Morgunblaðið - 03.07.1974, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 03.07.1974, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JULÍ 1974 5 Landnámshátíð áAkranesi Blaðinu hcfur borizt eftirfarandi frá þjóðhátfðarnefnd Akraness: Landnámshátíðin á Akranesi hefst fimmtudaginn 4. júlí og stendur til 11. júlí. Hátíðin hefst með vígslu nýja byggðasafns- hússins að Görðum. Byggðasafn Akraness og nærsveita hefur verið til húsa I gamla prestseturs- húsinu að Görðum, en nú verður vígður fyrsti áfangi nýrrar byggingar, sem safnið fær til afnota. Hefur séra Jón M. Guðjónsson verið aðalhvatamaður að stofnun og viðgangi byggða- safnsins. Hefst vígsluhátíðin kl. 20.30 við nýja byggðasafnshúsið. Forseti Islands og þjóðminja- vörður munu væntanlega verða viðstaddir vígsluna. Föstudaginn 5. júlí verður opnuð listsýning í Barna- skólanum kl. 20.00. Þar verða sýnd listaverk, sem bæjarbúar hafa lánað til sýningar. Er þar margt ágætra mynda eftir marga beztu listamenn þjóðarinnar. Rótarýklúbburinn og Lions- klúbburinn hafa í sameiningu séð um söfnun verkanna og upp- setningu sýningarinnar. Sama dag kl. 20.30 verður opnuð iðnsýning í Gagnfræða- skólanum. Þar verður yfirlits- sýning yfir helztu vörutegundir, sem framleiddar eru á Akranesi í dag, svo og starfsemi ýmissa iðn- fyrirtækja. Hefur sérstök nefnd séð um þessa sýningu, en hana skipa Rúnar Pétursson, Páll Engilbertsson og Þórbergur Þórðarson, en umsjónarmaður er Gylfi Svavarsson. Báðar þessar sýningar verða opnar alla daga, sem hátíðin stendur kl. 17.00 — 22.00 nema sunnudaginn 7. júlí kl. 14.00 — 22.00. Þetta sama kvöld kl. 21.00 verður svo sýning á Járnhausnum eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni, sem Skagaleikflokkurinn flytur. Laugardaginn 6. júlí verður hátíð í Reykholti á vegum þjóð- hátíðanefnda Borgarfjarðar og Mýrasýslu og Akraness sameigin- lega. Hefst hún kl. 14.00 og stendur til kl. 18.00. Þar verður margt til skemmtunar, og er mjög til dagskrárinnar þar vandað. Sunnudaginn 7. júlí verður íþróttahátfð, sem hefst kl. 10.00 og stendur til kl. 18.00. Þar verður keppt í frjálsum íþróttum, knattspyrnu, handbolta, körfu- bolta, badminton, borðtennis, lyftingum, blaki, golfi og sundi. Mun Iþróttabandalag Akraness sjá um þennan lið hátíðahald- anna. Um kvöldið mun kútter „Sigur- fari“ leggjast að bryggju kl. 20.30. Kútter þennan keypti Kivanis- klúbburinn Þyrill í Færeyjum og mun afhenda hann Byggðasafni Akraness og nærsveita til eignar. Þegar Sigurfari kemur, verða á hafnargarðinum ræðuhöld, lúðra- spil Lúðrasveitar skólanna undir stjórn Þóris Þórissonar og Karla- kórinn Svanir mun syngja. A mánudagskvöld kl. 20.00 verða skátarnir með „barna- sirkus" í nýja íþróttahúsinu. Húsið er nú nýlega orðið fokhelt, og má segja, að þetta sé fyrsta samkoman undir þaki þess. Á þriðjudagskvöld kl. 21.00 verður samsöngur í Bfóhöllinni. Þar munu Kirkjukór Akraness og Karlakórinn Svanir syngja undir stjórn Hauks Guðlaugssonar. Karlakórinn hefur ekki starfað í nokkur ár, en hóf æfingar aftur f vetur, og verður þetta fyrsti sam- söngur hans síðan hann hóf starf á ný. Á miðvikudaginn kl. 20.30 ætlar Hestamannafélagið Dreyri að kynna „þarfasta þjóninn“á fþróttavellinum (malarvelli). Ætla þeir m.a. að sýna söðulreið, kerruakstur, heyband og fleira. 1 lok dagskrárinnar mun svo arf- taki hestsins, bifreiðin, gamall Ford bíll, aka inn á völlinn. Ford bíl þennan fékk séra Jón fyrir nokkrum árum mjög illa farinn, en sonur hans, Pétur Jónsson bif- vélavirki til heimilis í Kópavogi hefur varið gífurlegum tfma og fjármunum í það að gera bflinn upp, svo að nú er hann sem nýr. Á fimmtudagskvöld kl. 21.00 verður svo lokasamkoma f Bíó- höllinni. Þar verða ýmis skemmti- atriði, svo sem kórsöngur, upp- lestur, gamanvfsur o.fl. fyrir hlé, en eftir hlé verður leikið stutt leikrit, Ljós í holti, sem Þórleifur Bjarnason fyrrv. námstjóri