Morgunblaðið - 03.07.1974, Page 26

Morgunblaðið - 03.07.1974, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JULl 1974 Óskar nálgast metið í spiótkasti Vel heppnuð keppnisferð IR-inga til Bretlands Hópur frjálsfþróttafólks úr IR dvaldi f lok júnfmánaðar nokkra daga f Englandi og tók þar þátt f frjálsfþróttamótum. Hefur áður verið skýrt frá árangri tR-inganna á skozka meistaramótinu, þar sem þeir hlutu þrjá meistaratitla, en hér á eftir fer frásögn af öðrum mótum, sem þeir tóku þátt f. Keppni f Keswick 26. júnf Þessi keppni fór fram á gras- velli í borginni Keswick sem er f hinu fræga vatnahéraði Bret- lands. Keppnin var stigakeppni milli ÍR-hópsins og liðs frjáls- íþróttasambanda viðkomandi svæða, þ.e. Cumberlands og West- morelands. Tveir frá hvorum aðila töldust til stiga og í stigakeppninni urðu úrslit þau, að í karlaflokki sigraði ÍR-hópurinn með 88 stigum gegn 65, en í kvennakeppninni sigraði enska liðið með 40 stigum gegn 35. Heildarsigurvegari í keppn- inni varð því ÍR með 123 stig gegn 105. Maður dagsins var án nokkurs efa Öskar Jakobsson. Hann vann ekki aðeins sigur í þremur grein- um: spjótkasti, kringlukasti og kúluvarpi, heldur bætti hann sinn bezta árangur í tveimur þeirra. Spjótinu kastaði hann 64,30 metra, en bezt átti hann áður 62,80 metra og bætti hann sig því um 1,50 metra. Kúlunni varpaði hann 15,20 metra og bætti því árangur sinn, sem hann náði á skozka meistaramótinu nokkrum dögum áður, en þar lenti hann í öðru sæti á eftir Guðna Halldórs- syni og varpaði 15,08 metra. 1 Keswick varð Guðni í öðru sæti með 15,00 metra. Óskar sigraði svo í kringlukasti með því að kasta 45,60 metra, en þar varð Guðni annar með 41,50 metra. Virtist Guðni ekki finna sig sem bezt í þessari keppni. Sú grein, sem mest hafði verið auglýst, var 800 metra hlaupið. Veðmál öll stóðu á hetju staðarins. Aðstæður voru mjög sérstæðar, ósléttur grasvöllur, og þvf vart að búast við góðum tímum. Ágúst Ásgeirsson tók forystuna eftir 300 metra og hélt henni í mark þrátt fyrir að staðarmað- urinn veitti honum harða keppni á síðustu metrunum ákaft hvattur af heimamönnum. Fékk hann sama tíma og Ágúst 1:57,5 mfn. Jón Diðriksson varð þriðji í hlaupinu á 1:58,9 mfn. Með góðum endaspretti tókst Sigfúsi Jónssyni að sigra í 3000 metra hlaupinu á sínum bezta tíma 8:44,0 mín. Auk ofangreindra úrslita náðu aðrir eftirfarandi árangri. 100 metra hlaup: sek. 1. Friðrik Þór Óskarsson 11,8 Gunnar P. Jóakimsson 12,5 100 metra hlaup drengja: sek. 3. Óskar Thorarensen 13,4 4. Hafsteinn Óskarsson 13,6 100 metra hlaup kvenna: 2. Ingunn Einarsdóttir 13,0 4. Ásta B. Gunnlaugsdóttir 13,5 Kúluvarp drengja: m Ásgeir Þ. Eiríksson 14,52 Þráinn Hafsteinsson 14,02 3. Helgi Helgason 13,38 4. Óskar Thorarensen 10,88 Hástökk kvenna: m 1. Björk Eiríksdóttir 1,45 Hástökk karla: m 1. Jón S. Þórðarsson 1,80 2. Friðrik Þ. Óskarsson 1,70 Þrfstökk: m 1. Friðrik Þ. Óskarsson 13,70 2. Jón S. Þórðarson 11,38 m. 800 metra hlaup drengja: 1. Hafsteinn Óskarss. 