Morgunblaðið - 27.06.1974, Page 16

Morgunblaðið - 27.06.1974, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNÍ 1974 Atlantshafssáttmáli HÉR fer á eftir texti hinnar nýju Atlantshafsyfirlýsingar, sem samþykkt var á fundi utan- ríkisráðherra aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins í Ottawa fyrir skömmu og undirrituð á leiðtogafundinum í Briissel í gær. hinn nýi IAðildarríki Atlants- • haf sbandalagsins lýsa því yfir, að samning- ur sá, sem undirritaður var fyrir 25 árum til varnar frelsi þeirra og sjálfstæði, hefur staðfest, að þau eiga sér sameigin- leg örlög. í skjóli Atlants- hafssamningsins hefur bandalagsrikjunum tek- izt að tryggja öryggi sitt og þar með varðveita þau andlegu verðmæti, sem fólgin eru I menningar- arfleið þeirra, sem reisa Vestur-Evrópu úr rúst- um og leggja grundvöll að samstöðu sinni. 2Aðildarríki banda- • lagsins ítreka þá sannfæringu sína, að N orður-Atlandshaf ssamn ingurinn sé ómissandi grundvöllur öryggis þeirra og geri þeim þann- ig kleift að vinna að því að draga úr spennu í heiminum. Þau fagna þeim árangri, sem náðst hefur í viðleitninni til bættra samskipta og auk- ins samræmis þjóða í milli, svo og þeirri stað- reynd, að ráðstefna 35 landa Evrópu og Norð- urð-Ameríku leitast nú við að marka stefnumið, sem vinna megi eftir að eflingu öryggis og sam- vinnu í Evrópu. Þau líta svo á, að þar til aðstæður geri þeim kleift að hefja almenna og algjöra af- vopnun undir eftirliti — en með því einu móti gætu skapazt forsendur fyrir raunverulegu öryggi til handa öllum mönnum — verði þau að viðhalda þeim böndum, sem sameina þau. Banda- menn eiga þá ósk sameig- inlega að létta megi þær byrðar, sem þjóðir þeirra bera vegna hernaðarút- gjalda. En ríki, sem vilja viðhalda friði hafa aldrei náð því markmiði með því að vanrækja eigið öryggi. Aðildarríkin stað- • festa það enn á ný, að varnir þeirra eru sameig- inlegar og verða eigi að skildar. Árás á eitt þeirra eða fleiri innan þess svæðis, sem Atlantshafs- samningurinn tekur til, skal teljast árás á þau öll. Það er sameiginlegt markmið þeirra að koma í veg fyrir hvers konar tilraunir erlends valds til að ógna sjálfstæði eða friðhelgi einhvers aðildarríkja bandalags- ins. Slíkar tilraunir myndu ekki einasta stofna öryggi allra aðild- arríkja bandalagsins í hættu heldur jafnframt ógna grundvelli heims- friðar. 4Samtímis þessu gera • aðildarrlkin sér full- ljóst, að aðstæður þær, sem stuðla að sameigin- legum landvörnum þeirra, hafa tekið grund- vallarbreytingum á um- liðnum tíu árum; víg- staða Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hefur komizt á stig, er nálgast jafnvægi. Þetta veldur því, að enda þótt öllum aðildarríkjum bandalags- ins sé hætt við árás, hef- ur eðli þeirrar hættu, sem þeim er búin, breytzt verulega. Vandamál bandalagsins, er varða landvarnir Evrópu, hafa þannig tekið á sig aðra og gleggri mynd. 5Á hinn bóginn hafa • grundvallarþættir þess ástands, sem varð hvati og tilefni Norður- Atlantshafssamningsins, ekki breytzt. Enda þótt hlutdeild allra bandalags- ríkjanna í sameiginleg- um vörnum dragi úr hættunni á utanaðkom- andi árás, er ennþá með öllu ómissandi það tillag til öryggis alls bandalags- ins, sem fólgið e.r í kjarn- orkustyrk Banda- ríkjanna, bæði innan þeirra sjálfra og í Evrópu, svo og staðsetn- ing hersveita frá Norður- Ameríku í Evrópu. 