Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. JULI 1974 10 Frá Landssambandi veiðifélaga: Stangaveiði útlendinga í íslenzkum straumvötnum ÞEIM fer ár frá ári fjölgandi, sem leggja leið sína til landsins okkar. Laxveiðiárnar eiga sér seiðmagn eins og margt annað sérstætt og ósnortið í náttúru íslands. Og vinsældir laxveiðiánna tryggja þjóðarbúinu umtals- verðar tekjur f erlendum gjald- eyri, bæði sem beinar leigutekj- ur fyrir veiðivötn og einnig fyr- ir greiðslur fyrir þjónustu af ýmsu tagi, dvöl á veiðiheimil- um og hótelum, fæði og ferðir með bifreiðum og flugvélum innanlands. Af þessum ástæðum eru menn farnir að gera sér þess grein að veiðivötnin geta með tfmanum orðið helstu lyfti- stangir dreifbýlisins á íslandi. 1 kringum þær vex upp ýmiss konar rekstur, svo sem hótel- þjónusta, leiðsögn og verslun. Vitaskuld eru viðskiptavinir við veiðivötnin bæði Islending- ar og útlendingar, svo verður ávallt. Framboð á veiðivötnum er miklu meira en eftirspurn. Og mikið verk bfður framtaks- samra handa við fiskrækt í vötnum, sem nú eru f niður- niðslu. Féð, sem erlendu veiði- mennirnir færa með sér, hefur komið f góðar þarfir til viðbótar fjármagni frá innlendum aðil- um til að hraða ræktun og nýt- ingu veiðivatna og uppbygg- ingu I Islenzkum sveitum. Þessi framvinda gerir það að verk- um, að nú er skynsamleg ástæða til að hefja fiskrækt f stórum stfl f stórfljótum eins og Skjálfanda f S-Þingeyjarsýslu og vatnasvæði Lagarfljóts á Héraði. Fiskrækt er afar kostn- aðarsöm, og stangaveiði verður þvf að gefa góðan afrakstur, svo að veiðifélögin verði þess megnug að sinna hlutverki sfnu. Þvf miður heyrast nokkrar óánægjuraddir manna, sem hafa allt á hornum sér, er þeir heyra erlenda veiðimenn nefnda. Margt af þvf, sem þess- ir menn hafa haldið fram opin- berlega, er sprottið af misskilni og ástæðulausri tortryggni. Skal hér á eftir vikið að fáein- um röksemdum þeirra og sýnt fram á, hversu litið þær hafa við að styðjast. Er skortur á veiði- leyfum? Eitt af mörgu, sem heyrist haldið fram, er að erlendir auð- menn séu orðnir skæðir keppi- nautar innlendra veiðimanna. Slíkar fullyrðingar hafa ekki við haldbær rök að styðjast. Athugun á framboði og eftir- spurn eftir veiðileyfum leiðir f ljós, að eftirspurn er miklu minni en framboðið, ef lftið er á veiðiár landsins f heild. Veiði- leyfin seljast upp í vinsælustu ánum, t.d. f Borgarfirði, en næg veiðileyfi er að fá í ám í öðrum landshlutum, t.d. á Suðurlandi og Norðausturlandi. Ferðakostnaður t.d. á norð- austurhorn landsins er ekki meiri en svo, að til þess er vinn- andi að leita þangað og um- hverfi er þar víða mjög fagurt. Veiðiréttur er verðmæti, sem gengur kaupum og sölum. Og engin skynsamleg ástæða er til að afnema með lagaboði lögmál- ið um framboð og eftirspurn, ' hvað viðvikur veiðiréttindum. Ef litið er á hagkerfi landsins og næstu nágrannaríkja, er alls staðar sama uppi á teningnum. Ekki er vikið frá lögmáli frjálsrar verðmyndunar varan- lega, nema tryggja þurfi al- menningi hans brýnustu lffs- nauðsynjar, t.d. barnafjöl- skyldu mjólk. I því ljósi eru raddir þeirra stangaveiði- manna hjáróma, sem vilja Iáta þjóðélagið eða áreigendur f reynd greiða niður verð á veiði- leyfum, t.d. með þvf að setja lög um bann við