Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 28
FIMMTUDAGUR 4. JULÍ 1974 20 þúsund bréf í póstferð norður I GÆR var lagt upp f póstferö- ina miklu frá Reykjavfk, en áfangastaður hennar er, sem kunnugt er, Vindheimamelar f Skagafirði, þar sem Landsmót hestamanna fer fram um miðjan mánuðinn. Ferðin mun taka 10 daga. .Alls eru 26 hestar í lestinni, þar af 20 með póstkoffort, en þau eru 40 talsins. í þeim eru nálægt 20 þúsund bréf, en burðargjöldin eru tæpar fjórar milljónir. Bréfin voru stimpluð, áður en lestin lagði af stað úr Reykjavík, og þau verða einnig stimpluð, þegar lestin er komin norður á Vindheimamela. Sex menn stjórna póstlest- inni, og er Þorlákur Ottesen fyrirliði þeirra. Reynt var að líkja sem mest eftir lestarferð- um landpóstanna í gamla daga, t.d. eru koffortin nákvæm eftir- líking gömlu koffortanna. Póst- lestin er tíguleg að sjá, eins og greinilega sést á myndinni, sem Sv. Þorm. tók í Ártúnsbrekk- unni í gær. Eímskip kaup- ir tvö ný skip EIMSKIPAFÉLAG íslands hefur fest kaup á tveimur nýjum skipum. Annað er keypt í Vestur-Þýzkalandi, 2725 brúttólestir að stærð, og var kaupverð þess 265 milljónir. Hitt skipið er keypt í Danmörku, 499 brúttólestir, og var kaup- verð þess 156 milljónir. Þegar bæði þessi skip verða komin til landsins, verða 20 skip í flota Eimskipafélagsins. Mbl. fékk þær upplýsingar hjá Viggó E. Maack skipaverk- fræðingi El í gær, að stærra skipið héti Silur og sigldi það undir vestur-þýzku flaggi. Það er smíðað í Þýzkalandi 1970. Skipið verður afhent um miðjan október. Minna skipið er keypt af dönsku skipafélagi. Það er sömu gerðar og stærðar og þau skip sem El hefur fest kaup á undanfarið í Danmörku, byggt 1973 og heitir Marc Asia. Það verður afhent í júlí-ágúst. Eins og fram hefur komið í fréttum, hefur Eimskip selt tvö af eldri skipum sínum, Tungufoss og Bakkafoss, og er talið að þessi tvö nýju skip hljóti þau. nöfn, en ákvörðun um nafnagiftir verður tekin á næstunni. Hver fær fimmta Spánartogarann? Kaldbakur kemur i ágúst 1 NÆSTA mánuði er væntanlegur til landsins fimmti Spánartogar- inn af stærri gerðinni, en alis var samið um smfði sex slfkra togara á Spáni. Þrátt fyrir að afhending togarans nálgist óðfluga, er enn óljóst, hvaða útgerðaraðilar hér á landi taka við skipinu. Sam- kvæmt samningum á (Jtgerðar- félag Akureyringa h/f, að taka við þvf, og það ber nú nafn fyrir- tækisins, Kaidbakur. En (Jtgerð- arfélag Akureyringa hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til kaup- anna og treystir sér þvf ekki til að taka við því að óbreyttum aðstæð- Maður týnd- ur í Eyjum MANNS ER saknað f Vestmanna- eyjum. Hann heitir Hermann Ingimarsson og er frá Akureyri, 43 ára að aldri. Sfðast spurðist til hans 21. júnf sl. eða fyrir 13 dög- um. Töluvert hefur verið leitað í Eyjum, en án árangurs. Þá hefur lögreglan haldið uppi fyrirspurn- um, en einnig án árangurs. Sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem lögreglan f Eyjum hefur aflað sér, þykir ekki ástæða til að ætla, að Hermann hafi farið frá Eyjum. Hermann Ingimarsson er frek- ar lágur vexti, þrekvaxinn og með þunnt, skollitað hár. Síðast þegar til hans sást var hann klæddur í græna úlpu með skinnkraga, gula milliskyrtu, rauðleitar buxur með " svörtum yrjum og í brúnum, óreimuðum skóm. Þeir, sem hafa orðið varir við ferðir Hermanns eftir 21. júní sl., eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Vestmannaeyjum. um, né heldur seinni togaranum, sem félagið á Ifka að fá. „Ég fyrir mitt leyti vil gjarnan taka Við báðum togurunum, ef við fáum til þess f járhagslegan stuðn- ing,“ sagði Gísli Konráðsson, ann- ar framkvæmdarstjóra (Jtgerðar- félags Akureyringa, í samtali við Mbl. „En eins og stendur eru eng- ar viðræður um slíkt í gangi, en það segir sig sjálft, að málið verð- ur að fara að skýrast á næstunni.