Morgunblaðið - 23.07.1974, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JULÍ 1974
KR-ingar þokast af hætt usvæðinu
eftir 3:1 sigur yfir Víkingum
Baldvin Elfasson innsiglar KR-sigurinn, eftir misheppnaða send-
ingu Páls Björgvinssonar til önundar markvarðar.
— Ég hef mætt á eina æfingu
og auk þess leikið með 1. flokki,
sagði Ólafur Lárusson — leik-
maðurinn, sem kom, sá og sigraði
f leik Vfkings og KR á Laugar-
dalsvellinum á föstudagskvöldið.
Sjálfsagt hefur það verið neyðar-
ráðstöfun hjá Tony Knapp
þjálfara KR-inga að tefla Ólafi
fram f þessum leik, en KR-ingar
hafa ekki alltof miklum mann-
skap yfir að ráða og margir
þeirra, sem skipað hafa aðallið
liðsins f sumar, eru á sjúkralista,
m.a. Jóhann Torfason, hinn fljóti
og skæði sóknarleikmaður liðs-
ins. Ólafur Lárusson tók stöðu
hans á vellinum og var einkum
ætlað að berjast og reyna að
skapa félaga sfnum Atla Þór
Héðinssyni færi.
Það eru fráleitt meðmæli með
íslenzkri knattspyrnu, að æfinga-
laus maður geti gengið inn I lið og
auk þess sýnt jafnmikið og Ólafur
gerði í þessum leik. En þetta segir
bara ekki alla söguna. Ólafur
sýndi í þessum leik, hversu mikið
baráttuþrek og kjarkur hafa að
segja. — Ég fór þetta bara á skap-
inu, sagði hann — og voru það að
verulegu leyti orð að sönnu. Og
víst er, að Ólafur hafði alls ekki
úthald í allan leikinn, enda hafði
hann sjálfur vit á því að óska eftir
því að verða skipt útaf í seinni-
hálfleik, þegar hann fann að þátt-
ur hans í þessum leik var búinn.
Var Ólafi klappað lof í lófa, er
hann yfirgaf völlinn.
KR-sigurinn, 3:1, setur Víking í
alvarlega fallhættu. Liðið hefur
nú aðeins 7 stig og er eitt yfirgef-
ið á botni 1. deildar — nokkuð,
sem fæstir áttu von á eftir fyrstu
umferðir Islandsmótsins. Enn eru
margir leikir eftir í mótinu og
ástandið ætti því ekki að vera svo
mjög alvarlegt fyrir Víking ef
ekki væri greinilega komið upp
sama ástand innan liðsins og sfð-
ast, er það lék í fyrstu deild. Leik-
mennirnir hafa ekki trú á sjálfum
sér og brotna greinilega við mót-
læti. — Víkingar þurfa ekki síður
á sálfræðingi en þjálfara að
halda, sagði einhver eftir leikinn
á föstudagskvöldið og er örugg-
lega nokkuð til í þvf. Víst er, að
Víkingarnir verða að brjóta af sér
Texti:
Steinar J. Lúðvfksson.
Myndir:
Ragnar Axelsson.
það andlega helsi, sem liðið virð-
ist nú vera að komast í að nýju.
Leikmennirnir sjálfir verða að
hafa trú á sjálfum sér og því, að
þeir geti unnið leiki, annars er
voðinn vís.
Leikurinn á föstudagskvöldið
bauð upp á nokkra skemmtilega
leikkafla. Bæði liðin reyndu að
byggja skipulega upp sóknir sfn-
ar, en oft var nákvæmninni ekki
fyrir að fara og sendingarnar fóru
annað en ætlað var. Mörk beggja
liðanna komust nokkrum sinnum
í verulega hættu, en tækifærin
nýttust illa. Þá virtist leikmönn-
um ganga illa að fóta sig á hálum
vellinum, einkum þó Víkingum,
sem fengu marga magalending-
una f leiknum.
Nokkurs taugaóstyrks gætti hjá
leikmönnum beggja liða í upphafi
leiksins, sem var einna daufasti
kaflinn. Var það ekki fyrr en á 22.
mínútu sem vert var að punkta
hjá sér atvik, er gerðust, en þá
kom líka mark. Víkingarnir sóttu
upp miðjuna og föst sending kom
inn í markteig KR-inga, þar sem
Ólafur Ólafsson var fyrir. Af
hreinum klaufaskap slæmdi hann
hendi í knöttinn og ekki var um
annað að gera fyrir dómara leiks-
ins en benda á vítapunktinn.
Hafliði Pétursson tók vftaspyrn-
una og skoraði með föstu skoti.
Magnús Guðmundsson KR-mark
vörður var þó ekki langt frá því
að verja þetta skot, en hann var
snöggur niður og kom hendi á
knöttinn.
Eftir mark þetta lifnaði veru-
lega yfir leiknum, og þá fyrst og
fremst Víkingum, sem eygðu nú
möguleika. Voru þeir öllu betri
aðilinn í fyrri hálfleik, en KR-
vörnin með þá Ottó Guðmundsson
og Árna Indriðason í fararbroddi
stóð sig hins vegar mjög vel og
stöðvaði hverja sóknina af ann-
arri. Ef knötturinn náði svo að
KR-markinu varði Magnús Guð-
mundsson af öryggi.
