Morgunblaðið - 23.07.1974, Síða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JULI 1974
Utgefandi hf. Arvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Bjórn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 1 00.
Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80.
Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasolu 35,00 kr. eintakið.
Fráfarandi vinstri
stjórn er ugglaust sú
ríkisstjórn, sem staðið
hefur fyrir einhverjum
mestu skattaálögum, er um
getur. Útgjöld ríkisins
hafa verið margfölduð á
valdaferli vinstri stjórn-
arinnar. Sú verðbólgu-
stefna, sem rekin hefur
verið í þeim efnum, hefur
óhjákvæmilega kallað á
gífurlega skattpíningu. Nú
hefur gjaldendum verið
birt skattálagning þessa
árs. Ljóst er, að hækkun
beinna skatta er minni en
áður hefur verið. Af þeim
sökum hafa talsmenn ríkis-
stjórnarinnar reynt að
halda því fram, að fráfar-
andi ríkisstjórn hafi beitt
sér fyrir því, að dregið yrði
úr opinberum álögum.
Flestum er hins vegar
ljóst, að skattaálögur ríkis-
ins hafa í engu minnkað, þó
að beinar álögur hafi ekki
hækkað að þessu sinni í
sama mæli og áður á valda-
tíma þessarar stjórnar.
Óbeinir skattar voru á síð-
asta Alþingi hækkaðir til
mikilla muna með sölu-
skattshækkuninni.
Heildarskattálögur hafa af
þeim sökum ekki minnkað
frá fyrra ári. Reyndar
gerði ríkisstjórnin ítrekaða
tilraun til þess á síðasta
þingi að hækka söluskatt-
inn svo, að tekjur ríkis-
sjóðs ykjust um tæpar 5000
milljónir króna. Stjórnar-
andstöðunni tókst að koma
í veg fyrir þessa stórauknu
skattpíningu. Á hinn bóg-
inn tókst ekki að knýja
fram á Alþingi, að dregið
yrði úr heildarskattálög-
um. Sjálfstæðisflokkurinn
beitti sér fyrir því. Alþýðu-
flokkurinn studdi ríkis-
stjórnina hins vegar,
þannig að söluskatts-
hækkunin kom til jafns við
tekjumissi ríkissjóðs vegna
lækkunar á beinum skött-
um.
Skattpíningarstefna
vinstri stjórnarinnar leiddi
til þess, að á síðasta ári
settu launþegasamtökin
fram mjög ákveðnar
kröfur um lækkun skatta.
Þá hafði skattpíningar-
stefna ríkisstjórnar hinna
vinnandi stétta lagzt svo
þungt á allan almenning,
að launþegasamtökin voru
knúin til þess að rísa upp
til andstöðu. Verzlunar-
mannafélag Reykjavíkur
var fyrst til þess að setja
fram mótaðar kröfur í
þessum efnum. í ályktun
þess frá því í ágúst á fyrra
ári er sett fram sú krafa, að
árstekjur hjóna allt að 600
þúsund krónum verði
skattfrjálsar. Þar var enn
fremur lögð áherzla á, að
heildarálagning opinberra
gjalda færi ekki yfir 33%.
í kjaramálaályktun Al-
þýðusambands íslands,
sem samþykkt var í kjölfar
ályktunar Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur,
var þess krafizt, að gagn-
ger bylting yrði gerð í
skattamálum, þannig að
veruleg skattalækkun yrði
tryggð hjá láglaunafólki.
Jafnframt lagði Alþýðu-
sambandið áherzlu á, að
stuðlað yrði að því með
þessu móti, að eignamenn
og sjálfstæðir atvinnurek-
endur greiddu til samfé-
lagsþarfa í samræmi við
tekjur sínar og eignir.
Hver voru svo viðbrögð
ríkisstjórnar hinna vinn-
andi stétta við þessum ein-
dregnu kröfum launþega-
samtakanna um lækkun
á heildarskattaálögum?
Ríkisstjórnin beitti sér
fyrir því á Alþingi, að
skattalögum yrði breytt á
þann veg, að beinir skattar
lækkuðu nokkuð, en sölu-
skattur yrði hækkaður til
mikilla muna, þannig að
heildarskattaálögur ykjust
um nærfellt 5000 milljónir
króna. Þannig var kröf-
um launþegasamtakanna
svarað. Stjórnarflokkarnir
höfðu hins vegar ekki
meirihluta til þess að knýja
þessa stórauknu skatt-
heimtu í gegnum Alþingi.
