Morgunblaðið - 27.06.1974, Side 21

Morgunblaðið - 27.06.1974, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JUNl 1974 21 Rætt við Ingólf Jónsson fyrrum alþingismann og efsta mann á lista Sjálfstæðisflokksins Gera þarf stórátak í varanlegri vegagerð INGÓLFUR Jónsson er efsti mað- ur á lista Sjálfstæðisflokksins f Suðurlandskjördæmi. Blaðamað- ur Mbl. hitti Ingðlf að heimilí hans á Hellu nú nýlega og ræddi við hann um málefni kjördæmis- ins og landsmál almennt. 1 við- talinu sagði Ingðlfur m.a., að eitt þeirra verkefna sjálfstæðis- manna eftir næstu kosningar — verði þeim veitt brautargengi um áhrif á stjðrn landsins — verði áframhaidandi lagning varanlegs slitlags á Suðurlandsvcg, eða þar sem frá var horfið við stjðrnar- skiptin 1971. Einnig lagði Ingðlf- ur áherzlu á bætta hafnaraðstöðu, uppbyggingu atvinnulffs og bygg- ingu bændaskðla f Odda. Viðtalið við Ingðlf Jðnsson fer hér á eftir. Fyrst ræddum við um Hellu á Rángárvöllum, heimabyggð Ingðlfs. Hella er vaxandi kauptún og voru fbúar þess hinn 1. desem- ber sfðastliðínn rúmlega 400. A Hellu voru um 20 hús f byggingu á sfðastliðnu ári og úthlutað hef- ur verið lððum undir mörg hús, en um Hellu sagði Ingðlfur: — Það nægir ekki að byggja fbúðarhús — það verður að tryggja fólkinu atvinnu og koma á fót iðnaði til viðbótar við þann, sem fyrir er. Nú er í athugun að setja á fót hér þilplötuverk- smiðju, þar sem framleiddar verða þilplötur úr grasi og vikri. Farið hefur fram allítarleg athug- un á þessu og tæknilega eru engin vandkvæði talin vera á rekstri slíks fyrirtækis, en allt fram á þetta ár hefur þó verið vafasamt. að rekstur slfkrar verksmiðju borg aði sig miðað við verð á innflutt- um plötum. Eftir að verð á timbri og þilplötum hefur nú hækkað er talið, að rekstur slíkrar verk- smiðju gæti orðið vænlegur. Þess vegna er nú hægt að snúa sér að þessu máli í fullri alvöru. Verk- smiðjan verður nokkuð dýr, þótt hún verði byggð f áföngum og fjármagn fæst auðvitað ekki, nema unnt sé að sanna, að um arðbæran rekstur sé að ræða. Verksmiðjan er og vel sett í ná- greinni við . kauptúnið, vegna þess, að auðvelt er að rækta upp sandinn og stutt er í vikurnámur. I upphafi reksturs mundi slík verksmiðja veita nokkrum tugum manna atvinnu, en sfðar fleiri, ef reksturinn gengi eins og ætlazt er til. — Ymis konar iðnað er hentugt að setja upp f kauptúnum eftir því sem vinnuafl leyfir. í því sam- bandi vil ég geta nýlega stofnaðs hlutafélags á Eyrarbakka, sem nær yfir Suðurland allt. Hluta- félag þetta ætlar að vinna ýmis gosefni, vikur og önnur steinefni. Gæti sá iðnaður orðið mjög þýðingarmikill bæði til gjald- eyrisöflunar og atvinnuauka í kauptúnum héraðsins. Sveitar- stjórnir geta einnig átt þátt í að örva slíka starfsemi og gera það eftirsóknarvert, að stofnuð séu smærri fyrirtæki. Þetta geta sveitarstjórnirnar gert með því að veita þessum fyrirtækjum skatta- fvilnanir í útsvörum á meðan fyr- irtækin eru að festa rætur og vaxa fiskur um hrygg. Þegar vegur með bundnu slitlagi er kominn austur í sveitir — f kauptúnin Hellu og HvoIsvöII — mun vega- lengdin frá Reykjavfk ekki hindra það, að iðnaðarfyrirtæki hafi góða aðstöðu hér eystra. Og þótt ég hafi aðeins nefnt hér þrjá þéttbýliskjarna í kjördæminu er nánast óþarft að taka það fram, að auðvitað gegnir sama máli um kauptún annars staðar á Suður- landi. Það er nauðsynlegt að tryggja öllum, sem setjast að í kauptúnum nægilega atvinnu og sé það gert, vill fólk frekar vera f kauptúnum úti á landi, heldur en í þéttbýlinu við Faxaflóa. Kaup- túnin byggðust fyrst upp með þvf að þau veittu landbúnaðinum þjónustu bæði í verzlun og við- gerðum á vélum. Það er hagur landbúnaðarins og sveitanna að kauptúnin dafni. — Hér á