Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLl 1974 Utgefandi hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Mátthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjórn Jóhannsson Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 1 00. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 35,00 kr eintakið Forseti íslands hef- ur nú veitt ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar lausn og falið fráfarandi ríkisstjórn að gegna störf- um áfram þar til nýtt ráðu- neyti hefur verið myndað, svo sem venja er til. Jafn- framt hefur forsetinn haf- ið viðræður við forystu- menn stjórnmálaflokkanna og í framhaldi af því mun hann væntanlega taka ákvörðun sína um, hverj- um verður falið að gera tilraun til myndunar nýrr- ar ríkisstjórnar. Sú lýðræðislega venja hefur skapazt í okkar landi, að yfirleitt er fyrst leitað til formanns stærsta stjórnmálaflokksins eða formanns þess flokks, sem ótvírætt er sigurvegari undangenginna kosninga. Nú vill svo til, að þetta tvennt fer saman. Sjálf- stæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokk- ur þjóðarinnar, stærsti þingflokkurinn með mest kjósendafylgi að baki sér og jafnframt óumdeil- anlegur sigurvegari kosn- inganna eins og allir and- stæðingar flokksins hafa staðfest síðustu daga. Þess vegna sýnist augljóst, að formanni Sjálfstæðis- flokksins verði falið að gera tilraun til stjórnar- myndunar. Orslit kosninganna hafa ekki gefið neina augljósa vísbendingu um, hvers konar samstarfsstjórn eigi að mynda. Hið eina, sem liggur alveg ljóst fyrir að kosningum loknum, er það, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hlotið skýra trausts- yfirlýsingu frá kjósendum og að það er vilji lands- manna, að honum verði fal- in stjórnarforysta á þeim erfiðu tímum, sem í hönd fara. Þess vegna er þess að vænta, að almennur skiln- ingur verði á því hjá stjórnmálaflokkunum, að stjórnarmyndun gangi greiðlega fyrir sig á þess- um grundvelli. I umsögn sinni í Mbl. um úrslit kosninganna sagði Geir Hallgrímsson formað- ur Sjálfstæðisflokksins m.a.: ,,Þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn er stærsti flokk- ur þjóðarinnar og hefur einn allra stjórnmála- flokka unnið verulega á í þessum kosningum er eðli- legt, að honum sé falið að gera tilraun til stjórnar- myndunar. Auðvitað fer það svo eftir því, hvort málefnaleg samstaða næst um lausn þeirra alvarlegu og örlagaríku vandamála, sem við blasa, hvort slík tilraun tekst eða ekki. Nauðsynlegt er að skapa sem víðtækasta þjóðarsam- stöðu til að leysa vandann. Að því leyti sem slík sam- staða tækist ekki með sam- vinnu innan ríkisstjórnar, þá er nauðsynlegt að efna til hennar einnig við þá, er utan ríkisstjórnar standa. Þá er ljóst að leita verður í raun sérstaklega eftir sam- starfi við samtök launþega og vinnuveitenda við lausn efnahagsvandans.“ Geir Hallgrímsson vék ST J ÓRNARM YNDUN síðan að þeim málefna- grundvelli, sem lagður var af hálfu Sjálfstæðisflokks- ins fyrir kosningar og hlýt- ur að verða undirstaðan í tilraunum flokksins til stjórnarmyndunar að kosn- ingum loknum. Hann sagði: „Fyrir kosningar birtu sjálfstæðismenn kosningaávarp til þjóðar- innar og sérstakar stefnu- yfirlýsingar í varnar- og öryggismálum landsins annars vegar og efnahags- málum hins vegar. Mun sú stefna, sem þar birtist, verða leiðarljós, veganesti og viðmiðun Sjálfstæðis- flokksins, þegar leitazt verður við að ná samstöðu um stefnu nýrrar ríkis- stjórnar, þótt ljóst sé, að enginn einn flokkur geti fengið vilja sínum að öllu leyti framgengt í sam- steypustjórn.“ Viðhorfin í sambandi við myndun nýrrar ríkis- stjórnar eru því skýr. Það ber að fela Sjálfstæðis- flokknum tilraun til mynd- unar nýrrar ríkisstjórnar I samræmi við úrslit kosn- inganna og lýðræðislegar venjur. Málefnaleg afstaða flokksins í þeim tilraunum er einnig ljós, þótt auðvit- að verði að taka tillit til annarra sjónarmiða. Er þess að vænta, að á þeim grundvelli geti tekizt samningar um myndun sterkrar og ábyrgrar ríkis- stjórnar. Fræðslumála- og tungumála- erfiðleikar Finna í Svíþjóð sýna nærri sjúklega andstöðu gegn því að læra sænsku) og að þeir hafa enga stjórnmálalega aðstöðu. Forsetinn benti á, að Finnland hefði tvö tungumál, og væri hlynnt kosningarétti til sveitarstjórnarkosninga til handa öllum íbúum hinna norrænu landa. Með ósigri Finnlands fyrir Rauða hernum 1944, þegar Finnar þurftu að láta af hendi við Rússland einn tinda af land- svæðum sínum, hófust miklir fólksflutningar, sem, enn hafa áhrif á nágrannalandið Svíþjóð. Flutningur 422.000 flótta- manna (11 prósent af ibúum landsins þá) af landsvæðunum, sem Rússar unnu, fór fram á mettíma, og hefur löngum verið talinn eitt mesta