Það er því ranghermi,
þegar því er nú haldið
fram, að skattálagningin,
sem nú er birt, beri vott
um, að fráfarandi vinstri
stjórn hafi beitt sér fyrir
skattalækkunum. Þegar á
þessi málefni er litið, er
ekki unnt að horfa framhjá
því, að neyzlan er nú skatt-
lögð í ríkara mæli en
nokkru sinni fyrr.
Ein meginkrafa laun-
þegasamtakanna var sú, að
dregið yrði úr heildar-
skattabyrðinni. Alþýðu-
sambandið og öll stærstu
verkalýðssamtökin héldu
þeirri kröfu fast fram. I
ljósi þeirrar staðreyndar
var það f meira lagi kyn-
legt, þegar allir forystu-
menn verkalýðshreyf-
ingarinnar í röðum stjórn-
arflokkanna létu tilraunir
hennar til aukinnar skatt-
heimtu óátaldar, þegar
reynt var að knýja slíkar
tillögur fram á Alþingi.
Vinnubrögð þessara
forystumanna í launþega-
samtökunum voru í meira
lagi sérstæð. Fyrst eru
settar fram kröfur um
lækkun opinberra gjalda.
Síðan er horft þegjandi á
tilraun til að hækka óbeina
skatta meira en nemur
lækkun beinna skatta. Og
nú er því haldið fram af
talsmönnum stjórnarflokk-
anna, að samþykktar hafi
verið umtalsverðar skatta-
lækkanir. Það er vitaskuld
blekking, þó að hitt sé
skynsamlegt að auka tekj-
ur ríkissjóðs í formi
óbeinna skatta á kostnað
beinu skattanna. Engin
slík ráðstöfun hefur verið
gerð.
SKATTABREYTINGAR
Viö lok fundar æðstu manna
Bandarfkjanna og Sovétríkjanna í
Moskvu í síðustu viku sendi dr.
Kissinger andstæðingum sínum í
Moskvu og Washington hólm-
gönguáskorun. Þær tvær athuga-
semdir hans á blaðamanna-
fundinum í Moskvu, sem mest
hefur verið vitnað til, munu verða
grundvöllur næsta þáttar í hinni
stjórnmálalegu baráttu, sem háð
er í báðum höfuðborgunum. Hann
sagði:
„Ein þeirra spurninga, sem við
þurfum að spyrja okkur sjálfa
sem þjóð, er: Hvað í ósköpunum
eru hernaðarlegir yfirburðir? Til
hvers notar maður þá? Hann
hafði tekið eftir ýmsu í báðum
höfuðborgunum, sem kom honum
til þess að trúa því, að „báðir
aðilar yrðu að sannfæra her-
foringja sína um það, hvílíkir
kostir fylgdu því að dregið væri
úr vígbúnaðarkapphlaupinu; og
það er nokkuð, sem herforingjar
sjá ekki f hendi sér, hvorki hinir
bandarísku né hinir sovézka."
James Schlesinger Iandvarna-
ráðherra þótti strax sem hér væri
verið að ráðast á sig og svaraði
reiðilega: „í okkar landi hafa
borgaralegir embættismenn
strangt eftirlit með höndum og
við eigum ekki við nein vandamál
að strfða í sambandi við herínn.“
Ekki er vitað, hvernig Andrei
Gretsko marskálkur, landvarna-
ráðherra Sovétrfkjanna, svaraði,
en grein, sem hann birti skömmu
fyrir fund æðstu mannanna, varð
til þess, að sérfræðingar banda-
rísku leyniþjónustunnar drógu þá
ályktun, að hann hefði einnig gert
sér ómak til þess að sýna fram á
völd borgaralegra embættis-
manna yfir hernum.
Kissinger er auðsjáanlega ekki
sáttur við þessi svör um það,
hverjir séu hinir raunverulegu
valdhafar, hvorki f Moskvu né
Washington. Með því að þrábiðja
valdhafana í Kreml um að sann-
færa ráðamenn í hernum um þá
að velja milli?
kosti, sem fylgi því, að dregið sé
úr vfgbúnaðarkapphlaupinu, er
hann f rauninni að biðja
Brezhnev um að binda enda á
valdabaráttuna við Gretsko, sem
staðið hefur nú í nokkur ár. Sú
barátta snýst um mótun hernaðar-
stefnunnar. 1 staðinn hefur
Kissinger tekið að sér að berjast
svipaðri baráttu við Schlesinger,
og — ef þörf krefur, við Nixon
sjálfan.