2:17,Omín. Kringlukast drengja: 1. Helgi Helgason 39,82 m. 2. Ásgeir Þ. Eiríksson 35,10 m. 3. Óskar Thorarensen 30,42 m. Langstökk kvenna: 1. Ingunn Einarsdóttir 4,74 m. 3. Ásta B. Gunnlaugsdóttir 4,20 m. 400 metra hlaup kvenna: 3. Dagný Pétursdóttir 70,7 sek. Kúluvarp kvenna: 1. Guðrún Ingólfsdóttir 11,67 m. Langstökk karla 1. Friórik Þ. Óskarsson 6,38 m 4. Jón S. Þórðarson 5,15 m. Kringlukast kvenna: 1. Guðrún Ingólfsdóttir 29,13 m. 200 metra hlaup kvenna: 3. Ingunn Einarsdóttir 26,7 sek. 5. Ásta. B. Gunnlaugsd. 29.0 sek. 4x100 metra boðhlaup kvenna 2. Sveit ÍR 55,9 sek. 4x100 metra boðhlaup karla: 3. Sveit IR 48,8 sek. 4x400 metra boðhlaup karla: 3. A-sveit IR 3:40,3 mín. 4. B-sveit IR 4:04,0 mín. Keppni f Ayr: 23. júní skipti hópurinn sér. Fór annar hluti hans á Higland gath- ering f bænum Ayr á vesturströnd Skotlands. Þar fór fram sérstæð íþróttakeppni, slegizt var m.a. með koddum og kastað drumbum. Skotarnir voru flestir í hátfða- klæðum, þ.e. köflóttum pilsum og brókarlausir undir. Gekk mikið á hjá dönsurum og sekkjarpípuleik- urum. Upplýsingar um keppnis- greinar voru eitthvað brenglaðar, því ekki voru greinarnar við hæfi allra þegar á hólminn var komið. Eftirfarandi árangur náðist f keppnisgreinum ÍR-inga: 100 metra hlaup karla: 1. Friðrik Þór Óskarsson 11,3 sek. 5. Gunnar P. Jóakimsson 11,9 sek. 100 metra hlaup drengja: 1. Óskar Thorarensen 12,2 sek. 800 metra hlaup karla: 3. Ágúst Ásgeirsson 1:55,8 mín. Keppni f Middlesbrough 28. júnf: Mótið í Middlesbrough fór fram á nýjum tartanvelli og var þarna um að ræða félagakeppni milli iR-hópsins og Middlesbrough H & AC. I karlaflokki sigraði IR með 39 stigum gegn 37. Kvenfólkið skildi hins vegar jafnt 23 stig gegn 23, og vann þvf ÍR-hópurinn með 62 stigum gegn 60. Árangur var hinn ágætasti hjá flestum og margir settu persónu- leg met. Ánægjulegast var að sjá einn mann bætast við þann fá- menna hóp íslendinga, sem hlaupið hafa undir 4 mínútum í 1500 metra hlaupi. Þeim árangri náði hinn hávaxni Borgfirðingur, Jón Diðriksson, sem var gestur ÍR-inga f ferðinni. Varð Jón í fjórða sæti í 1500 metra hlaupinu á 3:59,8 mín. Bezt átti hann áður 4:03,5 mín. Sigurvegari í hlaup- inu varð enskur landsliðsmaður Denis Coates á 3:51,6 mín. Ágúst Ásgeirsson varð annar á sínum næstbezta tíma 3:52,8 mín. Sigfús Jónsson fann sig hins vegar ekki í hlaupinu og endaði f 6 sæti á 4:08,0 mín. Óskar Jakobsson var rétt við sitt bezta, er hann sigraði í kringlukasti með 47,07 metra kasti, en þar varð Guðni Halldórs- son í þriðja sæti með 41,96 metra. Guðni sigraði hins vegar f kúlu- varpinu, varpaði 14,92 metra, en Óskar varpaði 14,69 metra. I kúluvarpi og kringlukasti köstuðu einnig þeir Þráinn Friðrik Þór Óskarsson — náði bezta árangri ársins f langstökki. Óskar Jakobsson, IR — nálgast metið f spjótkasti Hafsteinsson og Ásgeir Þór Eiríksson. Köstuðu þeir 11,87 m og 40,36 metra (Hafsteinn ) og 11,50 m og 28,16 m (Ásgeir). Friðrik Þór hljóp á milli greina og þvf átti hann litla möguleika á að vinna stórafrek. Hann varð annar í 100 metra hlaupinu á 11,9 sek., annar í