Rangárvöllum, í Odda, hefur verið ákveðið að reisa bændaskóla og verður það gert á næsta kjörtímabili, ef sjálfstæðis- menn mega ráða. Oddi er vel f sveit settur, þar var fyrsti skóli á íslandi og þvf vel við eigandi, að þeim stað verði sómi sýndur. Þar er landrými mikið og jörðin vel fallin fyrir bændaskólasetur. Það er og hentugt, að í byrjun a.m.k. gætu kennarar við skólann haft aðsetur á Hellu og Hvolsvelli og stundað jafnframt kennslu í kauptúnunum. Þyrfti þá ekki að byrja á því að reisa kennaraíbúðir fyrir alla kennara bændaskólans. Þess má og geta, að núverandi landbúnaðarráðherra hefur gert allt, sem f hans valdi hefur staðið, til þess að tef ja þetta mál. Þá hefur og verið ákveðið að komið verði upp fjölbrautaskóla á Selfossi. Nemendum 'myndi ekið úr og f skólann frá sveitum og kauptúnum Árnessýslu og Rángárvallasýslu og þegar vegur- inn er orðinn með bundnu slitlagi yrði þetta auðvelt mál. — Mikil ræktun hefur farið fram á söndunum og hefur þar Landgræðsla ríkisins unnið ómet- anlegt starf f ræktun á Rangár- völlum og í Landssveit. Ekki mun þess nú langt að biða, að allir sandarnir verði grasi grónir. í Gunnarsholti og á Hvolsvelli eru graskögglaverksmiðjur, sem hafa gefizt vel og eru graskögglarnir eftirsótt fóður og spara innflutn- ing á kjarnfóðri erlendis frá. Þessi framleiðsla þarf að aukast og er heppilegast að stækka þess- ar tvær verksmiðjur og auka fram leiðslu þeirra. Nóg er af grasi og ræktun f nágrenni þeirra. Það er vitað mál, að stórvirki hefur verið unnið í gróðurvernd og upp- græðslu undanfarin ár. I tilefni 1100 ára byggðar f landinu mun Alþingi taka ákvörðun um aukið átak f beim málum með þvf að tryggja meira fjármagn en verið hefur lagt til þeirra. Með aukinni ræktun getur búvöruframleiðsla aukizt og er mikil þörf á þvf, þar sem fólkinu fjölgar og er útlit fyrir, að kjötframleiösla bæði af sauðfé og stórgripum geti f náinni framtíð orðið arðvænleg atvinnu- grein til útflutnings. — Vegurinn verður verkefni eftir næstu kosningar. Það þarf að koma honum hingað austur og eins að gera átak á öðrum stöðum í kjördæminu. Ég var t.d. búinn að lofa Eyrbekkingum vegi með bundnu slitlagi árið 1974 til 1975, en hafði að sjálfsögðu þann fyrir- vara, að sjálfstæðismenn hefðu nægileg áhrif til þess. Víða í kjör- dæminu t.d. í Arnessýslu eru fjöl- famir vegir f hraðbrautatölu og er beðið eftir því, að bundið slit- lag verði sett á þá. Það er mikið verkefni framundan á næsta kjör- tímabili f vegamálum og munu sjálfstæðismenn láta til sfn taka f því efni, ef kjósendur veita Sjálf- stæðisflokknum nægilegt braut- argengi. í þvf sambandi má minna á, að hringvegurinn var ákvörðun viðreisnarstjórnarinnar. — Sfmamálin eru í ólestri. Nauðsyn ber til að lagfæra sfma- þjónustu vfðs vegar á Suðurlandi, sérstaklega með þvf að auka lfnu- fjölda þar sem álag hefur aukizt mjög í seinni tíð. I ársbyrjun 1971 var ákveðið að auka lfnufjöldann frá Reykjavfk austur um Selfoss og áfram austur, auk þess sem símakerfi í sveitum skyldi gert fullkomnara. Ekkert af þessu hef- ur núverandi rfkisstjórn látið gera, enda hefur framkvæmdafé Landssímans farið að nokkru leyti til að greiða rfkissjóði sölu- skatt af allri þjónustu stofnunar- innar. — Hafnleysi hefur löngum ver- ið mikið vandamál á suðurströnd- inni. Þorlákshöfn er langt frá því að vera góð höfn eins og hún er f dag, en ákveðið hefur verið að stækka hana og lagfæra með fé, sem fengið er til þess að nokkru leyti frá Alþjóðabankanum. Stjórnvöld hafa farið sér hægt í framkvæmdir f Þorlákshöfn og dregið að nota það fé, sem fyrir hendi er. A næsta ári verður að setja kraft í framkvæmdir í Þor- lákshöfn og ljúka þvf, sem þar bíður ógert. (Jtgerðin hefur vaxið mjög í Þorlákshöfn á