afrek ríkisstjórnar á árunum eftir seinni heims- styrjöldina. Aðeins tíu árum eftir þessa fjöldafiutninga frá töpuðum landsvæðum undirrituðu Finnar samkomulag við Svíþjóð, Noreg, Danmörku og Island um norrænan vinnu- markað. Þetta samkomulag veitir ríkisborgurum samnings- landanna frjálsræði til að búa og stunda atvinnu í hverju samningslandanna, sem þeir kjósa. Það leið ekki á löngu unz Finnar fóru í leit sinni að betri lífskjörum að bera sig eftir því, sem velmegun Svíþjóðar hafði upp á að bjóða. Þúsundir ungra Finna höfðu verið flóttamenn í Svíþjóð á meðan strfð geisaði heima fyrir. Mörgum þeirra leið betur í Svíþjóð. En þeir voru miklu fleiri, sem einfald- lega vildu betri lífsskilyrði fyrir sig og fjölskyldu sína, þegar efnahagsástæður í Finn- landi voru erfiðar. Velmegun varð ekki almenn þar fyrr en upp úr 1960. Á seinni árum sjötta tugar aldarinnar hafði Svíþjóð fengið geysilegt aðdráttarafl fyrir erlenda verkamenn. Ófaglærðir verkamenn, sem á sumum árs- tímum voru atvinnulausir í Finnlandi, voru fúsir til að fara yfir Eystrasaltið í atvinnuleit. Ástandið hefur verið borið saman við írska verkamenn í Bretlandi en þar er einn stór munur á. Flestir Irar tala ensku. Fæstir Finnar tala sænsku. Það, sem verra er, þeir eiga í miklum erfiðleikum með að læra hana. Þegar tala finnskra íbúa f Svíþjóð náði hámarki fyrir fáeinum árum var áætlað, að þeir væru um það bil 300 þúsund. Það var mikil hreyfing á þeim til og frá landinu, en þessi tala var stöðug. Ibúataia Finn- lands núna er aðeins 4.700.000. Nýlegar tölur sína, að allmargir hafa snúið aftur heim til Finn- lands, en jafnvel lágt áætlað, er talið, að um 200.000 séu enn í Svíþjóð. Fyrir Finnana hefur tungu- málið sérstaka þýðingu. Tungu- mál er mikill þáttur í þjóðernis- kennd fólks f þessum heims- hluta. „ Finnar eru Finnar af því þeir tala finnsku", segir gamall föðurlandsvinur. Samt tala um 7 prósent þeirra sænsku eða önnur mál. Og Svíar halda fast við sitt eigið tungumál líka, þó að nokkrir þeirra sér annaðhvort finnsku- eða lappneskumælandi. Sænska er af sterkum gotneskum og vestur- evrópskum stofni. Finnskan er aftur á móti af asískum stofni, og skyldustu tungur hennar eru eistlenzka, lappneska og ungverska. Sænska og finnska eru því alls óskyldar og hvor tungan hinni þjóðinni óskiljan- leg. Þrátt fyrir þetta eru Finnar og Svfar að mörgu leyti Ifkir. Fólk klæðir sig eins, þeir drekka og stunda íþróttir á mjög svipaðan hátt og þjóðirnar hafa mikið til sömu stjórnmálalegu og félagslegu stefnu. En í augum Finna hefur Sví- þjóð lítið gert fyrir hagsmuni Finna í Svfþjóð. Nýlega, þegar forseti Finn- lands, Dr. Urho K^xkonen, var í heimsókn í Stokkhólmi, bað hann um bráðar aðgerðir í fræðslumálum og tungumála- vandamáli Finna í Svíþjóð. Rannsóknir hafa leitt f ljós, að þúsundir Finna verða illlæsir og skrifandi eftir margra ára dvöl í Svfþjóð. Kekkonen for- seti fór einnig fram á, að sænsk yfirvöld veittu Finnum kosningarétt í sveitarstjórnar- kosningum, svo þeir fengju eitthvað til málanna að leggja í þeim byggðarlögum, sem þeir búa og borga skatta í. En hann varaði Finnana við að koma aftur heim til Finnlands. Hann sagði, að Finnland væri ekki fært um að veita þeim atvinnu eða húsnæði enn um langa hríð. Það var hlustað af athygli á Dr. Kekkonen heima fyrir, og Svíar virðast hafa veitt því nokkra athygli líka. Sænska blaðið, DAGENS NYHETER, tók seinna undir það, sem finnski þjóðhöfðinginn hafði sagt. Velferðarríkið Svíþjóð gerir sannarlega vel við innflytjend- urna í efnahagslegum skilningi. En það, sem veldur vandræðum, er, að Finnar í Svíþjóð eiga í miklum tungu- málaerfiðleikum (Finnarnir Síðan Finnland varð sjálf- stætt 1917, hefur það haft tvö opinber tungumál. I skólum er kennt bæði á finnsku og sænsku og bæði tungumálin eru notuð í þinginu. 1 réttar- sölum, útvarpi og sjónvarpi, á götuauglýsingum og í kvik- myndahúsum fer allt fram á tveimur málum. Lfklega er hvergi farið jafnvel með minni hluta eins og sænskumælandi minnihlutann í Finnlandi. I Svíþjóó eru aftur á móti mjög margir innflytjendur af ýmsu þjóðerni. Afstaða Svía er, að ef Finnar fengju kennslu á sínu eigin máli, og nokkur stjórnmálaleg réttindi, þá myndu júgóslavneskir, spænskir, þýzkir og danskir innflytjendur í Svfþjóð strax setja fram kröfur á hendur rikisstjórninni um sömu kjör. En Svíar eru raunsæir og við- kvæmir fyrir bældum minni- hlutum. Nú er allt útlit fyrir, að þeir muni taka kröfur Finn- anna alvarlega. Innan fárra ára verða hlutar af Svíþjóð ef til vill komnir með tvö opinber tungumál, og Finnar komnir með sérréttindi. ' -------------- THE OBSERVER (-y* EFTIR COLIN NARBROUGH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.