Morgunblaðið - 23.07.1974, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.07.1974, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JULÍ 1974 23 Ekki stöðvuðu Eyjamenn sigur- göngu ÍA-liðsins Teitur Þórðarson lék nð með !A að nýju eftir meiðsli sem hann varð fyrir f sumar. Þarna er hann kominn framhjá Þðrði og Kristjáni, en Friðfinnur hefur ekki gefið upp alla von um að stöðva þennan hættulega leikmann. ÍA—ÍBV 2:1 AKURNESINGAR voru sterkari aðilinn f leiknum gegn lBV á Akranesi á laugardaginn. Þeir verðskulduðu að sigra, sem þeir og gerðu 2:1. Halda þeir þvf enn tveggja stiga forystu sinni f 1. deildinni, eru komnir með 16 stig og hafa ekki tapað leik til þessa. Keflvfkingar eru f öðru sæti með 14 stig og mætast þessi lið f Kefla- vfk um næstu helgi. Þó svo að hér að ofan segi, að Akurnesingar hafi verið sterkari aðilinn í leiknum á laugardaginn geta þeir eigi að síður þakkað dómara leiksins fyrir, að ekki var dæmd á þá vítaspyrna eða spyrn- ur í fyrri hálfleiknum. Fyrst slæmdi Benedikt hendi til knattarins við hliðarlínu vfta- teigsins og síðan brá Björn Lárus- son Erni Óskarssyni við markteig- inn, en f hvorugt skiptið sá Ragn- ar Magnússon, annars ágætur dómari leiksins, ástæðu til að blása í lúðurinn. örn meiddist illa, er Björn braut á honum og varð hann að yfirgefa völlinn. Lamaði það nokkuð framlínu Vestmanney- inga og er ekki gott að segja, hvernig farið hefði ef Arnar hefði notið við allan leikinn. Vestmanneyingar léku á undan sterkum hliðarvindi í fyrri hálf- leik, samt sem áður voru Skaga- menn sterkari aðilinn fyrstu mínúturnar. Eyjamenn náðu þó smátt og smátt tökum á leiknum og höfðu undirtökin fram að leik- hléi. t síðari hálfleiknum snerist dæmið svo alveg við og nú réðu Skagamenn leiknum og skoruðu þá þau tvö mörk, sem tryggðu þeim sigur. Leikurinn var mjög góður, hraði og samleikur höfðu vinninginn fram yfir langspyrn- urnar. Litlu munaði að Eyjamenn skoruðu fyrsta mark leiksins á 29. mínútu. Kristján Sigurgeirsson átti þá gott skot frá vftateig, bolt- inn smaug á milli varnarmanna IA. Skotið var þó nokkrum milli- metrum of hátt og lenti í þver- slánni, hrökk þaðan út í vítateig- inn og hættunni var bægt frá. — Ég var búinn að bóka skotið inni, sagði Kristján eftir leikinn, ljóta óheppnin. Fimm mínútum síðar kom svo Texti og myndir: Agúst I. Jónsson. að því, að IBV tæki forystuna í leiknum. Friðfinnur gaf langa sendingu fram völlinn. Tómas þóttist ætla að taka knöttinn, en lét hann síðan halda áfram til Arnar Öskarssonar. Jón Gunnlaugsson áttaði sig ekki fyrr en of seint á þessu bragði Tómas- ar og örn hafði nægan tíma til að Ieika inn í vítateig ÍA og framhjá Davíð, sem kom hlaupandi út úr markinu. Sfðan var ekki erfitt fyrir örn að senda knöttinn í mannlaust markið. Litlu síðar varð örn að yfirgefa völlinn vegna meiðslanna, sem áð- ur er getið, og við það minnkaði krafturinn í framlínu Eyja- manna. Á 13. mínútu síðari hálfleiksins skoruðu Skagamenn fyrra mark sitt og var Teitur Þórðarson þar að verki. Hann lék nú að nýju með Skagaliðinu og virðist alveg vera búinn að ná sér eftir meiðsl- in, þarf ekki að spyrja að því hver styrkur hann er fyrir liðið. Karl Þórðarson átti mestan heiðurinn af markinu. Hann lék sig laglega í gegn á hægri kantinum og sendi síðan fyrir markið. Þar var Matthías vel staðsettur og skallaði á ný fyrir mark Eyjamanna, Teit- ur kom að á fullri ferð og nikkaði knettinum í netið af stuttu færi. Ársæll var ekki vel á verði, hann hefði án erfiðleika átt að geta náð fyrirgjöfunum. Skagamenn sóttu áfram næstu mfnúturnar, en náðu ekki að skapa sér veruleg marktækifæri. Á 32. mínútu leiksins skoraði Jón Alfreðsson annað mark þeirra og annað mark sitt í Islandsmótinu. Karl framkvæmdi hornspyrnu, Jón Gunnlaugsson lagði knöttinn fyrir fætur Matthíasar, sem skaut föstu skoti að markinu. Ársæll varði, en hélt ekki knettinum, sem hrökk út í teiginn fyrir fætur Jóns Alfreðssonar, sem skoraði auðveldlega með skoti af tveggja metra færi. Ekki var mikið um tækifæri, það sem eftir var leiksins og