Morgunblaðið - 27.06.1974, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27! JUNI 1974
Verðbólgan mesti bölvald-
ur fiskvinnslufyrirtækjanna
Rætt við Ásgrím
Pálsson, forstjóra
Hraðfrystihúss
Stokkseyrar
STOKKSEYRI befur um aldir
verið útgerðarstöð. Þar er rekið
mikið fyrirtæki, sem nefnist
Hraðfrystihús Stokkseyrar.
Framkvæmdastjðri þess er
Ásgrfmur Pálsson og hann hittum
við að máli nýlega og spurðum
um fyrirtækið.
— I eigu fyrirtækisins eru 7
bátar af stærðinni 50 til 105 tonn,
sagði Ásgrímur. Auk þess hefur
hraðfrystihúsið fasta viðskipta-
báta og samtais eru því þeir bátar,
sem leggja upp hér, 14. Á síðustu
vertíð lögðu hér upp bátarnir
okkar og einn viðskiptabátur eða
samtals 8 bátar. Þessir bátar
lögðu upp um 4 þúsund lesta afla,
sem svo til allur var unnin hér.
— Þetta fyrirtæki hefur verið f
mikilli uppbyggingu undanfarin
ár og þar sem þetta er eina at-
vinnufyrirtækið á staðnum,
ræður það öllu atvinnulífi hér á
Stokkseyri og velgengni fyrir-
tækisins er því um leið velgengni
fólksins og afkomumöguleikar.
Nú eru á döfinni enn frekari
framkvæmdir, sem að mestu leyti
eru nauðsynlegar vegna hagræð-
ingar I fyrirtækinu, en einnig er
verið að stækka það. Fram-
kvæmdirnar eru áætlaðar fyrir 50
milljónir króna að minnsta kosti,
og það verður að segjast, að það er
ekki sérlega ánægjulegt að þurfa
að standa í svo miklum fram-
kvæmdum í slíku árferði, sem nú
er. En hjá því verður samt ekki
komizt. Það verður að rífa hús,
sem eru að falli komin. Fram-
kvæmdir þessar voru í raun
komnar í gang áður en séð var
fyrir þá holskeflu óðaverðbólgu,
sem hefur gengið yfir.
— I dag verður ekki annað sagt
en mjög slæmt sé að reka frysti-
hús. Að vfsu getum við, sem störf-
um í þessari atvinnugrein, ávallt
búizt við, að sveiflur komi í
reksturinn, en sú sveifla, sem nú
gengur yfir, er af þeirri stærðar-
gráðu, að hún er nánast eins-
dæmi. Það, sem þó gæti ef til vill
hjálpað þessu fyrirtæki út úr
erfiðleikunum, er saltfiskfram-
leiðslan. öllum að óvörum hefur
saltfiskverð hækkað mjög mikið á
sfðustu misserum, um 75%, og
þar sem um blandaðan rekstur er
að ræða eins og hér, getur það
eitthvað hjálpað hraðfrysti-
iðnaðinum — annars væri þetta
algjörlega vonlaust.
— Markaðsástand frystra fisk-
afurða er ákaflega óvisst, en allt
bendir þó til þess, að það sé þó
nokkuð lækkandi og þegar hefur
orðið veruleg Iækkun. Beinamjöl
hefur lækkað úr 10,5 dollurum
hver próteineining f 4,75 dollara.
Þetta hefur að sjálfsögðu áhrif á
beinaverðið og þá um leið bein
áhrif á rekstrarafkomu fisk-
vinnslufyrirtækja. Þá má geta
þess, að skreið hefur hækkað
nokkuð, en hún er þó svo lítill
þáttur í heildarrekstri fyrirtækja,
að hún hefur nánast engin áhrif.
— Þessi æðislega óðaverðbólga
er mesti bölvaldurinn í þessari
atvinnugrein sem öðrum. Hæfileg
verðbólga getur hins vegar verið
góð, en þegar byggingarkostnaður
hækkar t.d. um helming á einu ári
þá kastar tólfunum. Einnig
veldur það áhyggjum manna, sem
standa í þessu basli, að allir fjár-
festingarsjóðir atvinnuveganna
eru tómir og ekki er fyrirsjáan-
legt, hvernig unnt verði að fjár-
magna þá. Á sama tíma er ráðizt í
framkvæmdir, sem kalla á fjár-
magn.
— Það er hjartans sannfæring
mín, að í þeim átökum, sem fram-
undan eru á stjórnmálasviðinu, sé
þjóðinni bezt borgið með því að
Sjálfstæðisflokkurinn eflist og ég
hvet alla hugsandi menn til þess
að fylkja sér um hann í trausti
þess, að hann fái brautargengi til
þess að taka fjármál þjóðarinnar
föstum tökum. Glundroði, sem
verið hefur síðustu misseri, hlýt-
ur að vera skaðlegur öllum Is-
lendingum.
