Morgunblaðið - 03.07.1974, Síða 21

Morgunblaðið - 03.07.1974, Síða 21
ffélk í fréttum Útvarp Revkjavík ★ MIÐVIKUDAGUR 3. júlf 7.00 Morgunútvarp Vedurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (úr forustugreinum dagbl.) 9.00, 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Heið- dfs Norðfjörð heldur áfram að lesa „Ævintýri frá annarri stjörnu" (3) Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Kirkjutónlist kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Fflhar- monfuhljómsveitin f ósló leikur sin- fónfu nr. 1 f D-dúr eftir Johann Svend- sen/Birgit Nilson syngur lög eftir Ture Rangström/Konunglega hljóm- sveitin f Kaupmannahöfn leikur „Efterklangen af Ossian" forleik op. 1 f a-moll eftir Niels Gade. 12.00 Dagskráín. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Meðsfnulagi Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Sfðdegissagan Ur endurminning- um Mannerheims Sveinn Asgeirsson les þýðingu sfna. 15.00 Miðdegistónleikar Vladimfr Horovitsj leikur á pfanó verk eftir Skrjabfn. Mistislav Rostropovitsj og Ffl- harmonfuhl jómsveitin f Lenfngrad leika Sellókonsert op. 129 f a-moll eftir Schumann; Gennadi Rozhdestvenský stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (Veður- fregnir). 16.25 Popphomið 17.10 Tónleikar 17.40 Litli barnatfminn Gyða Ragnarsdóttir sér um þáttinn. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Landslag og leiðir Dr. Haraldur Matthfasson flytur erindi „A Vatnajökli" 20.00 Einsöngur f útvarpssal: Guðrún Tómasdóttir syngur lög eftir Elfas Davfðsson og Hallgrfm Helgason. Elfas Davfðsson leikur undir á pfanó. 20.20 Sumarvaka a. Hans Wium og Sunnefumálin Gunnar Stefánsson les fyrri hluta frá- sögu Agnars Hallgrfmssonar cand. mag., unninni úr prófritgerð hans. b. Hólar f Hjaltadal Ásmundur Jónsson frá Skúfsstöðum les kvæði sitt (tekið úr segulbanda- safni útvarpsins). c. Seyðisfjörður um aldamótin Vilborg Dagbjartsdóttir les fyrri hluta greinar eftir Þorstein Erlingsson. d. Kórsöngur Karlakórinn Geysir syngur fslenzk þjóðlög; Arni Ingimundarson stj. 21.30 Utvarpssagan: „Gatsby hinn mikli" eftir Francis Scott Fitzgerald Atli Magnússon les þýðingu sfna (10). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kosningar og aftur kosningar Þáttur f umsjá Einars Arnar Stefáns- sonar. 22.45 Nútfmatónlist Halldór Haraldsson kynnir. 23.45 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 4. júlf 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Heíðdfs Norðfjörð heldur áfram „Ævintýri frá annarri stjörnu" eftir sig (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt Iög á milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefáns- son ræðir aftur við Halldór Gfslason efnaverkfræðing um hreinlæti við fisk- verkun. Morgunpopp kl. 10.40. Hljómplötusafnið kl. 11.00 (endurt. þáttur G.G.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 A frfvaktinní Margrét Guðmundsdóttir kynnir óska- lög sjómanna. 14.30 Sfðdegissagan: Ur endurminning- um Mannerheims Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur les þýðingu sfna (10). 15.00 Miðdegistónleikar Agnes Giebel, Marcel Cordes, Paul Kuen og Sinfónfu^ljómsveit útvarps- ins f Köln flytja „Carmina Burana", kantötu fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit eftir Carl Orff. Stjórnandi: Wolfgang Sawallisch. 