veiði útlendinga f fslensku ánum. Kröfur þessara manna verða aldrei lagðar að jöfnu við mjólkurþörf barna- fjölskyldu. I Árnessýslu og á vatnasvæði Rangánna austan Þjórsár gátu á liðnu sumri allir fengið að veiða sjóbirting og lax gegn vægu gjaldi. Eru vötn f þessum héruðum þó ekki nema stein- snar frá Reykjavík, ef svo má kalla, og landið friðsælt og fag- urt til útiveru. Þessar staðreyndir, sem fólk getur einnig sannfært sig um, sanna öðru betur, að ekki er ekla á veiðileyfum. Hitt er ann- að mál, að vinsælustu ár lands- ins hljóta að lenda f sérstökum verðflokki. Fyrir alþýðu manna geta þær því kallast munaður með sama hætti og skartgripir úr dýrum málmum og eðal- skinn verða það f öðrum grein- um viðskipta. Verkefnin bíða. Aukið fjármagnssteymi til veiðivatna og sveita á tslandi skiptir sköpum um, hvað unnt er að gera fyrir vötnin. Einmitt f landbúnaði hefur fjármagns- skortur löngum verið til baga sakir mikls kostnaðar en einatt lítillar fjármagnsveltu andstætt því, sem átt hefur sér stað i sjávarútvegi. Fjármagnið, sem nú er að myndast við straum- vötnin sakir laxveiði á stöng, hefur að nokkru bætt lífskjör bænda, en mestmegnis fer það enn til uppbyggingar hinni ungu atvinnugrein fiskrækt og laxveiðileigu. Reist eru nú veiðihús víða um land, laxastig- ar smfðaðir, og klakhúsum fjölgar nú á hverju ári. Hér er um að ræða fjárfestingu, sem komandi kynslóðir munu njóta. Og einkum mun staða dreif- býlisins mjög styrkjast á grund- velli þessarar þrónunar. Tilkoma útlendinga f ís- lensku veiðiárnar hefur ef til vill hækkað veiðileigu í dýrustu og eftirsóttustu ánum. En það hefði einnig samkeppni is- lenskra efnamanna haft f för með sér. Hitt skiptir þó miklu meira máli, að tilkoma útlend- inga aflar veiðifélögum við- bótarfjármagns, sem ræður úrslitum um, að unnt er að hraða uppbyggingu við vötn landsins. Eitt fegursta og gjöfulasta laxveiðihérað landsins er upp af Borgarfirði.Laxveiði er þar allt að 60% á stöng en 40% f net. Vafalitið mun þróun- in þar smám saman verða, að net verða tekin upp til eflingar stangaveiði. Á vatna- svæði Arnessýslu eru um áttatíu af hundraði veiði fengin með netum. Einnig þar verður vafalftið dregið úr netaveiði eftir því sem ásókn eykst í stangaveiði. Netaveiði hverfur þó naumast nokkurn tfma alveg, þar sem víða eru staðhættir þannig, að ekki verður komið við stang- veiði til fullnýtingar á veiði- möguleikum. Þáttur útlendinga í friðun straumvatn- anna. Nú þegar sumir verða til þess að kasta steini að þeim erlendu ferðamönnum, sem hafa yndi af straumvötnunum okkar, þyk- ir Landssambandi veiðifélaga ástæða til að láta þá njóta sann- mælis. Fram til þessa hafa þeir einungis orðið til að bæta nýt- ingu íslenskra stangaveiðiáa. Og útlendir stangaveiðimenn eiga sér allmerka sögu hér á landi. Englendingar tóku þegar um 1860 að venju komur sfnar hingað til lands og tóku heilar ár á leigu. Veiði Englending- anna var hóflega stunduð og varð það viðhaldi fiskstofna í ánum mjög heillarfkt, t.d. á vatnasvæði Hvftár í Borgar- firði, þar sem netaveiði var vfða sótt kappsamlega. Má hér vitna til merkrar greinargerðar Þórs Guðjónssonar veiðimálastjóra með frumvarpi til laga um lax- og silungsveiði, sem lagt var fyrir Alþingi árið 1955. Á sama hátt tóku ríkir