Mesta hagsmunamál Stokkseyr-
inga I dag fyrir utan það, að
frystihúsið hafi tryggan rekstrar-
grundvöll, er að gerð verði brú á
ölfusá og traust höfn f Þorláks-
höfn, sem tekið getur við stækkun
bátaflotans. Bátaflotinn hlýtur að
stækka. Atvinnulíf Stokkseyringa
hefur undanfarið verið mjög
sterkt og hver vinnandi hönd
hefur haft atvinnu.
— Ástæðurnar fyrir þessari
óðaverðbólgu, sem verið hefur,
eru af mannavöldum. Ég er t.d.
þeirrar skoðunar, að fólk í fisk-
vinnslu hafi allt of lftið kaup
miðað við annað vinnandi fólk.
En hraðfrystiiðnaðinum eru ekki
sköpuð þau skilyrði að hann geti
greitt þessu fólki meira. Fisk-
iðnaðurinn getur ekki eins og svo
margar aðrar þjónustugreinar
velt launakostnaði yfir til neyt-
andans. Því er ekki um yfir-
borganir að ræða þar. Þetta er
ranglátt og þetta þyrfti að lagfæra
— sagði Ásgrímur Pálsson að
lokum.
Loforð stjórnarinnar þver-
öfug við raunveruleikann
Rætt við Jón Olafsson, bónda í Eystra-Geldingaholti
I Eystra-Geldingaholti f Gnúp-
verjahreppi býr Jðn Olafsson. Bú
hans er um 360 fjár og 21 kýr.
Þegar við hittum Jðn var hann að
bera á tún tilbúinn áburð. Við
spyrjum Jðn fyrst að þvf, hvernig
sé að búa f dag, og hann svarar:
— Það hefur verið nokkuð gott
að búa, því að tíðin hefur verið
góð. Þó er nú dálftið kal í túnum,
en það hefur þó mikið lagazt þeg-
ar liðið hefur fram í mánuðinn.
Rekstrarvörur til landbúnaðarins
eru æðislega dýrar og hafa hækk-
að gífurlega á síðastliðnu ári.
Eins hefur byggingarefni hækkað
geypilega og allar þessar hækkan-
ir koma mjög illa við landbúnað-
inn. Eg t.d. er að stækka íbúðar-
húsið hjá mér og hér um slóðir er
mikið um byggingarframkvæmd-
ir. Þrjú fbúðarhús eru í smíðum
og talsvert af gripahúsum.
— Hvað um stjórnmálin hér f
sveitinni?
— Ég held, að mörgum finnist,
að þessi ríkisstjórn hafi gert æði
margar skyssur. Það hefur ekki
verið nein stjórn á hlutunum. Um
kosningaúrslit vil ég alls ekki spá,
en eftir úrslitum sveitarsjórnar-
kosninganna er ég heldur bjart-
sýnn á úrslitin. Þessi þrjú ár
valdatímabils ríkisstjórnarinnar
hefur verið algjör kyrrstaða í
vegamálum. í fyrra átti að leggja
varanlegt slitlag á veginn í Flóa,
og enn bólar ekki á framkvæmd-
um. Og svo erú þrotin í fjár-
málunum. Nei menn eru ekki
ánægðir með þessa frammistöðu,
þrátt fyrir sífellt meiri álögur,
einkum á bifreiðaeigendur og
ættu þær álögur að fara í vega-
framkvæmdir.
— Hvernig lýst þér á niður-
greiðslurnar?
— Þær eru algjör endaleysa og
stórhættulegur hlutur fyrir okkur
bændur. Kartöflur kosta nú
nánast ekkert og væri allt eins
gott að gefa þær hreinlega og nú
er erfitt orðið að fá kindakjöt.
Þegar svo hætta verður þessum
niðurgreiðslum verða algjör
vandræði. Þetta er aðeins kosn-
ingavíxill, sem er hlægilegur.
Framsóknarmenn töluðu mikið
um það fyrir sfðustu kosningar,
að margt þyrfti að gera fyrir land-
búnaðinn, lækka vexti af stofn-
lánum, lengja lánstfmann o.s frv.
Einnig átti að lækka verð á
rekstrarvörum landbúnaðarins,
en allt hefur þetta farið í öfuga
átt við loforðin, nema það er varð-
ar lánstímann. Áburður hefur
hækkað um 40 til 50% á sfðustu
mánuðum og fóðurbætir hefur
hækkað um meira en 100% nú á
hálfu öðru ári. Það er ekkert sam-
ræmi í stefnu þessara manna
fyrir og eftir kosningar. Þeir
töldu sig þurfa að breyta um
stefnu frá því er viðreisnarstjórn-
in var. Það hafa þeir að vísu gert,
en því miður ekki til hins betra,
sagði Jón Ólafsson í Eystra-Geld-
ingaholti að lokum.
