Morgunblaðið - 27.06.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.06.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JUNl 1974 Þór Vilhjálmsson prófessor: Sænsk lög og íslenzk lög ÞEGAR undirskriftasöfnunin um varnarmálin undir kjörorð- inu VARIÐ LAND var að hefj- ast, var margt sagt til að reyna að telja fólki trú um, að lítt myndí verða á henni byggjandi. EStt með öðru var, að meðal undirskrifta myndu verða nöfn barna og unglinga, tilbúin nöfn og tvf- eða margskriftir áköf- ustu fylgismanna. Þess hefði mátt vænta, að því yrði fagnað, þegar forgöngumenn Varins lands réðust I að kanna undir- skriftalistana til að merkja við nöfn, sem athugaverð væru af fyrrgreindum orsökum. Þessi könnun tók nokkrar vikur og reyndist erfið, þó að beitt væri tölvuvimslu að vissu marki. I könnuninni fundust 549 tvírit- anir, 448 nöfn fólks, sem ekki hafði náð 20 ára aldri 1. marz, og nokkur fölsuð nöfn. Var að sjálfsögðu ekki reiknað með þessum undirskriftum, þegar fundin var endanleg tala þeirra Islenzku kjósenda, sem beindu áskoruninni um varnarmál til Alþingis og ríkisstjórnar: 55.522. Þess er rétt að geta, að flestir, sem ekki höfðu náð til- skildum aldri og voru því ekki teknir með, voru mjög nálægt aldursmarkinu og hafa nú öðl- azt kosningarétt. — Því fór fjarri, að andstæðingar Varins lands tækju þessari athugun á undirskriftalistunum vel. Að vísu hljóðnaði gagnrýnin um tilbúin nöfn og aðra ágalla svip- aða. í staðinn var gripið til þess ráðs að segja, að það hefði verið óheiðarlegt að framkvæma könnunina. „Gerð skrárinnar er glæpsamlegt trúnaðarbrot og heyrir undir grófustu njósna- starfsemi um persónulega hagi fólks,“ var sagt I Þjóðviljanum. Um tölvunotkunina ræddi Ragnar Ingimarsson prófessor I viðtali I Morgunblaðinu 24. febrúar sl. og Ragnar Þorvald- ur Búason eðlisfræðingur, Þor- steinn Sæmdunsson stjörnu- fræðingur og Valdimar J. Magnússon framkvæmdastjóri gerðu málinu einnig skil I grein, sem birtist í Morgunblað- inu 14. júní. I þessum greinum var því lýst, að nöfnum á undir- skriftalistunum var raðað eftir heimilisföngum. Þann lista hefði verið nær ógerningur að bera saman í tölvu við þjóð- skrána og enn síður var unnt að bera hann saman við aðrar skrár. í greinunum var einnig harðlega mótmælt öllum ásök- unum um misnotkun, enda eru þær ásakanir ósannar. Má um allt þetta vísa til fyrrnefndra tölublaða Morgunblaðsins. Það er athyglisvert, að í áróðrinum gegn Vörðu landi hefur því oft verið haldið fram, að notkun tölvu til að finna ágalla á undirskriftalistunum myndi hafa varðað fangelsis- vist f Svfþjóð. Þannig sagði til dæmis í Þjóðviljanum 28. febrúar: „Þeir, sem í Svíþjóð gerðu skrá á borð við þá, sem VL-menn hafa gert hér, yrðu dæmdir í fangelsi og þeir yrðu skaðabótaskyldir gagnvart þvi fólki, sem þeir hafa misgert við.“ Það er mál út af fyrir sig, að við, sem stóðum að undir- skriftasöfnuninni, höfum ekki neinar misgerðir á samvizk- unni. Hitt er líka athygli vert, að frásögnin af sænskum lögum er næsta ónákvæm svo að ekki sé meira sagt. Samkvæmt lög- um, sem samþykkt voru þar í landi 1973, en ekki koma til fullra framkvæmda fyrr en 1. júlí n.k., er hugsanlegt, að þurft hefði leyfi til að nota tölvu við könnun undirskriftalista Var- ins lands. Engin ástæða er til að ætla, að slíkt leyfi hefði ekki fengizt, enda var hér um að ræða undirskriftir fólks, en ekki upplýsingar, sem aflað hafði verið að því fornspurðu. I sænsku lögunum eru ekki önn- ur ákvæði en krafa um leyfis- umsókn, sem hugsanlegt er, að forgöngumenn Varins lands teldust hafa brotið, ef þau giltu hér á landi. — Það er verðugt umhugsunarefni fyrir þá, sem haldið hafa því fram hver eftir öðrum í fáfræði og hugsunar- leysi, að sænsk lög hefðu bann- að tölvunotkunina hjá Vörðu landi, til hvaða aðila forgöngu- menn þess hefðu átt að sækja um leyfi til að nota nýjustu tækni til að ganga sem bezt frá undirskriftunum áður en þær voru afhentar. — Auðvitað er allt þetta tal andstæðinga Var- ins lands um tölvunotkunina enn eitt áróðursbragð þeirra og á sandi byggt eíns og önnur slík. Það er einnig athyglisvert, hve oft hefur verið minnzt á fangelsisvist í þessum skrifum. Mættu þeir, sem lesa Þjóðvilj- ann þessa dagana, hafa það f huga. Við þvf mætti búast, að menn, sem hampa sænskum lögum f skrifum sínum og álíta, að þau ætti að virða á tslandi, teldu sjálfsagt að fara eftir fslenzk- um lögum. En sfðustu daga hef- ur mátt sjá í Þjóðviljanum, að því fer fjarri. Margt af því, sem sagt hefur