Morgunblaðið - 23.07.1974, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.07.1974, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JULÍ 1974 AlbÝðubandalagið: Forsetakjörið ekki þátt ur í stjórnarmyndun GNÁ sóttí slasað fólk SKÖMMU eftir hádegi á laugardag varð mjög harður bifreiða- árekstur hjá bænum Slétteyri f Kollafirði á Barðaströnd. Fimm manns, sem f bflunum voru slösuðust alvarlega og var strax leitað til Slysavarnarfélagsins og Landhelgisgæzlunnar með hjálpar- beiðni. Þyrlan GNA var send af stað og með henni fór læknir frá Borgarspftalanum til þess að sinna hinum slösuðu. Gekk ferðin mjög vel og var þyrlan komin til Reykjavfkur aftur um kl. 18 með þá þrjá, sem mestrar aðhlynningar þurftu. Voru þeir fluttir á Slysavarðstof una. Myndina tók ÖI. K. M., þegar GNA kom til Reykjavfkur með hina slösuðu. Sementsverksmiðia ríkisins: AFGREIÐSLUTAFIR FYRIRSJÁANLEGAR Alþýðubandalagið hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem segir, að þingmenn Alþýðubandalags- ins hefðu verið til viðtals um að kjósa þingmann úr Alþýðu- flokknum sem forseta sameinaðs Alþingis, ef kosning forseta hefði getað orðið liður f samkomulagi fjögurra flokka um myndun Norðursiávarskipin: Seldu fyrir 14,8 millj. kr. í gær Þrettán íslenzk síldveiðiskip seldu í Hirtshals og Skagen í gær fyrir alls 14.8 millj. kr. Mun þetta vera bezti söludagur sumarsins hjá fslenzku síldveiðiskipunum. Almennt halda skipin sig nú á veiðum við Hjaltland, en síldin, sem þar fæst, er sæmileg að gæð- um. Síldarmagnið á þessum slóð- um er ekki talið tiltölulega mikið og köstin, sem skipin fá, eru frek- ar smá. Meðalverðið, sem skipin fengu f gær fyrir síldina, er í kringum 20 kr. Skipin, sem seldu, voru þessi: Loftur Baldvinsson EA 2189 kassa fyrir 3.1 millj. kr., Eldborg GK 1051 kassa fyrir 736 þús. kr., Albert GK 1083 kassa fyrir 650 þús. kr., Hrafn Sveinbjarnarson GK 293 kassa fyrir 187 þús. kr., Grímseyingur GK 1371 kassa fyrir 1.4 millj. kr., Grindvíkingur GK 501 kassa fyrir 618 þús. kr., Vörð- ur ÞH 424 kassa fyrir 486 þús. kr., Harpa RE 1687 kassa fyrir 1.9 millj. kr. og Gísli Árni RE 1095 kassa fyrir 1.4 millj. kr. Þessi skip seldu í Hirtshals. í Skagen seldu svo Faxaborg Framhald á bls. 39 nýrrar rfkisstjórnar. En þar sem þetta hefði ekki legið fyrir, hefði þingflokkur Alþýðubandalagsins ákveðið að kjósa Ásgeir Bjarna- son. Hér fer á eftir fréttatilkynning Alþýðubandalagsins: „í tilefni af kjöri forseta Sameinaðs Alþingis er rétt að það komi fram, að s.l. fimmtudag, 18. júlí, ritaði þingflokkur Alþýóu- bandalagsins þingflokki Fram- sóknarflokksins bréf, þar sem því var lýst yfir, að flokkurinn teldi eðlilegast, að þeir flokkar, sem staðið hafa saman að ríkis- stjórn og njóta stuðnings 30 þing- manna, stæðu saman að kosningu aðalforseta þingsins eins og verið hefur. Jafnframt lýsti þingflokk- urinn sig reiðubúinn að kjósa mann úr þingliði Framsóknar- flokksins sem forseta Sameinaðs þings, en jafnframt ættu núverandi stjórnarflokkar að koma sér saman um kjör annarra forseta þingsins með hugsanlegri samvinnu við stjórnarandstöð- una, eins og var á liðnu kjörtíma- bili. Jafnframt kvaðst þingflokk- urinn til viðtals um að kjósa þing- mann úr Alþýðuflokknum sem forseta Sameinaðs alþingis, ef kosning forseta þingsins gæti orðið liður í samkomulagi fjögurra flokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þar sem þetta lá ekki fyrir 1 dag, þegar kosning fór fram, ákvað þing- flokkur Alþýðubandalagsins að kjósa Ásgeir Bjarnason sem for- seta Sameinaðs þings. En þar sem hann hlaut ekki stuðning annarra flokka var við þriðju og seinustu atkvæðagreið'sl- una kosið um þingmenn- ina Gunnar Thoroddsen og Gylfa Þ. Gíslason og ákvað þá þingflokkur Alþýðubandalagsins að tryggja kjör Gylfa Þ. Gfslasonar.