Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JÚLl 1974 13 Tvísöng Scheels og Kissingers frestað Borin, 3. júlf, NTB. WALTER SCHEEL forseti Vestur-Þýzkalands upplýsti á blaðamannafundi f dag, að hann og Henry Kissinger hefðu haft á prjónunum áform um að syngja tvfsöng opinber- lega, en að Ifkindum yrðu þeir nú að fresta þvf, m.a. vegna hins nýja embættis, sem Scheel hefur tekið við, og svo óttaðist hann f og með, að raddir þeirra myndu ekki falla alls kostar vel saman. Scheel söng fyrir skömmu einsöng á plötu, sem var um alllangt skeið í efsta sæti vinsældarlistans í V-Þýzkalandi. Hagnaður af þeirri plötu rann til styrktar fötluðum börnum. Þótti Scheel takast afbragðs vel upp og rödd hans hin fegursta. 1 fréttinni er haft á orði að ætla megi, að þeir Kissinger og Scheel hafi einhvern tíma raulað saman f einrúmi til að kanna, hvort þeir ættu frama fyrir sér á þessu sviði tveir saman, en þá komizt að þeirri niðurstöðu, að raddir þeirra féllu ekki nógu vel saman til að þeir gætu lagt heiminn að fótum sér með tvísöng sfnum. Tíu negrar á „dauða-lista” SUMARLEYFI SEM SEGIR SEX! lista“, er maðurinn, scm er ákærður fyrir morðið á móður Martin Luther Kings, Marcus Wayne Chenault, gerði um fólk, sem hann vildi feigt. Lögreglan í Atlanta segir, að slíkur listi með nöfnum 10 manns hafi fundizt í íbúð Chenauits í Columbus í Ohio þar sem hann var áður stúdent við Ohiohá- skóla. Chenault er 23 ára gamall og frá Dayton f Ohio. Lögfræðingur Chenaults sagði í dag, að hann neitaði þvf að vera félagi í nokkrum skipulögðum samtökum. Blað í Dayton segir hins vegar, að Chenault hafi verið í sam- tökum, sem gangi undir nafninu „T1 Tmop“ og telji, að refsa eigi blökkuprestum þar sem þeir hafi brugðizt blökkumönnum. Vinur Chenaults segir, að áhnf presta meðal blökkumanna séu ein helzta ástæðan til þtss, að blökkumenn lifi enn í aðskildum hverfum. Atlanta, 3. júlí. AP. NÖFN blökkusöngkonunnar Aretha Franklin, föður Martin Luther Kings, blökkumannaleið- toganna séra Ralph D. Abernathy og Jesse Jackson og fleiri kunnra blökkumanna voru á „dauða- Embættiseiður Þann 1. júlf sór Walter Scheel embættiseið sinn sem næsti forseti Sambandslýðveldisins Þýzkalands f viðurvist forseta þingsins, Anne Marie Renger. Fyrirrennari Scheels, Gustav Heinemann, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. ef 200 mílna lögsagan nær fram að ganga Lúxusíbúðirnar Villamar eru bestu ibúðir sem hægt er að bjóða á Mallorca. Þar er allt sem hugurinn girnist, ibúðir með fallegum húsgögnum og stórum svölum, tvær sundlaugar, stórir garðar með trjám og grasflöt- um, mini golf, tennisvöllur, friðsælt umhverfi, rétt við baðströndina i Palma Nova. Beint þotuflug að degi til svo ekki þurfi að eiða dýrmætum sólardögum til svefns og hvildar eftir þreytandi næturflug. Fystra flokks þjónusta fyrir Sunnu farþega, eigin skrifstofa i Palma, með hjálpsömu islensku starfsfólki Og Mallorca stendur fyrir sinu, þar er sjórinn sólskinið og veðrið, eins og fólk vill hafa það. Pantið strax áður en það er um steinan. Fáein sæti laus 1 6—23 júli. (ERflASKRIFSTDFAN SUNNA BANKASTRITI SlMAR1640012070 I VIÐTALI við Söndags Aktuelt nú um sl. helgi segir Niels Anker Kofoed sjávarútvcgsráðherra Dana, að verði 200 mflna efna- hagslögsögustefnan ofan hjá full- trúum á Caracasráðstefnunni geti Danir lagt niður sjávarútvegs- ráðuneytið, þar sem fiskveiðar Dana f Eystrasalti mundi þá ekki verða nema einn fjórði af þvf, sem nú er. Segir hann, að Danir muni þurfa að eiga allt sitt undir náð og miskunn annarra þjóða varðandi fiskveiðar. — Við eigum fulltrúa á ráð- stefnunni og leggjumst eindregið gegn 200 mílunum, hreinlega vegna þess að það myndi hafa f för með sér þvílíkan samdrátt f fiskveiðum okkar f Eystrasalti, að við gætum allt eins hætt þar veið- um algerlega. Danir gætu kannski axlað þá byrði sem heild, en það yrði verulegt áfall fyrir fiski- menn frá Borgundarhólmi. Fyrst voru þeir hraktir frá Grænlandi og nú vilja Norðmenn losna við okkur af miðunum við N-Noreg, síðan yrði verkið kórónað ef við yrðum hraktir af Eystrasalti. Það væri fullharkalega að okkur vegið á þennan hátt. I Norðursjó er ástandið ámóta slæmt. Englend- ingar myndu hagnast á 200 mílum og vegna þess, að EBE-löndin liggja að Eystrasalti má kannski hugsa sér að ná gagnkvæmu sam- VILLAMAR