“ Gangur mála var sá, að ríkið samdi við skipasmíðastöð í San Sebastian á Spáni um smíði sex skuttogara af stærri gerðinni. Bæjarútgerð Reykjavfkur fékk þrjá af f jórum fyrstu togurunum, Bjarna Benediktsson, Snorra Sturluson og Ingólf Arnarson, og Bæjarútgerð Hafnarfjarðar fékk einn, Júní. Tveir síðustu togar- arnir voru ætlaðir (Jtgerðarfélagi Akureyringa. Búið er að hleypa Framhald á bls. 16 Hringvegur- inn opnaður 14. júlí nk. ÁKVEÐIÐ hefur verið að vígja brýrnar á Skeiðarár sandi og opna hringveginn formlega sunnudaginn 14. júlí n.k. Verður það gert með viðhöfn að viðstöddum f jölda gesta. Samgönguráð- herra mun formlega opna veginn fyrir umferð. Þennan sama dag verður einnig haldin þjóðhátíð fyrir báðar Skaftafellssýslur við brýrnar á Skeiðarársandi, á þeim stað, sem hringvegurinn verður formlega opnaður. Flutt verður fjölbreytt dagskrá, unnin af aðilum úr báð- um sýslum. Búizt er við því, að mikið fjölmenni verði viðstatt þennan merka atburð. Geir Hallgrímsson, for- maður Sjálfstæðisflokks- ins gengur á fund forseta íslands I gær. — Ljósm.: Sv. Þorm. Forsetinn kannar enn möguleika á stjórnarmyndun: Akvörðunar ekki langt að bíða FORSETI Islands heldur áfram að kanna möguleika á stjórnarmyndun, og í gær hafði hann rætt við alla formenn stjórnmálaflokk- anna, sem fulltrúa eiga á Alþingi. Samkvæmt frétta- tilkynningu frá skrifstofu forsetans var hér um upp- hafsviðræður að ræða, en engin ákvörðun hefur enn verið tekin um það, hverj- um verður falin stjórnar- myndun. Heldur er ekki Ijóst, hvenær sú ákvörðun verður tekin, en búast má við, að hennar verði ekki langt að bíða. Morgunblaðið ræddi í gær við formenn stjórnmálaflokkanna og spurði þá um málið. Geir Hall- grfmsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði aðeins, að hann hafi skýrt forseta Islands frá sjónarmiðum Sjálfstæðisflokks- ins. Ragnar Arnalds, formaður Al- þýðubandalagsins, vildi heldur ekki skýra efnislega frá viðræð- um sínum við herra Kristján Eld- járn. Ragnar skýrði Mbl. hins veg- ar frá því, að Alþýðubandalagið hefði ritað Alþýðuflokknum bréf. Bréfið er undirritað af Ragnari Arnalds og stílað til formanns Al- þýðuflokksins og flokksstjórnar. I bréfinu er óskað eftir því, að fram fari viðræður milli flokkanna um þá stöðu, sem komin er upp í stjórnmálum landsins. Sérstak- lega er rætt um það, að viðræð- urnar þurfi að snúast um kjara- málin og önnur réttindamál verkalýðssamtakanna og að flokkarnir vinni sameiginlega að því að koma í veg fyrir að mynduð verði hægri stjórn, sem „vafa- laust myndi gera árás á lífskjör Iáglaunafólksins“ — eins og Ragnar orðaði það. Mbl. spurði Ragnar, hvort Alþýðubandalagið hefði skrifað fleiri flokkum, t.d. Framsóknarflokknum og Samtök um frjálslyndra og vinstri manna. Ragnar sagðist ekki ætla að svara Framhald á bls. 16 Kaffi hækk- ar um 13,3% RlKISSTJÖRNIN hefur sam- þykkt 13,3% hækkun á kaffi, sem verðlagsnefnd heimilaði fyrir rúmum hálfum mánuði. Kaffikflóið hækkar úr 330 krónum f 374 krónur, og kaffi- pakkinn hækkar um 11 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.