“ Uppsetning nýrr- ar sementskvam- ar hefur dregizt og verkamenn í yfirvinnubanni SEMENTSVERKSMIÐJAN á Akranesi á nú f nokkrum erfið- leikum, sem getur valdið trufl- unum á afgreiðslu á fullunnu sementi til viðskiptavina. Erfið- leikar þessir stafa annars vegar af yfirvinnubanni, sem nú er f gildi meðal verkamanna, er vinna að afgreiðslu á sementi frá verk- smiðjunni á Akranesi, og hins vegar vegna þess, að verulegur dráttur hefur orðið á afgreiðslu og uppsetningu á nýrri sements- kvörn við verksmiðjuna, sem stór- auka átti afköst hennar. Forráða- menn Sementsverksmiðjunnar skýrðu frá þvf á fundi með blaða- mönnum f gær, að truflanir af þessum völdum gætu orðið til þess að viðskiptavinir hennar yrðu á næstunni að bfða einn til tvo daga eftir sementi, eða þar til úr rætist. Á fundinum kom enn fremur fram, að í dag kemur m.s. ísborg til Akureyrar með danskt sekkjað sement, sem selt verður þar og á næstu höfnum norðanlands. Sementsverksmiðjan flytur inn og selur þetta sement, vegna þess að afkastageta hennar er ekki nægileg til að anna eftirspurn eftir sementi. Svo var einnig á sl. ári og voru þá flutt inn 1600 tonn af sænsku sementi. Afkastageta ofns verksmiðj- unnar er aðeins 95 þúsund tonn af sementsgjalli eða ómöluðu sementi á ári. Á sl. ári voru þess vegna flutt inn 32 þúsund tonn af eriendu gjalli. Hins vegar er af- kastageta einu sementskvarnar verksmiðjunnar aðeins 130 þús- und tonn af sementi á ári, en til samanburðar má geta þess, að á sl. ári voru seld 135 þúsund tonn af sementi hér á landi. Salan fyrstu sex mánuði þessa árs er þegar orðin um 9 þúsund tonnum meiri en á sama tíma í fyrra, sem er um 16% aukning, og gera for- ráðamenn verksmiðjunnar ráð fyrir að heildarsalan í ár verði 150—160 þúsund tonn. Söluaukning á þessu ári var fyrirsjáanleg og þess vegna var þegar í ársbyrjun 1973 ákveðið að festa kaup á annarri sements- kvörn. Að sögn þeirra Svavars Pálssonar og Guðmundar Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar, er lang- ur afgreiðslufrestur á slfkum tækjum eða 14 til 18 mánuðir. Þó var stefnt að því, að kvörnin yrði komin upp og tilbúin til mölunar í júlíbyrjun eða um líkt leyti og framkvæmdir hæfust við Sigöldu- virkjun. Var það ekki sízt vegna þeirrar framkvæmdar, að ráðizt var f kaup á kvörninni, enda gert ráð fyrir, að um 40 þúsund tonn af sementi þurfi í virkjunina, en það dreifist að vísu á rúmlega tvö ár. I vor kom hins vegar í ljós, að verulegar tafir yróu á afgreiðslu og uppsetningu kvarnarinnar af hálfu hins danska framleiðanda VERKALÝÐSFÉLÖGIN f Rang- árvaliasýslu, Rafiðnaðarsamband tslands og Múrarasamband ts- lands hafa nú náð samkomulagi um kaup og kjör við júgóslavneska verktakafyrirtæk- ið Energo-projekt vegna aðiidar- félaga sinna, sem starfa við Sigöidu. Sigurður Oskarsson, starfsmað- ur verkalýðsféiaganna f Rangár- vallasýslu, sagði f samtali við Morgunblaðið f gær, að samning- ar hefðu verið undirritaðir á föstudagskvöldið, og væru menn yfirleitt ánægðir með samning- ana, enda væru þeir byggðir á þeirri sérstöðu, sem Sigöldusvæð- ið hefur. Hann sagði, að veigamestu atr- iðin í samningun'Um væru, að nú yrði greitt 130% álag á stórhelgi- daga. Samið var sérstaklega um aðbúnað, öryggi og tómstunda- hennar og af þeim ástæðum yrði ekki unnt að anna eftirspurn eftir sementi á þessu sumri. Var þess vegna ákveðið að flytja inn sekkjað sement frá Danmörku. Kostnaðarverð hins innflutta sements verður um 8.600 krónur á tonn, sem er um 2 þúsund krón- um hærra en verð á