Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JULl 1974 Naumur sigur gegn Færeying- um í landsleik 3:2 ISLENDINGAR léku landsleik I mörk voru ekki skoruð í fyrri knattspyrnu gegn Færeyingum I hálfleiknum. gærkvöldi og fór leikurinn fram f Strax í byrjun seinni hálfleiks Þórshöfn. Urslitin urðu þau, að skoraði færeyska liðið með skoti fslenzka liðið fór með sigur af af löngu færi. En nýliðinn Krist- hólmi, 3:2, en f leikhléi var staðan inn Björnsson kom Íslandi aftur 2:0. tveimur mörkum yfir með marki á Að sögn Helga Daníelssonar, 19. mínútu hálfleiksins. Síðasta „ eins af fararstjórum íslenzka liðs- orðið áttu svo Færeyingarnir á 70. Matthías Hallgrfmsson skoraði ins, léku Islendingar ágætlega í mínútu leiksins. f sínum 25‘ ‘andsleik fyrri hálfleik, en f þeim síðari var Fimm nýliðar léku þennan leik, son, Jóhannes Eðvaldsson, Ásgeir varla heil brú í leik liðsins. þeir Kristinn Björnsson, Magnús Elíasson Matthías Hallgrfmsson Matthías Hallgrimsson,, sem nú Þorvaldsson, Hörður Hilmarsson, og Marteinn Geirsson. Tveir leik- lék sinn 25. landsleik, skoraði Óskar Tómasson og Jón Péturs- menn íslenzka iandsliðshópsins fyrsta mark leiksins á 17. mfnútu. son. Aðrir leikmenn íslenzka liðs- léku ekkert að þessu sinni, þeir Ásgeir Elíasson bætti öðru mark- ins voru Grétar Magnússon, Þor- Guðgeir Leifsson og Diðrik Ólafs- inu við á 32. mfnútu og fleiri steinn Ólafsson, Ólafur Sigurvins- son. — Kissinger Framhald af bls. 1 um málið eftir tvo mánuði í báð- um löndunum og gera stórátak til þess að vinna að lausn. Þó sagði hann, að verið gæti, að sama sjálf- heldan kæmi upp eftir sex mán- uði. Kissinger hyggst fara aftur til Moskvu, sennilega í októþer, en það fer eftir því, hvernig gengur í viðræðunum í Genf. Aður en dr. Kissinger fór til Brússel gaf hann sér tíma til þess að fylgjast með leik Hollendinga og Brazilfumanna í heims- meistarakeppninni. Hann ræddi við vestur-þýzka utanrfkisráð- herrann Hans-Dietrich Genscher um Moskvu-viðfæðurnar í Díisseldorf, áður en þeir fóru til Dortmund til að fylgjast með leiknum. — V-Þjóðverjar Framhald af bls. 27 að segja Helmut Schön sást brosa. I leikslok varð mikil gleði meðal hinna 62 þúsund áhorfenda, sem fylltu völlinn. Helmut Schön, þýzki landsliðseinvaldurinn, hef- ur þó sennilega orðið allra manna ánægðastur. Hann stjórnaði nefnilega v-þýzka Iandsliðinu f 100. skipti. Þó svo að Þjóðverjarn- ir hefi unnið marga sæta sigra undir stjórn Schöns, er þessi vafa- laust sá alsætasti. Pólsku miðverðirnir Gorgon og Zmuda áttu báðir stórgóðan leik og Gadocha var í sérflokki fram- línuleikmannanna. Overath var sterkastur Þjóðverjanna úti á vellinum og Bonhof átti einnig mjög góðan dag. Þessi leikur var þó svo sannarlega leikur mark- varðanna Maiers og Tomaszewskis, aðrir leikmenn féllu í skuggann, þótt þeir léku vel. ^ — Spánartogari Framhald af bls. 28 báðum af stokkunum, og er sá fyrri, Kaldbakur, væntanlegur í ágúst, og sá seinni, Harðbakur, er væntanlegur í október. Nokkru eftir að samningar voru gerðir, keypti Utgerðarfélag Akureyr- inga tvo skuttogara frá Færeyjum og óskaði jafnframt eftir því að losna við kaupin á Spánartogur- unum. Enn sem komið er telur rikið Utgerðarfélag Akureyringa samn- ingsbundið um kaupin. Þess má geta, að útgerðarráð Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur hefur sýnt áhuga á þvf að fá a.m.k. annan nýju togaranna. En engin ákvörðun hefur enn verið tekin í málinu, en stjórnvöld geta vart dregið að- gerðir lengi, því að ekki