Morgunblaðið - 04.07.1974, Side 27

Morgunblaðið - 04.07.1974, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLI 1974 27 | ll'lilimiMTIIIi MOBGBMBLABSIiyS Sepp Maier hinn sterki mark- vörður Þjððverjanna Harka meistaranna hafði lítið að segja gegn snilli Hollendinganna Cryuff leikur f peysu númer 14 hjá Hollendingum, en hann er alls staðar númer eitt þegar rætt er um knattspyrnu. Hann átti bæði mörk Hollands f leiknum f gær, meðfylgjandi mynd sýnir Cryuff skora gegn Argentfnu. Maier kom V-Þjóð- verjum í úrslit HM V-Þjóðverjar unnu Pólverja 1:0 Póiland: Tomaszewski, Szymanowski, Gorgon, Zmuda, Musial, Kasperczak, Deyna, Maszcyk, Lato, Domarski, Gadocha. Vara- menn: Kalinowski, Cmikiewicz, Gut, Kmozvi. V-Þýzkaland: Maier, Vogts, Breitner, Schwarzenback, Beckenbauer, Bonhof, Hoeness, Grabowski, Overath, Mueller, Holzenbein. Varamenn: Nigbur, Hoettges, Cullmann, Flohe, Heynckes. 1 þriðja skipti munu VÞjððverj- ar leika til úrslita f heims- meistarakeppninni f knattspyrnu. Þeir sigruðu Pðlverja með 1 marki gegn engu f Frankfurt í frá Ule Hoeness. Var það önnur vítaspyrnan, sem pólski mark- vörðurinn ver í úrslitakeppninni, þá fyrri varði hann í leiknum gegn Svíum. Pólverjarnir lögðu aðal- áherzluna á sóknarleik í þessari viðureign, en V-Þjóðverjum nægði jafntefli til að komast í úrslitin. Hvað eftir annað komust stórskyttur Pólverjanna í dauða- færi, en sama var, hvort það var Deyna, Gadocha, Lato eða einhver annar sem skaut að marki, Sepp Maier var ætíð sá klettur sem allt strandaði á. Annar markahæsti leikmaður HM, Pólverjinn Szarmach, gat ekki leikið með félögum sínum að þessu sinni, en fjarvera hans virtist ekki skipta máli. Samleikur Pólverjanna hefði tæpast getað orðið betri. Hinar slæmu aðstæður á renn- blautum og hálum vellinum virt- ust koma verr við Þjóðverjana, og meira að segja Beckenbauer, sem á allra manna nákvæmastar send- ingar, brást að því leyti í þessum leik. I sfðari hálfleiknum komu Þjóðverjarnir ákveðnari til leiks og höfðu undirtökin fyrstu 30 mínútur hálfleiksins. Á þeim tima fengu þeir sín beztu tækifæri, vítaspyrnu Hoeness, sem dæmd var, er Gorgon brá Holzenbein, og mark Muellers, en hann var marka- kóngur í HM í Mexicó fyrir fjór- um árum, en hefur til þessa aðeins gert þrjú mörk í HM. I síðari hálfleiknum breyttu Þjóð- verjarnir um leikaðferð, hættu stuttu sendingunum, og tóku upp hátt Pólverjanna og notuðu,lengri sendingar. Reyndist það mun betra f eðjunni á vellinum. Taugar Þjóðverjanna voru greinilega ekki með bezta móti að þessu sinni. Eftir að Mueller hafði skorað mark sitt lyftist þó brúnin á Þjóðverjunum og meira Framhald á bls. 16 gærkvöldi og unnu þvf alla and- stæðinga sfna í milliriðlinum. Það var Gerd Mueller, sem skor- aði mark Þjóðverjanna á 75. mfnútu leiksins, eftir undirbún- ing Bonhofs. Þjóðverjar hafa einu sinni orðið heimsmeistarar, það var árið 1954, og 1966 urðu þeir f öðru sæti eftir úrslitaleik við Englendinga. Pólverjar geta svo sannarlega vel unað við þann árangur, sem lið þeirra hcfur náð f heims- meistarakeppninni. Liðið hefur lagt hvert stórveldið að öðru að velli, og á laugardaginn leikur pólska liðið um bronsverðlaunin f heimsmeistarakeppninni. Seinka varð leik Póllands og V-Þýzkalands um hálftíma vegna úrhellisrigningar, sem gerði að- stæður allar mjög erfiðar. Völlur- inn var sem stöðuvatn á að líta og leiknum