íslenzku port- landssementi. Að sögn þeirra Svavars og Guómundar var ekki hægt að taka ákvörðun um þennan innflutning fyrr en sam- þykkt hafði verið að taka mætti tillit til þessa mismunar á verði við ákvörðun hins nýja útsölu- verðs á sementi og ákveðið var hinn 9. júlf sl. Sögðu þeir, að augljóst væri, að Sementsverk- smiðjan gæti ekki selt samskonar sement á mismunandi verði og þess vegna væri slík verðjöfnun eðlileg. Aftur á móti tók verk- smiðjan sjálf á sig þennan verð- mismun í fyrra, er flutt voru inn 1600 tonn, en þeir sögðu að slíkt Framhald á bls. 39 gaman starfsmanna. Þá voru laun verkafólks við óþrifaleg störf hækkuð, enn fremur varð sam- komulag um, að verktakinn tvö- faldaði slysatryggingu þeirra manna, sem vinna við hættuleg- ustu störfin, eins og utan f kletta- veggjum, í djúpum skurðum eða í jarðgöngum. Einnig var samið um kauphækkun fyrir þá, sem vinna við slík störf. Sigurður sagði, að bifreiðastjór- ar fengju nú verulegar kjarabæt- ur. Og leiðrétt hefði verið tíma- skipting f vaktavinnu, sem að þeirra dómi hefði verið óraunhæf um langan tíma. Þá fá starfsmenn nú í fyrsta skipti greidda ferða- peninga eftir raunhæfu mati. Að lokum sagði Sigurður, að eftir öllum sólarmerkjum að dæma ætti að vera auðvelt að framfylgja þessum samningum og viðræðurnar við Júgóslavana hefðu farið vinsamlega fram. ERU ÞEIR Laxveiði hefur heldur glæðzt sfðustu daga, en þó er hún vfðast hvar minni en á sama tfma f fyrra. Þar vaida einkum miklir þurrkar, sem verið hafa sfðustu vikurnar; eru árnar vfða mjög litlar, en öllum ber saman um, að mikill lax sé f ánum. 508 laxar á land úr Grfmsá Þórunn Eyjólfsdóttir ráðs- kona í veiðihúsinu við Grímsá í Borgarfirði sagði okkur, að veiðin hefði verið sæmileg þar að undanförnu, og nú væru komnir 508 laxar á land. I gær- morgun fengust 26 laxar, sem teljast verður mjög gott, en 10 stengur eru leyfðar í ánni. 1 síðustu viku veiddust 165 laxar í Grímsá, en í sömu viku í fyrra voru þeir 256. Stærsti lax- inn, sem veiðzt hefur fram til þessa er 25 pund og var hann 72 sm. langur. Meðalstærð laxanna í sumar hefur verið 6—7 pund, en mjög margir 12 punda laxar hafa veiðzt. Allur lax í Grímsá er veiddur á flugu. 700 úr Laxá f Kjós Jón Erlendsson f veiðihúsinu við Laxá f Kjós sagði í samtali við blaðið, að þar væri nú sæmi- leg veiði, en ekki væru þó komnir eins margir laxar á land og á sama tíma í fyrra. Nú hafa verið veiddir 700 laxar, en voru 850—900 á sama tfma í fyrra. Um helgina skánaði veiðin aðeins, en nú eru eintómir út- lendingar í ánni og því ekki hægt að búast við eins mikilli veiði og ef íslendingar væru við. Stærsti laxinn, sem fengizt hefur í Laxá í Kjós á sumrinu reyndist vera 20 punda þungur, en veitt er jafnt á maðk og flugu. Mjög mikill lax er nú ofarlega í ánni að sögn veiði- manna, en 10 stengur eru leyfð- ar í ánni. Mikill lax f Elliðaám Prýðileg veiði hefur verið í Elliðaánum í sumar og 19. þ.m. höfðu veiðzt 665 laxar í ánum, og þann dag veiddust 40 laxar. Þá voru komnir nokkuð á fimmta þúsund laxar yfir teljarana, og þykir mjög gott. 130 komnir úr Flóku Ingvar Ingvarsson á Múla- stöðum sagði okkur, að veiðin í Flóku hefði ekki verið neitt sér- stök f sumar, en bezti tíminn í ánni væri venjulega frá því síð- ast í júlí og út ágústmánuð. Um helgina voru komnir 130 laxar úr Flóku, og er það 20 löxum minna en á sama tíma í fyrra. Þá veiddust alls f ánni 523 lax- ar. Hann sagði, að laxinn sem veiðzt hefði í sumar væri mun stærri en sá, sem fengizt hefði f fyrra. Mjög mikið væri um 13, 14 og 15 punda laxa. Sigalda: Samningar tókust við Júgóslavana

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.