er nema mánuður þar til Kaldbakur kem- ur til landsins. — 200 milur Framhald af bls. 1 árstímabundna veiði og möskva- stærð. Kínverjar og Rússar halda áfram að munnhöggvast á ráð- stefnunni í Caracas. Kfnverjar sökuðu Bandaríkjamenn og Rússa um að bera ábyrgð á því, að ófrið- vænlegt væri í heiminum. Rússneski fulltrúinn sakaði þann kínverska um lýðskrum, rógburð og hentistefnu. Suður-Kóreu- menn og Norður-Kóreumenn deila líka harkalega. Utanríkisráðherra Jamaica, Dudley Thompson, lagði til, að höfuðstöðvar nefndarinnar, sem á að hafa eftirlit með fyrirhuguðum hafréttarsamningi, svokallaðarar alþjóðastjórnar hafsins, yrðu á Jamaica. Hann sagði, að Jamaica væri á „krossgötum úthafanna" og sagði, að tilboð stjórnar sinnar nyti vfð- tæks stuðnings á ráðstefnunni. Hann sagði, að þegar hefði verið hreinsað til á lóð í hafnarhverfinu í Kingston, þar sem aðalstöðvarn- ar mundu rísa. — Akvörðun Framhald af bls. 28 þeirri spurningu að svo stöddu, en sagði, að vel gæti verið, að hann hefði eitthvað fréttnæmt að segja á morgun, fimmtudag. Hann kvað enn ekki ákveðið, hverjir taki þátt í viðræðunum við Al- þýðuflokkinn, sem hann bjóst við að hefðust eftir helgi. Gylfi Þ. Gíslason, formaður Al- þýðuflokksins vildi ekkert segja um viðræður sínar við forseta Is- lands. Er hann var spurður um bréfið, sem Alþýðubandalagið sendi Alþýðuflokknum, sagðist hann myndu leggja það fyrir flokksstjórn Alþýðuflokksins lík- lega á föstudag og myndi hún taka ákvörðun um viðbrögð við því. Þá ræddi Mbl. í gær við Magnús Torfa Ólafsson, formann Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Hann vildi ekkert um málið segja. Mbl. tókst ekki að ná tali af Ólafi Jóhannessyni, formanni Fram- sóknarflokksins. — Keisari Framhald af bls. 1 ráðherra landvarna, innanríkis- mála, dómsmála, menntamála og jarðskiptingamála. Stjórnin hefur samþykkt kröfuna „að mestu leyti“ samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Þar með er að ná hámarki ástand það, sem skapaðist á föstu- dag, þegar herlið hertók ýmsar stjórnarbyggingar og banka í höfuðborginni og tók raunveru- lega öll völd í landinu í sínar hendur. Nokkrir hermenn eru á ferli í Addis Ababa, en annars var allt eðlilegt I dag. Annars staðar í landinu var allt með kyrrum kjör- um. Mörg hundruð pólitfskir fangar eru f Eþíópíu, þar á meðal 22 menn úr hernum, sem voru hand- teknir í uppreisn hersins í febrúar. Samkvæmt tilkynningu um fundinn með keisaranum f dag sóru herforingjarnir Haile Selassie keisara órofa tryggð. Fréttir um, að sonarsonur keisar- ans hefi verið handtekinn, hafa verið bornar til baka, en samkvæmt öðrum fréttum hefur Abiye Abebe landvarnaráðherra verið settur í stofuvarðhald. Herinn vill handtaka fimm eða sex ráðherra stjórnarinnar, sem tók við völdum fyrir fjórum mánuðum, Á fundinum f dag munu herforingjarnir hafa lagt fram lista með nöfnum alls 200 manna, sem þeir vilja handtaka. Þar á meðal eru nokkrir ættingjar keisarans, samkvæmt góðum heimildum. Hingað til hefur aðeins verið sagt frá 12 handtök- um opinberlega. NÝLEGA hélt erlendur verka- lýðsfulltrúi blaðamannafund í Reykjavfk, og olli það blaðaskrif- um um verkalýðsmál Coldwater Seafood Corp. í Bandaríkjunum. Fulltrúi þessi ásakaði Coldwater um ýmiskonar óbilgirni. Ásakanir þessar bera vott um, að hann er alls ekki kunnugur verkalýðsmál- um hjá Coldwater. Við, sem stjórnum Coldwater, þekkjum ekki einu sinni þennan mann, né það verkalýðssamband, sem hann starfar fyrir. Við höfum haft samninga við