komulagi. EBE-löndin eru á móti 200 mílum, en Bretar eru þó á báðum áttum. Þeir hafa verið reknir af íslandsmiðum og hafa sem sagt komizt að þeirri niður- stöðu, að fyrri afstaða borgi sig ekki. Ráðherrann ftrekaði, að Danir væru búnir að vera ef 200 mflna efnahagslögsaga næði fram að ganga, en vonandi færi ekki svo hrapallega. Gabb hjá Fischer að segja af sér heimsmeistaratitli? Los Angeles, 3. júlí, AP. I FRÉTTUM frá Los Angeles seg- ir, að þar velti menn nú mjög fyrir sér þvf uppátæki Roberts Fischers að hóta að segja af sér sem heimsmeistari f skák. Segja sumir vina hans, að þetta sé ein- tómt gabb hjá honum og megi Ifkja þessu við duttlunga þá og dynti, sem hann hafi sýnt viðvfkj- andi heimsmeistaraeinvfginu f Reykjavík við Boris Spassky. Þar hafi Fischer kvartað undan þvf sem næst hverjum sköpuðum hlut. Ekkert hefur komið fram, sem bendir til, að Alþjóðaskáksam- bandið ætli að verða við kröfum Fischers og enn hefur hann ekki gefið blaðamönnum færi á að spyrja sig, hvaða ástæður liggi að baki skeytinu, sem hann sendi til sambandsins nú fyrir helgina. AP-fréttastofan hefur það eftir Lenu Grumette, sem er formaður skákklúbbs í Pasadena að fráleitt sé að taka yfirlýsingu Fischers hátíðlega, þar sem hann hafi marglýst þvf yfir við sig, að hann ætli að halda titlinum næstu þrjátíu árin. Fleiri af þeim, sem kunnugastir eru Fischer, taka í sama streng og segja, að þetta sé raunar ósköp lfkt skákmeistaranum og til þess eins ætlað að vekja athygli á sjálf- um sér. Hafi hann allar götur frá því hann varð alþjóðlegur meist- ari haft í frammi ýmsar kúnstir, sem hafi gert stjórnendum skák móta, sem hann hefur tekið þátt í, gramt í geði. Sjónvarpssendingar banda- rískra frá Moskvu truflaðar Þegar mál Sakharovs og meðferð á Gyðingum komu til umfjöllunar Moskva 3. júlí AP. TRUFLANIR voru gerðar á út- scndingu bandarfskra sjónvarps- manna frá ABC og NBC f gær, er verið var að senda um gervi- hnött kvikmynduð viðtöl við sovézka vfsindamanninn Andrei Sakharov. 1 sendingu CBS voru tvívegis gerðar truflanir f annað skipti, þegar kynnirinn Murray Fromson var að tala úti fyrir byggingu, þar sem átti að halda vfsindamannaráðstefnu, áður en sovéskir vfsindamenn voru teknir höndum. Marvin Kalb frá CBS fékk óáreittur að ræða um sam- ræður bandarfska og sovézka leið- togans um eldflaugar, en þegar hann var að ræða um, að svo virt- ist sem Sovétmenn væru að reyna að trufla útsendingu þeirra, var klippt á sambandið. I íítsendingu ABC var sýnd mynd af Sakharov f eina eða tvær sekúndur, en síðan hvarf myndin og kynnirinn sagði, að bersýni- lega væri verið að trufla útsend- inguna. Var þá líka klippt á sam- bandið. Þegar að því kom, að málefni Gyðinga væru tekin fyrir og með- ferðin á þeim, svo og sérstaklega vikið að Sakharov, var enn klippt á sambandið. Gerald Warren, blaðafulltrúi Nixons Bandaríkjaforseta, sagði fréttamönnunum eftir að þeir höfðu lagt fram kvartanir sínar, að Nixon forseti myndi formlega bera fram mótmæli vegna þessa áður en hann héldi frá Moskvu, enda væri Bandaríkjaforseti þeirrar skoðunar, að sjónvarps- fyrirtækjunum hlyti að vera heimilt að fá að vinna óáreitt að dagskrám sínum. Kekkonen Helsinki 3. júlíNTB, KEKKONEN Finnlands- forseti var í dag lagöur inn á Háskólasjúkra- húsið í Helsinki vegna skyndilegrar bólgu, sem veikur hann fékk f blöðruháls- kirtil. Var tilkynning þessa efnis gefin út frá skrifstofu forsetans í dag og lofað nánari sjúk- dómslýsingu fljótlega. Yfirvöld f Dayton vilja yfir- heyra Chenaults f sambandi við morð tveggja blökkupresta fyrir skömmu. Þau vilja ekki útiloka þann möguleika, að Chenault hafi verið viðriðinn þessi morð. Utför móður Martin Luther Kings var gerð í dag f Atlanta frá kirkjunni þar sem hún var myrt að viðstöddu miklu fjölmenni. Tyrkir leyfa ópíum Ankara, 3. júlf, AP. BULENT Ecevit forsætisráð- herra sagði f dag, að tyrkneska stjórnin mundi gera „öruggar ráðstafanir til þess að firra mannkynið skaða“ vegna þeirrar ákvörðunar hennar að leyfa aftur ópfumframleiðslu f Tyrklandi. Bannið hefur verið I gildi f tvö ár og var sett vegna þrýst- ings frá Bandarfkjamönnum, sem sögðu, að 80% alls heró- fns, sem bandarfskir eitur- lyfjaneytendur fengju, kæmu frá Tyrklandi. Sjávarútvegsráðherra Dana: Fiskveiðar Dana í hættu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.