Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JULl 1974 Daufu þjóðhátíðarmóti lokið Þjóðhátíðaríþróttamótinu hér I Reykjavík lauk í gærkvöldi á Laugardalsvellinum með knatt- spyrnuleik pilta úr 2. flokki, voru það lið Reykjavíkur og lands- byggðarinnar, sem áttust við. Þó að mikið hafi verið vandað til þessa móts og margir góðir gestir heimsótt Reykjavík undan- farna daga verður ekki annað sagt en að eftirtekjan hafi verið rýr. Sárafáir áhorfendur hafa fylgzt með mótinu og áhugi kepp- enda hefur verið með minnsta móti. Það er lfka erfitt að sjá hvaða tilgangi það þjónar að kalla æfingalausa handknattleiks- og körfuknattleiksmenn saman um hásumarið. Áhugi þessara vetrar- íþróttamanna er í lágmarki og erf- itt hefur reynzt að ná sterkustu mönnunum saman um þetta leyti árs. EINS MARKS TAP 1 HANDKNATTLEIKNUM Svo vikið sé að keppninni sjálfri þá var á þriðjudaginn keppt í handknattleik, körfu- knattleik, blaki og sundi. I hand- knattleik var aftur leikið gegn Óslóarbúum. Eftir góðan sigur Reykvíkinga á mánudaginn tapaði liðið þó í fyrradag. Urslitin urðu 16:15 fyrir Ósló og mátti Reykjavíkurliðið þakka fyrir, að munurinn varð ekki meiri. Guðjón Erlendsson bjargaði því, sem bjargað varð, með stórgóðri markvörzlu en hann mátti ekki við ofureflinu og flestir aðrir leik- menn liðsins léku langt undir getu. GÓÐUR FYRRI HALFLEIKUR í KÖRFUNNI I körfuknattleiknum tókst Reykjavfkurliðinu mun betur upp á þriðjudaginn heldur en degin- um áður og að loknum fyrri hálf- leiknum leiddi lið Reykjavíkur með einu stigi, staðan var 37:36.1 síðari hálfleiknum fór finnska liðið loks í gang og seig örugglega fram úr, í leikslok munaði 19 stig- um, 86:67 — öruggur sigur Hels- inki. Beztu menn fslenzka liðsins f þessum leik voru þeir Þröstur Guðmundsson, sem nú leikur fyrir KR, en var áður með HSK, Vfkingarnir Torfi og Páll I blak- keppninni gegn landinu Bjarni Gunnar, Kolbeinn og Jón Sigurðsson. Reyndar lék allt liðið vel í fyrri hálfleiknum, barðist vel og náði vel skipulögðum hraðaupphlaupum. Sömu dómarar dæmdu báða körfuknattleiksleikina, Hörð- ur Tuliníus og finnskur kollegi hans. Eins og frá var sagt í gær gerði Finninn sig sekan um mikla hlutdrægni í fyrri leiknum. Það sama virtist ætla að verða uppi á teningnum í þeim síðari, en eftir að Einar Bollason hafði hlaupið inn á völlinn og mótmælt dómi hans, sljákkaði heldur í Finnanum enda púuðu áhorfend- ur óspart á hann. 1 síðari hálf- leiknum hafði Finninn greinilega öðlazt kjark aftur og hélt þá upp þeim hætti sínum að loka augunum er Finnar brutu af sér, en dæma þeim mun meira á Is- lendingana. AÐEINS ÞRlR SIGRAR I SUNDINU íslenzkt sundfólk er í mikilli lægð um þessar mundir, svo að ekki sé meira sagt. Á þjóðhátíðar- sundmótinu, sem fram fór í Laugardalslauginni sunnudag og þriðjudag unnust aðeins þrfr íslenzkir sigrar. Gestirnir frá Stokkhólmi voru f allt öðrum gæðaflokki en Islendingarnir. Þeir Islendingar, sem náðu að sigra, voru