Og fyrir hlé höfðu KR-ingar
jafnað. Dæmd var aukaspyrna á
Vfkinga. Gunnar Gunnarsson tók
hana og átti góða sendingu inn að
Víkingsmarkinu, þar sem Ólafur
Lárusson tók á móti knettinum og
skallaði í netið hjá Vfkingi 1:1.
I seinni hálfleik kom það svo
greinilega fram, að Víkingarnir
höfðu verulega misst móðinn við
þetta jöfnunarmark. KR-ingar
náðu öllum tökum á miðju vallar
ins og léku Víkingana þar oft
grátt. Auk þess voru bakverðir
Víkings óvenjulega slappir í
þessum leik og sú ráðstöfun þjálf-
arans að senda Eirík Þorsteinsson
fram, greinilega misheppnuð.
Fjarvera Eiríks úr vörninni
myndaði þar oft stórar glompur
og setti aðra varnarleikmenn liðs-
ins oft í hreinustu vandræði.
Annað mark KR, sem kom á 6.
mfnútu seinni hálfleiks, kom
þannig fyrst og fremst fyrir
varnarmistök Víkinga. Barizt var
um knöttinn inni í markteig Vík-
inga, og voru þar jafnmargir KR-
leikmenn og Víkingar. Atli Þór
náði að skalla knöttinn til Ólafs
Lárussonar, sem var mjög illa
gætt og átti auðvelt með að senda
knöttinn með föstu skoti i markið.
Með meiri ákveðni hefði Ögmund-
ur Víkingsmarkvörður átt að ná
knettinum áður en Atli skallaði,
en ögmundur var nánast áhorf-
andi að því, sem fram fór.
Og á 19. mfnútu hálfleiksins
bættu KR-ingar svo um betur og
innsigluðu sigur sinn. Það mark
verður að skrifast að jöfnu á Pál
Björgvinsson og ögmund
Kristinsson. Páll ætlaði sér að
senda á ögmund, en spyrna hans
var of laus og Baldvin Elíasson
náði henni og sendi knöttinn í
markið. ögmundur átti alla mögu-
leika á að bjarga þessu marki með
því að hlaupa út á móti sendingu
Páls, en þess í stað stóð hann hinn
rólegasti í markinu og beið þess,
sem verða vildi.
Þetta atvik voru nær einu mis-
tökin, sem Páll Björgvinsson
gerði í þessum leik, en hann var
áberandi bezti leikmaður Víkings
í leiknum og barðist af míklum
krafti og dugnaði. Ösjaldan náði
hann að stöðva sóknir KR-inga,
þótt litla aðstoð fengi hann frá
félögum sfnum og jafnan reyndi
Páll að byggja upp fyrir félaga
sína í framlínunni. Páll hefur átt
góða leiki með Víkingsliðinu í
sumar og verðskuldaði vissulega
að fá tækifæri með landsliðinu.
Aðrir leikmenn Víkings en Páll
voru tæpast umtalsverðir — helzt
þó Gunnar Gunnarsson. Sú ráð-
stöfun Sanders þjálfara að setja
Diðrik Ólafsson aðalmarkvörð
liðsins á varamannabekkinn var
mjög hæpin. Víkingum veitir
sannarlega ekki af öllu sínu.
Sem fyrr í sumar var baráttan
aðalsmerki KR-inga, en f heild
náði liðið góðum leik og var, er á
leið mun betri aðilinn í leiknum.
Vörnin var mjög traust og
ákveðin og í framlínunni áttu
leikmennirnir góða spretti. Atli
Þór ógnaði stöðugt með sprettum
sínum sem fyrr, Hálfdán örlygs-
son vakti athygli fyrir vandaðar
sendingar sínar, en hið sama má
reyndar segja um flesta þá pilta,
sem leika nú með 1. deildar liðun-
um og hafa áður verið í unglinga-
landsliðinu. Er naumast tilviljun,
að þessir piltar eru yfir höfuð
vandvirkir og liprir. Þá var þáttur
Ólafs Lárussonar í leiknum ekki
svo lítill og sjaldgæft, að knatt-
spyrnumenn hér eigi svo
árangursrfkt „come back“.
1 STUTTU MÁLI:
Laugardalsvöllur 19. júlí
íslandsmótið 1. deild
Urslit: VÍKINGUR — KR 1:3
(1:1)
Mark Vfkings: Hafliði Péturs-
son (vítaspyrna) 22. mín.
Mörk KR: Ólafur Lárusson á 40
mín. og 51. mín. og Baldvin Elías-
son á 64. mín.
Áminning: Engin
Áhorfendur: 697
Dómari: Hinrik Lárusson.
Hann dæmdi leikinn prýðilega,
en virtist þó örlítið slaka á undir
lokin.
Úlafur Lárusson skorar seinna mark sitt f Ieiknum við Vfkinga.
engu er Ifkara en önundur markvörður biðjist vægðar.
■>': ■■ 'y":
-■* .
Magnús Þorvaldsson og Jðn Ölafsson eru of seinir til varnar og
ÓLAFUR KOM,
SÁ OG SIGRAÐI