Morgunblaðið - 27.06.1974, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 27.06.1974, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JUNl 1974 Steingrímur Davíðsson: Horft of víða vegu stjórnin gat ekki komið fram mikilverð- um málum í gegnum þingið, ef Bjarni var þeim andvígur, hefðu það verið rétt og sjálfsögð viðbrögð forsætisráðherra að gera annað tveggja: biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneytið, eða fá leyfi til þingrofs. En Ólafur valdi versta kost- inn. hann þráaðist við að sitja sem fastast, og kvaðst ekki vikja nema fyrir vantrausti í sameinuðu þingi Og enn kreppti að: Þegar svo eftir ótrúlega þolinmæði Hannibals Valdimarssonar var svo komið, að hann og flokkur hans sagði skilið við ríkisstjórnina, og hún þvi komin i minnihluta á Alþingi, var forsætisráðherra skylt að biðjast lausnar. Annað var brot að réttum þingræðisreglum og siðgæðisreglum menningaþjóða. Það var og víst að formleg vantrauststillaga yrði borin fram innan stundar. Hefði forsætisráð- herra þá beðizt lausnar, þá hefði hann þótt maður að meiri. Enn tók Ólafur versta kostinn. Meðan verið var að prenta vantrauststillöguna, laumaðist hann til forseta íslands, sagði forsetan- um ósatt um málavexti, fékk settann ríkisráðsfund og samþykkt þar að veita forsætisráðherra umboð til að rjúfa þing, og það með þeim hætti, að einstætt er í þrjátfu ára sögu lýðveldis- Frumhlaup „forsætisráðherra” og fyrrverandi alþingismanns Olafs Jóhannessonar Hátt á eldhrauni uppi, þar sem ennþá Öxará rennur ofan i Almannagjá alþingi feðranna stóð. . ." Þessa er enn hugfróun i að minnast, þegar niðurlæging Alþingis er slik, sem nú er, Enn sem fyrr geisla frelsis hugsjónir feðranna um sálir allra sannra og heilshuga Islendinga. Ljóm- inn frá fólkþinginu fræga stafar i gegn- um aldirnar, jafnvel þær dimmustu, lýsir upp kotin sem háreist höfuðból. Þá geisla réð kúgun og örbirgð ekki við Fólkið las á skammdegiskvöldum við litlar Ijóstýrur sannfræði íslendinga sagnanna, og vonin um endurheimt frelsi lifði i brjóstum manna, stundum æði föl, og að dauða komin, eins og þegar blóð Hólafeðga hrópaði til himmna frá höggstokknum, og þegar Árni Oddsson skrifaði tárfellandi und- ir einvalds-skuldbindinguna. Tár Árna skína æ sem perlur á frelsis- fána vorum. Minning er stöðugt varar okkur við að samþykkja slíkar eða likar skuldbindingar, þ e. láta tæla þjóðina til að selja fjör- eggið i hendur þjónustuliði erlends- kúgunarvalds. svo sem nú er reynt. Og litum enn á spjöld sögunnar: Skruggu- skýin rofnuðu og geislar brutust aftur fram Vormenn íslands, Skúli og Egg- ert, ásamt fleirum Ijósberum komu með kyndla sina fram á sviðið Það voru blossandi kyndlar, sem lýstu upp hreysi og hallir, hugi fábreyttra sem riklundaðra.En þá syrti aftur: Alþingi var afnumið, sent heim. Konungsvald- ið vildi „losa sig við þingið " Svo sem kunnugt er hefur og seinna verið til þess gripið, að visu enn í skamman tima i senn, en hvað mun seinna verða, ef kommúnistar ráða ferðinni með framsóknarmenn í taumi, svo sem stýrt hefur verið nú um hríð Ferill kommúnista meðal annarra þjóða er svo alkunnur, að allir heilskyggnir menn ættu að sjá hann glöggt og ekki látið blekkjast. Þeir Jónas Hallgrímsson, Bjarni og Baldvin hófu upp frelsishvatningar sín- ar, er vafalaust urðu Jóni Sigurðssyni hvati til öflugra sóknar fyrir sjálfstæði þjóðarinnar Og honum tókst, eftir langa og stranga baráttu