verkalýðsfélög í mörg ár, og þrátt fyrir alllangar samningaumræður hverju sinni, þá höfum við alltaf samið á grundvelli, sem báðir aðilar hafa lýst sig fylgjandi, og aldrei hefur komið til verkfalls. Núverandi samningur okkar rennur út í október 1974, viðræð- ur hafa enn ekki hafizt um endur- nýjun hans. Staðhæfing fulltrú- Þjóðhátíð inga hefst UM NÆSTU helgi verður haldin sameiginleg þjóðhátfð Húnvetn- inga f Kirkjuhvammi við Hvammstanga. Hátlðarsvæðið verður opnað á föstudagskvöld og þá verður dansleikur á hátíðar- svæðinu. Hátfðin verður sfðan sett kl. 14 á laugardag og verður þá samfelld dagskrá fram á kvöld. Meðal efnis má nefna, að kórar syngja, lúðrasveit leikur. Flutt verða ávörp og kvæði, sýndir kvenbúningar, listdans og viki- vakar. Þá verður hópreið hesta- manna, fþróttakeppni og farið verður með gamanmál. Um kvöldið verður dansað á palli á svæðinu og einnig í félags- heimilinu á Hvammstanga. Klukkan 10.30 á sunnudags- morgun verður afhjúpaður minn- isvarði um Ásdísi á Bjargi, en minnisvarða þennan hefur sýslu- nefnd V-Húnavatnssýslu látið gera á Bjargi í Miðfirði. Kl. 14.00 verður helgistund og þá syngur samkór kirkjukóra beggja sýsln- anna undir stjórn Sigríðar Schiöth. Hátíðarræðu flytur séra Guðmundur Þorsteinss.^ sögu- kynning verður f Ijóðum og 100 ungmenni taka þátt í hópsýningu undir stjórn Höskuldar Goða Karlssonar. Einnig verða flutt kvæði og leikið á trompet. Þjóðhátíð Húnvetninga líkur síðdegis á sunnudag. Ökeypis að- gangur verður að svæðinu, en þjóðhátíðarnefndirnar hafa látið gera minjagripi sem seldir verða á hátíðinni. Eru það bæði vegg- skildir, barmmerki og veifur. öll meðferð áfengis er bönnuð á hátíðarsvæðinu, þar verður slysa- vakt alla mótsdagana og staðið verður fyrir leikjum fyrir börn á öllum aldri. Kirkjuhvammur er skammt fyr- ir ofan Hvammstanga, þar er að- — 18 þús. kr. Framhald af bls. 2 þar hefur sala á myntinni gengið mjög vel. Magni R. Magnússon kaupmað- ur í Frfmerkjamiðstöðinni, sagði í samtali við Mbl. í gær, að hann vissi til að 18 þúsund kr. hefðu nú þegar verið boðnar í gullpen inginn, en enn sem komið væri, fyndust slfkir peningar ekki á frjálsum markaði. Hugsast gæti að þeir kæmu á markað með haustinu, og þá mætti búast við enn hærra verði. Hann sagði, að árið 1961 hefði verið gefin út minnispeningur Jóns Sigurðssonar að nafnverði 750 kr. Nú gengi þessi gull- peningur á 30 þús. kr. á almenn- um markaði og ætti vafalaust enn eftir að hækka í verði. ans um vandamál í þessum samn- ingaumræðum er því út í bláinn, þar sem slík vandamál geta ekki orðið til, fyrr en umræður hef jast. Svo virðist sem fulltrúi þessi hljóti að hafa misskilið einhvers- konar beiðni um upplýsingar og hlaupið til með skakkar ályktanir í von um, að hann væri að aðstoða verkalýðsfélag okkar, en hann gerði þeim engan greiða með þvf. Samt fær hann fyrirheit um stuðning frá íslenzkum aðilum um að stuðla að hækkun launa- kostnaðar við fyrirtæki, sem fslenzkir aðilar eiga f Banda- rfkjunum. Þrátt fyrir hinar röngu stað- hæfingar, sem ollu blaðaskrifum, liggur ekkert fyrir, sem bendir til, að næstu samningar Cold- water við verkalýðsfélag sitt verði ekki farsælir fyrir alla við- komandi aðila eins og alitaf áður. Þorsteinn Gíslason. Húnvetn- á morgun staða til útisamkomuhalds góð og mikið af tjaldstæðum. Fjöldi Hún- vetninga heima og heiman leggur sitt af mörkum til að gera hátíð- ina sem fjölbreyttasta. Kór Hún- vetningafélagsins í Reykjavík syngur á hátíðinni og margir fleiri Húnvetningar taka þátt í dagskráratriðum. Þá vinna ung- mennafélagar og kvenfélagskon- ur úr báðum sýslunum marghátt- uð undirbúningsstörf við fram- kvæmd hátíðarinnar. — Fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar er Sig- urður P. Björnsson. 