Þetta er ljóst af þeim orðum,
sem hann lét falla skömmu fyrir
fund æðstu manna risaveldanna,
þess efnis, að ef ágreiningur væri
á milli æðstu embættismanna for-
setans, „þá væri það skylda hans
að halda áfram í þá stefnu, sem
hann teldi vera landi og þjóð til
mestra heilla. Hann yrði að taka
tillit til skoðana allra helztu ráð-
gjafa sinna, en jafnframt að velja
og hafna, ef nauðsyn krefði...“
Það væri skylda forsetans að
skera úr ágreiningsmálum, „ sem
Eftir
Victor Zorza
ég efast ekki um, að hann muni
gera“.
Hann reyndi ekki að hafa áhrif
á Nixon — ekki enn, en hins
vegar benti hann honum á, að sá
tími gæti komið, er hann yrði að
velja á milli stefnu Schlesingers í
varnarmálum og stefnu
Kissingers f utanríkismálum. Til
þess að Nixon þyrfti ekki að hafa
það á tilfinningunni, að hann yrði
að svfkjast undan skyldu sinni,
benti Kissinger á, að hann yrði að
gera sér grein fyrir því, að „í
núverandi ástandi“, er óhjá-
kvæmilegt að taka grundvallar-
atriði til umræðu.
„Núverandi ástand“ á ekki
aðeins við um umræður um
varnarmál, heldur einnig um
Watergate. Sérfræðingar Sovét-
stjórnarinnar í bandarískum mál-
efnum rannsaka ræður Kissing-
ers mjög nákvæmlega á sama hátt
og bandarfskir sérfræðingar í
sovézkum málefnum rannsaka
yfirlýsingar sovézkra ráðamanna.
Athugasemd Kissingers gætu þeir
skilið sem svo, að á blaðamanna
fundinum í lok Moskvufundarins
hafi hann einmitt verið að gefa
Nixon kost á að velja samkvæmt
þeim frumdrögum, sem hann
hafði áður lagt fram.
Ef Kissinger gerði alvöru úr
fyrri hótunum sfnum um að segja
af sér vegna þeirra ásakana, að
hann ætti hlut að sfmahlerunum,
myndi hann skaða Nixon meira
en nokkurn annan. Án Kissingers
gæti Nixon ekki haldið því fram
með sannfæringarkrafti, að hann
yrði að halda völdum til þess að
ljúka „uppbyggingu friðarins".
Gerald Ford varaforseti hefur
hins vegar lýst því yfir, að ef
hann kæmist til valda myndi
hann halda Kissinger, en láta
Schlesinger vfkja. Ford hefur
valið, en Nixon á það enn eftir.
Sovézkur sérfi-æðingur, sem
reyndi að gera sér grein fyrir því,
hvaða stefnu Nixon tæki, gæti vel
komizt að þeirri niðurstöðu, að
forsetinn hefði enga völ, afsögn
eða brottvikning annaðhvort Kiss-
ingers eða Schlesingers myndi
verða stjórn hans að falli.
Sovézkir ráðamenn draga enga
dul á þá skoðun sína, að Schles-
inger sé valdur að því, að Banda-
rfkjamenn eru ekki ennþá lausir
við ýmiskonar kalda stríðs til-
hneigingar. Sovézk blöð segja, að
Schlesinger krefjist þess, að
Bandarfkjamenn reyni að við-
halda yfirburðum, sem Kissinger
hefur þegar afneitað. Sovézkir
ráðamenn eru þvf þeirrar
skoðunar, að ef Schlesinger sitji í
embætti til loka kjörtímabils
Nixons, muni það verða til þess að
koma í veg fyrir frekari árangur
af viðræðunum um samdrátt og
afvopnun.
Sovézkir ráðamenn gætu einnig
dregið þá ályktun af þessum
athugunum, að jafnvel þótt Nixon
héldist f embætti yrði hann f of
veikri stjórnmálalegri aðstöðu til
þess að semja við þá um til-
slakanir. En án gagnkvæmra til-
slakana, án þess að herforingjar
beggja aðila séu neyddir til þess
að draga úr vfgbúnaði, eins og
Kissinger krefst, mun ekki verða
samiö um samdrátt og fækkun f
herjum risaveldanna.
En sé Nixon ófær um að komast
að samkomulagi við Sovétstjórn-
ina, þá er engin ástæða til þess að
ætla að sovézkir ráðamenn muni
fylgja því ráði, sem Kissinger gaf
Brezhnev, að útkljá valdabar-
áttuna við Gretsko. Því skyldu
Sovétmenn hætta á deilur innan
flokksforystunnar, ef rfkisstjórn
Nixons hyggst viðhalda hernaðar-
Iegum „yfirburðum" hvort sem
er? Talsmenn stjórnvalda kalla
þetta „jöfnuð“, en þannig lítur
Gretsko ekki á málið, — eins og
yfirlýsingar hans leiða menn f
allan sannleika um.
Þýð: J.Þ.Þ.