að vinna fyrstu lotu. Þeim sigri var fylgt eftir, dyggilega, af þeim er við málum tóku Þó oft væri nokkur ágreiningur um leiðir, var markið allra eitt og sama fullt sjálfstæði íslendinga, sjálfstætt ríki Næsta lota, sem vannst glæsilega, var íslenzk stjórn i landinu, og íslenzki ráðherrann var ábyrgur fyrir Alþingi Af því leiddi, að ráðherrann varð að fara frá völdum, jafnskjótt og hann missti meirihlutafylgi á Alþingi Ráð- herra gat þó rofið þing með samþykki konungs, og þannig skotið máli sínu undir þjóðardóm með nýjum kosning- um En meðan úrskurðar þjóðarinnar var beðið, mátti ráðherra, eða stjórn hans aðeins annast daglegan rekstur þjóðarbúsins, en ekki stjórna með til- skipunum, (bráðabirgðalögum ) Til þingrofs var því sjaldan gripið, en þegar þar gert, var venja, svo sem tiðkazt hafði i Danaveldi, að þingmenn misstu umboð sitt frá þingrofsdegi, svo var 1908 og árið 1931. Olli þingrof það, að vonum miklum deil- um. Tryggvi Þórhallsson fór aðeins eftir venju, þekkti ekki annan hátt, en hafði ekki I huga, að „losna við þingið" til þess að hrifsa völdin i eigin hendur. Þessi háttur á þingrcfinu var því eíns- konar slysni, er ekki kom að sök, vegna þess að þáverandi forsætisráðherra Tryggvi Þórhallsson var heiðursmaður, er vildi gæfu þjóðar sinnar sem mesta. Þess ber að geta, að þingrofsvaldið var enn í höndum konungs, en vitanlega fór konungur eftir tillögum ráðherra. Þingræðið var enn í mótun. Eftir stofnun íslenzka lýðveldisins, var sá sjálfsagði háttur upptekinn, þá þing var rofið, að alþingismenn héldu umboði fram að næsta kjördegi, (Al- þingi ekki afnumið). Annað sæmir ekki i lýðfrjálsu riki. Nú hefur það fáheyrra gerst, að Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra hefur í samráði við kommúnistana sina í ríkisstj. afnumið Alþingi um stundar- sakir og hrifsað til sin vald þingsins ásamt kommúnistunum til þess eins að geta stjórnað með tilskipunum Sumir kölluðu þetta valdarán, en þá brugðust þeir félagar ókvæða við, en hvers- vegna. Sannleikanum verður hver sár- reiðastur. Valdarán er þetta. Valdarán um stundarsakir, i fyrstu lotu, eins konar undanrás þess er síðar kann að verða, ef þjóðinni tekst ekki að reka þessa pilta úr ráðherrastólunum. Von- andi auðnast henni það þann 30. júní n.k. Það er furðulegt og hefur ekki fyrr gerzt á landi hér, að formaður lýð- ræðisflokks hafi gengið svo algert á vald kommúnista, að hann hafi afheht þeim stjórnartauma ríkisins i öryggismálum þjóðarinnar, svo sem Ólafur hefur nú gert, og hann keppir að því marki, að fá þingfylgi, með kommúnistum, til þess að fullkomna verkið: gera landið varnarlaust, svo bryndrekar Rússa eigi greiða og hættu- lausa leið að ströndum íslands Ef þetta atferli væri kallað réttu nafni, mundi hvina í tálknum þeirra, er enn velgja ráðherrastólana, svo rétt mun að sleppa nafnbirtingunni í þetta sinn, enda nafnið hrollvekjandi. Þegar Bjarni Guðnason sagði ríkis- stjórn Ólafs upp trú og þollustu og ins, svipta þingmenn umboði, og hrifsa völdin I hendur kommúnista, þeirra er ráða gerðum rikisstjórnarinnar. Það veit alþjóð. Ólafur Jóhannesson tók þar með á sig margfalda sök, gerðist margfaldur afbrotamaður, siðgæðis- lega og stjórnarfarslega, og sem maður í æðstu trúnaðarstöðu fyrir þjóð sína og land. Þetta verður þjóðin að skilja og meta rétt, vitandi vel að það gengur landráðum næst, að fela þeim manni forustu rikisstjórnar, sem bundinn er á klafa