hefur samið um landnámsmenn á Akranesi. Með því lýkur Land- námshátíðinni hér. Þjóðhátfðarárið hófst með því, að kveiktir voru 15 eldar í kringum landnám Bresasona á Akranesi, sem átti að tákna eld- helgun lands f f ornöld. Þjóðhátíðarneínd skipaði snemma í vetur þrjá menn í rit- nefnd hátíðarrits, þá Ara Gísla- son, Braga Þórðarson og Sverri Sverrisson, og kemur ritið út næstu daga. Verða þar greinar um sögu Akraness og fleira, og verður það prýtt fjölda mynda. Er blaðið hið glæsilegasta að öllum frágangi. Þjóðhátfðarnefnd hefur látið gera ýmsa minjagripi vegna hátíðarinnar. Diskurinn „Land- nám Bresasona" verður aðeins gerður í 600 eintökum. Fyrstu 200 eintökin seldust fljótlega upp, en von er á því, sem eftir er fljótlega, en framleiðslu þeirra hefur seinkað nokkuð af óviðviðráðan- legum orsökum. Þá hefur nefndin látið gera barmmerki úr málmi, öskubakka með myndum af kútter Sigurfara og Gamla Ford, límmiða á bílrúður með merki hátíðarinnar og oddveifur með sama merki. Upplag þessara muna er mjög takmarkað, og verða þeir því mjög eigulegir minjagripir. Ágóðanum af sölu minja- gripanna verður varið til að gera kvikmynd um Akranes árið 1974, og er gerð hennar þegar vel á veg komin, en hana annast Þrándur Thoroddsen og Jón Hermannsson í samráði við Magnús Oddsson rafveitustjóra. I upphafi var gert ráð fyrir, að minningarsteinn sá, er írska þjóðin gefur Islendingum í tilefni landnáms Ira og reisa á hér á Akranesi yrði afhjúpaður á Land- námshátíðinni, en af því gat ekki orðið, en það verður væntanlega gert 27. júlí n.k. Þjóðhátíðarnefnd var kosin af bæjarstjórn fyrir tæpu ári. Hefur hún haft mikið og gott samstarf við flest starfandi félög í bænum, og hefur fjöldi manna unnið að undirbúningi þessara hátlða- halda, sem munu vera þau viða- mestu, sem hér hafa farið fram. I þjóðhátíðarnefnd eru Þorvaldur Þorvaldsson formaður, Bjarn- fríður Leósdóttir, Haraldur Sturlaugsson, Magnús Oddsson og Þorgils Stefánsson. Rætt um viðskiptasamn- ing við A-Þjóðverja DAGANA 18.—20. júní sl. fóru fram I Berlín viðræður um við- skipti íslands og Þýzka alþýðulýð- veldisins. Rætt var um fram- kvæmd viðskiptasamnings ríkj- anna, sem gerður var í febrúar 1973. Þýzka alþýðulýðveldið kaupir einkum af íslendingum loðnu- mjöl, niðursuðuvörur og söltuð ufsaflök, en selur til Islands áburð, venfaðarvörur, vélar, bif- reiðar o.fl. Af hálfu tslands tóku þátt í Skólauppsögn í Armúlaskóla Ármúlaskóla I Reykjavfk var sagt upp 31. maí síðastliðinn. Alls voru 807 nemendur í skólanum á liðnum vetri. Gagnfræðapróf þreyttu 241 nemandi og undir landspróf gengu 158 nemendur. Hæstu einkunn við gagnfræða- próf hlaut Kristbjörg Guðmunds- dóttir, 8,92. Hæstu einkunn f landsprófsdeild fékk Anna S. Hauksdóttir, 9,3. Tuttugu ára gagnfræðingar mættu við skólauppsögnina og fulltrúi þeirra flutti ávarp. Afmælisárgangurinn færði skóla- stjóra og skólanum verulegar gjafir. Skólastjóri Ármúlaskóla er Magnús Jónsson. |Wor0íun'bIaÍiib |\mnRCFRLDRR 7r mnRKRfl VÐRR viðræðunum í Berlín Björgvin Guðmundsson skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, sem var formaður íslenzku nefndarinnar, dr. örn Erlendsson framkvæmda- stjóri Sölustofnunar lagmetis, Ingólfur Þorsteinsson skrifstofu- stjóri, gjaldeyrisdeild bankanna, Haukur Björnsson framkvæmda- stjri og Arni Finnbjörnsson sölu- stjóri SH. NÝTT íli" ‘í*%}merióka Hr Suðurlandsbraut 10. 'SÍmi 8508Ó 22XtO( 12X150 mm (7/ 22X225 mm (7/8 > 75X225 Wm (3 "x9 ............................................................................................. ■ mm heldur I mm i Viðarþ hiiotu og teak ;t‘ Afgreiðslan á Klapparstíg 1 er einnig í fullum gangi VÖLUNDUR H.F Skeifan19 sími. 85244 TIMBURVERZLUNIN Klappastig 1 slmi: 18430 LvJ ite.lf iVtí -: iÍÍfSÍll o' l Hí,1 i iiií. t Æ HPW* flj hWHW H ■ J %C 1 B lllfpl'ií&ti 1111 '4jl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.