Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JULI 1974 Rekstrarferð Smásaga eftir Líneyju Jóhannesdóttur Þó hundrað krónur í huganum geti keypt allt, ja*nvel bjartar hallir fyrir austan sól og vestan mána, megna þær ekki að gefa hlýju á fæturna. Svstir mín fór að vola. „Mamma hlýtur að setja ljós i eldhúsgluggann. Svo þegar við heyrum I fossunum erum við bráðum komin,“ sagði ég Hún þagnaði og við hlustuðum bæði lengi, lengi eftir fosshljóðunum, sem við annars tókum sjaldnast eftir. „Heldurðu að við séum á réttri leið?“ spurði hún og fór aftur að gráta. „Mér er orðið svo ískalt á fótunum.“ Sjálfur var ég fyrir löngu orðinn smeykur. Ég hafði alls ekki orðið var við djúpu troðningana. Myrkrið var eins og svört ullarkemba fyrir augun- um, ég sá ekkert þó ég beygði mig niður til að gá að þeim. Systir mín grét lágt. Enn var ofurlítill stjörnuskari á himninum. Þó töf væri að því, fór ég að telja þær upphátt, ef hún gæti gleymt kuldanum á meðan. Angurvær leit hún til himins. „Líklega kemst ég aldrei upp til þeirra, af því að ég er svo lofthrædd,“ sagði hún og þrýsti saman köldum fótunum. Á þessari stundu hefði ég feginn skipt á öllum stjörnunum fyrir tunglið og á tunglinu fyrir ljós úr eldhúsglugganum hjá mömmu. „Komdu, ég skal blása í tærnar á þér, svo að við getum haldið áfram,“ sagði ég. Um leið og við settumst, heyrðist kallað út úr myrkrinu. Við hrukkum í kút. Svo kváðu við langdregin fagnaðaróp. Þetta var pabbi hann var að koma á móti okkur. Líney Jóhannesdóttir. í þúsundir ára hafa negrar í Afríku notað trumbur til þess að koma skilaboðum á milli fjar- lægra staða. — Nú herma fregn- ir, að þrátt fyrir tilkomu hvers konar fjarskipta á öldum ljós- vakans hafi trumbu-fjarskiptin haldið velli og enn setjist þeir þeldökku við trumburnar sínar tvær, sem notaðar eru til að flytja skilaboð, en þær gefa frá sér mjög ólík hljóð, þótt að útliti til séu þær eins. Með hinum mismunandi trumbuhljóðum eru myndaðar heilar setningar og því næst með hraða hljóðsins eru skilaboðin send, svo fljótir eru negrarnir að slá á trumb- urnar sínar. a.e 22>-c ANNA FRA STORUBORO SAGA FRÁ SEXTÁNDU ÖLD FYRSTI ÞÁTTUR 1. SMALINN „Þama kemur smalinn,“ sögðu vinrumennirnir á Stóru- borg hver við annan. Þeir stóðu þá og brýndu, því að tún- ið var sendið í rót, og beit þeim illa, þó að rekjuna vantaði ekki. „Þarna kemur smalinn. — Sá er víst þrifalega til fara núna! — Mikill fjandi held cg sé að sjá svinið ! — Það má nærri geta, annar eins erkisóði og hann er.“ Þeim tafðist við að brýna. Þeir stóðu með orfin uppi við handleggina og glampandi spíkurnar út í loftið og horfðu i áttina til smalans. Óhætt var að gefa sér ofurlítið tóm. Húsmóðirin var ekki komin á fætur, — líklega ekki einu sinni vöknuð. Það var rigning með köldum rosastormi af hafi og miklu brimhljóði frá sjónum. Regnskýin beltuðu sig um fjöllin, og hjó í hamrabeltin milli skýjanna. I hvilftinni utan við Raufarfell grillti í sjálfan jökulinn, sanchokinn og illa til fara. Hinn hvíti, glæsilegi faldur, sem aldrei er óhreinn, var hulinn langt uppi í skýjunum. eftir Jón Trausta. Sléttlendið fyrir ofan bæinn flóði í vatni eftir rigninguna. Á næstu bæjunum voru fyrstu reykimir að fæðast. • Heim undir túngarðinn runnu kvíaærnar í dreifðum hóp. Þær voru blakkar og rytjulegar af rigningunni og höfðu auðsjáanlega vaðið djúpar leirkeldur. Hálslangar voru þær og hábeinóttar, því að ullin var ekki hálfvaxin á þeim eftir rúninguna. 1 kringum ærnar hentist smalinn á stöng, sem var helm- ingi lengri en hann sjálfur. Gulur hundur skoppaði gjamm- andi í kringum hann. En svo var að sjá sem ánum stæði nokkurn veginn á sama bæði um smalann og hundinn. Þær runnu í mestu hægð og spekt heim á kvíabólið. Vinnumennirnir slógu eina brýnu og aðra til, á meðan Hjalti var að koma ánum í kvíarnar. En þeir stóðu við hverja brýningu og horfðu á hann. Og þegar hann henti sér á stönginni inn yfir túngarðinn, tók þar tilhlaup og henti sér í næsta stökki langt inn á túnið, — slógu þeir hvorki né brýndu. Hjalti kom til þeirra, móður og másandi af hlaupunum og stökkunum, hundvotur af rigningunni, leirugur upp á haus úr keldunum, rifinn og tættur, svo að víða sá í hann beran, flte&TOorounkctffinu — Þetta er Rauðhetta, öskubuska — og þetta er Mjallhvít... og þetta prinsessan á bauninni... — Hefurðu nokkuð séð grímuna mína???

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.