sfðasta ára- tug og hefur haldið áfram að aukast. A Eyrarbakka og Stokks- eyri er einnig útgerð, en hafnar- aðstaða er þar ekki góð. Hefur þó talsvert verið gert undanfarið til þess að bæta úr þvf og verður gert áfram. í þessu sambandi má geta þess, að mikið hefur verið rætt um brúargerð yfir ölfusá í Óseyrarnesi. Áætlun hefur verið gerð um brúargerðina og vega- framkvæmdir í sambandi við hana. Framkvæmdir munu kosta mikið fé. Eigi að stður standa vonir til að þessi brú verði gerð áður en langt um líður. — Á sfðasta þingi var samþykkt þingsályktunartillaga um skipun nefndar til þess að velja stað fyrir nýja höfn á suðurströndinni. Hafa ýmsir staðir verið nefndir í því sambandi, svo sem við Dyr- hólaey, þar sem athugun hefur farið fram á hafnarstæði, í Rangárós, Þjórsárós og Eyrar- bakka eða Stokkseyri. Nefndin er skipuð 5 mönnum, einum frá hverri af sýslunefndunum þrem- ur Árnessýslu, Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu, einum frá Vestmannaeyjakaupstað, en formaðurinn er skipaður án til- nenfingar af samgönguráðherra. Vitað er, að staðarval fyrir nýja höfn á suðurströndinni getur ekki orðið pólitfsk ákvörðun, heldur verður að ákvarðast að undan- genginni tæknilegri athugun, þar sem höfnin er talin vel sett með mikíð notagildi. Nauðsynlegt er að tryggja grundvöll þeirrar út- gerðar, sem fyrir er í héraðinu, og vinna strax að ýmsum hafnar- framkvæmdum, þótt ákvörðun um nýju höfnina liggi ekki fyrir. — Höfnin í Vestmannaeyjum bjargaðist undursamlega í náttúruhamförunum, sem þar urðu, en þar þarf eigi að síður mikið að gera til þess að gera hana góða til frambúðar. Uppbyggingarstarfið í Vest- mannaeyjum er hafið, en þar þarf að gera mikið átak. Guðlaugur Gfslason o.fl. fluttu frumvarp á Alþingi þar sem lagt var til, að söluskattur og innflutningstollar af viðlagasjóðshúsum yrðu notað- ir til uppbyggingar í Vestmanna- eyjum. Þessir tollar og söluskatt- ur eru um 800 til 900 þúsund krónur af hverju húsi eða samtals um 450 milljónir króna. Rfkis- stjórnin ákvað hins vegar að nota þetta fé sem mótframlag til hafn- argerðar í Grindavík, Þorláks- höfn og Höfn í Hornafirði. Við þingmenn Sunnlendinga töldum engin vandkvæði á að útvega fjár- magn til hafnargerðanna með öðr- um hætti og Grindvíkingar töldu með öllu óviðeigandi, að fé frá Vestmannaeyingum yrði notað í hafnargerð í Grindavfk. Aður- nefnt frumvarp náði ekki fram að ganga. — Það er ánægjulegt til þess að vita, að Vestmannaeyingar eru margir komnir í fullt starf f heimabyggðinni og margir eru á leið þangað, en húsnæði vantar f Eyjum og tefur það fyrir því, að menn geti flutt heim eins fljótt og þeir vilja. — Ljóst er, að mörg verkefni bíða þingmanna Sunn- Iendinga bæði í atvinnumálum, skólamálum og heilbrigðismálum. Margt er þegar komið af stað og verði unnt að koma fjármálum þjóðarinnar og atvinnuveganna á traustastan grundvöll, þarf ekki að kvfða því, að framfarir og upp- bygging verði ekki í Suðurlands- kjördæmi á næstu árum f sam- ræmi við óskir fólksins. Tryggja þarf atvinnuöryggi fólksins. — I því sambandi er rétt að geta þess, að margir úr kauptún- um bæði Rangárvallasýslu og Ár- nessýslu vinna nú við Sigöldu- virkjun. I beinu framhaldi af henni mun Hrauneyjarfoss sfðan verða virkjaður, ef sjálfstæðis- menn fá einhverju ráðið um virkjun fallvatna. Með þvf að nýta vatnsorkuna fást skilyrði fyrir margs konar iðnað og alls konar framleiðslu. Nýjar virkjanir kalla á nýja orkunotendur. Það mun vera mjög auðvelt að koma upp orkufrekum iðnaði í samvinnu við erlenda aðila og tryggja þjóðinni þannig örugga gjaldeyrisöflun og góða og velborgaða atvinnu. Suð- urland, héraðið allt, mun njóta Framhald á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.