kommúnista, og vinnur það til meintra valda, (en þau eru ekki annað en titillinn, stóllinn og mikil laun) að þóknast kommúnistum í einu og öllu, skirrast ekki við, að selja með því þjóð sina undir kúgun Kremlverja, eða m.k. kosti þeirra „ræðismanna" á islandi. Þjóðin sker væntanlega úr um þetta mál 30. júni Menn velta fyrir sér, hvernig það gat átt sér stað, að formaður annars stærsta lýðræðisflokksins á íslandi skyldi bregðast svo þjóð sinni. í Fram- sóknarflokknum eru margir mætir menn og einlægir ættjarðarvinir, er nú mun blöskra framferði forustumanna sinna Þeirra er að taka i stjórn- taumana, og vinna það til sjálfstæði þjóðar sinnar, að gefa forustu Fram- sóknarflokksins sem henni hæfir og bjarga má íslendingum frá yfirvofandi hættu. Já hvernig gerðist þetta? Því hefur verið nokkru svarað hér að framan. Af laumuferðinni á rikisráðsfund skal þó dregin upp skýrari mynd: Þegar Hannibal lýsti yfir stjórnarslit- um, vantrausti flokks sins á rikisstjórn, brá Ólafi fyrst nokkuð, sitja skyldi meðan sætt væri, og reyndar lengur, að vitra manna dómi Kom þá forsætis- ráðherra ráð í hug Hann fór um nótt til Lúðvíks og sagði: „Hvað á ég að gera til að við getum eignast lengra líf?" „Far þú, þegar sól rís næsta dag til forseta islands, og fáðu hjá honum umboð til að senda þingið heim og taka umboðið um leið af þingmönnum, „losa okkur við þingið", eins og þú orðaðir það svo vel sjálfur. Láttu sem þú vitir ekki áf vantraustinu, en segðu forseta, að ráðstafanir efnahagsmál- Hér sjáum við mynd af hvolpinum Little One, sem útleggjast mætti Smælki, koma úr réttarsal í Lauderdale I Florida en þar voru honum dæmdar 900 þúsund króna skaðabætur, vegna þess að hann hlaut nokkra skurði, þegar verið var að snyrta hann í hundahressingarhæli fyrir hálfu öðru ári. Fjárkrafan var einnig studd þeim rök- um, að Smælki hefði fengið alvarlegt taugaáfall við þennan atburð og ekki náð sér á sálinni. Segir frúin, sem heldur á Smælki á myndinni og er eigandi hans, að svo virðist sem hann hafi hætt að þroskast andlega eftir slysið, svo að ekki sé of mikið þótt nokkrar bætur komi fyrir. anna þoli ekki næturbið og enginn sé fær um að gera þær nema við, enda vilji stjórnarandstaðan ekkert slikt Þetta sem ég segi þér þarf enga „athugun", og „áfangar" duga ekki Farðu nú vel, — en eitt i viðbót." mælti Lúðvík að lokum: „Hafðu ekki sannleikann að förunaut Það er óþörf „persóna" í slíka för, þegar allt ríður á klókindum. Samvizkan má sofa Bezt að rumska ekki við henni, hún er oft með leiðindavæl. Já, farðu nú aftur vel:" Eitthvað á þessa leið hlaut þetta æfintýri að hafa hljóðað. Allir vita fram- haldið Þingmehn voru sviptir umboði og reknir heim, þar á meðal forseti Sam- einaðs þings. Alþingi var ekki lengur til, og þá ekki heldur forseti þess. Eins og kunnugt er, þá er forseti Sameinaðs þings einn af handhöfum forsetavalds Þegar eftir þingrofið þurfti forseti ís- lands til útlanda. Nú voru góð ráð dýr: Ólafur brá óvenu skjótt við, liklega þó fundið Lúðvik að máli Ólafur gerðist skjótráður og vakti upp forseta sam- einaðs þings, þð glóðvolgan, og tróð honum milli hinna, „valdhafanna". Auðvitað var þetta hrein lögleysa, en meinlaus. Svona geta stundum alvar- leg mál eins og það að afnema lög- gjafarþing þjóðarinnar, átt sinar skop- legu hliðar, þá litlir menn og illfærir halda um stjórnvölinn. „Kaldur karl og ráðsnjall, Ólafur," segja strákarnir. Þeir þekkja eðlilega