Axel Alfreðsson í 200 m baksundi, hann synti á tímanum 2:39,0. A-sveit Reykja- vfkur bar sigur úr býtum í 4x100 m fjórsundi karla á tímanum 4:35,4 og f 100 m baksundi karla sigraði Þorsteinn Hjartarson á 1:12,5 — í þeirri grein var enginn sænskur keppandi. Brynjólfur Björnsson náði þokkalegum tíma í 400 m skrið- sundi á 4:43,9. Sömu sögu má segja um Axel Alfreðsson í 200 m fjórsundinu, 2:31,4, en síðan ekki söguna meir. Sænska sundfólkið er allt mjög frambærilegt og er það þó ekki í hópi þess allra bezta í Svíþjóð. RAGNAR SIGURVEGARI I GOLFINU A velli GR f Grafarholti var keppt á sunnudaginn f golfi f til- efni fþróttahátfðar á þjóðhátfð hér f Reykjavfk. Sigurvegarar urðu eftirtalin: Meistaraflokkur: Ragnar Ólafsson 83 högg 1. flokkur: Hannes Eyvindsson, 83 högg. 2. flokkur: Jóhann Reynisson, 88 ».högg. 3. flokkur: Stefán Sæmundsson, 93 högg. ’Meistaraflokkur kvenna: Elfsabet Möller, 95 högg. 1. flokkur kvenna: Jóhanna Ingólfsdóttir, 86 högg. Unglingaflokkur: Sigurður Pétursson, 80 högg. Frá júdókeppninni, sem fram fór á sunnudaginn (Ijósm. RAX) Mikið spurt um Kalottferðina YFIRBURÐIR REYKJA- VlKUR I BLAKI I blakkeppninni milli Reykja- vfkur og liðs landsbyggðarinnar á þriðjudaginn var um algjöra yfir- burði Reykvfkinganna að ræða. Leikurinn endaði 3:0 og hrinurn- ar 15:3, 15:8 og 15:5. Nokkur for- föll voru í báðum líðum og þá einkum í liði landsbyggðarinnar, en aðeins mættu sex keppendur liðsins f leikinn. GRINDVfKÍNGAR EFNILEGASTIR I JtJDÓ I júdó var keppt síðastliðinn sunnudag, voru það unglingar frá Reykjavfk, Keflavík og Grinda- vík sem áttust við. Keppt var í fimm manna sveitum og reyndust Grindvíkingarnir sterkastir. Sigruðu þeir örugglega, Reykja- vík varð númer 2 og Keflvíkingar f neðsta sætinu. EINS OG frá hefur verið skýrt á fþróttasfðunni taka frjáls- fþróttamenn þátt f svonefndri Kalottkeppni f lok þessa mánaðar. Þátt f mótinu taka úrvalslið frá norðurhluta Noregs, Finnlands og Svfþjóðar auk tslendinga. Að þessu sinni fer keppnin fram f Luleá, vinsælum ferðamannastað f N- Svfþjóð. Frjálsfþróttasamband ts- lands ákvað f samráði við Ferðaskrifstofuna Sunnu að efna til hópferðar til Luleá. Að sögn Arnar Eiðssonar for- manns FRl hefur mikið verið spurt um þessa ferð og virðist vera mikil) áhugi á henni. Farið verður héðan að morgni föstudagsins 26. og komið heim aðfararnótt mánudagsins 29. júlf. Ferðirnar kosta 10 þúsund fyrir manninn og uppihald er hægt að fá á vægu verði. Ferðaskrifstofan Sunna sér um skipulagningu ferðarinnar og gefur allar upplýsingar. USTA SKEMMTUN fyrir þá, er störfuðu fyrir D-listann ákjördag, föstudagskvöld frákl. 9—1 að HÓTELSÖGU Boðskort verða afhent é skrifstofu Fulltrúaráðsins að Siðumúla 8 og Galtafelli, Laufásvegi 46, fimmtudag og föstudag kl. 9—5. FJOLBREYTT SKEMMTIATRIÐI AÐGANGUR ÓKEYPIS ★ Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi. ★ Ómar Ragnarsson skemmtir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.