
„Það virðist vera dapurlegt yfir
þessu. Það er erfitt að fá hluti. Ég
er til dæmis búinn að leita að
lakki í viku og þannig er þetta í
mörgu og ber að sama brunni hjá
öllum varðandi skort á ýmsu inn-
fluttu efni og það fer versnandi
með degi hverjum."
„Hvernig Ifzt þér á kosningarn-
ar?“
„Ég veit ekki, ég vona bara að
menn finni það, að allir ís-
lendingar eru fæddir sjálfstæðis-
menn og þeir, sem ekki hafa gert
sér grein fyrir þvf ennþá, fari nú
að sjá að sér og hætta þessu vit-
leysisdingli í kring um vinstri
flokkana. Auðvitað tel ég ávallt
hollast að stjórnarandstaða sé
fyrir hendi og geti veitt aðhald,
en Sjálfstæðisflokkurinn þarf að
verða enn sterkari en hann er og
fá tækifæri til að spjara sig einn í
ríkisstjórn. Hér á Skaganum eru
sjálfstæðismenn mjög ákveðnir
og einhuga. Jafnvel margt fólk,
sem hefur ekki gefið sig upp fyrr,
lýsir því nú yfir, að það sé sjálf-
stæðisfólk og vilji efla Sjálf-
stæðisflokkinn.”
\ VESTURLANDSKJÖRDÆMI SÓTT HEIM