Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 4
4 Fa HÍLA l.l lf. i V 'AiAjm- ^ 22-0*22- RAUOARÁRSTIG 31 v______1—------y LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA 1? CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR J___________ CAR RENTAL 24460 l' HVERJUM BÍL PIONEER ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI SKODA EYÐIR MINNA. Shodh UlGAIt AUÐBREKKU 44-46. SiMI 42600. HOPFERÐA- BÍLAR Til leigu i lengri og skemmri ferðir 8—50 farþega bílar. KJARTAN INGIMARSSON Sími 86155 og 32716 Afgreiðsla B.S. í. Sími22300. Ferðabílar Bílaleiga — Sími 81260 Fimm manna Citroen G.S. station. Fimm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bílstjór- um). HVER ER SINNAR ÆFU SMIÐUR ^ SAMViNNUBANKINN l STAKSTEINAR Landvarnarmenn sigurvegarar Annað aðalmál kosninganna sl. sunnudag voru varnarmálin. Af málflutningi talsmanna Al- jþýðubandalagsins fyrir kosn- ingar mátti ráða, að efnahags- vandinn væri óverulegur og auðveldur viðfangs. Megin- áherzla var hins vegar lögð á kröfuna um brottför varnar- liðsins. (Jrslit kosninganna urðu á þann veg, að ekki er meirihluti á nýkjörnu Alþingi fyrir stefnu fráfarandi vinstri stjórnar f varnarmálum. Sennilega er það f ljósi þess- ara staðreynda, sem Þjóð- viljinn þegir nú þunnu hljóði um kröfu kommúnista um af- nám landvarna og rof á sam- starfi tslands við Atlantshafs- rfkin. t forystugrein ÞJóð- viljans er aðeins minnzt á það verkefni næstu rfkisstjórnar að leysa efnahagsvandann. Þar segir: „Framundan eru umræður um, hvaða stefna verður rfkj- andi f stjórnmálum; hvers konar rfkisstjórn verður mynduð. Akvörðun um það er ekki aðeins mál, sem einhverj- ir útvaldir forystumenn fjalla um; það er mál, sem snertir alla aðila, ekki hvað sfst launa- fólk. Ljóst er, að efnahagsmál- in verða fyrst og fremst f sviðs- Ijósinu." Nú eru það efnahags- málin, sem mestu skipta og verða að dómi Þjóðviljans helzta úrlausnarefnið. Varnar- málin eru hins vegar ekki nefnd á nafn. Þetta er athyglis- verð afstaða. Hún varpar ljósi á það skipbrot, sem varnarmála- stefna vinstri stjórnarinnar beið f kosningunum. Kosningaúrslitin voru af- dráttarlaus krafa fólksins um áframhaldandi varnarsamstarf við Bandarfkin. (Jtilokað er að mynda rfkisstjórn, sem gengur f berhögg við þennan skýra þjóðarvilja. Það væri f raun réttri brot á öllum lýðræðis- legum hefðum. Varnar- og öryggismálefni þjóðarinnar mega ekki vera samningsatriði einstakra flokksforingja við stjórnarmyndun eins og raun varð á við myndun vinstri stjórnarinnar. Það samninga- makk hefði getað haft alvar- legar afleiðingar f för með sér. Nú hefur þjóðin f kosningum fellt sinn dóm f þessum efnum; framhjá honum er ekki unnt að ganga. Tveimur ofaukið 1 stjórnmálaumræðum upp á sfðkastið hafa á nýjan leik spunnizt umræður um breyt- ingu á kjördæmaskipaninni og settar hafa verið fram kröfur um endurskoðun. Ljóst er, að mikil breyting hefur orðið á f þessum efnum frá þvf að núver- andi skipan var ákveðin 1959. Þannig hafa kjósendur á Vest- fjörðum fjögur atkvæði á við hvert eitt atkvæði, sem kjós- endur f Reykjaneskjördæmi hafa. Þó að eðlilegt geti talizt, að strjálbýl kjördæmi hafi hlutfallslega fleiri þingmenn en hin þéttbýlli er augljóst, að hér er um of mikinn mun að ræða. Alþýðublaðið ræðir kjör- dæmaskipunina f forystugrein f gær og krefst breytinga. Nú er það svo, að Alþýðuflokkurinn hefur þingsæti f nokkurn veginn réttu hlutfalli við at- kvæðamagn. Framsóknar- flokkurinn