hvor- ugu liðinu tókst að skora fleiri mörk. Lið Akurnesinga var mjög jafnt að þessu sinni, en þó létu að vfsu þeir sömu og f undanförnum leikjum mest að sér kveða. Jónarnir Gunnlaugsson og Alfreðsson bregðast aldrei. Matthias drjúgur, Karl nákvæm- ur í hverju, sem hann gerir. Þröstur traustur og Teitur hættu- legur hverri vörn. Það var skarð fyrir skildi hjá Vestmannaeyingum eftir að örn fór út af, fæstir geta fyllt skarð þessa fljóta leikmanns. Óskar barðist vel, Kristján átti góð- ar sendingar, Snorri duglegur og Ólafur lék að nýju með eftir meiðsli, sem hafa haldið honum frá sfðustu leikjum. Friðfinnur og Þórður komust báðir þokkalega frá leiknum, en yngstu mennirnir í liðinu hafa oft gert betur. 1 stuttu máli: Islandsmótið 1. deild, Akranes- völlur 20. júlí. IA — ÍBV 2:1 (0:1) Mörk IA: Teitur Þórðarson á 58. mfnútu og Jón Alfreðsson á 77. mfnútu. Mark ÍBV: örn Öskarsson á 34. mínútu. Aminning: Einari Friðþjófssyni var sýnt gula spjaldið fyrir að mótmæla dómara leiksins. Dómari: Áður er minnzt á frammistöðu Ragnars Magnús- sonar. FOTBOLTA- SKÓR 10 GERÐIR VERÐ FRA KR. 1.980,- Póstsendum. Skagamenn hafa oft fengið tækifæri til að fagna mörkum f sumar, svo sem þeir gera eftir að Jón Alfreðsson (nr. 8) skoraði gegn Vestmannaeyingum. Þeir sem fagna Jóni eru Teitur, Matthfas, Hörður, Haraldur, Benedikt, Jón Gunnlaugsson og Karl Þórðarsson. Norðfjarðar-Þróttur vann Leikni örugglega Norðfjarðar-Þróttur sigraði örugglega í leiknum gegn Leikni f þriðju deild á laugardaginn og þar með öðlaðist liðið rétt til að taka þátt í úrslitakeppni þriðju deildar á haust. Leikurinn, sem var hreinn úrslitaleikur í h-riðli, var hinn lfflegasti og alls skoruð í honum 7 mörk. Þróttur gerði 5 þeirra, en Leiknir 2. Fyrri leik þessara liða lauk með jafntefli og var sú viðureign hin sögulegasta. Einum leikmanna Leiknis var vfsað af leikvelli eftir að hafa lent saman við dómara leiksins. Var hann dæmdur í eins leiks bann, en viðkomandi dómara, sem er frá Norðfirði, fannst dómur- inn vægur og standa yfir blaða- skrif og ýmsar væringar milli þessara aðila. Austri frá Eskifirði lék sinn síðasta leik f g-riðli þriðju deildar á laugardaginn. Mætti liðið þá Einherja frá Vopnafirði og sigruðu Eskfirðingar með 5 mörkum gegn 3. Náði Austri þvf fullu húsi stiga i g-riðlinum og tekur þátt í úrslitakeppninni. PUNIA FH-ingar sneru dæminu við Það var með blöndnum hug að leikmenn FH gengu til leiks- ins gegn Völsungum á Húsavfk á Iaugardaginn. Flestir leik- manna Hafnarfjarðarliðsins voru minnugir þess, að fyrir ári töpuðu þeir iililega fyrir Hús- vfkingum á þessum velli. Ur- slitin þá urðu 1:5 og að tapa gegn Völsungi þýddi, að draumurinn um sigur f 2. deild minnkaði verulega. FH-ingar létu þó söguna ekki endurtaka sig heldur sneru þeir dæminu við og unnu 3:1. I leikhléi var staðan 1:1. Janus Guðlaugsson fyrirliði unglinga- landsliðsins átti stórleik með FH-Iiðinu að þessu sinni. Skor- aði tvö mörk og var potturinn og pannan f uppbyggingunni á miðjunni. Ekki var langt liðið á leikinn þegar fyrsta markið var orðið að veruleika. Helgi Ragnarsson skoraði fyrir FH eftir gott upp- hlaup. Völsungarnir áttu þó einnig sfn tækifæri og ekki minna f leiknum. Um miðjan fyrri hálfleikinn skoraði svo Hermann Jónsson fyrir heima- menn og eftir það náðu Vöis- ungar öllum tökum á leiknum. FH-liðið virtist alveg brotna og var heppið að fá ekki á sig fleiri mörk fyrir leikhlé. Þjálfari FH-Iiðsins hefur örugglega skammað sfna menn duglega f leikhléi, þvf er þeir mættu til leiks á ný var sem allt annað lið kæmi inn á völlinn. FH-ingar náðu tökum á leikn- um og Janus gerði tvö ágæt mörk, sem tryggðu liði hans sigur og þar með áframhald- andi sigurgöngu f 2. deild. A föstudaginn mæta FH- ingar höfuðandstæðingum sfnum, Haukum. Sfðast þegar liðin mættust unnu Haukarnir og þeir eru til alls Ifklegir um þessar mundir. Fari svo, að FH vinni þann leík blasir sigurinn f 2. deild við þeim, þó að þeir eigi eftir að mæta Þrótti á Þróttarvelli f lok ágúst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.