hástökki, stökk 1,77 metra en í þvf sigraði Jón Þórðar- son, stökk 1,85 metra. Friðrik sigraði svo f langstökki og náði þar sínum bezta árangri í ár, 6,93 m. Þar bætti Óskar Thorarensen sig um rúman hálfan metra, er hann stökk 5,41 m. Leiðindaóhapp varð í 400 metra hlaupinu. Dómararnir rugluðust á röð hlauparanna og dæmdu Gunnar P. Jóakimsson f 4. sæti, sennilega vegna þess, að hann var ekki í iR-bol, en við það missti hann af öðru sæti og fékk tímann 52,6 sek. í stað 52,0 sek. sem hann hljóp á. Dómararnir voru mjög ósammála og virtust sem sorg- mæddir keppendur og aðstand- endur færu með völdin. Ungur nýliði, Hafsteinn Óskarsson, sem er aðeins 15 ára, bætti sig veru- lega er hann hljóp á 56,8 sek. í 400 metra hlaupinu. iR-ingar náðu síðan sínum bezta árangri í 4x400 metra boð- hlaupi um nokkurn tíma með því að hlaupa á 3:32,8 mín. Hjá kvenfólkinu varð árangur sem hér segir: 100 metra hlaup: 1. Ingunn Einarsdóttir 12,6 sek. 4. Ásta B. Gunnlaugsd. Í3,3 sek. 400 metra hlaup: 3. Ásta B. Gunnlaugsd. 67,9 sek. 4. Dagný Pétursdóttir 68,6 sek. Hástökk: 1. Björk Eiríksdóttir 1,55 m 3. Ingunn Einarsdóttir 1,40 m Kúluvarp: 1. Guðrún Ingólfsdóttir 11,78 m 2. Ingunn Einarsdóttir 9,28 m 4x100 metra boðhlaup: 2. Sveit IR 54,2 sek. Skozka unglingameistaramótið: Fyrir skozk-enskan klaufaskap urðu iR-ingar af byrjun mótsins og Hafsteinn Óskarsson þvf af góðum möguleika til þess að bæta sig í 800 metra hlaupi. Á hinn bóginn var árangur iR-piltanna góður og vakti athygli blaða- manna og áhorfenda. Var piltun- um vel fagnað við verðlauna- afhendinguna. Keppendur IR voru fjórir og komust þeir allir á pall. Hæst bar auðvitað tvo meistaratitla Þráins Hafsteins- sonar, en hann sigraði f kúluvarpi og kringlukasti. Varpaði hann kúlunni 14,25 metra og kringl- unni 44,62 metra. Asgeir Þór Eiríksson varð annar í sömu greinum með 14,20 metra í kúlu og 35,80 metra í kringlu. Óskar Thorarensen kom inn í kúluvarpið í sfðustu umferð undankeppninnar, en tókst þó að komast í úrslitin á þvf eina kasti og endaði hann í öðru sæti með 13,17 metra. Helgi Helgason varð í 3. sæti í kringlukasti unglinga, kastaði 35,20 metra, en í kúluvarpinu var hann óheppinn og lenti í fimmta sæti með 11,22 metra. Tveir skozkir meistaratitlar, þrenn silfurverðlaun og ein bronzverðlaun var mjög góð upp- skera hjá þessum litla hópi Is- lendinga og vöktu afrek drengj- anna mikla athygli. Góðir gestir á unglinga- meistaramóti Reykjavfkurmót drengja og stúlkna I frjálsum fþróttum fer fram á Laugardalsvellin- um á morgun og föstudaginn og hefst keppnin kl. 20 bæði kvöldin. Auk unglingagrein- anna verður keppt f fjórum greinum fullorðinna, 3000 m hindrunarhlaupi og 4x800 m boðhlaupi kvenna á fimmtu- dag og fimmtarþraut og 4x800 m boðhlaupi karla á föstudag. 20 unglingar frá V-Þýzkalandi eru staddir hér á landi um þessar mundir f boði frjáls- fþróttadeildar KR og munu þau verða meðal keppenda á unglingameistaramótinu, þannig að keppnin ætti að verða enn skemmtilegri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.