íslend- ingar stundum á leigu eða keyptu stóra hluta straumvatna á liðnum áratugum. Hafði það þá friðun f för með sér, ef veiði- leyfi voru f hæfilegum mæli látin öðrum í té. Nú á dögum er algengara, að útlendingar kaupa einstök veiðileyfi og standi á bökkum ánna við hlið íslendinga. Þann- ig hefur það verið við Norðurá og Grímsá, þar sem Stanga- veiðifélag Reykjavíkur hefur miðlað veiðileyfum. En reynsl- an af þátttöku útlendinga í veiði er oftast nær sú sama og áður. Þeir friða árnar f reynd, ef veiðisókn þeirra er borin saman við sókn íslendinga. Því miður er of títt, að tslendingar standi járnharðir með stöng f hönd frá þvi snemma að morgni fram á kvöld. Þeir haga sér eins og þeir séu i ákvæðisvinnu. Enga mfnútu má missa og fiskurinn dreginn á land án afláts, ef hann tekur. Slik veiðimennska er rányrkja, sem naumast getur verið þátttakendum hvíld frá önn hversdagsins. Að vonum stendur áreigendum stuggur af þessari meðferð á ánum. Og þá verða vissulega velkomnir nokkrir hæglátir útlendingar, sem gera sig ánægða með 1—2 fiska á dag. Auðvitað haga ekki allir fslensku veiðimennirnir sér þannig, en þeir eru þvi miður enn alltof margir. Og Landssamtökum stangveiði- manna hefur ekki lánast að temja félögum sfnum mörgum hverjum nýtt viðhorf til veiði- vatna. Þessir menn eru ýmist að setja veiðimet eða að vinna sér inn „góðan" pening. Hvert er verð á veiðileyfum í laxveiðiám? Nokkrir fslenskir stang- veiðimenn hafa látið sér um munn fara, að útlendingar séu að sprengja upp úr öllu valdi verð á veiðileyfum og bola þannig íslendingum frá ánum sinum. I dagblaðinu Tfmanum 20. september s.l. er þetta haft eftir Hákoni Jóhannssyni for- manni Landssambands stanga- veiðifélaga undir fyrirsögn- inni: „Erlendir auðmenn skæðir keppinautar íslenskra stangaveiðimanna.“ Hákon segir m.a.: Nú er svo komið að útlendingar veiða f allflestum okkar bestu laxveiðiám og á besta laxveiðitímanum frá þvf í lok júnf og fram f ágúst. Sem dæmi um verð- hækkunina vil ég nefna Norðurá í Borgarfirði, eina af okkar bestu og fegurstu lax- veiðiám Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem hefur haft þessa á á leigu um langt árabil, hefur nú orðið að fara út á þá braut, að selja útlendingum besta og dýrasta tfmann til að halda ánni. Árið 1969 kostuðu dýrustu dagarnir fsl. kr. 2.800.00 per stöng nettó. Veiði- leyfi á dýrasta tima voru seld útlendingum s.l. sumar á 250 dollara brúttó (þ.e. fæði, húsnæði, leiðsögn, ferðir o.þ.h. innifalið í verði). Þrátt fyrir þetta háa verð treysti S.V.F.R. sér ekki til að leigja áfram dýrasta tfmann samkvæmt nýjum leigusamningum, sem gerðir voru fyrir nokkrum dögum. Hér verður ekki komist hjá að benda á helstu veilurnar f þessum málflutningi Hákonar. Stangaveiðifélag Reykja- vfkur (SVFR), langsamlega fjölmennustu samtök stangaveiðimanna hér á landi. fóru sjálf út á þá braut að selja útlendingum veiðileyfi. Var það gert í samvinnu við ferða- skrifstofuna Mytravel f New York. SVFR hafði góðan ágóða af þessari sölu fyrst f stað, sem hefði haldist, ef ekki hefði óvænta atburði borið að höndum. Salan til útlendinganna þýddi f reynd, að SVFR gat greitt niður verð á veiðileyfum til félagsmanna sinna. Staða SVFR vcrsnaði hins vegar og veiktist tilfinnanlega, vegna