16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15 Veð- urfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar. 17.30 Þættir úr ferðabók Deifferns lávarðar þýðandin (Hersteinn Pálsson les (1). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttínn. 19.40 Kirkjan f samfylgd sögunnar Séra Sigurður Guðmundsson prófastur á Grenjaðarstað flytur synoduserindi. 20.05 Gestur f útvarpssal Þýzki þjóðlagasöngvarinn Karl Wolfr- am syngur gömul þjóðlög við undirleik lútu og Ifrukassa. 20.30 „Dægurvfsa" Þættir úr samnefndri skáldsögu eftir Jakobfnu Sigurðardóttur. Höfundur bjó til leikflutnings f útvarp ásamt Brfeti Héðinsdóttur, sem er leikstjóri. Fyrsti þáttur: Morgunn. Persónur og leikendur: Jón, húseigandi ....Gfsli Alfreðsson Svava, kona hans ............Margrét Guðmundsdóttir Ingi, sonur þeirra.......Þórður Jón Þórðarson Ingimundur, faðir Jóns .... Þorsteinn ö. Stephensen Asa, vinnukona hjá Svövu og Jóni ... Steinunn Jóhannesdóttir Kennslukonan ......Helga Bachmann Pilturinn .........Sigurður Skúlason Konan f sfmanum ...............Auður Guðmundsdóttir Karmannsrödd ......Erlingur Gfslason Sögumaður .........Sigrfður Hagalfn 21.10 Frá erlendum útvarpsstöðvum a. „Hjarðsveinninn á klettinum" eftir Schubert. Elly Amerling syngur; Bas de Jong eikur á klarfnettu. b. Friðlukonsert í D-dúr op. 77 eftir Brahms. Zino Franceseatti og Sinfónfuhljóm- sveit útvarpsins f Baden Baden leika; Ernest Bour stj. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Jeremfas úr Kötlum" eftir Guðmund G. Hagalfn Höfundur les (2). 22.35 Manstu eftir þessu? Tónlistarþáttur f umsjá Guðmundar Jónssonar pfanóleikara. 23.20 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. „Ætti víst að útbúa morgunverð?,, EKKI var Nancy Kissinger fyrr komin heim til Washington á dögunum eftir samningaferða- lagið með manni sínum f lönd- unum fyrir botni Miðjarðarhafs en hún varð að leggjast inn á spftala til meðferðar við maga- sári, sem hún hefur vfst átt vanda til um árin, að sögn fréttamanna. Hún lagðist inn á Bethesda sjúkrahúsið, sem hýst hefur margt bandarfskt stór- mennið og verður þar líklega fram eftir þessum mánuði. Ekki þarf hún að vænta eigin- mannsins í heimsókn daglega, því hann er aftur á ferð og flugi, að þessu sinni með Nixon, forseta, í Austurlandareisu, fer síðan til Ottawa á utanrfkisráð- herrafund NATO, þá á BrOssel- fund NATO og loks til Sovét- rfkjanna með Nixon. Þeir, sem teljast til þekkja, segja, að Nancy Kissinger sé lítt uppveðruð yfir frægð manns síns og mundi miklu heldur kjósa að eiga með honum róleg kvöld heima fyrir en sitja stór- veizlur höfðingja út og suður. Hún segir líka, að hann gæti án frægðar sinnar verið en bætir því við, að hann gæti á hinn bóginn ekki lifað án örvandi og ögrandi starfs og viðfangsefna. Nancy hefur að sögn nóg að gera, þó að Kissinger sé hvergi nærri. Hún hyggst halda áfram starfi sfnu fyrir Nelson Rockefeller og vinnur auk þess að doktorsritgerð um sagn- fræðilegt viðfangsefni. Sagan er eitt af helztu sameiginlegu áhugamálum og umræðuefnum Kissingers og konu hans og hann er því mjög fylgjandi, að hún lifi áfram sfnu sjálfstæða lífi þrátt fyrir hjónabandið. Hann kærir sig lfka kollóttan þó að hún fari seinna að sofa en hann og seinna á fætur og hann ætlast ekki til, að hún tíni til handa honum föt að fara í né viti hvar þau eru, ef út í það fer. „Einhverntíma sagði ég við hann sisvona, að ég ætti víst að útbúa handa honum morgun- verð,“ sagði Nancy í blaðasam- tali á dögunum, „en hann bara yppti öxlum og sagði: „Hversvegna ættirðu að gera það?