hefur hins vegar tvö þingsæti umfram það, sem heildaratkvæðamagn flokksins segir til um. Annað af þessum þingsætum ætti Sjálfstæðis- flokkurinn að hafa, en hitt Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Þegar á þetta er litið sést bezt, hversu rækilega kjós- endur hafa hafnað vinstri rfkis- stjórn. Samanlagt höfðu stjórnar- flokkarnir 51,3% heildarat- kvæðamagnsins að baki sér f kosningunum 1971. Nú falla þeir niður f 47,8% og auk þess verður sá vinstri flokkanna, sem var utan rfkisstjórnar, fyr- ir verulegu áfalli f kosningun- um. Kosningaúrslitin eru þvf augljós krafa um nýja stefnu f þjóðmálum. Páll Þorleifsson: Germönsk trúarbrögð LIÐIN saga fyrnist fljótt. Þeim fer fækkandi, sem muna nú rödd Hitlers í útvarpi frá þeim tíma, hrjúfa, ofstækisfulla, seiðmagn- aða. Og færri skilja það vald, er hann náði yfir hugum manna, ekki sízt þeirra ungu. Öllum ráðum var beitt til að herða hugi liðsmannanna. Her- ferð var hafin gegn kristnum boð- skap, kirkjum lokað, prestar of- sóttir og þeim varpað í dýflissu, sem mesta andstöðu vöktu. Og svo var að því stefnt, með góðum árangri, að stofna ný trúarbrögð, sem áttu að styrkja veikgeðja her- menn, gera þá hæfa til miskunn- arlausra ofbeldisverka. Sá, sem fremja skyldi níðingsverk, mátti ekki hafa nafn Krists á vörunum, buslubænir, aftan úr forneskju hæfðu betur. Skömmu eftir stríð kom út bók á ensku, sem bar nafnið The mind and face of Nazi Germani, eftir prof. Gangulee. Safnað er saman greinum úr blöðum og tímaritum nasista og þær látnar tala sínu máli, án þess að lagt sé út af þeim. Bókin skipt- ist í 10 kafla. Þeir þættir, sem hér verða teknir, eru aðallega úr 5. hluta, þar sem rætt er um hina norræn-germönsku trú. Þar seg- ir: Látum Krist fara veg allrar ver- aldar, Hitlersæskuna geysast fram. Kristindómurinn hefur löngum stutt það veika, lítilmótlega og aumkunarverða. Fritz Pfunder. Það verður að fylkja liði gegn kristindómnum, af því að hann er gyðinglegrar ættar og spunninn af austrænum toga. Við krefjumst þess, að hætt sé að styrkja kirkjur og viljum gera skólana há- germanska. Lokum kirkjum, slá- um slagbrandi fyrir klaustur og sjáum um, að kristnir prestar fái ekki að standa yfir moldum lát- inna. Samþykkt á fundi germanskra trúbræðra 1937. Kristindómurinn samrýmist ekki germönsku eðli, austrænn hugsunarháttur hefur mótað hann. Hann er í andstöðu við ger- manska siðfræði og germanskt hugarfar. Próf. Ernst Bergmann: 25 höfuðþættir trúarbragða Germana. Eigi Germanar að halda velli, verður krossinn að víkja. Slagorð germanskra trúbræðra. Tími krossins er liðinn, hjól sól- arinnar að rfsa. Við munum einn- ig losna við Guð, þá getur hver heimtað heiður sinn á ný. Lofsöngur úr germönsku trúar- ljóði. Land Germana, blóð þeirra, sál og list, allt er þetta ginnheilagt. Og þegar sérhver maður og kona hafa náð að helgast af öllu þessu, þá hafa þau gert sig hæf til að bindast anda hinnar norrænu- germönsku trúar. Felix Fischer-Dodeleben. Það voru Germanir, sem sköp- uðu jólin, ekki kristnir menn. Þau voru heilög í augum þeirra. Sann- ir Germanir lögðu þá stund á góð verk og gera enn, án þess að vænta sér neins af himnum. (Hér mun átt við heitstrengingar f fornum sið). Enn séu jól haldin til að drýgja dáðir. Úr bréfi frá kristnum manni norður-germönskum. Germanir eiga sér sína eigin trú. Hún streymir fram eins og lind úr djúpi hugans, á sér rætur í innra eðli. . . Germönsk trúar- brögð eru