hefði sennilega verið af- lýst, ef hann hefði ekki verið í úrslitakeppni HM. Pólverjarnir áttu við allerfiða andstæðinga að etja í þessum leik, en sá allra erfiðasti var markvörð- ur Þjóðverjanna Seppl Maier. Hann varði hvað eftir annað snilldarlega, já alveg stórkost- lega. Kollega Maiers í marki Pól- verjanna Tomaszewski, var held- ur enginn viðvaningur. Varzla hans í þessum leik var með mikl- um glæsibrag og á 52. mínútu leiksins varði hann t.d. vítaspyrnu Holland: Jongbloed, Suurbier, Krol, Neeskens, Haan, Rijsbergen, Rep, Hanegam, Cryuff, Jansen, Rensenbrink. Varamenn: Schrijvers, Jong, Geels, Israel, Kerkhoff. Brasilfa: I^eao, Pereira, Marinho, Maria, Marinho, Cesar, Jairizinho, Rívelino, Lima, Valdomiro, Dirceau. Varamenn: Renato Piazza, Antonio, Miranhinda, Edu. Það var hraði og harka f leik Brasilfu og Hollands f Dortmund f gærkvöldi. Núverandi heims- meistarar Brasilfu gerðu allt, sem þeir gátu, til að tryggja sér rétt til úrslitaleiksins, en þrátt fyrir góða tilburði máttu þeir sætta sig við að tapa leiknum 0:2. Til að fá tækifæri til að verja titil sinn f úrslitunum hefðu þeir þurft að sigra. Hollendingunum nægði hins vegar jafntefli. Cryuff var maðurinn á bak við sigur Hollendinganna í gær- kvöldi. A 50. mínútu leiksins átti Cryuff frábæra sendingu á Neeskens, sem lyfti knettinum á laglegan hátt upp undir slá marks Brasilíumanna. Leao fékk engum vörnum við komið. 15 mínútum síðar tryggði Cryuff liði sínu sig- ur með ágætu marki. Rensen- brink gaf inn í teiginn frá vinstri og Cryuff blakaði knettinum í netið á þann hátt sem honum ein- um er lagið. I upphafi leiksins virtust meistararnir vera mjög tauga- óstyrkir og þrívegis skall hurð nærri hælum við mark þeirra á fyrstu mfnútunum. Er leið á leik- inn náðu Brasilíumenn frum- Enn ein rós í hnappagat Svíanna Svfþjóð: Hellström, Olsson, Augustsson, Karlsson, Nordqulst, Persson, Torstensson, Tapper, Edström, Grahn, Sandberg. Vara- menn: Hagberg, Grlp, Cronquist, Lindmann, Ahlström. Júgóslavfa: Varic, Buljan, Hadziabdic, Pavlovic, Jerkofvc, Surjak, Acimovic, Dzajic, Varamenn: Mescovlc, Peruzovic, Karasi, Pit- kovic, Vladic. Það verður ekki annað sagt en Svíar hafi staðið sig frábærlega vel í úrslitakeppni í V-Þýzka landi. Fæstir áttu von á því, að liðið kæmist í milliriðil, en öllum á óvart skutu Svíar mörgum stór- veldum aftur fyrir sig og í milli- riðlinum hefur liðið komizt mjög vel frá öllum leikjum sínum. I gærkvöldi Iéku Svíar gegn Júgó- slövum og unnu 2:1. Mörk Sví- anna gerðu Ralf Edström og Gonny Torstensson, en fyrsta mark leiksins gerði Ivo Surjak fyrir Júgóslavana. Leikurinn þótti lítt spennandi, og sáu hann aðeins 14.000 áhorfendur, Svíar voru þó greinilega sterkari aðil- inn. IAIM74 þessum spennandi og harða leik. Leikurinn varð aldrei eins góður og hinir 54.000 áhorfendur höfðu vonazt eftir. En með þessum úrslitum fá menn að sjá úrslita- leik, sem margir hafa látið sig dreyma um. Brasilíumenn töpuðu nú sínum fyrsta landsleik af 17, sem liðið hefur leikið að undan- förnu. Hollendingar hafa ekki fyrr en nú síðustu árin getað státað af góðu landsliði, en eftir að þeir snéru sér af krafti að landsliðinu, lætur árangurinn heldur ekki á sér standa. Hollendingar leika í fyrsta skipti til úrslita í heims- meistarakeppni gegn V-Þjóðverj- um í MUnchen á sunnudaginn — leikur sem heimurinn bíður eftir. Jafnt hjá