1 vetur gekkst þjóðhátíðar- nefnd sýslanna fyrir hátíðahöld- um í félagsheimilinu á Blönduósi f sambandi við Húnavöku. Þótti sú dagskrá takast mjög vel og er það von manna, að útihátíðarhöld- in í Kirkjuhvammi verði ekki síðri. — Toppfundur Framhald af bls. 1 armenn hafa kvartað yfir áhrif- um Schlesingers í viðræðunum vegna erfiðleika Nixons f Watergate-málinu, þar sem stuðn- ingur íhaldsmanna f öldunga- deildinni er mikilvægur. Schlesinger sagði seinna að sam- komulag um takmörkun kjarn- orkuvopna strandaði ekki á bandariska heraflanum. Sá jákvæði árangur náðist þó, að Nixon og Brezhnev samþykktu að takmarka gagnflaugakerfi sfn þannig, að aðeins eitt slfkt kerfi verður í Bandaríkjunum og eitt í Sovétríkjunum, en samningurinn, sem þeir gerðu á fundum sínum 1972, kvað á um tvö slík kerfi f hvoru landi. Hvorugt landið hefur þó komið sér upp nýju kerfi. Samkvæmt samningnum geta báðir aðilar flutt kerfin á nýjan stað, en aðeins einu sinni. Samn- inginn á að endurskoða sjálfkrafa á fimm ára fresti. Kissinger gaf til kynna, að leyniákvæði væru f samningnum um hugsanlegan flutning gagn- flaugakerfanna og endurnýjun á árásarflaugum samkvæmt bráða- birgðasamningnum 1972. Þetta var sennilega fyrsti leynilegi alþjóðasamningurinn, sem hefur verið undirritaður opinberlega og f fyrsta skipti, að slíkri undirritun er sjónvarpað. Kissinger sagði, að þetta hefði verið gert að beiðni Rússa, en þingnefndir fengju að sjá texta samningsins. Nixon og Brezhnev samþykktu einnig bann við neðanjarðartil- raunum með kjarnorkusprengjur, sem eru öflugri en 150 kílótonn, eða sjö sinnum öflugri en sprengj- an sem var varpað á Hiroshima. Kissinger gaf í skyn, að hann efaðist um, að löndin réðu yfir svo stórum sprengjum. Hann sagði, að ætlunin væri að gera samning- inn víðtækari og gera ráð fyrir eftirliti á staðnum. Brezhnev þáði boð Nixons um að heimsækja Bandaríkin að ári og ítrekuðu þeir það áform sitt að halda með sér reglulega fundi, sennilega einu sinni á ári og hitt- ast við önnur tækifæri til að ræða lausn aðkallandi mála, ef nauðsyn ber til. I tilkynningu um viðræðurnar segir enn fremur frá samningum, sem áður hafa verið undirritaðir um vélabúnað, samvinnu og sam- ráð I orkurannsóknum og orku- vernd, byggingu húsa sem stand- ast jarðskjálfta og samvinnu um gervihjartasmíði. Einnig var samið um aukna efnahagssam- vinnu og skipti á upplýsingum um efnahagsmál. Kissinger sagði fyrir tveimur árum, að fyrsti fundur Nixons og Brezhnevs hefði verið stórt skref í átttilkjarnorkuafvopnunarog að samningunum, sem þá voru gerðir, yrði fylgt eftir með vfð- tækari samningum. En nú hafa risaveldin orðið sammála um að vera ósammála að sinni um tak- mörkun vfgbúnaðarkapphlaups- ins á sviði árásarflauga, að þvf er fram kemur f yfirlýsingunni. Hefopnað LÆKNINGASTOFU í Domus Medica, 3. hæð. Viðtalstími fyrst um sinn: mánudaga og miðvikudaga kl. 1 5 — 17, þriðjudaga kl. 16 — 18, fimmtudaga kl. 14 — 1 6 og föstudaga kl. 9— 12. Símaviðtals- tími 1 klst. fyrir stofutíma, nema á föstudögum kl. 12 — 13, sími 18535. Þorvarður Bryn/ó/fsson, /æknir. Coldwater og verkalýðsmál Yfirlýsing frá Þorsteini Gíslasyni forstjóra Coldwater Seafood Corp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.