í samhljóðan við okkar tima... Og Germanir nú á tímum þurfa á hraustum drengjum að halda og þeirri trú, sem gerir þá frækna, hlýðna og sterka í þjón- ustu við land og lýð. Germönsk trúarbrögð viðurkenna engar trúarsetningar, því að þau eru sönn trú. Hér er ekki um neina opinberunartrú að ræða sem í kristnum sið. Byggt er á „opinber- un“, fenginni frá náttúrunni sjálfri, á þeim guðlega krafti, sem býr í heiminum og í mannlegum huga. .. Sú trú á ekkert skylt við frívilja, guðleysi eða upplausn trúarbragða. Við, sem erum arf- takar germanskrar trúar, erum heitbundnir hinni sönnu trú. — Guð er siðferðileg hugsjón, hon- um erum við tengdir fyrir eilífan skapandi mátt náttúrunnar eins og hann birtist i mannlegu Iffi. Að trúa á Guð annars heims er ekki indógermönsk trú heldur semítísk. .. Undirstaða trúar er samband, helgi, blessun, Kristin trú, sem talar um synd, sekt og endurreisn, fer villt. Allt slíkt er ímyndun, í ætt við sálflækjur. Ernst Bergmann: 25 greinar germanskrar trúar. Við krefjumst þess, að einfald- ur, guðlegur boðskapur sé boðað- ur í kirkjum Germana, óflekkað- ur af austrænum áhrifum. Krist- ur sé sýndur sem hetja á grund- velli trúar og kynþáttar. Hætt sé að sýna hryggð bugaðrar sálar, i stað þess komi stolt yfir að vera barn Guðs og eiga skyldum að gegna við Guð og eigin þjóð. Kristin játning Germanans, 1933. Stærsta hugsjón þessarar aldar er að koma á fót kirkju Germana, sem byggir á fornum goðsögnum hins norræna stofns. Mikilsvert er, að drengskapar sé gætt, en það hugtak er sérstaklega norrænnar ættar. Fyrir mátt þeirrar nýju trúar mun gervöll Norður-Evrópa rísa af dvala. Ef við eigum ekki að farast, verðum við að vera þess albdnir að takast á við gula stofn- inn, þann svarta og sníkjudýrin júðsku. Alfred Rosenberg. Fyrir okkur er aðeins til ein hugsjón, ein lífsstefna, ein trú, sem veitir okkur blessun, þ.e. trú- in á germanska þjóð, blóð hennar, mold og skapara. Ef blóð rynni ekki í æðum okkar ættum við enga trú. Cr ræðu, sem dr. Ley flutti 1933. Fróðlegt væri að gefa sýnishorn af skoðunum Hitlers á samningn- um fræga, sem hann gerði við Stalín á sfnum tima. Hann hrósar sér af því, að honum tókst það, sem hinum biblfufasta Chamber- lain heppnaðist ekki, að gera vin- áttusamning við Rússa. Telur hann það ekki undarlegt, þar sem ýmislegt sé líkt í kenningum kommúnista og nasista. Einhvern tíma verði almættið lofað fyrir, hvernig til tókst. Að lokum þetta. í upphafi bókarinnar segir og er þar vitnað til aðdáenda Hitlers: Guð hefur opinberazt, ekki i Jesú Kristi heldur í Adolf Hitler. Og ennfremur: Stórmenni er fram komið. Nafn hans er Adolf Hitler. Hann er hinn sanni heilagi andi. Helzt má líkja honum við Krist.höfund kristindómsins. Það, sem vaka mun fyrir þess- um aðdáanda foringjans, er að eins og Kristur var sendur Gyð- ingum, eins er Hitler spámaður Germana, höfundur nýrrar trúar þar. Tíl viðmiðunar hefur hann svo norrænar goðsagnir. Þjóð sína hyggst hann leiða inn i fornhelga lundi, þar sem særing- ar eru um hönd hafðar, svo magn- aðar, að öll veröld skelfur. Og foringinn hristir hamarinn Mjölni. Og sá fítonskraftur fylgir, að allt hrekkur fyrir. Og svo var lagt út i ævintýrið. Himinn og jörð nötruðu. Seiður- inn hafði heppnazt, æsir rumskað. Borgir eyddust. Loft varð lævi blandið. Allt líf i voða. Loks komendirinn.Viðurstyggð eyðileggingar blasti hvarvetna við. Páll Þorleifsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.