Argentínu og A-Þjóðverjum kvæði á miðsvæðinu og sköpuðu sér hvað eftir annað góð færi, en annaðhvort varði Jongbloed eða skot Brassanna geiguðu. I síðari hálfleiknum fundu Hollend- ingarnir sig aftur, gerðu tvö góð mörk og héldu áfram að sækja, enda öruggir með að kom- ast í úrslitin. Leikurinn einkenndist mjög af mikilvægi hans, mikið var um brot og harkan sat á tiðum f fyrir- rúmi. Voru heimsmeistararnir at- kvæðameiri við þá iðju, og þrem- ur leikmönnum liðsins var sýnt gula spjaldið, þeim Pereira, Ze Maria og Marinho. Sjö mínútum fyrir leikslok var svo Pereira vísað af leikvelli fyrir gróft brot. Hollendingurinn Johnny Rep fékk einnig að sjá gula spjaldið i Austur-Þýzkaland: Croy, Kurbjuweit, Bransch, Weise, Schnuphase, Kische, Pommerenke, Loewe, Sparwasser, Streich, Hoffmann, varamenn: Fritsche, Ducke, V'ogel, Irmscher, Blockwitz. Argentfna: Fillol, Wolff, Heredia, Bargas, Carroscosa, Brindisi, Telch, Babington, Housemann, Ayala, Kemees, Varamenn: Santoro, Glaria, Toirfumo, Squeo, Balbuena. A-Þjóðverjar og Argentfnu- menn gerðu jafntefli, 1:1, f úr- slitakeppni HM f gærkvöldi. Þó svo að leikurinn hefði enga þýð- ingu upp á sæti f úrslitum komu 54 þúsund áhorfendur á völlinn f Gelsenkirehen til að fylgjast með leiknum. Liðin höfðu ekkert stig hlotið fyrir þennan leik f milli- riðlinum og jafnteflið var sann- gjarnt. Joakim Streich skoraði fyrir Þjóðverjana á 14. mínútu með ágætum skalla. Minúturnar á eft- ir sóttu Argentínumenn nokkuð og á 22. mínútu jafnaði Houseman með góðu skoti framhjá Croy. Fleiri mörk voru ekki gerð, og voru það eftir atvikum sanngjörn úrslit. Verð að senda Pól- verjum stóran blómvönd EFTIR leik Póllands og V- Þýzkalands sagði v-þýzki lands- liðseinvaldurinn, að 1:0 úrslit- in gæfu alls ekki rétta mynd af gangi leiksins. „Mörkin hefðu átt að verða fleiri“, sagði Schön „4:3 hefði verið nærri lagi. Annars held ég, að ég megi til með að senda Pólverjunum stóran blómvönd, þeir léku framúrskarandi vel og umfram allt léku þeir drengilega. Eg víl nota tækifærið og endurtaka það, sem ég hef svo oft sagt, V-Þjóðverjar verða heims- meistarar f Miinchen á sunnu- daginn, enda kominn tfmi til að endurtaka leikinn frá þvf 1954“. Bæði pólski landsliðsþjálfar- inn Gorski og markvörðurinn Tomaszewski tóku í sama streng og sögðu, að V-Þjóðverj- ar yrðu heimsmeistarar. Þeir sögðu, að V-Þjóðverjar væru harðskeyttustu andstæðingar, sem þeir hefðu til þessa mætt f HM. Þetta var fyrsti leikurinn, sem Pólverjar tapa í HM, alla aðra andstæðinga sfna hafa þeir unnið. „Það er ekki hægt að segja neitt við sigri Þjóðverj- anna,“ sagði Gorski, „en þó fannst mér jafnteflislyktin finnast langar leiðir. En það hefði ekki breytt neinu fyrir okkur, við þurftum að sigra í þessum leik til að komast áfram, en það hefði tæplega verið sanngjarnt." Formaður skipulagsnefndar heimsmeistarakeppninnar, Hermann Neuberger, sagði, að bæði lið hefðu leikið mjög vel við hinar erfiðu aðstæður. Gunter Netzer sagði, að ekki hefði verið rétt af dómaranum að láta leikinn fara fram, en það hefði verið Maier mark- verði að þakka, að Þjóðverjarn- ir leika til úrslita í HM. Szarmach, annar markhæsti maður keppninnar, gat ekki leikið með Pólverjunum að þessu sinni vegna meiðsla, en sagði eftir leikinn, að Þjóðverj- arnir hefðu verið mjög heppnir að sigra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.