“ Skátar sak- aðir um svik SKATAHREVFINGIN í Banda- rfkjunum hefur verið sökuð um að falsa félagatal sitt og hafa í frammi pretti til þess að krækja sér í styrki frá ríkinu. Þetta er haft eftir starfsmönn- um hreyfingarinnar í blaðinu Chicago Tribune. Þeir segja, að félagaskrá hafi verið fölsuð vegna 65 milljón dollara her- ferðar sem var hleypt af stokk- unum 1968 til þess að fá tvær milljónir drengja í skátahreyf- inguna fyrir 1976. Þessi áætlun miðar að því að fjölga banda- rfskum skátum í sex milljónir og er nú tveimur árum á eftir áætlun. Blaðið segir, að með þessum fölsunum hafi tekizt að fá aukafjárstyrk frá alrfkisyfir- völdum. I Chicago eru skráðir 87.000 skátar en að sögn blaðs- ins telja ýmsir, að aðeins 25—50% þessara skáta séu í raun og veru til. Beizkur sannleikur MOSHE KARSENTY, bóndi í Israel, neitaði að trúa því, að sonur sinn hefði fallið í októ- berstríðinu. Lík Gavriel Karsentys fannst í skriðdreka hans á sýrlenzku vfgstöðvunum en faðir hans sagði, að það gæti ekki verið satt, Iíkið væri af öðrum hermanni. Moshe Karsenty trúði þvf statt og stöð- ugt, að Gavriel sonur sinn væri heill á húfi í sýrlenzkum fanga- búðum. Sanneikurinn rann upp fyrir honum þegar Sýrlending- ar létu lausa alla þá 56 ísraelsku stríðsfanga, sem þeir höfðu í haldi. Nöfnin voru lesin upp í ísraelska útvarpinu: Avinoah... Holzman... Shahak... Karsenty yngri var ekki nefndur á nafn. Lík föður hans fannst nokkrum klukku- stundum síðar. Lögreglan sagði, að hann hefði náð í skam- byssu og skotið sig. I I I I # Kissinger-hjónin ásamt Goldu Meir, fyrrverandi forsætisráð- herra Israels. NÝI FORSETINN 1 AUSTURRÍKI Nýlega fóru fram forseta- kosningar f Austurrfki, og bar Rudolf nokkur Kirchschláger sigur úr býtum. Á myndinni sjáum við Rudolf ásamt Hermfnu eiginkonu hans bfða f ofvæni og spenningi á heim- ili þeirra kosninganóttina, þegar atkvæðatölur streymdu inn. Endurminningar Mannerheims ÞAÐ er skaði, að lestur Sveins Ásgeirssonar, hagfræðings, á þýðingu sinni á endurminning- um Mannerheims skuli ekki vera fluttur á tfma þegar fleiri hafa tækifæri til að hlusta en þeir, sem nú geta fylgzt með lestrinum, en hann er kl. hálf þrjú. Hér er um að ræða merkar og einstæðar endurminningar manns, sem átti merkilegri og viðburðarfkari ævi en gengur og gerist. Mannerheim var fæddur f Finnlandi, sem þá var undir yfirráðum rússneska zaarsins. Hann menntaðist f Finnlandi og Rússlandi, en tók sfðar mikinn þátt f frelsisbar- áttu Finna, og varð rfkisstjóri þegar Finnar fengu sjálfstæði, og sfðar varð hann forseti landsins. Ævisaga Mannerheims er að þvf leytí frábrugðin venjuleg- um ævisögum, að f henni er stuðzt mjög við opinber skjöl, þannig að ætla má, að þær-upp- lýsingar, sem þar koma fram, séu mun áreiðanlegri en tftt gerist um slfkar ritsmfðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.