mikilla fjárhagsörðug- leika, sem hlutust af fjárfest- ingu f veiðihúsi við Grfmsá, samfara slæmri rekstraraf- komu félagsins árið 1972. Fjárhagsörðugleikarnir urðu þess valdandi, að minna varð úr endurbótum á veiðihúsinu við Norðurá en áformað hafði ver- ið. Það, ásamt erfiðum veiði- skylyrðum við ána langtímum saman sumarið 1973, olli því, að ýmsir erlendir veiðimenn urðu fyrir miklum vonbrigðum með aðbúnað og veiði, svo sjáanlegt var, að sala veiðileyfa á erlend- um markaði yrði nú torveldari en áður var. Við þetta bættist veik staða dollarans sfðast liðið haust, og olli þetta f samein- ingu þvi, að SVFR hafði ekki hug á dýrasta tfmanum í Norðurá, sem þó stóð þeim til boða. Þessu lyktaði svo þannig, að ferðaskrifstofa Zoéga tók hann á leigu. Hákon lætur þessa að engu getið, en gefur í staðinn i skyn, að SVFR hcfi misst dýrasta tímann f Norðurá sakir yfirboða útlendinga. Er auðsætt, að SVFR sem umboðs- aðili auðmanna í Bandaríkjun- um þurfti ekki af þeirri ástæðu að láta undan siga. Samanburður sá, sem Hákon gerir á verði veiðileyfa sumarið 1969 og 1973 sannfærir naum- ast nokkurn um, að raunveru- leg hækkun hafi orðið á veiði- leyfum. Hann ber annars vegar saman nettóverð 1969, sem hann segir dýrast hafa verið kr. 2.800.00, og hins vegar brúttó- verð 1973, sem hann segir vera 250 dollara. Brúttóverðið inni- felur kaup leiðsögumanns, leigugreiðslu fyrir bifreið hans, fæði á veiðiheimili og leigu fyr- ir herbergi þar og aðra þjón- ustu, sem nauðsynlegt ér að veita veiðimönnum, svo þeir geti notið útivistarinnar á sem bestan hátt. Næsta sumar mun þannig kaup leiðsögumanns með bifreið vera nálægt 70 doll- arar. Hótelherbergi fæði kost- uðu síðastliðið sumar um þrjú þúsund krónur. Og ekkert af þessu er innifalið í nettoverði þvf, sem Hákon nefnir. En verð- lag hér á landi mun líklega sak- ir verðbólgu hafa þrefaldast á fasteignamarkaði frá 1969 til 1973 o.s.frv. Landssamband veiðifélaga gerir ráð fyrir, að tilkoma út- lendinga hafi haft áhrif til hækkunar á verði veiðileyfa. En hækkanir hefðu að likind- um einnig átt sér stað sakir aukinnar samkeppni Islend- inga sjálfra um bestu árnar. En hvað sem þvf liður, er hitt samt ómótmælanlegt, að hingað til hafa verið til á boðstólum nóg veiðileyfi, svo ódýr, að naumast hafa staðið undir kostnaði af sölu þeirra. Nú i vor hóf Landssamband veiðifélaga smásölu á veiðileyf- um í Bankastræti 6, Reykjavik. M.a. hafa verið þar á boðstólum veiðileyfi f Laxá i Aðaldal í júni, en þar hefur verið góð veiði þann mánuð. Stangaveiði- dagurinn hefur kostað um krónur 6.000.00 með fæði og húsnæði. tslendingar hafa hringt mikið og spurt um þessi veiðileyfi, en aðeins brot af framboðnum veiðileyfum hefur selst, þótt á gjafverði hafi verið í frægustu laxveiðiá landsins. Samanburður Hákonar sann- ar alls ekkert. Sérstaklega fer fjarri veruleikanum sú aðferð hans að áætla fyrst fjölda stangaveiðimanna hér á landi, áætla sfðan veiðidaga i islensk- um ám og freista þess þannig að komast að niðurstöðu um, að ekki séu nægir veiðidagar fyrir fslenska stangaveiðimenn. Hann telur ekki heldur silungs- veiðina með, sem er allt eins mikið sport og laxveiði og hefur sama gildi sem holl útilffs- íþrótt. FYamhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.