verið um forgöngu- menn Varins lands í því blaði og vfðar, virðist bersýnilega andstætt fslenzkum lagaákvæð- um um móðganir og aðdróttan- ir. Allt frá söguöld hefur slíkt orðbragð verið refsivert hér á landi og þarf ekki að rangtúlka sænsk lög til að finna ákvæði, sem brotin hafa verið í herferð- inni gegn Vörðu landi. — For- göngumenn undirskrifta- söfnunarinnar hafa verið æru- meiddir með orðum, sem sýnis- horn voru af í grein minni hér f blaðinu f gær. „Hundflatur skrælingjalýður“ var aðeins eitt þeirra. Fyrir utan þetta skammaryrði og fleiri slík, eru margs konar aðdróttanir: „Hverjir hafa svikið trúnað? Það skyldi nú ekki vera, að þeir VL-menn hafi svikið trúnað fleiri en þeirra, sem skrifuðu undir skjalið? — Ef svo er, þá þarf ef til vill ekki að bíða eftir nýrri lagasetningu til þess að beitt verði réttarfarsaðgerðum vegna tölvuvinnslu VL.“ Hér er talað um „réttarfarsaðgerðir" og ekkí farið f launkofa með, að þeim ætti að veita ef unnt væri. Tólf af forgöngumönnum Varins lands hafa ákveðið að una ekki þeirri rógsherferð, sem enn stendur yfir gegn þeim fyrir þá sök, að þeir notuðu sjálfsögð mannréttindi sfn til að koma á framfæri skoðunum meirihluta kjósenda á varnar- málunum. Við höfum því höfð- að dómsmál til að fá úr þvf skorið, hvort sú skoðun okkar sé rétt, að með rógsherferðinni hafi ekki aðeins verið brotnar eðlilegar umgengnisreglur í siðuðum löndum heldur og ákvæði hegningarlaga landsins. Það mun koma í ljós á sfnum tíma, hvernig dómstólarnir líta á málin og verður að bíða þess. En undarlegt er, að nú skuli þeir kveinka sér vegna væntan- legra sekta og skaðabóta, er þurfa að standa fyrir máli sfnu fyrir fslenzkum dómstólum vegna fslenzkra laga, en áður hafa talað um fangelsi vegna sænskra laga og sagt, að til slfks hafi aðrir unnið. Þessi viðbrögð eru gott umhugsunarefni fyrir „hernámsandstæðinga" með óbrenglað rökskyn. Vert er að minna á það að lokum, að baráttu um þjóðmál má heyja með ýmsum hætti. Það er hægt að deila um skoð- anir af einurð og festu, en án persónulegra illyrða. Það er góð barátta og nauðsynleg í lýð- frjálsum löndum. Það er líka hægt að ata andstæðinga sína auri, beita persónulegum fúk- yrðum og nfði. Þeir, sem það gera, eiga oftast í vök að verjast f málef nabaráttunni. Andstæð- ingar Varins lands hafa gripið til þessara vopna. Menn geta velt því fyrir sér, hvað af þvf megi ráða. Systrabörn frá Akureyri hæst á stúdentsprófi AF ÞEIM mikla fjölda stúdenta, sem útskrifuðust frá menntaskól- unum f landinu f vor hlutu tveir Akureyrarstúdentar hæstu eink- unnir, þau Páll Jónsson, sem fékk 9.75, og Þóra Þóroddsdóttir með 9.74. Þau Páll og Þóra eru ná- skyld, systrabörn. Foreldrar Páls eru Jón Á. Jónsson menntaskóla- kennari á Akureyri og María Páls- dóttir, en foreldrar hennar eru Þóroddur Jónasson læknir á Akureyri og Guðný Pálsdóttir. Tfðindamaður Morgunblaðsins hitti Pál að máli á Akureyri fyrir nokkru. Ætlunin var að ræða einnig við Þóru, en hún var þá komin til Færeyja, þar sem hún mun starfa á sjúkrahúsi f sumar. Við spurðum Pál fyrst, hvernig hann skipulegði vinnubrögð sfn í sambandi við námið. Sagðist hann aðeins læra fyrir hvern dag það, sem sett væri fyrir af kennurun- um. Ef ^gkkert hefði verið sett fyrir reyndi hann að lesa það, sem hann teldi lfklegast, að farið yrði yfir. Páll var í eðlisfræðideild Menntaskólans á Akureyri og á sviði raungreina liggur áhugi hans. í stærðfræði fékk Páll 10 bæði f lesnu og ólesnu. Fyrstu tvo vetur Páls og Þóru unnu þau mik- ið saman, en eftir að leiðir skildu, Páll fór í eðlisfræðideild og Þóra f náttúrufræði, lagðist samvinna þeirra nær alveg niður. Næsta vetur hyggst Páll nema við Dart- mouth-háskólann í Bandarfkjun- um og þá annað hvort stærðfræði eða eðlisfræði. Þóra mun hins vegar ekki vera alveg ákveðin í, hvað hún ætlar að læra. Við spurðum Pál, hvort hann væri ánægður með Menntaskól- ann á Akureyri. — A margan hátt finnst mér skólinn góður, en þó mætti ýmislegt betur fara. T.d. eru tæki til eðlisfræðikennslu ónóg og í nokkrum greinum eru kennsluaðferðir á eftir tfmanum. Þá er þriggja anna námsárið ekki heppilegt og tíminn nýtist illa vegna stöðugra prófa, tveggja anna kerfið hlýtur að vera miklu heppilegra, sagði Páll að lokum. Dúxarnir Þóra og Páll ásamt afa sfnum og ömmu, en nýstúdentarnir bera nöfn þeirra. i niniitf mtiiftiiimif riuit i iimí f i ihih imiíh I fiitiillf if ttiillf ittlltf I insiil ifiiiu i t (i i mi a i f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.