ekki alvöru málanna. En blindir fylgis- menn Framsóknar, segja jafnvel það sama. En er það bara kokhreysti? Öryggi (slands má ekki velta á atkvæði slikra manna „Þessi afglöp eru búin og gerð," segja sumir. En þau eru hér rifjuð upp, vegna þess algilda sannleika, að frá vítunum er sagt til að varast þau Það verður að setja skýrt ákvæði í stjórnar- skrá íslands, sem fyrirbyggir slik valda- rán, er hér fyrr hefur verið umrætt. Fjármálaafglöp ríkisstjórnarinnar verða ekki rædd hér, enda ekki rétt að ónáða Halldór, þar sem hann dottar undir gúmmítékkunum. Hann verður vakinn 30. júní næstkomandi. Flestir kenna i brjóst um Einar, vesalinginn, að hafa orðið handbendi illra afla og orðið að þjóna þeim nær 3 ár. Til þess að losa Einar ráðherra örugglega und- an vafi þeirra Lúðvíks og Magnúsar Kjartanssonar er: að Reykvíkingar felli hann frá kosningu Það er hvort tveggja í senn: þjóðheillamál og gustukaverk Magnús Torfi er engra orða verður. Frá kommúnistum er hann sem flugu- maður kominn inn í þingið. Til komm- únista snýr aftur, og gerist vikadrengur sem fyrr. Ríkisstjórnin hefur nú setir nær þremur árum of lengi, svo mál er að losa hana við ábyrgðarstarfið, þjóðinni til happs og heilla, og ráðherrunum til sálubóta, því þegar hafa þeir of mikið I syndapokanum. Þyki einhverjum of fast að orðum kveðið i þessari grein, er þvi til að svara, að hálfyrði henta ekki rökræðu, og svipmót sannleikans nýtur sin ekki undir fegrunarkremi Allt er lifið frá einni lind, tónar þess frá sama hljómstreng, „þræðinum að ofan." Og því er það, að líkingar frá einu sviði lífsins geta varpað skæru Ijósi á viðburði í mannlifinu, þjóðlifinu. S.l. sumar þegar við hjónin fórum að heiman til tveggja vikna dvalar I fjar- lægri sveit, voru trén i garðinum okkar i fyllsta laufskrúða, þar á meðal reyni- tré i miðjum garði, ennþá á æsku- skeiði, þriggja metra hátt. Þegar við komum aftur heim, var orðinn svipur hjá sjón: ungi reynirninn stóð blaða- laus að kalla, og sum hin trén voru og illa farin. Þessu hafði fluga valdið. Lifrur hennar höfðu etið blöðin. Flugan var af erlendum uppruna. Gripa þurfti til skjótra ráða, svo trén visnuðu ekki og féllu innan tíðar. Ég leysti upp kristallssápu i vatni og laugaði trén nokkrum sinnum, og eftir tvær vikur höfðu þau aftur klæðzt fullum skrúða. íslenzki þjóðarmeiðurinn, sem um aldir hafði verið illa leikinn, brotinn og beygður, tók að rétta við og vaxa úr grasi á seinni hluta nítjándu aldar. Eftir síðustu aldamóttók þjóðmeiðurinn fjör kipp, og þroskaðist síðan, hægt, en jafnt og þétt næstu áratungina. Eftir að lýðveldið var stofnað óx rneiðurinn mjög ört, greinarnar urðu margar og skrúðmiklar Svo nélt fram til ársins 1971, þá þyrmdi yfir. Óværan í lauf- inu, sem fyrr hafði orðið vart, en haldið í skéfjum færðist sterklega í aukana og magnaðist ferlega, og hefur svo verið til þessa dags Þessi óþrif eru líka af erlendum uppruna. Nú má engan tima missa. Þjóðin hefur laugina, veit bjarg- ráðið Þjóðarmeiðinn skal lauga 30. júni, svo rækilega, að hann losni við óþrifin um alla framtið Sameinumst öll um þrifabaðið . Þá munu myrku skýin rofna, sólin skína aftur i heiði, vorblærinn fara mjúkum höndum um allan gróður hið ytra og innra, i andan- um jafnt sem efninu Og þjóðmeiður- inn mun breiða voldugar greinar og skrúðmiklar um land allt. „Striðum, vinnum vorri þjóð " 16/6 1 974

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.