6Eigi að síður verður • bandalagið að gefa rækilega gaum að þeim hættum, sem því eru búnar á Evrópusvæðinu, og gera allar nauðsynleg- ar ráðstafanir til þess að bægja þeim frá. Aðildar- ríkin í Evrópu, sem léggja bandalaginu til þrjá fjórðu hluta hins hefðbundna varnar- styrks þar — en þar af hafa tvö ríki auk þess yf- ir að ráða eigin kjarn- orkustyrk, er gegnt getur fyrirbyggjandi hlutverki, sem styrkir heildar- varnarmátt bandalagsins — taka að sér að leggja fram nauðsynlegan skerf til þess að unnt sé að halda sameiginlegum vörnum nægilegum til þess að hindra og ef nauðsyn krefur hrinda frá hverjum þeim að- gerðum, sem beinast gegn sjálfstæði aðildar- ríkja bandalagsins og friðhelgi landsvæða þeirra. 7Bandarikin ítreka • fyrir sitt leyti, að þau eru staðráðin í því að una engu því ástandi, sem hafi það í för með sér, að bandalagsríkin verði beitt pólitískum eða hernaðarlegum þvingun- um, er hugsanlega geti svipt þær frelsi sínu — og lýsa jafnframt yfir þeim ásetningi ásamt bandamönnum sfnum að hafa til taks í Evrópu nægilega öflugar her- sveitir til þess að efla trú á varnarstefnu, sem hef- ur það markmið að koma í veg fyrir árás — en jafnframt til að geta var- ið Norður-Atlantshafs- svæðið, ef sú stefna skyldi bregðast. 8 1 þessu sambandi • staðfesta aðildarrfki bandalagsins, að þar sem endanlegt markmið sér- hverrar stefnu í varnar- málum sé í því fólgið að hindra, að hugsanlegur andstæðingur fái vilja sínum framgengt með vopnavaldi, verði öllum nauðsynlegum hernaðar- mætti þeirra beitt í þessu skyni. Því lýsa þau því jafnframt yfir, að enda þótt meginmarkmið stefnu þeirra sé að leita eftir samkomulagi, er dregið geti úr hættu á hernaðarátökum, muni slíkt samkomulag ekki takmarka frelsi þeirra til að beita öllum þeim her- styrk, er þau haf a til sam- eiginlegra varna, ef til árásar skyldi koma. Þau eru þess raunar fullviss, að þessi ásetningur þeirra sé bezta trygging- in fyrir þvi, að komið verði í veg fyrir styrjöld f hvaða mynd sem er. 9 011 aðildarríki • bandalagsins eru sammála um, að áfram- haldandi dvöl kanadískra og verulegs f jölda banda- rískra hersveita í Evrópu sé óhjákvæmileg, jafnt fyrir varnir Norður- Ámeríku sem Evrópu. Á sama hátt þjónar hernað- arstyrkur bandamanna í Evrópu, sem er veruleg- ur, þeim tilgangi að veita Norður-Ameríku jafnt sem Evrópu nauðsynleg- ar varnir. Það er einnig viðurkennt, að frekari skref f sameiningarátt, sem aðildarríki Efna- hagsbandalags Evrópu eru staðráðin í að stíga, ættu þegar tímar líða að hafa vænleg áhrif á fram- lag rfkja Efnahagsbanda- lagsins til sameiginlegra varna Atlantshafsbanda- lagsins. Auk þess er við- urkennt, að framlag aðildarríkja bandalags- ins til alþjóðlegs öryggis og friðar í heiminum sé hið mikilvægasta. Aðildarrfki banda- • lagsins líta svo á, að vilji þeirra til að sam- eina krafta sína í þvf skyni að tryggja sameig- inlegar varnir þeirra leggi þeim á herðar þá skyldu, að þau haldi við og efli hæfni hersveita sinna og að hvert þeirra um sig taki á sig sinn réttmæta