Eggert Pálsson
Fólksstraumurinn
hlýtur að liggja til
S j álfstæðisflokksins
Rœtt við Eggert Pálsson,
bónda að Kirkjulœk í Fljótshlíð
I FLJÓTSHLlÐ eru þrfr bæir,
sem bera nafnið Kirkjulækur.
Þeir standa uppi f hlfðinni, spöl-
korn frá veginum. Þeir eru að-
greindir með rómversku stöf-
unum I, II og III. Á Kirkjulæk II
býr ungur bóndi, Eggert Pálsson.
Þegar blaðamaður Mbl. hitti hann
að máli var hann nýbúinn að bera
á tún sitt fyrir neðan veg. Þegar
hann var spurður að þvf, hversu
stór jörð hans væri, kvað hann
hana vera rúmlega 70 hektara af
ræktuðu landi. Hann á 28 kýr og
um 200 f jár. Við spurðum Eggert,
hvernig væri að búa f dag. Hann
svaraði:
— Það er nokkuð gott að búa
frá náttúrunnar hendi. Árin frá
1970 hafa verið okkur bændum
góð, en verðbólgan og dýrtíðin
koma við okkur sem aðra. Á
árunum 1971 til 1974 hefur fjár-
magnsþörf okkar bænda meira en
tvöfaldazt og menn finna svo
sannarlega fyrir slíku. Áburður
hefur hækkað gífurlega svo og
fóðurbætir. Hækkunin hefur ver-
ið mest nú síðustu misseri.
— Þetta ástand hefur að sjálf-
sögðu komið illa við menn, en til
skamms tíma hefur þó gengið vel
að fá lán í Stofnlánadeild land-
búnaðarins, þótt hún hafi í raun
aldrei lánað hverjum einstökum
lánþega nema á eina byggingu ár
hvert. Nú hefur hins vegar orðið
breyting á hjá stofnlánadeildinni
og þar vantar mikla peninga. Eng-
in vissa fæst fyrir því, hve lánin
verða há og engar upplýsingar
fást um vexti eða hvort lánin
verða vísitölutryggð. Þegar ég t.d.
byggði upp mín útihús hér, gerði
ég það allt á einu ári. Lán til
bygginganna fékk ég hins vegar
næstu 3 ár á eftir, þar sem bygg-
ingarnar voru þrjár.
— Hvernig er hljóð I bændum?
— Við erum ákaflega ánægðir
með að núverandi ríkisstjórn
skyldi heykjast á þeim málum,
sem hún bar fram og við komu
landbúnaðinum. Þessi mál stefna
lítt til bóta fyrir bændur. Helzta
málið, sem ég á hér við, er frum-
varp ríkisstjórnarinnar um breyt-
ingu á lögum um sexmannanefnd-
ina. Ríkisstjórnin vildi, að bænd-
ur eða Stéttarsambandið semdu
sérstaklega við stjórnvöld um
launahækkun til þeirra. Þetta
dagaði uppi svo og jarðlagafrum-
varpið, enda urðu mótmæli kröft-
ug frá sveitarfélögum og búnaðar-
samböndum.
— Þá hefur ekkert miðað f
varanlegri vegagerð. Vegirnir hér
um slóðir eru ekki upp á marga
fiska. Okkur er það mikið kapps-
mál að fá varanlegan veg að
Hvolsvelli. Árið 1971 var gerð
vegaáætlun og samkvæmt henni
átti vegurinn að vera kominn að
Skeiðavegamótum, en nú veit
enginn, hvenær verður úr fram-
kvæmdum. Vegurinn, sem
kominn var að Selfossi við
stjórnarskiptin 1971, hefur ekki
lengzt um hársbreidd sfðan.
— Hvernig lýst þér á komandi
kosningar?
— Ég tel, að straumur fólks
hljóti að liggja til Sjálfstæðis-
flokksins. Sérstaklega tel ég, að
ungt fólk kjósi þann flokk, því að
núverandi rikisstjórn hefur harð-
ast beitt brandi sínum gegn því og
það verður sífellt erfiðara fyrir
það að eignazt eitthvað. Ráð-
stafanir, sem gera verður til þess
að koma efnahagsmálum þjóð-
arinnar á réttan kjöl, hljóta
einnig að bitna á þvf sem öðrum
þegnum landsins. Hörmulegasta
staðreyndin f öllu þessu er svo sú,
að þetta eymdarástand, sem nú
ríkir, er afrakstur rikisstjórn-
arinnar eftir eitthvert mesta góð-
æri sem um getur til lands og
sjávar — sagði Eggert Pálsson á
Kirkjulæk að lokum.
VARIZT
VINSTRI
SLYSIN
xd