skerf af þeirri byrði, sem því fylgir að tryggja öryggi allra — f samræki við þau hlut- verk, sem þau hafa tekið að sér að gegna innan bandalagsins. Á hinn bóginn eru ríkin þeirrar skoðunar, að hvorki í yf- irstandandi né komandi samningaviðræðum megi samþykkja eitt né neitt, sem dregið geti úr þessu öryggi. Bandalagsríkin • eru sannfærð um, að eigi þeim að takast að ná sameiginlegu mark- miði verði þau að hafa náið samráð og samvinnu sín í milli, sýna hvert öðru gagnkvæmt traust og hlúa þannig að þeim skilyrðum, sem vörnum þeirra eru nauðsynleg og jafnframt til þess fallin að draga úr spennu — en þetta styður hvað annað. 1 anda þeirrar vináttu, þess jafnræðis og þeirrar samstöðu, sem einkenna samskipti aðildar- ríkjanna, eru þau stað- ráðin í að veita hvert öðru allar nauðsynlegar upplýsingar og ráðgast í vaxandi mæli hvert við annað af einurð og hrein- skilni, hvenær sem það er tímabært og með hverjum þeim hætti, sem hæfa þykir, um málefni þau, er varða sameigin- lega hagsmuni þeirra sem aðila að bandalag- inu, — minnug þess, að atburðir í öðrum heims- hlutum geta haft áhrif á slíka hagsmuni. Þau óska einnig að tryggja, að hið nauðsynlega samband þeirra í öryggismálum styðjist við samskipti á vettvangi stjórnmála og efnahagsmála. Sérstak- lega munu þau vinna að því að ryðja úr vegi ágreiningsatriðum f efna- hagsstefnu sinni og hvetja til aukinnar efna- hagssamvinnu sín á milli. Þau minna á, að • þau hafa lýst því yfir, að þau aðhyllist grundvallarreglur lýð- ræðis, virðingu fyrir mannréttindum, réttlæti og félagslega framþróun, sem eru ávöxtur sameig- inlegrar andlegrar menn- ingararfleifðar þeirra, — og þau lýsa yfir þeim ásetningi sínum að þróa og dýpka framkvæmd þessara grundvallar- reglna í löndum sínum. Þar sem þessar grund- vallarsetningar geta í eðli sínu á engan hátt samrýmzt aðgerðum, er brjóta í bága við eflingu friðar í heiminum, lýsa aðildarrfkin því yfir enn á ný, að viðleitni þeirra til þess að varðveita sjálf- stæði sitt, til að gæta öryggis síns og bæta lífs kjör fbúa sinna, útilokar með öllu hvers konar árásaraðgerðir gegn öðr- um, beinist ekki gegn nokkru öðru landi og er við það miðuð að bæta almenn samskipti á al- þjóðavettvangi. í Evrópu verður markmið þeirra sem áður að auka skiln- ing og samvinnu milli allra evrópskra ríkja. Og sérhvert aðildarríkjanna viðurkennir þá skyldu sína að veita vanþróuð- um ríkjum aðstoð, hvar sem er f heiminum. Það er öllum ríkjum f hag, að sérhvert land fái að njóta góðs af tæknilegum og efnahagslegum framför- um innan heimskerfis, sem er opið og réttlátt. Nú, þegar 25 ár eru • liðin frá undirritun Norður-Atlantshafssamn ingsins, lýsa aðildarríki bandalagsins enn á ný yf- ir stuðningi við þau markmið og þær hug- sjónir, sem hann byggist á. Aðildarríkin horfa fram á við fullviss um, að þjóðir þeirra hafi til að bera nægilega lífsorku og sköpunargleði til að ráða fram úr þeim vandamál- um, sem að þeim steðja. Þau lýsa þeirri sannfær- ingu sinni, að Norður- Atlantshafsbandalagið muni halda áfram að gegna nauðsynlegu hlut- verki í hinni varanlegu friðaruppbyggingu, sem þau eru staðráðin í að stuðla að.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.